Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 11
Ferrari keppnisliðið vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 árið 1951 og hefur síöan unnið 120 mót og halað inn níu ökumannstitla og átta titla sem keppnislið. Á glœsilegri sportbílasýningu i Laugardalshöll í. maí nk., .verður sýndur fjöldinn allur af sportbílum af öllum stærðum og gerðum og verða nokkrar meiriháttarrfrumsýn- ingar á bílum við þetta -tækifæri. Verða þeim gerð betri skil síðar. Keppnistimabilið i Formúlu 1 er langt og strangt. Fyrsta keppnin fór fram í Ástraliu þann 7. mars og sú 16. og siðasta á keppnistímabilinu fer fram í Japan þann 31. október í haust. Á milli keppna æfa ökumenn grimmt og hvergi er gefið eftir. David Coulthard, annar öku- maður McLaren liðsins, sagði á dögunum að það hefði ekki skipt máli þó hann hefði getaö komist af stað í rásmarki í síðustu keppni í Brasilíu. Gírkassinn hefði gefið sig hvort eð var. Coulthard, sem er Skoti og mjög vinsæll ökumaður í Formúlu 1, hefur verið sérlega óheppinn það sem af er tímabilinu og ekki komist í gegnum tvær fyrstu keppnirnar. Oheppnin hefur elt David Coulthard á röndum. I næsta mánuði verður fluttur til lands- ins Ferrari keppnisbíil Michael Schu- machers frá því á síðasta ári. Hann mun prýða glæsilega sportbílasýningu sem haldin verður i Laugardaslshóllinni 13.-16. maí og mun hann tróna efst á stalli í hópi afimestu og fallestu sportbíla sem snerta götur þessa lands. Ferrari Formúlu 1 kappakstursbíll hef- ur aldrei áður komið hingað til lands og mun þetta verða í fyrsta skiptið sem Ferr- ari bíll er sýndur hér á landi. Er þá eins gort að byrja á toppnum og verður hann afhjúpaður með mikilli viðhöfh skömmu eftir opnun sýningarinnar - ljósagangur, reykur, léttklæddar stúlkur og allt til- heyrandi verður gert til að gera þennan afburð sem eftirminnilegastan. BUlinn kemur frá Englandi og verður í umsjá fylgdarmanns, sem kemur til með að sjá algerlega um fiutning bíisins og sér um að útlit og meðferð sé eftir þeim kröf- um sem Ferrari setur sýningarbílum sín- um. Því er fullljóst að það verður enginn annars flokks umbúnaður við frumsýn- ingu F-300 bílsins, sem sjálfur Michael Schumacher ók á síðasta ári og barðist um heimsmeistaratitilinn til síðasta móts, gegn núnverandi Heimsmeistara, Mika Hakkinen. Hann ók á McLaren Mercedes Benz MP4-13 sem var ekkert lamb að leika við. 800 hestöfl, 10 sýlindrar og 40 ventlar Schumacher sigraði á sex mótum á þessum bíl - og/eða bræðrum hans - því keppnislið eins og Ferrari útbýr Qeiri en fimm og fleiri en sex bíla af sömu tegund. Sýningarbíllinn kemur reyndar vélar- laus til landsins, en til gamans má geta þess aö vélin var yfir 800 hestöQ. 10 sýlindrar og 40 ventlar sáu um að elds- neyti, loft og afgas kæmist leiðar sinnar um sprengirýmið á yfir 18 þúsnd snúning- um á mín. Það er eins gott, því ef einhver ætlaði sér að aka tryllitækinu á „óslétt- um" götum Reykjvíkurborgar er óvíst að lögrelglan yrði hress, eða aö bensínstöðv- arnar hefðu réttu bensmdælurnar til taks ef rennt yröi í hlað. Sérkenni þessa Ferrari bíls, miöað við aðra Formúlu 1 bíla, er að pústgreinin er ofan á vélarhlífinni sem skilar afgasinu undir afturvænginn, en ekki undan gír- kassa og fjöðrum. Þetta var ein af róttæk- ustu breytingunum sem sáust á Ferrari á síðasta ári og vildu menn meina að þetta bætti aksturseiginleika bílsins. Ferrari er einnig með þetta á bíl sínum á þessu ári, F399, en engin önnur lið hafa tekið þetta upp eftir Ferrari. Kostar mikið en er þess virði Aðstaðdendur að bílasýningunni, þeir Hákon Ásgeirsson og Brynjólfur Þorkels- son, hafa staðið að undirbúiningi sýning- arinnar síðan í september á síðasta ári, þegar þeir ákváðu að endurtaka sýningu sem haldin var í Digranesi árið 1997. Vildu þeir ná að gera betur og eiga tromp á sýninguna og ákváðu að reyna að fá Formúlu 1 bíl. „Það kom ekkert til greina annað en Ferrari," sagði Hákon í samtali við DV. „Við reyndum að fá heimsmeist- arann McLaren, en hann var ekki á lausu svo við snerum okkur til Ferrari. Þetta er heilmikið umstang og kostar mikla pen- inga, en er svo sannarlega þess virði," sagði Hákon. Það er mikil og lóng saga á bak við Ferrari-nafnið, sem er komið af stofnanda þess, Enzo Ferrari, sem lést árið 1988, þá háaldraður. Síðasti ökumannstittill sem Ferrari hampaði er orðinn tuttugu ára gamall og eru ítalir og flestir kappaksturs- áhugamenn orðnir langeygir eftir nýjum bikar í hilluna í Maranello, höfuðstöðvum Ferrari keppnisliðsins á ítalíu. Eigendur Ferrari eru Fiat verksmiðj- urnar, og ef vel er að gáð má sjá FIAT merkið á hlið og nefi F300 bílsins. Þar af leiðandi er umboösaðili Fiat á Islandi, ístraktor, með umboð fyrir Ferrari og eru þeir nú að koma með til landsins Ferrari sportbil F355F1, sem einnig verður sýnd- ur á sporfbílasýningunni í Laugardals-' höll. Eftir sýninguna fer hann á söluskrá og er uppsett verð ekki lægra en 16,9 millj- ónir fyrir gripinn, sem hefur 375 hestafla vél í skottinu. Þau skiia þessum eldrauða eðalsportbíl í rétt tæplega 300 km á klst. Þess má geta að leyfinlegur hámarkshraði yið bestu aðstæður er 90 km á klst. hér á íslandi og er hann ekki nema um 4,6 sekúndur að ná þeim hraða og þá senni- lega í þann mund að skipta í annan gír. -ÓSG Tólf tankbílar sprautuðu Ökumennirnir og liðin í Formúlu 1 eru farnir að undirbúa sig fyrir næstu keppni, sem fram fer í San Marínó 2. maí nk. Ferrari-liðið æfði af krafti á ítalíu um helgina. Fengnir voru tólf tank- bílar til að bleyta æfingabrautina og Michael Schumacher ók 134 hringi við erfiðar aðstæður á einum og sama deginum. Á þim bæ er ekkert gef- ið eftir, enda Þjóðverjinn kappsfulli ekki ánægður með sína stöðu í stiga- keppninni til heimsmeistaratitils. Ferrari-liðið ætlar greinilega að vera vel undirbúið í næstu keppni. -SK Trulli fer ekki til Ferrari Sögusagnir hafa verið á kreikí þess efnis að ítalski ökumaðurinn Jarno Trulli sé á förum frá Prost-liðinu yfir til Ferrari. Muni þá Trulli leysa Eddie Irvine af hólmi hjá Ferrari, sem annar ökumaður á eftir Michael Schumacher, ef Irvine fer til annars liðs, Alain Prost segir að þessar vangaveltur eigi ekki við rök að styðjast. „Ég veit af áhuga Ferrari og skil hann mætavel. Trulli er hins vegar ekki á förum frá okkur og það skiptir ekki máli hvða peningar eru í boði. Hann fer hvergi," segir Prost. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.