Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 Fréttir Reykjavíkurflugvöllur án starfsleyfis: Enginn hefur kært rekstur vallarins - segir skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu Eins og DV greindi frá í gær er Reykjavíkurflugvöllur rekinn án starfsleyfis. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu, segir í samtali við DV að það liggi ljóst fyrir að starfsemi flug- valla sé starfsleyfisskyld samkvæmt mengunarvarnareglugerð. Það sé hlutverk heilbrigðisnefnda sveitar- félaga sem hafa flugvelli innan sinn- an vébanda að gefa út starfsleyfi fyr- ir þá. Geri þau það ekki hafi Holl- ustuvernd ríkisins vald til að grípa inn málin samkvæmt 29. grein ný- legra laga um mengunarvarnir og hollustuhætti, telji hún ástæðu til. í umræddri 29. grein laganna seg- ir orðrétt: „Telji Hollustuvemd rík- isins svo alvarlega hættu stafa af til- tekinni starfrækslu eða notkun að afgreiðsla þoli enga bið er henni heimilt til bráðabirgða að stöðva starfsemi eða notkun þegar í stað, með aðstoð lögreglu ef þurfa þykir, Stjórnarformaður Fróða: Tók sjálf- ur til „Fyrstu eintök af síðasta tölu- blaði af Bleiku og bláu komu inn í hús á fostudaginn. Ég greip með mér eitt eintak og tók það síðan til skoðunar á laugardag og við skoðun á því þá fannst mér hluti efhisisins vera viss mistök," segir Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaðru Fróða, en eins og DV greindi frá í gær var nýjasta tölublað blaðsins ekki sett í sölu þar sem í því vora falsaðar myndir. Því tók ég ákvörð- un um að láta ekki binda afgang blaðsins inn og breyta blaðinu og þar sem komið var laugardagskvöld náðist ekki að gera þetta fyrr en um hádegisbil á sunnudeginum og var náð utan um allt upplag Bleiks og blás. Þessi ákvörðun min var í fullu samráði við ritstjóra blaðsins og án utanaðkomandi þrýstings. Það er því rangt með farið að lögreglan í Reykjavík hafi komið eitthvað nærri málinu eins og sagt var frá í DV í gær. Breytt tölublað verður til- búið í lok þessarar viku,“ sagði Magnús. -hb Halldór Blöndal: Komin hefð á hann svona „Ég hafði ekki hugmynd um að flugvöllurinn hefði ekki starfsleyfi," sagði Halldór Blön- dal samgöngu- ráðherra í sam- tali viö DV. Halldór var spurður út í málefni Reykja- víkurflugvallar út frá frétt DV í gær en sam- Halldór Blön- kvæmt reglu. dal sam- gerg 1994 hef. gönguráö- ur þaö síQan þa herra. verið í verka- hring Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur að taka út hávaðamengun frá vellinum og gefa honum síðan starfsleyfi. Það hefur hins vegar aldrei ver- ið gert. „Það er eiginlega komin hefð á hann svona,“ sagði samgöngu- ráðherra og hló við. en tilkynna skal það viðkomandi heilbrigðis- nefnd.“ í ljósi þess að Reykjavíkur- flugvöllur er rekinn án starfsleyfis var Ingimar spurð- ur hvort hægt væri að kæra málið og krefj- ast þess að hon- um yrði lokað sagði hann: „Ef starfsleyfis- skyld starfsemi samkvæmt mengunar- vamareglugerð er rekin án starfsleyfis er hægt að kæra Reykjavíkurflugvöllur. slíkt til um- hverfisráöherra." Aðspurður um hvort slík kæra hefði borist ráðu- neytinu vegna Reykjavíkurflugvall- ar sagði Ingimar svo ekki vera. Einar Karl Haraldsson ritstjóri er íbúi í Þingholtunum og meðlim- ur i samtökunum Betri byggð sem krafist hafa umhverfismats á fyr- irhugaðri endurbyggingu flug- brauta Reykjavíkurflugvallar þar sem framkvæmdirnar séu nýfram- kvæmdir fremur en viðhald. Hann sagði í samtali við DV að samtök- in gagnrýndu það sérstaklega að flugvöllurinn hefði alla tíð verið rekinn eins og til bráðabirgða og engin merki sýnileg um að það ætti að breytast. Þá vantaði fram- tíðarstefnu í flugmálum og málefn- um Reykjavíkurflugvallar. Níu ár væru liðin siðan samþykkt var að flytja allt kennslu- og æfingaflug frá vellinum en af því hefði aldrei orðið og ekki í sjónmáli að það gerist. Engu væri því líkara en að ætlunin væri að viðhalda þessu áratugalanga óvissuástandi. Af háfu flugmálayfirvalda væri látið að þvi liggja að fyrirhugaðar end- urbætur á vellinum væru við- haldsaðgerðir til tiltekins tima, en innfang þeirra benti til annars. Hann sagði samtökin efast um hagkvæmni þess að leggja millj- arða í það að endurbyggja flug- brautirnar ef ætlunin væri að þær kæmu einungis minnkandi innan- landsflugi til góða. Mjög skorti á að vitrænar forsendur hefðu verið lagðar til grundvallar svo mikilli fjárfestingu sem endurbygging flugvallarins væri og að skynsam- leg lýðræðisleg umræða verði að fara fram hið fyrsta um flugvöll- inn. -SÁ Vísir.is og ÍÚ sameina krafta sína á Internetinu: Hljóð og mynd bætast á Vísi.is - Fjölnetið verður hluti Vísis.is Undirritaður hefur verið sam- starfssamningur á milli Vísis.is og íslenska útvarpsfélagsins sem kveð- ur meðal annars á um einkarétt Vísis.is á miðlun frétta- og íþrótta- efnis ÍÚ á Internetinu og að Fjölnet Islandia sameinist Vísi.is. Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður Vís- is.is ehf., segir að með samningnum verði vatnaskil í sögu íslenskra fjöl- miðla á Netinu: „Með samstarfi ís- lenska útvarpsfélagsins, Frjálsrar fjölmiðlunar og Vísis.is hefur Vís- ir.is styrkt verulega forystu sína Stjórnir Félags eldri borgara í Reykjavík, Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalags ís- lands hafa afráðið að taka upp sam- ráð og samvinnu með það að mark- miði að rétta hlut lífeyrisþega. Nið- urstaða stjórna samtakanna er sú að það sé vænlegra til árangurs að þau stilli saman strengi í barátt- unni fyrir mannsæmandi kjöram. í fréttatilkynningu segir: „Af op- inberam gögnum má ráða að staða og hagsmunir elli- og örorkulífeyris- þega era sambærilegri en fram hef- ur komið til þessa. Þannig má benda á að yfirgnæfandi meirihluti sem leiðandi íslenskur netmiðill. Þar með er Vlsir.is öflugur sam- vísir.is starfsaðili íslenskra internetfyrir- tækja og eini valkostur fjárfesta sem hafa áhuga á að fjárfesta í Internetinu á íslandi á miðlun upp- lýsinga." Notendur Vísis.is fá hér eftir beinan aðgang að fréttum úr 19>20 ellilífeyrisþega þarf á tekjutrygg- ingu að halda og tæplega 40% þeirra eða nærri 10 þúsund ellilífeyrisþeg- ar vora með fulla tekjutryggingu á sl. ári en slíkra greiðslna nutu menn einungis ef aðrar tekjur þeirra, þ.m.t. lífeyrissjóðstekjur, vora undir 30 þúsund krónum á mánuði". Haldinn verður í dag bar- áttufundur á Ingólfstorgi kl.17 þar sem formenn sambandanna munu tala. Búist er við að yfir fimm þús- und manns leggi leið sína í miðbæ- inn. -hvs og af Bylgjunni. Samstarfið felur einnig í sér að hægt verður að hlusta á útvarpsstöðvarnar Bylgj- una og Mono í beinni útsendingu á Vísi.is. Gestir Vísis.is fá nú á einum stað beinan aðgang að fréttum frá fimm fréttastofum: DV, Degi, Viðskipta- blaðinu og fréttastofu Vísis, auk frétta með myndum og hljóði frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Vísir.is er stærsti íslenski net- miðillinn og er í eigu og rekinn af hlutafélaginu Vísi.is ehf. Hluthöf- um í Vísi.is ehf. hefur fjölgað á und- anfórnum vikum en þeirra stærstir eru Frjáls fjölmiðlun, Frjálsi hug- búnaðarsjóðurinn og Óháði fjárfest- ingasjóðurinn. Um 30.000 manns heimsækja Vísi.is daglega. Á Vísi.is eru m.a. Hagkaup@Visir.is, Við- skiptavefur í samstarfi við Við- skiptablaðið, íþróttavefur, Tölvu- vefur, Bilavefur og nýr Kosninga- vefur þar sem notendur geta fram- kvæmt sínar eigin kosningaspár. Vísir.is heldur upp á eins árs af- mæli sitt um þessar mundir. í til- efni afmælisins verður opnaður nýr Fókus vefur í samstarfi við DV-Fók- us sem mun höfða til ungs fólks auk þess sem heppinn notandi Vísis.is fær í dag bíl í verðlaun i afmælis- leik Vísis.is. Lífeyrisþegar meö samráð Stuttar fréftir r»v Ráðinn forstjórí SH í gær var gengið frá ráðn- ingu Gunnars Svavarssonar, fráfarandi for- stjóra Hampiðj- unnar, í stöðu forstjóra SH. Opnar dyr ESB Sjávarútvegsstefna ESB kemur ekki í veg fyrir aðild íslands, sam- kvæmt því sem fulltrúar ESB - með mnboði frá Emmu Bonino - sögðu sendinefnd íslensku verkalýðshreyf- ingarinnar á fundi í Brussel á dög- unum. Rangar ásakanir Stjóm Læknafélags íslands segir alrangt hjá Kára Stefánssyni, for- stjóra íslensta’ar erföagreiningar, að Læknafélag íslands hafi blekkt al- þjóðasamtök lækna til fylgilags við andstöðu sína gegn lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Færri lesa bækur Dagur bókarinnar verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn á föstudag. Þá verður m.a. kynnt bók aldarinn- ar. Samkvæmt nýrri könnun eru þeir tvöfalt fleiri nú en fyrir 11 árum sem aldrei lesa bækur. 15% lands- manna hafa enga einustu bók lesið á heilu ári. Búast við kalskemmdum Mikil snjóalög eru enn norðan- lands og hatfa bændur að sögn Dags áhyggjur af því að tún komi kalin undan fónnunum. Meira atvinnuleysi Atvinnuleysi jókst í mars og mæld- ist 2,5% af áæfluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuástand versn- aði lítillega alls staðar á landinu nema á Suðumesjum og Norðurlandi eystra þar sem dró lítillega úr þvi. Kristján á heimavelli Kristján Jó- hannsson ópem- söngvari syngur á Akureyri og Eg- ilsstöðum um mánaðamótin. Hann segist í Degi hafa verið að syngja í Othello við Vínaróperuna undanfarið og að það taki meira á sig að syngja á heimaslóðum en úti í heimi. Alfræði á Netinu Ríkisstjómin samþykkti í gær að undirrita samning við útgáfu al- fræðibókarinnar Encyclopædia Brittanica sem veitir íslendingum ókeypis aðgang að vef Brittanicu. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra gerði þennan samning við Brittannicu. Ný flugvél í dag bætist ný farþegaþota í flota Flugleiða. Hún er af gerðinni Boeing 757 200 og tekur 189 farþega. Vélin er ein þriggja sams konar nýrra véla sem pantaðar hafa verið frá Boeing. Auk þess fær félagið tvær stærri 757 300 vélar árin 2001 og 2002. Vilja lesa betur Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla ís- lands hefur hvergi nærri getað annað eftirspum á greiningu á lestrareríið- leikum. Nú em 112 manns á biðhsta og hefur verið hætt að taka niður nöfn þeirra sem óska eftir þjónust- unni. Morgunblaðið sagði frá. Til Neyöarlínunnar Þórhahur Ólafsson, aðstoð- armaður Þor- steins Pálssonar ráðherra, hefúr verið ráðinn framkvæmda- stjóri Neyðarlín- unnar úr hópi 11 umsækjenda. Varöskip fyrir Varnarliöiö Ríkisstjómin samþykkti í gær að gerður verði samningur við banda- rísk stjómvöld um aukna samvinnu mihi Landhelgisgæslunnar og vam- arliðsins. Samkvæmt honum verði nýtt varðskip hannað og smíðað til að geta mætt þörfúm gæslunnar og vamarliðsins í fyrirhuguðu sam- starfl. Morgunblaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.