Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 11 DV Sviðsljós Beinagrindurnar velta út úr skápunum: Calista stolt af klámmyndinni Mjóslegna leikkonan Calista Flockhart hefur hreint ekkert á móti því að kvikmyndin Jane Doe verði tekin til sýninga. Mynd þessi var gerð fyrir þremur árum, áður en Calista öðlaðist frægð og frama í sjónvarpsþáttunum um Ally McBeal, og eins og svo oft er um gamlar myndir fræga fólksins er hér um að ræða hreinræktaða eró- tík. „Ég hef ekkert nema gott að segja um verkið," segir Calista í viðtali við norska blaðið VG. „Við gerðum myndina á átján dögum. Ég var hrifm af handritinu og kunni að meta myndina fyrir það sem hún var, þótt ekki hafi þetta verið nein stórmynd." í Jane Doe, sem á íslensku mætti kalla Siggu Sig eða Jóu Jóns, er Calista langt frá heimi yfirstétt- Calista Flockhart skammast sín ekkert fyrir fortíðina. argellunnar Ally McBeal í Boston. Hér leikur hún ungan fikniefna- neytanda sem selur sjálfa sig til að eiga fyrir dópinu. „Alveg er þetta nú dæmigert. Nú reyna allir að græða á frægð henn- ar,“ segir einn af vinnufélögum leikkonunnar. Annars er öllu virðulegri mynd með Calistu að koma i kvikmynda- hús um þessar mundir. Sú heitir Jónsmessunæturdraumur og er enn ein kvikmyndin sem byggð er á leikriti Vilhjálms-Shakespeares. Þar leikur Calista á móti stórleikurin eins og Kevin Kline og Michelle Pfeiffer. Orðrómur er um að Calista hafi stolið eiginmanni Michelle en hún vísar því á bug. „Ég lifi svo miklu glæsilífi í heimi sögusagnanna,“ segir stúlkan og hristir hausinn. Camilla hittir drottninguna Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer var f Buenos Aires, höfuðborg Argent- fnu, um helgina og kom þar fram á tískusýningu í húsakynnum lagadeildar háskólans. Claudia sýndi meðal annars þennan fallega rauða kjól eftir argentfnska tískuhönnuðinn Ossira. Skartgripirnir eru eftir di Firenze. Elísabet Englandsdrottning neyð- ist loks til þess að standa andspæn- is Camillu Parker Bowles, ástkonu Karls prins. Fundur drottningarinn- ar og ástkonunnar verður við brúð- kaup Alexíu, dóttur Konstantíns fyrrverandi Grikklandskonungs, í júlí næstkomandi. Þó að drottningin hitti Camillu opinberlega er ekki búist við að við- mót hennar verði sérlega hlýlegt. Þeir sem kunnugir eru málunum segja að Elísabet hafi enn ekki sætt sig við samband Camillu og Karls. „Hún verður kurteis við Camillu en ekkert umfram það,“ er haft eftir aðila sem fylgist vel með málefnum konungsfjölskyldunnar. Flest kóngafólk i Evrópu verður við brúðkaupið í London þann 9. júli þegar Alexía og unnusti hennar, arkitektinn Carlos Morales, verða gefrn saman. Camilla er orðin náinn vinur grísku konungsfjölskyldunn- ar og var henni því boðið til athafn- arinnar. Víst þykir að mikið álag verði á Camillu þennan dag. finndu frelsið í fordfiesta á aðeins milljón og tólf www.brimborg.is IMOKIA V %JÖ'K<Ír gsm sími og talfrelsi i kaupbæti brimborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.