Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Side 10
32 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 Iþróttir i_____r Bland í noka Keppnistímabilið í torfæru fer senn að hefjast: Gunnar Pálmi keppir á jeppa sem byggður er á Bronco-grind með yfirbyggingu sem hefur ver- ið óbreytt í tíu ár. í bílnum er 350 cid Chevrolet keppnisvél sem hann keypti tilbúna frá Summit í Bandaríkjunum. Keppnisalmanak í Torfæru 1999 hefur litið dagsins Ijós en keppnir í sumar verða sjö tals- ins. Tvær gefa stig til íslands- meistara og tvær eru í heimsbik- arnum. Fyrsta keppni sumarsins á ís- landsmótinu fer fram á Akureyri og um hana sér Bílaklúbbur Ak- ureyrar. Aðrar keppnir i sumar verða þessar: 12. júni í Jósefsdal í umsjón Jeppaklúbbs Reykja- víkur. íslandsmót. 3. júlí á Egils- stöðum. Umsjón hefur Start. ís- landsmót. 17. júli á Akranesi. Umsjónaraðili er Akstursíþrótta- klúbbur Vesturlands. íslands- mót. 11. september á Hellu. Flugbjörgunarsveitin á Hellu er umsjónaraðili. íslandsmót. Keppnir í heimsbikar verða tvær. 7. ágúst á Akureyri. Um- sjón hefur Bilaklúbbur Akur- eyrar. 21. ágúst í Jósefsdal. Jeppaklúbbur Reykjavíkur er umsjónaraðili. -JAK Gísli G. Jónsson tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í fyrra með glæsilegri frammistöðu. Á innfelldu myndinni er Gísli ásamt eiginkonu sinni, Vigdísi Helgadóttur, en hún er jafnan í aðstoðarmannaliði hans. DV-myndir JAK Kveiki í mer Háspenna í sumar Gunnar Pálmi á fleygiferð í á í keppni á Hellu. DV-mynd JAK Gunnari Pálma Péturssyni hefur gengið vel í torfærunni. Síðustu þrjú árin varð hann ís- landsmeistari í flokki götujeppa og heimsbikarmeistari 1996 og 1997. Senn líður að því að torfærukeppnistímabilið hefjist þetta árið því nú er einungis einn mán- uður í fyrstu keppni. Sú keppni verður haldin á Akureyri 22. maí næstkomandi. Það er eitt elsta og virtasta akst- ursíþróttafélag landsins, Bílaklúbbur Akureyr- ar, sem heldur hana. Eins og áður verða haldnar 7 torfæruakstur- skeppnir hér á landi í sumar, fimm þeirra gefa stig til íslandsmeistaratitils og tvær þeirra eru Heimsbikarkeppnir. Torfærukappar landsins eru í óðaönn að vakna af vetrardvalanum og sumir farnir að dusta rykið af tækjum sínum. Þá hefur frést af öðrum sem hafa ekki haft mjög hægt um sig í vetur og verið að smíða sér nýja bíla. Útlit er fyrir spennnandi og skemmtilegt tor- færusumar. Við DV-menn hyggjumst koma sterkir inn í torfæruna í sumar með aukinni og enn betri umfjöllun en áður. Þar sem senn líður að fyrstu keppninni voru tveir kappar teknir tali en það eru að sjálfsögðu íslandsmeistararnir frá því í fyrra, þeir Gísli G. Jónsson í opnum flokki og Gunnar Pálmi Pét- ursson, íslandsmeistari í götubílaflokki. -JAK - með því að horfa á eina torfæruspólu frá því í fyrra,“ segir Gísli G. Gísli G. Jónsson í kröppum dansi í torfærukeppni á síðasta keppnis- tímabili. DV-mynd JAK Kókómjólkin hans Gísla G. Jónssonar, íslandsmeistara í opnum flokki torfærunnar, fór nánast beint í geymslu eftir síðustu keppnina í fyrra. „Ég lagaði yfirbygginguna aðeins eftir Hellu-keppnina og var með bílinn til sýnis við opnun verslunar Netto í Mjódd. Eftir það tók frændi minn, Snæbjöm Magnússon, við bilnum en hann hefur geymt bílinn fyrir mig í slát- urhúsinu á Iðufelli sem hann breytti í Hótel.“ Óvíst er þó að hótelgest- imir fái mikið að skoða Kókómjólkina. „Ég stefni að sjálfsögðu að því að vera með í sumar en það veltur nokkuð á því að mér takist að fá kostendur til að standa undir útgerð bílsins í sumar. Við erum nú reyndar litið farnir að ræða sumariö en ég von- ast til að fá sömu strákana í þjónustuliðið mitt og vora í fýrra. Þeir stóðu sig frábær- lega vel, enda einvalalið. Það væri ekki hægt að gera út svona bil ef ekki nyti við óeigingjarnrar sjálfboða- vinna þeirra,“ sagði Gísli. Kókómjólkin er í granninn Jeepster sem Gísli endur- byggði reyndar frá grunni ‘97.1 bílnum er 350 cid Chevr- olet-vél og er áætlað að hún skili 750 til 800 hestöflum þeg- ar Gísli dælir Nitrogasinu inn í hana með bensíninu. Við vélina er tengd tveggja gira Powerglide skipting en undir bílnum era Dana 60 hásingar. Gísli er einn af sigursæl- ustu torfæruakstursmönnum landsins. Hann varð íslands- meistari 1993, 1997 og 1998 en lenti í öðru sæti íslands- meistaramótsins 1994,1995 og 1996. Þá hampaði Gísli Heimsbikarnum 1993, 1994 og 1995. Öðra sætinu í Heims- bikarkeppninni náði hann 1996, 1997 og 1998. Það skyldi því enginn velkjast í vafa um á hvaða sæti Gísli G. Jónsson stefnir í sumar. -JAK Gunnar Pálmi Pétursson missir hér bflinn aftur fyrir sig í brattri brekku á Egilsstöðum. Gunnar Pálmi er á innfelldu myndinni. DV-mynd JAK „Kiloin eru eini ovinurinn" - segir Gunnar Pálmi Pétursson, íslandsmeistari í götubílaflokki Gunnar Pálmi Pétursson tryggði sér Islandsmeistaratitilinn i flokki götujeppa í fyrra með fantagóðum akstri í fyrstu þremur keppnunum. „Ég lít á þunga bílsins sem helstu hindrun mina að meistaratitl- unum næsta ár. Ég verð að sjálfsögðu með í sumar og stefni að þvi að gera betur en í fyrra. Ég ætia mér að vinna báða titlana og vona að sem flesti öflugir andstæðingar verði til að keppa við mig. Það var grátlegt að missa af Heimsbikarmeistaratitlinum í fyrra, allt út af smábilun. Tengihólkur milli skiptingar og millikassa gaf sig en hólkurinn hefur ekki látið á sjá í 9 ár. Þessi bilun kostaði mig tit- ilinn,“ sagði Gunnar Pálmi við DV. Gunnar Pálmi segir vélina hafa reynst vel, reyndar er 2. vélin i bílnum núna því sú fyrri sprakk á Egilsstööum 1989. Þá fékk hann vélina bætta um hæl, nýja senda frá Summit í stað þeirrar sem gaf upp öndina. Skiptingin í bílnum er 350 Turbo Hydramat- ic, þriggja gira. Að iraman er Dana 44 hásing með 4.56:1 hlutfólium en að aftan er 9“ Ford-hásing. í henni er 4.88:1 drifhlutfall. Á móti þessum mismun á drifhlutfóllum kemur að Gunnar Pálmi notar aðeins minni dekk að framan. Þetta er engu að síður blanda sem myndi vissulega ekki reynast vel á malbiki. Framhjólin snúast hraðar en þau aftari og segir Gunnar Pálmi að þetta geri það að verkum að auðveldara sé að stýra bílnum í lausum brekkum. Hins vegar segir hann þessa uppsetningu vera til trafala þar sem hart er undir og i vatni. Jeppinn hefur staðið úti í vetur en Gunnar Pálmi ætlar að fara að líta á hann og lagfæra það sem fór úrskeiðis í fyrra. Ætlar hann að athuga fjöðrunarsvið jeppans, gera samslagið meira og lækka bílinn. I fyrra var hann lækkaður um 10 cm og nú ætlar Gunnar Pálmi að lækka hann enn meira, auk þess sem hann ætlar að reyna að létta jeppann, henda óþarfa jámadrasli. -JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.