Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 Utlönd Stuttar fréttir Flóttamenn frá Kosovo segja frá voðaverkum Serba: Hópnauðganir og pyntingar Flóttamenn frá Kosovo hafa skýrt starfsmönnum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) frá hroðalegum grimmdarverkum Serba í garð óbreyttra albanskra borgara. Flóttamenn hafa orðið vitni að því þegar fólk var skorið á háls, augun stungin úr því, flngur og fæt- ur höggnir af. Sagt er að brjóstin hafi verið skorin af fjölda kvenna og þá hafa þær mátt þola fjöldanauðg- anir, pyntingar og aðrar limlesting- ar. Serbamir munu einnig hafa rist Kjörskrá vegna alþingiskosninga Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis, sem fram eiga að fara laugardaginn 8. maí 1999, skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 28. apnl 1999. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjómar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjóm auglýsir sérstaklega . Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjóm. Athygli er vakin á því að sveitarstjóm getur allt fram á kjördag gert leiðréttingu á kjörskrá, ef við á. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 20. apríl 1999 þjóðernistákn sín í hörund fanga sinna. Upplýsingum um stríðsglæpi Serba verður komið til stríðsglæpa- dómstólsins í Haag í Hollandi. Bret- ar ætla meðal annars af afhenda upplýsingar sem útsendarar leyni- þjónustu þeirra hafa aflað þar um. Slíkt er mjög óvanalegt. „Við ákváðum að gera það þar sem við eram staðráðnir í að draga fyrir rétt alla þá sem bera ábyrgð á að breyta Kosovo í sláturhús," sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, i gær. Flugvélar NATO héldu loftárás- um sínum áfram á Júgóslavíu í nótt. Sprengjur þeirra hæfðu meðal annars bygginguna þar sem höfuð- stöðvar flokks Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta eru. Fimmtán óbreyttir borgarar vora í bygging- unni þegar flugskeytin hæfðu hana og að sögn sjónarvotta hafði ekki enn tekist að ná þeim út í morgun. Sprengjur hæfðu einnig síðustu brúna yfir Dóná sem enn var uppi- standandi í borginni Novi Sad. Öll umferö bíla og jámbrautarlesta um brúna hefur stöðvast. Að sögn kom- ast aðeins gangandi vegfarendur yf- ir leifamar af brúnni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert rammasam- komulag við helstu félaga sína í NATO um að senda landhermenn inn í Kosovo til að veita Milosevic ráðningu. Breska blaðið Guardian greindi frá þessu í morgun. Leiðtogar NATO hittast á afmæl- isfundi bandalagsins í Washington í vikunni. Gert er ráð fyrir að þeir munu ítreka þá staðfestu sína að halda áfram loftárásunum á Júgóslavíu þar til Milosevic gefst upp og gengur að kröfum þeirra. Auglýsendur, athugið Sumardagurinn fyrsti er fimmtudagurinn 22. apríl. DV kemur ekki út þann dag. DV kemur út miðvikudaginn 21. apríl og föstudaginn 23. apríl 1999. Smáauglýsingadeild DV verður opin miðvikudaginn 22. apríl frá kl. 9-22 og föstudaginn 24. apríl frá kl. 9-22. Ath. Smáauqlýsina í helgarblaðið þarf aðberasttyrir kl. 17 a föstudag. Gleðilegt sumar! DV smáauglýsingadeild Þverholti 11 - sími 550 501 5000 Höfuðstö&var flokks Slobodans Milosevics Júgóslavluforseta standa í Ijós- um logum eftir loftárásir NATO á Belgrad í nótt. Verð kkun ni fullkomnu Lavamat 74620 Þvottahæfni „A“ Þeytivinduafköst „B“ Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín afgangsraki 50% Mjög hljóðlát Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað þvottakerfln teka langan tlma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að19tímaframítímann Öll hugsnaleg þvottakerfi 1400 " snúninga vinduhraða .. BRÆÐURNIR m) ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Umboðsmenn um allt land! Heimsending innifalin í verði. Vaxandi spenna við vesturlanda- mæri Júgóslavíu Aukin spenna er nú við vestur- landamæri Júgóslavíu, þar sem júgóslavneskir og albanskir her- menn skiptust í fyrsta skipti á skotum í gær. Serbamir fóra þó ekki yfir landamærin inn í Alban- íu eins og í síöustu viku. Þá hafa stjórnvöld í Króatíu Scikað júgóslavneska hermenn um að hafa farið inn á hlutlaust svæði á landamæram Króatíu og Júgóslavíu á Adríahafsströnd- inni. Svæði þetta er undir stjóm Sameinuðu þjóðanna. NATO vanmegn- ugt í Kosovo Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, viöurkenndi í gær aö NATO gæti ekkert gert til að koma um 850 þúsund Albönum á vergangi innan landamæra Kosovo til hjálpar. „Viö höfum þungar áhyggjur af fólkinu sem kemst ekki frá Kosovo,“ sagði Blair á fundi með fréttamönnum í höfuðstöðvum NATO í Brassel. Hjálparstofhanir sögðu í gær að ekkert væri vitað um hvar meira en eitt hundraö þúsund flótta- menn væra nú niður komnir. Sést hafði til fólksins nærri landa- mærunum að Albaníu á laugar- dag og var það flest fótgangandi. Aöeins eitt hundrað flóttamenn komu til Albaniu á mánudag. Færri með fullveldi Helmingur Færeyinga er ekki á því að landið eigi að sækjast eftir fullveldi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem færeyska blaðið Dimmalætting lét gera í samvinnu við færeyska útvarpið. Kohl fær viðurkenningu Helmut Kohl, fyrrum Þýska- landskanslari, fékk í gær æðstu viðurkenningu sem bandarísk stjórnvöld veita óbreyttum borgurum, svo- kallaða Frelsis- orðu. Það var sjálfur Bill Clinton sem af- henti Kohl gripinn fyrir störf hans í þágu sameiningar Þýska- lands og samrunans í Evrópu. PRI sigrar aftur Stjórnarflokkurinn í Mexíkó, PRI, sem hefur farið með völdin í sjötíu ár, mun fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum á næsta ári, ef marka má nýja skoð- anakönnun. Náðu tök á eldi Slökkviliðsmenn í Flórída náðu í gaér tökum á skógareldum sem eyðilögðu hluta vemdarsvæðis indíána og stökktu krókódílum á flótta í Everglades-þjóðgarðinum. Ekki pissa í flösku Yfirvaldið Oregon í Bandaríkj- unum hefur lagt bann við þeim ósið margra ökumanna á þjóðveg- um landsins að pissa í flösku og henda henni svo út úr bílnum. Sektir og ökuleyfissvipting liggur við broti. Vísar frá Thule-kröfum Ríkislögmaður Danmerkur vís- ar frá öllum skaðabótakröfum Thulebúa á Grænlandi. Segir hann þá þegar hafa fengið nægar bætur. Njósnuðu um Svíþjóð Bæði Pakistan og Indland hafa notað sendiráðsstarfsmenn sína í Stokkhólmi til þess að fá Svía til aö veita upplýsingar um kjarn- orkuáætlanir. Samkvæmt heim- ildarmanni sænska ríkisútvarps- ins var lítið gert til að spilla ekki fyrir sölu á Volvo-bílum. Krefjast dauðadóms Tyrkneskir saksóknarar krefj- ast þess að kúrdíski PKK-leiðtog- inn Abdullah Öcalan verði dæmd- ur til dauða. Hafa saksóknaramir lagt fram nýja ákæra þar sem Öcalan er sakaður um að bera ábyrgð á dauða þúsunda manna. Áfallasjóður ESB Framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins, ESB, rannsakar nú möguleikana á að stofna sjóð vegna áfalla í efnahagslífi. Aftaka í Virgíníu Bandaríkjamaðurinn Arthur Ray Jenkins var tekinn af lífi í gær í Virginíu. Hann var dæmdur fyrir að hafa skotið til bana tvo aldraða menn. Annar var fööur- bróðir hans. Stendur við loforð sín Habibie Indónesíuforseti hefur heitið því að standa við boð sitt um sjálfstjóm eða sjálfstæði til handa A-Tímor þrátt fyrir óeirð- imar þar aö undanfómu. Frá þessu var greint i áströlskum fjöl- miðlum í morg- un. Átökin milli sjálfstæöissinna og sambandssinna á A-Tímor hafa farið vaxandi eftir að Habibie bauð eyjunni sjálfstjóm eða sjálfstæði í janúar síðastliðnum. Neitað um frelsi Yfirvöld í Rúanda neita að láta rómverskkaþólskan biskup laus- an gegn tryggingu. Biskupinn er sakaður um aðild að þjóðarmorð- unum 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.