Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 \r$Tm SjagaaiM* Wr ■ ■ ■ ■ mmW Viöar Víkingsson, áhugamaöur um Mars: Dýrara aö stækka NATO en senda mann til Mars - nýlenda á Mars nauðsynleg fyrir framtíö mannkyns Ferðamanna- staðir Þeir sem heimsækja Mars ættu ekki að láta hjá líða að kíkja á fjallið Olympus Mons. Það er stærsta fjall sólkerfis- ins, um 24 km hátt, eða næst- um þrefalt hærra en Everest. Einnig væri sniðugt að kíkja á Tharsis sem er risastór bunga á yfirborði plánetunnar, næst- um 4000 km löng og 10 km há. Valles Marineris er einnig áhugaverð en það er gjá sem er alls 4000 km löng og 2 til 7 km djúp. Og svo er hægt að kíkja á Hellas Planitia sem er 6 km djúpur gígur sem er 2000 km í þvermál. Mars í tölum Plánetan rauða er fjórða plánetan frá sólu og sú sjö- unda stærsta í sólkerfinu. Hún er að meðaltali í 227.940.000 kílómetra fjarlægð frá sólu og þvermál hennar er 6.794 km. Sporbaugur plánetunnar um sólu er mjög sporöskjulaga og hefur það talsverð áhrif á hita- stig hennar. Meðalhitastig þar er um -55 gráður á Celsíus en hitinn getur sveiflast allt frá því að vera 133 gráða frost á pólunum um vetur upp í 27 gráða hita yfir daginn að sumri til. Þó að Mars sé miklu minni en jörðin er landflæmi plánetunnar svipað að flatar- máli og sá hluti jarðarinnar sem ekki er höf. Marssamtökin eru um þess- ar mundir að vinna að verk- efni sem gengur út á að búa til eftirlíkingu af Mars hér á jörð- inni. Ætlunin er með því að búa til stað þar sem væntan- legir geimfarar geta æft sig í að búa og starfa við svipaðar aðstæður og þeir myndu lenda í ef af því yrði að þeir yrðu sendir til Mars. Staðurinn sem verður notaður til þessara æf- inga heitir Haughton-gígur en hann myndaðist norðarlega í Kanada við árekstur loftsteins við jörðu fyrir 20 milljón árum. Telja menn að landslag og veðurfar gígsins sé ótrúlega líkt því sem gengur og gerist á Mars. Þegar er hafin þróun á vistarverum „geimfaranna" og búist við að bygging geti hafist strax á næsta ári. Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður spókar sig á plánetunni rauðu. Ekki eins ólíklegt og það hljómar því hann segir að nú þegar búi mannkynið yfir nógu mikilli tækni til að senda mann til Mars og skila honum heilum heim. Það eina sem þarf til að af því verði er viljinn. Marsnýlenda á jörðinni ísland og Mars Ýmsar tengingar má fmna milli íslands og Mars. Margir álíta t.d. að ísland sé það land á jörðinni sem komist næst Mars í útliti. Það er ekki fjarri lagi ef skoðuð er stóra myndin hér til hiiðar þar sem sjá má að landslagið er alls ekki frá- brugðið því sem viö þekkjum frá ýmsum stöðum hér á landi. Einn íslendingur var í rannsóknarteyminu sem gerði út Pathfinder-leiðangurinn fræga fyrir tveimur árum og nú nýlega birti jarðfræðingur- inn Jóhann Helgason grein í bandaríska vísindatímaritinu i Geology þar sem hann setur fram nýstárlega kenningu um myndun fjallsins Olympus Mons. ' ' ‘ V I _ „Það er Ijóst að fyrr eða síðar mun loftsteinn rekast á jörðina og þurrka út ailt lff,“ Vióar Víkings- son kvikmynda- geróarmaóur hefur löngum verió einn mesti áhugamaöurinn um Mars hér á landi. Hvaö er þaö aó hans mati sem er svona heillandi viö plánetuna rauöu? „Mars á sennilega ekki síst sér- stakan sess í hugum margra vegna allra þeirra bókmennta og kvik- mynda sem tengjast plánetunni. Mars er jafnframt sú pláneta í okk- ar sólkerfi sem er hvað líkust jörð- inni og sú eina þeirra sem líklegt er að mannkynið geti heimsótt í ná- inni framtíð. Það er mjög spennandi að vera áhugamaður um Mars um þessar mundir. í dag sveimar geimfarið Mars Global Surveyor yfir plánet- unni og sendir nákvæmari myndir til jarðar en við höfum nokkurn tímann séð. Og svo er bara að bíða eftir að fyrsta mannaða geimferðin þangaö verði ákveðin." Er von á aó þaó gerist á nœst- unni? „í dag lítur út fyrir aö það verði ekki fyrr en 2013 í fyrsta lagi. En félagar í alheimssamtökum áhuga- manna um Mars halda því fram að öll nauðsynleg tækni sé nú þegar til staðar og við gætum því farið af staö innan örfárra mánaða. Það eina sem þarf er viljinn. Talsmenn Marssamtakanna segja einnig að það sé ekki eins dýrt og NASA vill vera láta. Sú stofnun er orðin tals- vert þunglamaleg og allt of mikil orka fer i skriffinnsku þar á bæ um þessar mundir. Það kostar ekki meira að senda mann til Mars en að byggja Alþjóð- legu geimstöðina. Persaflóastríðið var dýrara en mönnuð ferð til Mars myndi verða og stækkun NATO er einnig dýrari. Þvi er það bara viljinn sem vantar." Nauðsynlegt mannkyninu „Margir vilja halda því fram að geimrannsóknir séu eingöngu pen- ingasóun. Það er alveg rakalaust bull að mínu mati. Undirbúningur fyrir nýlendu mannkyns á Mars er verðugt verkefni fyrir framtíð mannkyns. Það er ljóst að fyrr eða síðar mun loftsteinn rekast á jörðina og þurrka út allt líf. Ef mannkynið verður búið að koma upp nýlendu á Mars þá værum við búin að koma okkur upp öðru tækifæri til að við- halda lífi. Robert Zubrin, formaður Mars- samtakanna, hefur skrifað bók þar sem hann líkir stöðu mannkyns nú við stöðu Evrópubúa við upphaf ferða Kólumbusar. Fæði var orðið af skornum skammti, skortur á jarð- næði og njörvað þjóðskipulag. Þegar Kólumbus fann Ameriku og tugir þúsunda manna streymdu þangað varð til nýtt þjóðfélagskerfi og bylt- ing varð í samgöngum sem þróuðust frá seglskipum upp í þotur á tiltölu- lega skömmum tíma. Svipuð bylting getur orðið þegar við loksins leggj- um af stað til Mars. Jafnframt yrði það gríðarlega mikilvægt fyrir alla vísindastarf- semi ef vatn fyndist á Mars og svo örverulíf af einhverju tagi í kjölfarið. Það yrði mjög spennandi fýrir vísindamenn að rann- saka hvort líf á Mars sé hliðstætt því sem finnst hér á jörðinni. Ef svo er hefur líf að öllum lík- indrnn borist milli plánetnanna með ein- hverjum hætti. Enn meira spennandi væri svo ef líflð þar væri alls óskylt því sem við þekkjum því það myndi veita okkur spennandi upplýsingar um hvernig lif getur þróast á mis- munandi hátt.“ I£Í3JjjJ-j Sbf'j JJ1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.