Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 8
26 DV SUMARHÚS 99 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 Sumarbústaðir og tryggingar: Er sælureiturinn tryggður? A hverju ári berast okk- ur fréttir af eldsvoða í sumarhúsum og oft fylgir fréttunum að tjón- ið sé mikið því innbúið hafi verið ótryggt. Það er því mikið öryggi að kaupa tryggingu sem bætir fjárhagslegt tjón af vátryggðum atburð- um, s.s. eldsvoða, inn- broti og óveðri því eins og allir vita gera slysin ekki boð á undan sér. Vátryggingafélag íslands og Sjó- vá-Almennar bjóða sumarbústaða- tryggingu sem felur í sér nauðsyn- lega vöm gegn helstu tjónum sem orðið geta á sumarhúsi og innbúi þar. Brunastigi úr áli, 5 metrar í álkassa. Ná nota jafnt inni sem úti. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Sími544 5770 Skylda að vátiyggja bústaðinn Þegar byggingaframkvæmdir hefjast er skylt samkvæmt lögum að vátryggja bústaðinn gegn bruna, þ.e. taka smíðatryggingu. Einnig er hægt að kaupa hyggingatryggingu. Þegar hyggingu er lokið er sumar- bústaðurinn tekinn í brunabótamat. Fasteignamat ríkisins sér um að meta öll hús. í framhaldi af því er gefín út brunatrygging samkvæmt mati og kemur hún í stað smíða- tryggingu. Ef farið er að búa í bú- staðnum áður en hann fer í bruna- bótamat er rétt að huga að sumar- bústaðatryggingu. Vátryggingafélag íslands býður upp á sumarbústaða- tryggingu þar sem settar eru saman tryggingar vegna innbús og hús- eignar. Ástæðan er m.a. sú að erfitt getur verið að greina á milli hvað er innbú og hvað húseign þar sem hús- gögn eru stundum smíðuð í sumar- bústaði, sbr. kojur o.fl. í trygging- unni eru einnig teknir allir helstu hótaþættir sem í boði eru í einum skilmála. Ef til tjóns kemur bætir sumarbú- staðatryggingin tjón vegna eldsvoða á innbúi, sótfalls, slökkvi- og björg- unaraðgerða, vatns, úrhellis, asa- hláku, innbrota, óveðurs, skemmd- arverka, brots og snjóþunga. Ábyrgðartrygging húseigenda er einnig innifalin og fleiri skilgreind- ar áhættur. Nauðsynleg vernd gegn helstu tjónum Sumarhúsatrygging Sjóvá-Al- mennra er samsett úr nokkrum tryggingaþáttum og felur í sér vemd gegn innbrotum, vatnstjóni, Æm* 11 ; t ‘ \orhi-\ s^láii^áiyásaniKÖlliÍHÍhiúkáb.uiiaði^ \<“i (T frá .VJiVOO kr., nr* ? ■' I- mmi 333 111 iðarási við Arnarvog tppl. í síma 565 882 • fax 565 8777 Netfang: nornii@islandia.is, h.síða www.islandia.is/normi Það er ekki hægt að bæta það tilfinningalega tjón sem verður ef sumarhúsið og allt innbúið brennur en fjárhagslegt tjón er hægt að bæta ef trygging er til staðar. Það er eins með sumarhús og aðrar eigur að allt er forgengilegt og því getur margborgað sig að vera forsjáll og tryggja sælureitinn sómasamlega. fok- og óveðurstjóni, glertjóni, sót- gegn bruna, innbroti, vatnstjóni, munir sem fylgja dvöl í sumarhúsi, falli auk ábyrgðartryggingar. fok- og óveðurstjóni. Einnig eru þó ekki hlutir á borð við tölvur og Innbú í sumarhúsinu er tryggt tryggðir allir almennir lausaijár- myndavélar. -gdt Garðyrkjuskóli ríkisins 60 ára: Fjölbreytt afmælisdagskrá Kanadísk bjálkahús í hæsta gæðaflokki. Þrjár viðartegundir: hvítur og rauður sedrusviður og kanadísk hvítfura. Margar bjálkaþykktir, þreföld samsetning, sú besta sem völ er á. 20 ára ábyrgð á þakefni og gleri. Teikningar að eigin vali. Bjá kabústaðiK S i m a i ; 8SS 4S38 • SS3 7SSS • 8SM: 89S 33T4 Á morgun fagnar Garð- yrkjuskóli ríkisins 60 ára afmæli sínu og í því tilefni verður efnt til fjögurra daga afmælis- hátíðar sem lýkur þann 25. apríl, á degi um- hverfisins. Á morgun, sumardaginn fyrsta, munu fyrirtæki innan „græna“ geirans kynna þjónustu sína, nem- endur verða með sölubása, námið við skólann verður kynnt og nem- endur verða með blóma- og skrúð- garðyrkjusýningu. Landslagsarki- tektar kynna starfsemi sína, Garð- yrkjufélag íslands verður með garð- yrkjusýningu og almenn kynning verður á starfsemi og umhverfi skólans m.a. á gróðurhúsum og úti- svæðum. Á föstudaginn kl. 14 mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, heimsækja skólann. Leikskólaböm Nemendur skrúðgarðyrkjubrautar komnir í startholurnar fyrir afmælið. í Hveragerði og Ölfushreppi taka á móti forsetanum og lúðrasveit Tón- listarskóla Hveragerðis leikur nokk- ur lög. Fyrir hádegi á föstudag ætla nem- endur í grunnskóla Hveragerðis, um 400 börn, að heimsækja skólann. Þess má geta að alla dagana er boð- ið upp á hestaleigu, leiktæki o.fl. fyrir yngstu kynslóðina. í lok hátíðarinnar, á degi um- hverfisins, verður undirritaður samningur á milli Garðyrkjuskól- ans, Hveragerðisbæjar, Ölfushrepps og nokkurra stofnana í þessum sveitarfélögum um víðtækt samstarf á sviði umhverfismála. Allir landsmenn eru velkomnir í afmælið sem stendur trá 10-18 alla dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.