Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 9 Útlönd Myrtu á þriðja tug skólafélaga sinna Tveir unglingar, vopnaðir byss- um og sprengjum, myrtu á þriðja tug skólafélaga sinna og særðu að minnsta kosti 22 í skóla í úthverfinu Littleton í Denver í gær. Lögreglan fann síðan hina meintu morðingja látna á bókasafni skólans. Ástand margra hinna særðu er alvarlegt. Samkvæmt bandarískum fjöl- miðlum höfðu Ed Harris og Dylan Klebold, sem voru 18 ára, undirbú- ið ódæðisverk sitt vandlega. Þeir höfðu varað við því á Netinu að eitthvað myndi gerast í gær, á af- mælisdegi Adolfs Hitlers. Piltarnir- komu í skólann með grímur fyrir andlitinu og klæddir svörtum ryk- frökkum. Þeir réðust fyrst á útvalin fómarlömb, einkum unglinga sem tilheyrðu þjóöemisminnihlutahóp- um og á íþróttamenn. Síðan skutu þeir af handahófi í mannhafið og fleygðu frá sér heimatilbúnum sprengjum. Martröðin hófst um klukkan 11.30 að staðartíma og stóð yfir í um fjór- ar klukkustundir. „Maður heyrði hláturinn í þeim þegar þeir hlupu eftir göngunum og skutu fólk. Hann beindi byssu að andlitinu á mér og sagðist gera þetta þar sem einhverj- ir hefðu gert grín að honum í fyrra,“ sagði stúlka sem slapp ómeidd. Nemendur leituðu skjóls hvar sem þeir gátu, inni á salernum, í geymslum og jafnvel i loftræstikerfi skólans. Flugmaður lögregluþyrlu ...a.i.ir. Nemendur hlaupa í skjól upp í strætisvagna eftir aö víkingasveit lögreglunnar hafði tekist að bjarga þeim. Símamynd Reuter sá nemanda veifa skilti út um glugga sem á stóö: „Hjálp. Mér er að blæða út.“ Nokkrir nemenda voru í sambandi við skelfingu lostna for- eldra sína og sjónvarpsstöðvar í gegnum farsíma. Margir efstubekkinga skólans höfðu skrópað til að reykja maríjúana eins og hefð er fyrir að gera 20. april í Bandaríkjunum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti í gærkvöld yfir hryggð sinni vegna blóðbaðsins. Gaf forsetinn í skyn að ef til vill væri ástæða til að endurskoða byssulögin á ný. Morðingjamir tilheyrðu svokall- aðri rykfrakkamafiu sem dáir Hitler. Of hátt kólesteról ? Var með það, en ekki lengur. Jurtafæðan lagfærði það. Persónuleg reynsla og árangur. Frítt sýnishorn og ráðgjöf. Póstkr.A/isaÆuro 30 daga skilafrestur S. 562-2123 / 861-4577 Nilfisk AirCare Filter Ekkert nema hreint loft sleppur í gegnum nýja Nilfisk-síukerfið. Fáðu þér nýja Nilfiskog þú getur andað léttar! /rQniX Hátúni 6a, sími 552 4420 SKEIFUNH117 • 108 REYKJAVÍK SIMI 581-4515 • FfiX 581-4510 METTÓPVMGD 53*J S£X»gPOICAR Kauptu þér pal af Sœlkerapoppi og þú fœrð annan í kaupbœti! :93sP0KAR - NETTÓÞYNGO 594 g 0 Kauptu þér pakka t/af Chips Deluxe og þú vfœri annan í kaupbœti! f Kauptu þér 907g^ af Hunts tómatsósu og þú fœrð önnur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.