Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 13 Hið óskiljanlega jafnvægi Á hinum enda byggðastefnunnar Á þeim árum bjuggu um tveir af hverjum tíu íbúum landsins í þétt- býli sem getur þó vart kallast því nafni. Var ísland þá eitt af fátæk- ustu ríkjum álfunnar. Þegar hald- ið var upp á 100 ára kaupstaðar- rétttindi Reykjavíkur var að byrja að hlaupa gróska í þorpið. Töldu þá framsýnustu menn þess tíma að með sama áframhaldi yrðu íbú- „Þegar haidið var upp á 100 ára kaupstaðarréttindi Reykjavíkur var að byrja að hlaupa gróska í þorpið.“ I yfirstandandi kosn- ingabaráttu hefir byggðastefnu nokkuð borið á góma og hinn þunga straum fólks af landsbyggðinni til þétt- býlisins við sunnan- verðan Faxaflóa. Frá öndverðu hefir litróf byggðastefnunnar spannað allt sviðið frá smábýlastefnunni til borgríkisins. í raun þykir furðu sæta að í upphafi þessarar aldir skyldu settar fram hug- myndir um 300 þúsund íbúa sveitamenningu í 50 þúsundum smábýla þar sem hverju og einu skyldi fylgja um 40 hektarar lands til framleiðslu á ostum, eggjum og svínakjöti fyrir markað í Evrópu og þó einkum á Bretlandseyjum. Þessum hugmyndum er haldið á loft á sama tíma og blómleg borg- armenning hafði verið við lýði öld- um saman í nágrannalöndum okk- ar en hér hafði ríkt allt að því al- ger stöðnun frá landnámsöld. Enda taldi hinn aldni þulur, bog- maður og refaskytta, Þórður Hall- dórsson frá Dagverðará, sem fædd- ur er á ýli árið 1905, að hefði Egill Skallagrímsson komið inn á bemskuheimili sitt hefði honum verið þar hver innanstokksmunur kunnugur. ar bæjarins um tíu þúsund á 200 ára af- mæli hans. Á hinum enda byggðastefnunnar, sem jaflivel er dreg- ið i efa af ýmsum að sé byggðastefna, er borgríkið með öfl- ugum þéttbýl- iskjama og blóm- legri menningu þar sem byggðin gæti spannað svæðið frá sunnanverðu Snæ- fellsnesi austin- undir Mýrdalsjökul. Önnur svæði lands- ins væm ósnortin öræfi, nýtt til úti- vistar, tengd reið- vegum og göngustígum. Vissar ástæður Sennilegt er að væri landið fyrst að byggjast nú yrði búseta að einhverju leyti með þessum hætti. Landnám á ofanverðri tutt- ugustu öld og öndverðri þeirri tuttugustu og fyrstu sem í garð gengur innan tveggja ára byggir á Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur allt öðrum forsendum en land- nám í lok þeirrar níimdu eða í byrjun tíundu. Hafa skal það hug- fast að land var talið fullbyggt í byrjun þjóðveldis að landnámsöld lokinni og við búum að nokkru leyti við byggðamynstur frá því skeiði þó svo að því verði ekki haldiö fram hér að það sé að öllu leyti barn síns tíma. Vissar ástæður vom fyrir því að byggð teygðist til ystu annesja út í eyjar, sker og fram á fremstu heið- ar sem reyndust í raun óbyggileg- ar eins og manna- og fjárfellir ber vott um. Á vori sem því sem nú stendur yfir hér, er varla búsæld- arlegt í Sænautaseli á Jökuldals- heiði ef á undan hefði farið óþurrka- og grasleysissumar, fari snjóa ekki að leysa fyrr en í byrj- un júnímánaðar. Hver grætur Grunnavík? 1 umræðunni um byggðastefnu verða menn og konur, þótt konur séu einnig menn, að gera upp við sig markmið stefn- unnar, að hversu miklu leyti halda skuli í skilgetið af- kvæmi stefnu sem hélt þjóð- inni á horrim- inni öldum sam- an og átti þátt sinn í landflótta þegar illa áraði þar að barist hafði verið með oddi og egg gegn þéttbýlismyndum til vemdar hagsmunum dreifbýlisins þannig að þegar fólk flosnaði upp átti það ekki í önnur hús að venda en vestur um haf. - Eða grætur nú nokkur Homstrandir, Jökulfirði eða Grannavík? Kristjón Kolbeins „A vorí sem því sem nú stendur yfír hér, er varía búsældaríegt í Sænautaseli á Jökuldalsheiði ef á undan hefði farið óþurrka- og grasleysissumar, farí snjóa ekki að leysa fyrr en í byrjun júnímán- aðar.u Súpermann vantar Nýlega birtist í dagblöðum frétt um að samtals vanti grunnskóla- kennara i 423 stöðugildi á næsta skólaári. Annars staðar var sagt frá því að mikill hluti útskrifaðra kennara skilaði sér ekki í skólana heldur færi að starfa annað. Sums staðar á landinu virðist alls ekki vera hægt að fá nokkum mann til starfa, ekki einu sinni leiðbein- endur - en þetta fallega heiti er gefið þeim fræðurum sem ekki uppfylla menntunarkröfur er gerð- ar eru til kennara. Einkaskólar í kjölfar mark- aðsvæðingar Víða um heim eru einkaskólar í sókn. Margir foreldrar telja böm- um sínum betur borgið í þeim en í skólum sem reknir era af hinu op- inbera. Vegna hárra skólagjalda geta einkaskólar einnig borgað hærri laun og þannig lokkað til sín vel menntaða og áhugasama kennara. Fyrir kennara em einka- skólar á margan hátt auðveldari starfsvettvangur þvi þeir geta val- ið nemendur sína. Ef einhver nem- andi veldur erfiðleikum geta þeir einfaldlega vísað honum frá. Að borga fyrir skólagöngu barn- anna er okkur hér á Norðurlönd- um framandi hugsun. Vegna fá- mennis er heldur ekki neinn grundvöllur fyrir raunverulega einkaskóla. Nú á allur árgangm-inn að vera í sömu kennslustofu og njóta kennslu sem er við hæfl hvers og eins, hvort hann svo er ofur- greindur, ofurfatl- aður eða eitthvað þar á milli. Við slíkar aðstæður þarf kennarinn að vera einhvers konar sambland af töframanni, trúð og tölvubanka. Það er engin furða þó að margur kennarinn verði lúinn cif þessum „súperman- leik“ og leiti á önnur mið, einkum þó ef hærri laun em i boði. Launahækkun ein er ekki lausnin Þegar ástand kennslumála er rætt era lág laun kennara oftast nefnd sem röt vandans. Þrátt fyrir siðustu hækkun era launin auðvitað enn of lág til að vera sam- keppnishæf við einkageirann. En að tala um laun ein- göngu er of mikil einföldun. Rann- sóknir benda á að fleiri þættir hafa áhrif á starfsval manna en launin ein. Það sem flestir setja á oddinn er innihald starfsins, að það gefi manni lífsfyllingu, og að virðing sé borin fyrir starfinu. Númer tvö á óskalistanum er góð- ur félagskapur. Ekki fyrr en í þriðja sæti era launin. Lausnin á kennaraskorti virðist þá liggja á möguleikum okkar til að breyta viðhorfum manna gagn- vart kennarastarfinu, gefa kennur- um þá reisn sem þeir einu sinni höfðu. Háleit markmið í stefnuyfirlýsingu menntamála- ráðherra, sem gefin var út í febrú- ar 1998, segir: „Við skulum halda þannig á málum að árið 2011 líti nýútskrifaður fram- haldsskólanemi um öxl og þakki þeim sem gáfú honum góða menntun, auðæfi sem aðeins aukast en minnka ekki á lífs- göngunni. Virðum þann rétt unga fólks- ins með því að gera skyldu okkar í þágu enn betri skóla.“ Ein- kunnarorðin sem menntamálaráðherra vill gefa fiamtíðar- skóla okkar era þessi: Árangur, agi, mark- mið. - En hvemig er hægt að ná árangri, ef verkstjóra (kenneæa) vantar? Breyta þarf viðhorfum Að breyta viðhorfum er hægara sagt en gert, en þeim verður að breyta, ef við ætlum að halda uppi gæðastarfi í skólum. Bæði foreldr- ar og kennarar verða að skilja að skólinn og nemendumir era sam- eiginleg á ábyrgð þeirra og til að geta unnið saman verða þeir að bera virðingu hverjir fyrir öðrum. Til að ná þessum markmiðum verða skólamálin að vera í sí- felldri umfjöllun, ekki bara rétt fyrir kosningar. Marjatta ísberg „Að breyta viðhorfum er hægara sagt en gert en þeim verður að breyta ef við ætlum að halda uppi gæðastarfí í skólum. Bæði for- eldrar og kennarar verða að skilja að skólinn og nemendurnir eru sameiginlega á ábyrgð þeirra...u Kjallarinn Marjatta ísberg fil. mag. og kennari Með og á móti Er það góður kostur að flytja flugvöll Reykvíkinga út í Engey? Júlíus Vífill Ingv- arsson borgarfull- trúl. Yrði fjarri byggð „Framtíðarstaðsetning Reykja- víkurflugvallar er borgarbúum mjög hugleikin Hefur aðallega verið litið til Lönguskerja í Skerjafirði varðandi stað- setningu vall- arins og þá með mikilli landfyllingu undir flugvöll- inn, flugvallar- mannvirki og veg að flugvell- inum. Það er nauðsynlegt að velta fyrir sér öðram kostum í þessum efnum. Einn þeirra kosta sem ég hef velt fyrir mér nokkuð að undanfórnu er að reisa flugvöll úti í Engey. Sú staðsetning hefúr ýmsa kosti og má nefna í þvi sambandi að ekki þarf landfyllingu nema að hluta undir völlinn sjálfan. Land- fyllingarefni það sem til þarf vegna flugvallargerðar má senni- iega finna á eynni sjálfri enda fyrirsjáanlegt að yfirborð hennar yrði lækkað þar sem það er hæst. Aðflug að flugvelli úti í Engey yrði yfir sjó og utan byggðar, norðan og austan við borgina. Eyjan hefur einnig þann kost að vera það fjarri byggð að völlur mun ekki hafa áhrif á verðmæti eigna né rýra helgi merkra staða. Eyjan er hærri en hún virðist frá landi. Það er mikill kostur með tilliti til brims. Hugmyndin kall- ar á veg út í eyna sem vegna grynninga írá Laugarnesinu út að eynni myndi koma að gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar og er það hin ákjósan- legasta vegtenging við gatnakerfi borgarinnar. Með þessu er ég ekki að segja að aðrir möguleikar ættu ekki að vera til skoðunar en Engeyjar- flugvöllur finnst mér vera mjög spennandi.“ Rómantískt útivistarsvæði „Ég hef sagt að eins og sakir standa sé sjálfsagt að endur- byggja Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er. Völlurinn er orðinn mjög lé- legur og hann verður beinlín- is hættulegur og það yrði að loka honum ef þetta er ekki gert. Sú fjár- festing sem við leggjum í þess- ar endm-bætm- er nú ekki meiri en svo að hún afskrifast á svona fimmt- án áram. Þá standa menn frammi fyrir því hvort þeir vilja endurbyggja á sama stað eða færa flugvöllinn. Mér finnst náttúrlega Engey sem útivistarsvæði heillandi hug- mynd. Ég hef rómantískar taug- ar til eyjarinnar en verð að við- urkenna aö ég hef aldrei komið þar á land. í >yr Kennsluflugið má flytja frá Reykjavíkurflugvelli þá liggm beinast við að fara með það til Selfoss en það era líka uppi hug- myndir um lítinn völl á Álfsnesi eða í Kapelluhrauni. Þessi um- ræða er orðin alvarleg og við borgarstjóri höfum rætt þau og málið er á dagskrá." -SJ/JBP Halldór Blöndal samgönguráöherra (af Engoyjarætt).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.