Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 8
30 MANUDAGUR 19. APRIL 1999 íþróttir unglinga Allt á netinu Þaö má finna alla tölfræði úr úr- slitaleikjum yngri flokka um ís- landsmeistaratitla á Internetinu. Þessar upplýsingar eru á vefslóö körfuboltasambandsins á www.toto.is/kki, undir úrslit. Hið ósigrandi liö 11. flokks KR sem varð íslandsmeistari sjötta árið í röð. 2. deild 10. flokks: Dímon vann Um þessa helgi fór fram 2. deildarkeppni í 10. flokki karla. Þar stóðu Hvolsvellingar sig best þegar Dímon varð íslandsmeist- ari 2. deildar með því að leggja USAH að veUi, 47-39, i úrslita- m UNÞ vann Fjölni B, p 48-43, í leiknum um 3. ' sætið. Þessa sömu helgi urðu einnig Fjölnis- menn íslands- meistarar i þess- um flokki eftir hörkuleik við KR en unglingasíðan :-, mun segja meira , frá þeim leik siðar likt og úrslit annarra flokka. Úrslitaleikir 11. flokks og stúlknaflokks í körfuknattleik fóru fram á dögunum: tReykiavikursigrar (1 KR og ÍR unnu íslandsmeistaratitla í 11. flokki karla j^ og stúlknaflokki í Grafarvogi fyrir rúmri viku. KR vann Njarðvík, 69-60, í úrslitaleik strákanna en ÍR g lagði Keflavík, 45-40, í úrslitaleik stúlknanna. KR hafði undirtökin allan timann gegn Njarðvik en I Njarðvíkingarnir gafust þó aldrei upp og komu munin- I um niður fyrir 10 stig í lokin. KR vann ÍR, 75-57, í undan- I úrslitum og Njarðvík vann Keflavík, 69-46. Sverrir Gunn- I arsson skoraði flest stig fyrir KR eða 16 en Jakob Sigurð- " arson gerði 13 stig. Hjá Njarðvik gerði Ágúst Dearborn 18 stig en hann gaf einnig 6 stoðsendingar í leiknum. Þeir Sig- urður Einarsson, Þorbergur Hreiðarsson og Arnar Smárason gerðu allir 12 stig fyrir Njarðvík. Upp á réttum tíma Keflavík hafði unnið allar viðureignirnar við ÍR naumlega í vetur en ÍR-stúlkur biðu með sig- urinn þar til á réttum tíma og unnu úrslitaleik- inn. Eva Maria Grétarsdóttir skoraði mest fyrir ÍR eða 15 stig en Ragnhildur Guðmundsdóttir gerði 11 stig. Hjá Keflavik gerði Bára Lúðvíks- dóttir 18 stig en þær María Anna Guðmunds- dóttir og Hulda Jónsdóttir báðar 8 stig. Liðin mætast siðan aftur í bikarúrslitunum. -ÓÓJ Eva María Grétarsdóttir skoraði 15 stig í úrslitaleik stúlknaflokks fyrir ÍR gegn Keflavík og lyfti síðan íslandsbikarnum hátt á loft í leikslok. Þær Halla Jóhannesdóttir (til vinstri) og Eyrún Gunnarsdóttir tóku sam- an 29 f ráköst í úrslitaleikn- um og stóðu sig frábær- lega. Eyrún tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en er þó enn í 8. flokki. Fjör og gaman hjá stúlknaflokki ÍR eftir góðan baráttusígur á Keflavík í úrslitaleik um titilinn. Efri röð frá vinstri: Inga Ingimundardóttir, Eyrún Gunnarsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Halla Jóhannesdóttir. Neðri röð frá vinstri: Eva María Grétarsdóttir, Hildigunnur Helgadóttir, Marta Karlsdóttir og Hildur Pálmadóttir. Jón Arnór Stefánsson íslandsmeistari með KR í H.flokki. Jón Arnór: Heima í páskafríi Nýr leikmaður en þó liðinu velkunnur lék með 11. flokki KR i úrslitaleiknum gegn Njarðvik. Jón Amór Stefánsson, sem hefur leikið með menntaskóla í Banda- ríkjunum í vetur, spilaði með liðinu meðan hann var í 2 vikna páskafrii hér á landi. Jón Arnór er örugglega fyrsti íslenski körfuknattleiksmaður- inn sem fer svo ungur út en hann verður 17 ára á þessu ári. Hann segir veturinn úti hafa verið mjög skemmtilegan en æf- ingar þar séu mun lengri en hann væri vanur. Liðinu gekk vel, vann sinn riðil og komst í undanúrslit í fylkinu og Jón Arnór var búinn að vinna sér sæti í byrjunarliðinu þrátt fyrir að vera á sinu fyrsta ári og eiga enn þrjú ár eftir í skólanum. Hann segist hafa verið nokkuð ryðgaður í þessum úr- slitaleikjum en hann hefur ekki spilað í tæpa tvo mán- uði eða síðan timabilinu ytra lauk. Jón Arnór er að fara aft- ur út en kem- ur til með að æfa heima í sumar og fara síðan út aftur í september þar sem hann skellir sér út í annað ár með skólanum sín- um. Jón Arn- ór sýndi ágæt- istilþrif í seinni hálf- leik í úrslita- leiknum sem KR-ingar unnu nokkuð sannfærandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.