Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 14
14 enning MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 UV Tónlist hins andlega seims Krysztof Penderecki. Hvað gerir trúarlega tónlist trúarlega? Tæp- lega bænhiti tónskáldsins einn og sér. Litl- ar upplýsingar eru til um trúar- vissu margra þeirra sem lofsungu Guð, Krist og Maríu í kantötum og messum hér fyrr á öldum. Það litla sem við vit- um um suma þeirra bendir meira að segja til þess að þeir hafi verið mátu- lega veraldlega innstilltir, elsk- að vín, óð og fagran svanna. Menn öðlast ekki hæfileika til að semja trú- arlega tónlist við það eitt að láta skírast til kaþólsku. Né heldur fær tón- verk á sig helgi- blæ við það eitt að kallast „messa" eða „kantata", eins og Bítillinn Paul McCartney fékk að heyra þeg- ar hljómsveitar- og kórverk hans voru frumflutt. Almennt má segja að öll tón- list sem leggur út af guðsorði eða kirkjusiðum sé trúarleg, alveg burtséð frá því hve hrif- mikil eða „sannfærandi" hún er. En þau eru mörg gráu svæðin í þessum geira. Tón- verk Gavins Bryars, Titanic, sem í margbrotnmn tónvef „lýsir“ því hvernig skipið mikla hverfur í hafdjúpin, hvað þá seiðandi síbyljan Jesus Blood eftir sama höfund hafa til að bera eitthvað af þeirri eftirlöngun í andlega fullvissu sem hlýtur að vera eitt aðalsmerki trúarlegrar tónlistar, er þó hvorugt verkið trúarlegt í „venjulegum“ skiln- ingi. En nú, þegar guðsorð og kirkjusiðir fara hallloka fyrir rammri efnis-og vísindahyggju, hvers vegna semja tónskáld í síauknum mæli tónlist sem gegnsýrð er ígrundunum um ei- lífðarmálin eða að minnsta kosti einhvers konar ílöngun í trúarleg haldreipi? Því varla líöur svo útgáfumánuður að ekki hirtist í fag- blöðum fréttir annaðhvort af nýrri kantötu nútímatónskálds. Denisov, Guibaidulina, Macmillan, Kancheli, Rautavaara, Part, Pend- erecki, Preisner, Taverner - öll eru þessi tón- skáld með hugann við eilífðarmálin. Bænheit austantjaldstónskáld Nú má kannski segja að ekki sé óeðlilegt þótt fyrrverandi austantjaldstónskáldin séu enn nokkuð svo bænheit þar sem guðstrúin og hinn andlegi seimur yfirleitt var þeim bæði hugfró og uppörvun undir kommúnískri harðstjórn. Þeir Masaaki Suzuki. ur einvörð- ungu út afkaþ- ólskri trúar- játningu, sem er út af fyrir sig frumleg hugmynd. Þetta er átaka- mikið verk fyr- ir kór, hljóm- sveit og fimm einsöngvara þar sem reynir á trúarsann- færinguna með ýmsum -hætti en að lokum kemst á fremur ótrygg- ur friður í tón- listinni. Trúin blífur, segir þetta tónverk, en maðurinn verð- ur að hafa heil- mikið fyrir henni. Ósagt skal látið hvort menn beinlínis taka trú við hlustun á þessu verki en alltént er það feikna- lega innQálgt. En af hverju skyldu málsmet- andi tónskáld á Vesturlöndum, sem lifa við allsnægtir og trúfrelsi, leggjast í iðkun trúar- legrar tónlistar? Gagnrýnandi á eiga sem sagt inni fyrir trúarsannfær- ingu sinni. Alt um það er fágætur sannfæringarkraft- ur einkenni á bestu kórverkum eistneska tónskáldsins Ar- vos Parts og pólska snillingsins Krzy- stofs Penderecki. En býsna eru þeir ólíkir í trú sinni. Kanon Pokajanen{ECM) heitir ný- legt kórverk eftir Párt sem er svo knappt í formi að það minnir á bæna- gjörð einsetumanns sem leitar staðfest- ingar á lífsfóm sinni, efast, örvæntir en upplifir að lokum kraftbirtingu guð- dómsins í formi samhljóms sem er eins og maður ímyndar sér raddaðan engla- söng. Penderecki samdi nýlega heilmikið „Credo“ (hanssler) þar sem hann legg- Tónlist/Geislaplötur Aðalsteinn Ingdlfsson John Taverner. New York Times (28.2.1999), Matthew Gurevitsch að nafni, nefndi viðleitni þeirra „heiðarlega uppgerð". Ég vil hins vegar trúa því að James Macmillan. hún sé hluti af eðlilegum viðbrögðum manna við þeirri efnis-og visindahyggju sem ég nefndi hér að framan. Þegar menn standa andspænis þeirri staðreynd að i „kosmísku" tilliti eru jörðin og lífríki hennar eins og eitt sandkorn á sólarströnd þá er von að menn seilist til þess „veruleika" sem áréttar vægi og helgi sérhverrar mannssálar. Einlægni eða uppgerð? Að vísu hef ég John Taverner stundum grunaðan um „uppgerð“. A.m.k. lætur hann allt of oft ljósmynda sig andaktugan á svipinn og með krossmark milli handanna. Auk þess á hann það til að senda frá sér tónlist sem stundum svipar til nýaldarlegs miðjumoðs. Eternity’s Sunrise (harmonia mundi), ný geislaplata Taverners, sýnir hann upp á sitt besta og versta. Á plötunni eru flmm kórverk, sungin og leikin (á gömul hljóðfæri, sérkenni- legt það...) af hreinni snilld - Andrew Manze spilar þar á fiðlu - en innblásturinn er mis- mikill. í titilverkinu gengur gamall kirkju- söngur í endumýjun lífdaganna en í síðasta verkinu, sem er eins konar útfararsálmur, heyrist ekki orðaskil, auk þess er seimurinn dreginn endalaust í söngnum. Enginn hefur hins vegar vænt skoska tón- skáldið James Macmillan um uppgerð þvi verk hans bera þess merki að vera sprottin upp úr einlægri kaþólskri trú. Þar sem af- gangurinn af Skotlandi er kirfilega mómæl- endatrúar verður trúin Macmillan eins konar andóf; neyðir hann til skoðunar á eigin sálar- tetri. BlS-útgáfan hefur tekið að sér að gefa út þrjú trúarleg verk Macmillans sem_ hann lítur á sem eina heild, Tri- duum, verk fyr- ir enskt horn og hljómsveit (1996), sellókonsert (1996) og sinfóníu (1997) sem öll söm- ul eru feikilega vel samin og hrifmikil. Hins vegar á ég erfitt með að átta mig á því hvers konar tón- skáld Macmillan er þar sem hann er duglegur að taka til handargagns úr tónlistarsögunni allt það sem kemur honum að gagni. Þannig heyrir maður vitnað í Schnittke, Messiaen, Carl Nielsen og skoska sekkjapíputónlist, allt i sama verkinu. En þeir sem velkjast í vafa um trúarsann- færingu ungra tónskálda eiga auðvitað í mörg hús að venda því ekkert lát er á nýjum útgáf- um sígildra verka af trúarlegum toga. Fyrst skal nefna heildar- útgáfuna af Bach sem hánssler-útgáf- an gefur nú út und- ir stjórn Helmuths Rillings þar sem menn geta gengið að „standard" út- leggingum á tónlist hans, ef marka má geislaplötur af fyrstu 3 kantötun- um. En þeir sem vilja fá dálítið ann- an vinkil á tónlist Bachs ættu að kynna sér upptökur Bach Collegium Japan undir stjórn Masaaki Suzuki á kórverkum meistar- ans. Jóhann- esarpassían (BIS) verður sérstaklega aðlaðandi í meðfor- um þessa japanska gengis, ekki síst vegna þess að stuðst er við einfóldustu útgáfu verks- ins og er sjálfur söngurinn í samræmi við hana, í senn látlaus og kröftugur. Að auki státar þessi geisladiskur af ungum kontraten- ór, Yoshikazu Mera, sem vakið hefur verð- skuldaða athygli víða um lönd. Arvo Párt - Kanon pokajanen, Eistlenski Fíl- harmóníukórinn, ECM, umboö: Japis Krysztof Penderecki - Credo, Oregon Bach hljómsv., stjórn Helmuth Rilling, hánssler, um- boö: 12 tónar John Taverner - Eternity's Sunrise, Academy of Ancient Music, harmonia mundi, umboð: Japis James Macmillan -Sinfónían „Vigil". The World's Ransoming, Sellókonsert, Skoska BBC Sinfónían, stj. Osmo Vánská, umboð: Japis J.S. Bach - Kantötur 1, 2 & 3, Bach Collegium Stuttgart, stj. Rilling, hánssler, umboð: 12 tónar J.S. Bach - Jóhannesarpassían, Bach Col- legium Japan, Suzuki, BIS, umboð: Japis m Bókatíðindi dagsins Helstu bókatíð- indi dagsins eru þau að sögustund- ir fyrir böm standa yfír til kl. 13.45 í Bæjar-og héraðsbókasafh- inu á Akranesi en hefíast kl. 15 í Borgarbókasalh- inu, Gerðubergi. Kl. 16 afhendir borgarstjóri Bamabókaverð- laim fræðsluráðs í Höfða, en þau em veitt bæði fyrir frumsamda bók og þýðingu, og kl. 20.30 í kvöld fer Afmælishátíð Tímarits Máls og menn- ingar fram í Súfístanum, Bókabúð Máls og menn- ingar að Laugavegi 18, en nú era sextíu ár liðin frá því tímaritið hóf göngu sína. Þar verðm lesið úr nýjum og væntanlegum heftum tímaritsins auk þess sem kynnt verður ritgerðasamkeppni sem tímaritið efnir tU nú á afmælisárinu. Fram koma höfundamir Þorsteinn frá Hamri, Stein- unn Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, El- ísabet Jökulsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öUum heimUl. Loks skal minnt á Matinn hennar mömmu, sýningu á matreiðslubókum og mataruppskrifum sem stendur yfir í Bústaðasafni aUa vikuna. Syngjandi bankastarfsmenn Mundi það ekki létta aUt andrúmsloft í bönk- unrnn ef starfsfólkið tæki lagið öðru hvoru, svona á mUli kredít- og debítfærslna? Og tónaði „næsti“ ýmist í dúr og moU í stað þess að hóa hvatskeytlega í kúnnana? Eins og heyrðin er nú ágæt í gömlu bankabyggingun- um. Að minnsta kosti yrðu starfs- menn Landsbank- ans væntanlega ekki í neinum vandræðum með að söng- væða banka- starfsemi í sínum ranni því um 10 ára skeið hafa þeir verið með sinn eigin kór. Sumardaginn fyrsta kl. 17 ætlar Landsbankakórinn að halda árlega vor- tónleika sína í Seltjamameskirkju og í kjölfarið í ísafíarðarkirkju laugardaginn 24. aprU kl. 17. Á efnisskrá eru metnaðarfuU verk, Sígauna- ljóð Jóhannesar Brahms, lög eftir Hjálmar H. Ragnai-sson, Steingi'im M. Sigfússon, Þorkel Sig- urbjömsson, Jónas Tómasson og fleiri. Hljóð- færaleik annast þeir Bjarni Jónatansson. Birgir Bragason og Pétur Valgarð Pétursson. íslenskur myndlistarmaður fær hrós í New York íslenskir myndlistarmenn kvarta iðulega yfir áhugaleysi fíölmiðla á því sem þeir eru að fást við og telja sér misboðið ef þeir fá ekki skjóta og ítarlega umfíöUun. Hvað mættu þeir segja ef þeir væru að reyna að „meika það“ í hörðum lista- heimi New York-borgar þar sem hátt á sjötta hundrað söfíi og gaUerí bítast um athygli fíölmiðla og listrýnenda? Þar þykir sérstak- ur heiður fyrir óþekkta eða lítt þekkta listamenn að fá umsagnir upp á 4-5 línur í málsmetandi blöð- um og tímaritum og venjrdegast birtist þessi um- fíöUun ekki fjrr en vikum eða mánuðum eftir að sýningum lýkm. Það þykir því ekki lítU upphefð þar í borg þeg- ar alls óþekktur myndlistarmaður hlýtur náð fyr- ir augum gagnrýnanda við New York Times, eins og henti Guðrúnu Kristjánsdóttur um daginn. í haust hélt Guðrún einkasýnmgu í Luise Ross Gallery við Broadway þar sem hún sýndi tU- brigði um íslenskt landslag. Snemma í janúar fíaUaði Ken Johnson um sýninguna í New York ■Times og hrósaði verkum hennar,sem sýna, að því hann segir „fóUeit og voðfeUd form, þríhymd eða líffæn, sem svífa um í dUóttri hálfbirtu". Luise Ross hefur sýnt umtalsverðan áhuga á íslenskum listamönnum; tU dæmis hefur henni orðið vel ágengt i kynningu á verkum íslenskra einfara í gaUeríi sinu, en það er tU húsa að 568 Broadway, New York. Umsjón Aðalsteinn Ingólfssnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.