Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 4
Ljós og lanjpar m Rafkaup AnMÚLA 24 ■ siml 568 151« • 56« 1574 ■ Rétt Að slökkva eld með duftslökkvitæki Nálgist eldinn ávallt undan vindi Aldrel á mótl vindi Rangt Beinið stútnum að rótum eldsins Ekki efst í logana Dreifið duftinu vel yfir yfirborð brennandi vökva Beinið stútnum ekki beint ofan í vökvan Stærri elda er betra að slökkva með fleiri tækjum samhliða Heldur en meö einu tæki í einu Látið endurhlaða tæki strax eftir notkun Notað tæki má aldrei setja á sinn stað aftur m. SUMARHÚS^ Eldvarnir: MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 r»r*a Varfærni er besta vörnin Gerðu upp gamlan golfskála því eldur kviknar ekki af sjálfu sér Eins og flestir gera sér grein fyrir getur það skilið milli lífs og dauða að hafa eldvarnartæki til staðar í sumarhúsinu. Ekki er samt nægilegt að slík tæki séu til staðar heldur verða þau að vera í lagi. Það heyrir sem betur fer til undantekninga í dag ef ekki er að finna reykskynjara og slökkvitæki í slíkum húsum. Sumarhús eru flest utan alfaraleiðar sem gerir það að verkum að hjálp getur verið lengi að berast. Því getur það skipt sköpum að vera búinn öllum helstu eldvarnartækjum. Hjónin Þóra Lind Bjark- ardóttir og Guðröður Hákonarson eru með búskap á bænum Efri Miðbæ sem er rétt fyrir innan Neskaupstað. Þau tóku sig til í vetur og gerðu upp gamla golfskálann og ætla nú að bjóða hann almenn- ingi til leigu. „Okkur fannst vanta sumarhús ætl- aðan almenningi og nýttum tækifærið þegar gamli golfskálinn var tekinn úr notkun. Hér í nágrenninu er enginn bústaður sem almenningur hefur að- gang að og þar sem við erum viss um að margir vilja staldra við í okkar fal- lega firði drifum við í að framkvæma þessa hugdettu okkar. í húsinu er svefnpláss fyrir 7 manns og því fylgja sængur og rúmfót,“ segir Linda. Stutt í golf „Við fluttum golfskálann, sem var reyndar áður flugskýli, hingað í haust og höfum gert hann upp bæði að inn- an og utan. Við hugsum hann sem heils árs bústað því eins og allir vita eigum við frábært skíðasvæði og í botninum á dalnum er eitt mesta rjúpnasvæði í Norðfirði. Veiðimenn eru því velkomnir til okkar og ég kem til með að bjóða þeim að útbúa nesti fyrir veiðiferðina. Fyrir golfara er ekki langt að sækja áhugamál sitt þvi húsið er rétt fyrir ofan golfvöllinn. Svo eru ekki nema 5 Það eru mörg atriði sem þurfa að vera í lagi til að geta brugðist rétt við ef eldur kemur upp og til að hafa þetta allt á hreinu leituðum við til Helga Guðmundssonar hjá Eld- verki ehf. í Ármúlanum til að fara yfir helstu atriðin er varða eldvam- ir í sumarhúsum. Reykskynjarar á flóttaleiðinni í öllum sumarhúsum þurfa að vera reykskynjarar. Það er grunnvöm sem ekki má trassa að koma upp. Aukin eldhætta fylgir notkun á kertum, gas- hellum, grilli og kamínum en notkun þessara hluta er algeng í sumarhús- um. Það er þumalputtaregla að hafa reykskynjara alltaf á flóttaleiðinni frá svefnherbergi. Best er að koma skynjaranum fyrir uppi í loftinu og sem næst miðju lofts. Passa verður að setja hann ekki nálægt hornum því þar myndast oft dautt loft sem getur valdið því að reykurinn fer fram hjá og skynjarinn fer ekki í gang. Mikið er um opin svæði í sumar- húsum og því nokkuð algengt að skynjari fari í gang þegar verið er að elda mat. Það er í raun lítið við því að gera en sumir skynjarar henta betm- en aðrir við slíkar aðstæður. Jónískir skynjarar eru mjög næmir fyrir lofttegundum sem myndast við matargerð en þeir fást nú með stopp- hnapp þannig að þá þarf ekki að opna og taka rafhlöðuna úr. Einungis þarf að þrýsta á hnappinn og þá dregur úr næmni hans í ákveðinn tíma. Þessi tegund skynjar fyrr loftteg- undir sem myndast þar sem bruni er hraður, mikill hiti og opinn eldur. Þetta á t.d. við ef kviknar í pappír, vefnaði, ef eldur blossar upp í feitipotti eða ef kviknar í jólaskreyt- ingu. Þeir skynja hins vegar verr eða ekki lofttegundir sem myndast við glóðarbruna eða gamlan reyk sem kemur langt að og hefur náð að kólna. Við slíkar aðstæður reynast optískir skynjarar betur. Þeir skynjarar eru ekki eins viðkvæmir fyrir eldhús- vinnu. Optískir skynjarar eru ekki búnir stopphnappi líkt og þeir jónísku og því þarf að losa rafhlöðuna þegar þeir fara í gang. Flestir reykskynjarar sem koma á markað í dag eru þannig Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi eru helstu eldvarnirnar og nauðsynleg í hvert sumar- hús. Mikilvægt er að færa slökkvitæki til eftirlits ár- lega og gæta vel að því að rafhlaðan í reykskynjar- anum sé á sínurn stað og í lagi. búnir að ekki er hægt að loka þeim þegar rafhlaða er ekki til staðar þannig að það kem- ur vonandi í veg fyrir að það gleym- ist að setja hana aftur á sinn stað. Það ber að at- huga að endumýja þarf reykskynjara á u.þ.b. 10 ára fresti. Þeir eru flestir merktir, mis- vel þó, þannig að hægt er að sjá hvenær er tímabært að skipta. Ryk og fita dregur úr næmi reykskynjara þannig að gott er að ryksuga þá með mjúkum bursta a.m.k. árlega. Það er góð regla fyrir sumarhúsaeigendur að prófa skynjar- ana þegar komið er í bústaðinn og muna að skipta um rafhlöðu reglu- lega. Duftslökkvitæki ætluð fyrir alla eldflokka Mælt er eindregið með því að í hverju sumarhúsi sé að finna duft- slökkvitæki. Þau eru öflug og fjölhæf slökkvitæki sem eru nothæf allt árið rnn kring og ætluð fyrir alla eldflokka. Hafa ber í huga að þessi tæki slökkva eld en drepa ekki glóð. Vatn er nauð- synlegt til að drepa glóðina. Duftslökkvitæki þarf að koma með til eftirlits árlega, sérstaklega ef sum- arhúsið er ekki kynt allt árið. Ástæð- an er sú, að duftið pressast niður og verður að stífri köku sem verður að losa. Ef tækið hefur lekið er nauðsyn- legt að athuga þrýstigjafa. Aðrar tegundir slökkvitækja eru vatnsslökkvitæki, kolsýruslökkvitæki og léttvatnsslökkvitæki. Best er að hafa slökkvitæki við aðal- eða bakinngang þar sem minnst- ar líkur eru á að þau lokist inni vegna elds. Ef mikill eldur kemur upp er gott að safna saman eins mörgum slökkvitækjum og kostur er og nota þau öll í einu en ekki hvert á eftir öðru. Eldvamarteppi er gott að hafa í hverjum bústað. Þau henta eins og nafnið bendir til við þær aðstæður þegar hægt er að breiða yfir eld, s.s. þegar kviknar í feiti eða kertaskreyt- ingum. Einnig er gott að hafa tiltæka slöngu því fátt slekkur eld betur en vatn. Margir em með garðslöngu sem hægt er að nota en þess ber að gæta að ganga þannig frá henni að auðvelt sé að tengja hana ef eldur kemur upp. Það sem skiptir öllu máli í sam- bandi við eldvarnir er að vera sér meðvitandi um að eldur kviknar ekki af sjálfu sér. Besta eldvörnin er fólgin í að ganga gætilega um umhverfið, t.d. að henda heitum kolum ekki út í móa, slökkva á rofanum á sjónvarpinu, henda ekki úr öskubakkanum í ruslið o.s.frv. Neyðarnúmerið 112 er nauðsynlegt að muna og síðast en ekki síst að hafa allar merkingar í lagi því skjót við- brögð skipta miklu máli. -gdt Húsið, sem er búið að taka í gegn, hefur bæði gegnt hlutverki golfskála og fiug- skýlis. Að sögn Þóru Lindar verður gengið frá lóðinni um leið og frost fer úr jörðu. km i miöbæinn á Neskaupstað. Þar er auðvitað hægt að ná í allar nauðsynj- ar, skella sér í sund, skoða náttúru- gripasafnið o.s.frv. Hér eru líka góðar gönguleiðir yfir í eyðifirðina, Hellisfjörð og Miðíjörð. Ferðafélagið hér hefur unnið ötullega að merkingum á gönguleiðum undan- farin ár. Einnig er hægt að fara í út- sýnisferðir um firðina með báti. Það gefur fólki möguleika á því að ganga aðra leiðina og fara með bátnum til baka.“ -gdt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.