Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 7
I
MANUDAGUR 19. APRIL 1999
29
íþróttir
Helgi Kolviösson og Heiöar Helguson
hafa verið kallaðir inn í landsliðshóp-
inn í knattspyrnu sem leikur gegn
Möltu þann 28. þessa mánaðar. Þeir
taka sæti Eiós Smára Guðjohnsens og
Hermanns Hreióarssonar en
þeirra, Bolton og Brentford, óskuðu eft-
ir því að leikmennirnir spiluðu ekki
umræddan leik. Heiðar, sem leikur með
Lilleström i Noregi, er nýliði í landslið-
inu.
íslendingar sigruðu Tyrki, 3-2, í D-
keppni heimsmeistaramótsins í íshokkí
í Suður-Afríku í gær. Þetta var fyrsti
sigur íslendinga á mótinu og fyrstu
mörkin sem þeir gera. Heiöar Ingi
Ágústsson, Sigurðw Sveinbjarnarson
og Jónas Magnusson skoruðu mörkin.
' dag leika íslendingar gegn Grikkjum.
Aspelund I heldrimannafiokki sigraði
Sigurður Á. Gunnarsson en hann
hafði betur gegn Hafsíeini Danielssyni,
3-1.
Ingólfur Gissurarson náði bestum
tíma af fjölmörgum íslendingum sem
tóku þátt í Lundúnamaraþoninu í gær.
Hann setti persónulegt met, hljóp á 2
tímum, 39:15 mínútum. Næstur kom
Pétur Helgason sem einng náði sínum
besta árangri, 2 tímar, 55:17 mínútur.
Guómundur E Stephensen og Eva Jó-
steinsdóttir, bæði úr Vikingi, sigruðu i
karla- og kvennafiokki á lokamóti Grand
Prix mótaraðar Borðtennissambands ís-
lands sem fram för i gær. Átta bestu karl-
amir og fjórar bestu konurnar kepptu á
mótinu. Guðmundur hafði betur gegn
Kjartani Briem, KR, í úrslitum, 3-0 (21-8,
21-14 og 26-24) og er því enn ósigraður á
kepprustímabilinu Eva vann öruggan sig-
ur en hún vann alla mótherja sína.
íþau sjð skipti í sögu úrslitkeppninnar
í handknattleik karla hafa sex Uð unnið
titilinn eftir að hafa komist í 1-0 i ein-
vígunum. Eina liðið sem hefur komist
1-0 yfir en ekki náð að hampa titlinum
er Afturelding árið 1997. Liðið vann þá
fyrsta leikinn 27-25 í Varmá en tapaði
síðan næstu þremur og um leið Islands-
meistaratitlinum til KA.
Þaó er ólíkt komið á með þjálfurum
liða Aftureldingar og FH Skúli
Gunnsteinsson er kominn með lið
sitt í fyrsta sinn í úrslit en Kristján
Arason er að mæta þangað í þiðja
sinn og jafna met i keppninni. Krist-
ján Arason er þar með kominn í hóp
með þeim Þorbirni Jenssyni og Al-
freó Gíslasyni. Kristján stjórnaöi FH
til sigurs 1992 en varö að lúta í lægra
haldi fyrir Valsmönnum 1993.
-GH/ÓÓJ/VS
lanabiti
að játa sig sigrað og aðeins
formsatriði að ljúka þessari
fyrstu rimmu liðanna. Mið-
að við þennan leik verður
lið Aftureldingar ekki auð-
unnið. í hverri stöðu er
traustur maður og andstæð-
ingurinn verður að eiga
toppleik til að fella þessa
sterku liðsheild Mosfellinga.
Jón Andri Finnsson og Berg-
sveinn Bergsveinsson voru
bestu leikmenn Mosfellinga
í þessum leik. Jón Andri
gerði tíu af þeim tólf mörk-
um sem hann skoraði í síðar
hálfleik. Skotnýting hans
var 100%. Bergsveinn varði
um 20 skot, þar af fimm víti,
þannig að frammistaða hans
fiokkast undir stjörnuleik.
Einar Gunnar Sigurðsson og
Bjarki Sigurðsson voru
einnig traustir. Vörn Aftur-
eldingar var geysilega öflug
í síðari hálfleik - aðeins átta
skoruð mörk FH-inga eru til
marks um það.
FH-ingar mættu ofjörlum
sínum í þetta skiptið. Liðið
lék á köflum frábærlega í
fyrri hálfleik og hafði þá í
fullu tré við Aftureldingu.
FH-ingar geta dregið lær-
dóm af því hvernig leikur-
inn æxlaðist í síðari hálfleik
og hafa þeir tíma fram á
þriðjudagskvöld til að laga
það sem fór úrskeiðis. Sókn-
in varð liðinu að falli í síð-
ari hálfleik og misbrestir
komu fram í vörninni. Þetta
var aðeins fyrsta rimman
þannig að ýmislegt kann að
gerast í framhaldinu ef rétt
verður á spilum haldið.
Valur Arnarson og Guð-
jón Árnason voru beittir í
fyrri hálfleik. Vörnin, með
Kristján Arason í broddi
fylkingar, stóð þá fyrir sínu.
í síðari hálfleik gekk allt á
afturfótunum, eins og áður
hefur verið lýst. FH-ingar fá
tækifæri til að svara fyrir
sig í Krikanum annað kvöld
og þá kemur ekkert annað
en sigur til greina.
-JKS
Aftuteld. (16)31
FH (15) 23
0-1, 3-4, 4-6, 6-«, 9-8, 13-10, 14-15,
(16-15), 16-16, 20-16, 24-17, 26-20,
29-22, 31-23.
Mörk Aftureldingar: Jðn Andri
Finnsson 12/6, Sigurður Sveinsson 5,
Einar Gunnar Sigurðsson 4, Bjarki
Sigurðsson 3, Galgauskas Gintas 3,
Maxim Troufan 2, Magnús Már Þórð-
arson 2.
Varin skot: Bergsveinn Berg-
sveinsson 23/5.
Mörk FH: Valur Arnarson 8/2,
Guöjón Árnason 4, Guðmundur Ped-
ersen 4/2, Knútur Sigursson 3, Lárus
Long 3, Gunnar Narfi Gunnarsson 1.
Varln skot: Magnús Árnason 9.
Brottvísanir: Afturelding 10 mín,
FH2mín.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og
Gunnar Viðarsson, dæmdu i heild vel
en voru full fjótir á sér í nokkrum til-
fellum.
Áhorfendur: Um 800, troðfullt
hús.
Maður leiksins: Bergsveinn
Bergsveinsson, Aftureldingu. Fór
oft illa meö sina gömlu félaga úr
FH.
f