Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 19. APRlL 1999 31 Frá aðalfundi Félags hrossabænda. DV-mynd EJ Hestar Félagsgjöld, umferðaröryggi og innflutningstollar Félag hrossabænda hélt aðalfund í Bændahöllinni 13. apríl síðastliðinn. Rekstur félagsins hefur verið höfuðverkur stjómarinnar um langt skeið og var samþykkt tillaga stjómarinnar um að innheimt verði félagsgjald kr. 1500 af hverjum félagsmanni, utan aðalfundarfulltrúa. Hugsanlega fær félagið aðrar tekjuuppsprettur siðar, því samþykkt var samhljóða að beina því til stjómarinnar að vinna að breytingum á reglugerð um Útflutnings- og markaðssjóð, þannig að það flármagn sem í hann kemur renni óskipt til markaðsstarfs Félags hrossabænda. Aðalfundur fagnaði því að hreyfing skuli vera komin á vinnu við niðurfellingu á innflutningstollum til Noregs. Fundargestir höfðu áhyggjur af réttarstöðu hrossaeigenda í umferðinni og beindi þeim tilmælmn til Bændasamtaka íslands að þau mál yrðu könnuð betur. Jafhframt benti fundurinn á brýna þörf fyrir uppbyggingu reiðleiða sem óháðar væm bilaumferð. Önnur mál voru umflöllun um örmerkingar, skráning sláturhrossa og könnun á nýjum mörkuðum fyrir afsetningu. Bent var á möguleika Internetsins til kynningar og sölu á hrossum. Ársreikningar voru samþykktir samhljóða og rekstraráætlun upp á 6.990.000 kr. tekjur og 6.890.000 kr. gjöld var samþykkt samhljóða. -EJ Bland í Asgeir Svan Herbertsson ásamt dóttur Elísabetu Mettu, og Farsæl frá Arnarhóli. DV-mynd EJ rnas Rásbásar sönnuðu gildi sitt á veðreiðum Fáks. DV-mynd EJ Fáks, segir að veðreiðar verði ör- ugglega haldnar í sumar. Líklega verði tvennar kappreiðar í maí og júní og afgangurinn í ágúst og september. „Útkoman í fyrra var þannig að við ætlum í þetta aftur,“ segir Bragi. „Við eigum eftir að ganga frá ýmsum endum. Við eigum í viðræðum við báðar sjónvarps- stöðvarnar og einnig leitum við að samstarfsaðila í veðreiðarnar. Helst þarf að vera möglegt að veðja í gegnum síma eða með annarri tækni. Við þurfum bara að íinna út hvaða form er best. Það er ekki endilega víst að kapp- reiðar verði um helgar. Hugsan- lega er hægt að keppa að kvöldi til, en þetta er allt óráðið," segir Bragi. Fyrsta kynbótasýning ársins verður í Gunnarsholti, frá þriðjudeginum 27. apríl til fimmtudagsins 29. apríl. Yfirlits- - sýning verður fimmtudaginn 29. apríl eftir hádegi og lokasýning laugardaginn 1. maí. Búast má við fjölmenni á laugardagssýninguna sem fyrr. Dómar eru opnir öllum stóðhestum og jafnvel hryssum, þó svo að fyrst og fremst megi búast við stóð- hestum i dóm. Lík- lega dæma Ágúst Sigurðsson. þeir Ágúst Sigurösson, Jón Vilmundar- son og Vikingur Gunnarsson hrossin. Þegar eru umsjónarmenn hrossanna farnir að skrá hrossin hjá Búnaðarfélagi Suðurlands en skráningu lýkur í dag. Sýnendur þurfa nú að vanda sig meira en fyrr við sýningar, því nú þarf að sýna fet og hægt tölt, en gefin verður einkunn fyrir þessi atriði þó svo að þau falli ekki inn i að- aleinkunn, hvað sem síðar verð- ur. Þóróur Þorgeirsson er með helming Stóðhestastöðvarinnar á leigu og er þar með 25 hross, hryssur og stóðhesta. Má búast við því að hrossin í Gunnarsholti verði áberandi á Gunnarsholtssýningunni. -EJ Tvö mikil hestamót eru framundan: heimsmeistaramótið í Þýskalandi í ágúst í sumar og landsmótið í Víöidalnum i Reykjavík i júlí árið 2000. Eigendur fremstu gæðinga landsins eru í klemmu. Þeir geta ekki sýnt hest- ana sína á báðum stöðum því hestur sem fer úr landi er útlægur og kemur ekki til- baka. Spurningin er þessi: Á að fara með hestinn á heimsmeistaramótið, svo fram- arlega sem hann kemst í landsliðið, eða á landsmótið á næsta ári. Ásgeir Svan Herbertsson eigandi Far- sæls frá Arnarhóli hefur þegar svarað þeirri spurningu. „Ég ætla að bíða i eitt ár eftir landsmótinu í Reykjavík," seg- ir hann. Ég keypti Farsæl árið 1994 af Bjarna Birg- issyni kokki á Selfossi þegar við Hafliði Halldórsson vorum að skoða hross fyrir sýningu 1 Reiðhöll- inni. Mér fannst hann efhilegur og árið 1995 þegar ég sá hve góður hann var ákvað ég að setja stefnuna á heims- meistaramótið árið 1999. Ég veit að Þjóðverjar munu halda stórglæsi- legt mót í sumar og erfltt verður að toppa það, ef það verður þá reynt. En landsmótið hefur einnig sinar hliðar. Það er haldið hér á heimavelli okkar Fáksmanna og því hef ég ákveðið að bíða í eitt ár í viðbót. Ég geri mér grein fyrir að maður lend- ir ekki á svona hesti aftur. Hann hefur gert mig kröfuharðari á aðra hesta. Einnig hef ég tengst honum tilfinninga- böndum og það er erfltt að selja slíka hesta. Farsæll er eins og hitt bamið mitt enda hafður einn í þriggja hesta stíu. Og þó svo að okkur hafi tekist að sigra í fjór- gangi á síðustu flórum íslandsmótum þá höfum viö ekki náð góðum árangri á öðr- um stórmótum. Á fjórðungsmótinu á Hellu 1996 var Farsæl vikið úr _ keppni vegna helti. Hann |.var bitinn í baki og ég heföi ekki átt að fara , með hann. Við náöum okkur ekki á strik á landsmótinu i fyrra á Mel- gerðis- melum. Farsæll fékk heiftarlega hitasótt í fyrra og stóð mjög tæpt dögum með hann í nokkra daga. Hitinn var tæplega 42 gráður. Ég var í útlöndum og Óli bróð- ir hjúkraði honum á meðan og varð að vakta Farsæl í nokkra sólarhringa. Eftir þessa veiki hefur hann náð sér fullkom- lega en hann vantaði samt Z-i vikur upp á sitt besta á íslandsmótinu á Æðarodda. Eftir Islandsmótið i fyrra var honum sleppt og tekinn í þjálfun tæpum mánuði fyrir mótið sem Reiðsport hélt i Skauta- höllinni nýlega. Farsæll er hálfgeröur krakkaskitur ennþá. Hann er ekki full- þroskaður sem keppnishestur þó hann sé á ellefta ári. Hann á töluvert eftir og von- andi springur hann betur út á næsta ári. Það þarf ekki að þjálfa hann öðru vísi en aðra hesta. Þjáifunin er vissulega mark- viss en það sem er nauðsynlegt er að halda honum glöðum og ferskum eins og reyndar öðrum keppnishestum. Útgeisl- unin hefur mikið að segja. Það er mikill heiður að vera valinn í landsliöið og hugsanlega reyni ég með aðra hesta en Farsæl. Ég tel að við ís- lendingar eigum möguleika á að senda mjög sterkt landslið á heimsmeistara- mótið í sumar. Hér eru mjög sterkir al- hliða gæðingar og einnig klárhestar svo sem Kjarkur hjá Olil Amble og Ótti hjá Guömundi Einarssyni," segir Ás- geir Svan. Farsæll er undan Hjörvari frá Glæsi- bæ sem var seldur til útlanda g Brúnku frá Arnarhóli í Landeyjum. Ásgeir Svan hefur orðið íslands- meistari 1 fjórgangi siðustu flögur árin í röð á Farsæl, íslandsmeistari í ís- lenskri tvíkeppni árið 1997 og Farsæll stóð efstur i B- flokki gæðinga hjá Fáki árin 1996 og 1997. Auk þess liggja í verðlaunabikarahill- um verðlaunagrip- ir frá öðrum mót- um emmg. Fáksmenn hafa ákveðið að framhald verði á veðreiðunum sem þeir héldu í Víðidalnum í fyrra. Kappreiðar Fáks í fyrrasum- ar urðu feikivinsælar og jókst þátttaka jafnt og þétt út sumarið og tímar bötnuðu mjög. Keppt var í 150 og 250 metra skeiði og 350 og 800 metra stökki. Sjónvarpið sýndi beint frá úrslit- um í hverri grein. Bragi Ásgeirsson, formaður Fimm hross yfir átta í Herning Þrjár kynbótasýningar verða í Dan- mörku í sumar. Sú fyrsta í Herning er að baki en bráðlega verða hross sýnd í Hedeland og í júlíbyrjun verður FEIF sýning í Hedeland. FEIF er sem kunnugt er Félag eigenda og vina íslenska hests- ins í Evrópu. Á sýningunni í Heming voru ekki ■sýnd mörg hross. Einn þriggja vetra stóö- hestur og fimm flögurra vetra stóðhestar voru byggingadæmdir. Þriggja vetra hest- urinn Tígull frá Enni fékk 7,98 fyrir bygg- ingu og hæst dæmdi flögurra vetra hest- urinn fékk 7,70. Tveir fimm vetra hestar fengu fullnað- ardóm og fékk Seth frá Nöddegárden betri útkomu 7,78 í aðaleinkunn. Eldri stóðhestamir voru fimm og stóð efstur Léttir frá Sötofte, undan Feyki frá Sötofte og Drottningu frá Stykkishólmi. Hann fékk 8,10 fyrir byggingu, 8,03 fyrir hæfi- leika og 8,06 í aðaleinkunn. Djarfgengur frá Toksvig fékk 8,04. Útkoma 5-6 vetra hryssnanna var ekki góð. Sú hæst dæmda fékk 7,74 i aðalein- kunn en alls voru tíu hryssur fulldæmd- ar. Ellefu hryssur sjö vetra og eldri voru fulldæmdar og gekk bara vel. Þrjár hryss- ur fengu hærri aðaleihkunn en 8,00. Feð- ur þeirra allra eru Islenskfæddir stóð- hestar. Fluga frá Strö stóð efst með 8,11 í aðal- einkunn. Hún er undan Darra frá Kamp- holti og Össu frá Stutteri Hanegal og fékk 7,73 fyrir byggingu og 8,37 fyrir hæflleika. Elding frá Akureyri, undan Gassa frá Vorsabæ og Dögg frá Akureyri fékk 8,07 og Hekla frá Miðsitju undan Anga frá Laugarvatni og Kröflu frá Sauðárkróki fékk 8,02. íslendingar sýndu nokkur hrossanna. Guðmundur Björgvinsson sýndi Létti frá Sötofte og Eldingu frá Ak- ureyri auk annarra hrossa og Jóhann R. Skúlason sýndi nokkur hross. -EJ - segir Ásgeir Svan Herbertsson, fjórfaldur íslandsmeistari í fjórgangi, um hest sinn Farsæl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.