Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 2
18 ÞRÍÐJUDAGUR 20. APRÍl. 1999 [ a\-jhif * Estrógen bætir minni kvenna Skammtar af kvenhormóninu \ estrógeni geta ekki einasta dregið úr ein- kennum tíðahvarfa, heldur get- ur það einnig bætt minni kvenna. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar vísindamanna við Yale- háskóla á 46 konum á aldrinum 33 til 61 árs. Konurnar fengu ýmist estrógen eða óvirka lyf- leysu frá 1996 til 1998. Notast var við segulómun til að fylgjast með breytingum í heilanum. „Niðurstöður þessarar rann- sóknar benda til að estrógen geti valdið marktækum breytingum á virkni í heila (í ákveðnum heilastöðvum) kvenna á breyt- ingaskeiðinu þegar þær leystu verkefni þar sem minnið kemur við sögu,“ segir í grein vísinda- mannanna í blaði bandarísku lækasamtakanna. Kvenrödd varar við beygjum í nýjustu og al- flottustu teg- undum bíla er nú æ oftar að finna leiðsögu- | tæki sem geta sýnt bílstjóran- um stystu og þægilegustu leið- ina milli tveggja staða. Slíka græju er t.d. að finna í 1999 ár- gerðinni af Acura 3,2TL. Það er Alpine Electronics sem framleiðir tækið fyrir Acura en hægt er að kaupa tækið eitt og sér í aðra bíla fyr- ir 2.100 dollara eða um 150.000 krónur. Tækið er með inn- byggt GPS-staðsetningartæki sem getur sagt til um með ör- fárra metra fráviki hvar við- komandi er staddur. Með snertiskjá sýnir maður hvert ferðinni er heitið og tækið reiknar út bestu leiðina. Eftir að hafa merkt áfangastað- inn inn á snertiskjá reiknar leiðsögutækið út stystu leiö- ina þangað. Síðan fylgist það með því hvernig aksturinn gengur. Kvenrödd lætur mann vita með góðum fyrirvara hvenær von er á beygju svo ekki fari á milli mála að maður fylgi réttri leið í hvívetna. Ef maður hins vegar ákveður að fara aðra leið en manni er ráðlagt tekur það tölvuna nokkrar sekúndur að reikna akst- ursleiðina upp á nýtt. Enn sem komið er inniheld- ur gagnagrunnurinn sem leið- sögutækið vinnur eftir aðeins gatnakerfi í Bandaríkjunum. Öll stærri borgarsvæði eru kortlögð út í ystu æsar en ein- ungis stærri vegir smærri bæja og sveita eru inni í grunninum. hu\ú 'á iú\ ziíúlí* Kynlíf gegn flensu og kvefi - allt er þó best í hófi Kynlíf eykur varnir líkamans gegn kvillum eins og flensu og kvefi ef marka má nýlega rannsókn. Nýleg rannsókn sálfræðinga í Pennsylvaníu- ríki í Bandaríkj- unum bendir til að kynlíf geti hjálpað fólki við að forðast kvef og flensu - en aðeins ef það er stundað í hófi. Samkvæmt niðurstöðum þeirra styrkir kynlíf ónæmiskerfi líkamans ef það er stundað einu sinni eða tvisvar í viku. Hægt er að finna út hve sterkt ónæmiskerfi fólks er með því að mæla magn ónæmisglóbúlína A (lgA) en það er mótefnisvaki sem finnst í munnvatni og slímhúð. lgA er fyrsta vörn líkamans gegn kvefi og flensu. Það binst bakteríum sem ráðast á líkamann og virkjar síðan ónæmiskerfið til að eyða þeim. Vís- indamennimir dr. Carl Charnetski og dr. Frank Brennan rannsökuðu hvaða áhrif kynlíf hefði á magn lgA. Einu sinni til tvisvar í viku Þeir spurðu 111 námsmenn á aldrinum 16 til 23 ára að því hve mikið kynlíf þeir hefðu stundað síð- astliðinn mánuð og mældu jafn- framt magn lgA í munnvatni þeirra sem tóku þátt. Niðurstöðurnar urðu þær að þeir sem höfðu stundað kynlíf sjaldnar en „Þeir sem hins vegar höfðu haft samfarir einu sinni til tvisvar á viku höfðu 30% meira af IgA í munnvatni en hinir skírlífu einu sinni í viku þann mánuðinn höfðu örlítið meira magn af lgA en þeir sem ekkert kynlíf höfðu stund- að. Þeir sem hins vegar höfðu haft samfarir einu sinni til tvisvar á viku höfðu 30% meira af lgA í munnvatni en hinir skírlífu. Fólk sem hins veg- ar hafði stundað mjög mikið kynlíf, þrisvar eða oftar í viku, hafði minnst allra þessara hópa af lgA. Möguleg skýring á þessu er að þeir sem stunda kynlíf reglulega verði fyrir fleiri árásum bakteria en þeir sem gera það sjaldnar. Því er ónæmiskerfi þeirra virkara við framleiðslu lgA til að bregðast við því. Ástæðumar fyrir því að fólk sem er mjög virkt í kynlífi hefur ekki mikið magn lgA eru ekki eins ljósar. Chametsky sagði um þetta: „Ég hef það á tiifinningunni að fólk sem er í þeim hópi sem stundar kynlif mjög oft geti verið i slæmum samböndum sem einkennast af þrá- hyggju og valda þeim miklum kvíða. Við vitum að streita og kvíði lækka magn lgA í líkamanum." Ekki era þó allir sammála um að þeir Charnetski og Brennan hafi rétt fyrir sér. Gagnrýnendur þeirra spyrja t.d. hvort endilega þurfi að vera orsakasamband þarna á milli. Getur ekki einfaldlega verið að fólk sem er við góða heilsu stundi kynlíf oftar en aðrir? Þeirri spumingu er ósvarað, í bili að minnsta kosti. Nýjung í krabbameinslækningum: Kvefveira ræðst á krabbamein - spennandi rannsókn, segir Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur Hér má sjá p53 genið þar sem það er tengt við DNA helix en p53 er það gen sem oftast er stökkbreytt í krabbameinsæxlum. „Þó svo vírusinn sé enn á tilraunastigi benda fyrstu rannsöknir til að hann geti virkað við lækningar á mörgum, jafnvel flestum tegund- um krabbameins Vísindamenn, sem hafa þróað erfðabreyttan víras þannig að hann ráðist á krabbameins- írumur og eyði þeim, telja að vírusinn muni jafnvel virka betur en þeir upphaflega bjuggust við. Að sögn þeirra hefur vírusinn, ONYX-015, virkað ótrú- lega vel á sjúklinga sem hafa haft krabbamein i hálsi og höfði. Þó svo virusinn sé enn á tilrauna- stigi benda fyrstu rannsóknir til að hann geti virkað við lækningar á mörgum, jafnvel flestum tegundum krabbameins. Frank McCormick, for- stöðumaður Krabbameinsstofnunar Kalifomíuháskóla, sem þróað hefur þessa veiru í samstarfl við Onyx Pharmaceuticals, kynnti rannsókn- irnar á ráðstefnu amerísku krabba- meinssamtakanna í síðustu viku. DV spurði Jórunni Erlu Eyfjörð, erfðafræðing hjá Krabbameinsfélagi íslands, um rannsóknina en hún var á ráðstefnunni og hefur fylgst nokkuð með henni og öðrum svip- uðum. „Þetta er mjög spennandi rannsókn. Þama breyta þeir kvef- veira þannig að hún hefur áhrif á frumur sem eru með gallað p53 gen. Við höfum einnig verið að rannsaka þetta gen hér heima en þetta er einmitt það gen sem oftast er stökk- breytt í krabbameinsæxlum. ONYX-015 veiran hefur verið þróuð þannig að hún ræðst frekar á frumur sem eru með gallað p53 gen þannig að ef stór hluti krabbameinsæxla inni- heldur slík gen þá er veiran i raun markvisst að ráðast á æxlið.“ Miklar rannsóknir fram undan Jórunn segir jafnframt að eitt það athyglisverðasta við þessar tilraun- ir McCormicks sé að veiran virðist einnig hafa áhrif á krabbameinsæxli almennt og ekki bara á þau sem eru með gallað p53 gen. Ekki er enn vit- að hvað veldur þessu en vísbending- ar eru um að önnur gen sem hafa áhrif á sama ferli og p53 séu gölluð í þessum æxlum. Rannsóknir næstu mánaða munu beinast að því að kanna þetta nánar. En hvað telur Jórunn að langur tími muni líða þar til þessar rann- sóknir muni koma að notum við ahnennar krabbameinslækningar? „Það er í raun ómögulegt að segja til um það,“ segir hún. „Þessi rannsókn lofar mjög góðu en samt er enn ótal margt óljóst um þetta ferli. Nú eru mjög margar tilraunir í gangi sem beinast að p53. Árangur hefur verið upp og ofan en þama virðast vera komnar niðurstöður sem vekja bjartsýni. Um 60% sjúk- linganna sem ONYX-015 veiran var prófuð á sýndu einhver viðbrögð og í fjórum tilvikum hvarf æxlið algjörlega sem er mjög sjaldgæft." Springsteen fyrir tómatana Breskir tómatafram- leiðendur hafa fundið út að rokk og ról er hið besta kynorkulyf fyrir tómatana. Hingað til hafa þeir verið með fólk í vinnu við að hrista tómatplönturnar til að auka frævun þeirra. En nýlega fundu þeir út að þeir ná betri árangri með því að dúndra yfir plönturnar tónlist með þungum bassa, að sögn dagblaðs- ins Guardian. „Taktföst tónlist er langbest," er haft eftir Alan Parker, formanni Samtaka tómatafram- leiðenda, um málið. Plötusnúðurinn Dave Cash var beð- inn um að stinga upp á tónlist sem hentaði vel til frjóvgunar og nefndi hann m.a. Good Vibrations með Beach Boys og Dancing in the Dark eftir erkirokkarann Bruce Springsteen. ZsTúi? haiujj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.