Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 Fréttir ^ Benzeigandi í Reykjavík hugðist yngja upp með bíræfnum hætti: I þremur löndum að smygla Benz-bifreið - geymdi nýja bílinn í Færeyjum, sótti þann gamla heim og skipti svo um númer Karlmaður á fertugsaldri, bú- settur í Reykjavík, hefur viður- kennt hjá lögreglu að hafa gert til- raun til að smygla Benzbifreið hingað heim með fremur óvenju- legum hætti um mitt síðasta sum- ar þar sem þrjú Evrópulönd komu við sögu. Maðurinn fór til Þýskalands í júlí og festi þar kaup á Benzbifreið sem hann hugsaði sér að sleppa við að greiða aðflutningsgjöld af þegar hann kæmi heim til Islands. Hann dó ekki ráðalaus og ákvað að flytja bílinn með skipi til Færeyja. Þar skildi hann Benzinn eftir og hélt síðan bíllaus heim til íslands. Þar náði hann í gamla Benzinn sinn, árgerð 1979, ók á honum til Seyðisfjarðar og síðan um borð í farþegaferjuna Norrænu. Áður en hann ók um borð gaf hann toll- vörðum upp rétt skráningarnúmer bílsins en vélarnúmer og árgerð nýja Benzins sem hann skildi eftir í Færeyjum. Við svo búið hélt maðurinn til Færeyja - í hinstu för gamla Benzins. Þegar komið var til Þórs- hafnar skrúfaði maðurinn skrán- ingamúmerin af þeim gamla og setti yfir á nýja Benzinn sem ný- lega hafði verið keyptur í Þýska- landi. Gamli skrjóðurinn var síðan skilinn eftir númerslaus á góðum stað í Færeyjum. Maðurinn hélt síðan af stað til íslands með nýja Benzinn. Þegar heim var komið vöknuðu grunsemdir hjá laganna vörðum á Seyðisfírði og komu þeir upp um allt saman - rétt vélar- skráning, rétt árgerð en fremur gruggugar skráningarplötur. Mað- urinn var síðan kærður og hefur málið verið til meðferðar hjá lög- reglustjóraembættinu í Reykjavik Búist er við að málið fari fyrir dóm áður en mjög langt liður. -Ótt Flugvélin er mjög illa farin. Flugmaðurinn slasaðist talsvert. Á myndinni sést hann borinn frá flakinu. DV-mynd S Flugvél brotlenti á Tungubakkaílugvelli: Flugmaður töluvert slasaður Flugmaður slasaðist töluvert eftir aö eins hreyfil flugvél hans brotlenti á Tungubakkaflugvelli við bæinn Fitjar um kl. 15 í fyrradag. Flugvélin var mjög illa farin en ekki er vitað hvað orsakaði slysið en flugslysa- nefnd hefur það tO rannsóknar. Flug- maður var eins og áður segir töluvert slasaður en ekki er vitað nákvæm- lega um tildrög slyssins. Hann var fluttur með sjúkrabO á slysadeOd Sjúkrahúss Reykjavíkur. -fbk/hb Holóttur vegur að Vífilsstaðaspítala: Reyra sjúklingana niður í sjúkrabílana „Ef við ökmn veginn á 20 kílómetra hraða er þetta allt í lagi. Ef við hins vegar brunum þarna inn á 60-70 kíló- metra hraða þyrfti helst að reyra sjúkling- ana niður,“ sagði vakt- stjóri hjá SlökkvOiði Hafnarfjarðar um af- leggjarann frá Reykja- nesbraut upp að VífOs- staðaspítala. Þar er vegurinn orðinn svo slæmur að starfsfólk hefur á orði að betra sé að aka utan vegar. „Við bönnum starfs- fólki alfarið að aka utan vegar. Til þess þykir okkur of vænt um gróðurinn," sagði Vilhjálmur Ólafsson, umsjónarmaður á Víf- ilsstöðum. „Vegurinn er vissulega mjög slæmur og ég var að koma af fundi á bæjar- skrOstofunni í Garða- bæ. Þar var mér bent á að tala viö Vegagerð- ina. Næst fer ég þang- að,“ sagði Vihjálmur. Vegagerðin mun eiga að sjá um veginn frá Reykjanesbraut- inni upp að gamla hliöinu að spítalanum. Þar fyrir innan er vegurinn ábyrgð Ríkisspítalanna og þar er hann verstur: „Það þyrfti að skipta um jarð- veg í veginum en það verður ekki gert núna. Við stefhum að því að malbika yfír aOt saman og það Vegurinn við Vífilsstaðí. DV-mynd S. á ætti að duga í fimm ár eða svo,“ sagöi Vilhjálmur Ólafsson og bætti því við að enn hefðu engin slys orðið á fólki eða skemmdir á farartækjum. „Það væri verra ef Vífllsstaðaspítali væri með bráða- móttöku." -EIR Rallkeppni 75-100 erlendra fornbíla er áætluð á íslandi sumarið 2001. Alþjóölegt fornbílarall fyrirhugað á íslandi 2001: 75-100 fornbílar aka hringveginn Áform eru uppi um að halda á Is- landi alþjóðlega fombOarallkeppni sumarið 2001, undir heitinu Histor- ic Odyssey 2001. Að sögn Tryggva Harðarsonar, formanns Bifreiðaí- þróttaklúbbs Reykjavíkur, hafa samningaviðræður átt sér stað við breska aðOa sem skipuleggja við- burði af þessu tagi um aOan heim. Búið sé að ganga frá áætlunum í stóram dráttum og aðeins beðið lokastaðfestingar. FombOarallið er afrakstur mark- aðsátaks sem Landssamband ís- lenskra akstursfélaga hefur staðið að erlendis ásamt ferðaþjónustuaðil- um og upphaflega óskuðu hinir bresku aðOar eftir því að hingað kæmu 200-220 fombOar að utan og ækju hringveginn. Frá því hafl þó veriö horflð, þar sem iUviðráðanlegt hefði orðið að sjá aUt að 500 manna hópi fyrir gistingu á hverjum við- komustað flotans á hringveginum. Nú væri rætt um 75-100 bíla. Sá elsti verður frá árinu 1924, en sá yngsti frá 1968. Tveir verða í hverj- um bO, auk viðhaldsflokks fyrir aU- an bUaflotann, þannig að upp undir 300 manns koma tU landsins af þessu tUefhi. Tryggvi sagöi að lokaákvörðun um þennan viðburö yrði tekin seinni part næsta sumars og hann síðan kynntur fjölmiðlum hér á landi og erlendis. -SÁ Bíl Halla stolið Einkabifreið Haralds Sigurðsson, oft kaUaður Halli, var stoliö fyrir utan heimOi hans 20. síðasta mán- uðar og hefur ekkert tU bifreiðar- innar sést síðan þá. HaUi, sem stóð fyrir glensi ásamt bróður sínum, Ladda, á árum áður, saknar vita- skuld bifreiðar sinnar. BOlinn er af gerðinni Toyota CoroUa Touring (station), árgerð ‘89. BUlinn er meö litaðar afturrúður og er númer hans JK-224. Bílnum var stolið fyrir utan Bíllinn hans Halla. heimOi HaUa að Kárastíg 4. „Þessi bUl er mér mikUs virði," segir HaUi. Era þeir sem hafa orðið varir við bUinn beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. ■ • > Grand Rokk í pólitíkina Hmn rómaði skák- og tónlistar- bar, Grand Rokk, ætlar ekki að láta sitt eftir liggja fyrir þing- kosningarnar í vor. Nú hefur staðurinn ákveðið að efha tO hádegis- verðarfundur næsta föstudag með þeim Pétri H. Blöndal og Össuri Skarp- héðinssyni yfir léttum hádegis- verði og drykk. Fundurinn er fyrsta lotan í þriggja lotu ein- vígi milli pólitískra andstæðinga. Stjórnandi fundarins verður hinn ópólitíski dagskrárgerðar- maður Snorri Már Skúlason en herlegheitin verða send út í beinni útsendingu á Bylgjunni. Grand Rokk slær greinUega tvær flugur í einu höggi fyrir áhuga- menn um kosningar og ölþamb... Nýr forsætisráðherra Daður Halldórs Ásgrimssonar og Margrétar Frímannsdóttur fer mjög í taugamar á forystu Sjálf- stæðisflokksins sem má ekki til þess hugsa að Dav- íð Oddssön verði ekki forsætisráð- herra á aldamóta- árinu þegar þús- und ára afmæli landafunda og kristnitökunnar verður minnst. Minni spámenn flokksins ræða því í hálfum hljóöum um að gera Halldóri tOboð sem ekki væri hægt að neita. Það felst í því aö Davíð yrði forsætisráðherra fram tO loka ársins 2000 og fengi því að baða sig í ljóma érlendra stórmenna. Þegar því lyki hyrfi hann úr stjórnmálum og Halldór yrði forsætisráðherra. Við tæki þá stjóm sem hefði yfir sér visst nýjabrum og gæti þess vegna set- ið undir forsæti HaUdórs langt inn i fyrsta áratug nýrrar aldar... Ungt og leikur sér í gær lögðu ungir og að eigin sögn lífsglaðir framsóknarmenn í hringferð um landið úr Reykja- vík í sextán manna rútu. Förina kalla þeir Grænu hraölestina og segj- ast þeir ætla að koma sem ferskur stormsveipur inn í kosningabarátt- una og sýna fólki fram á það að stjómmál koma 1 öUum viö, ekki bara miðaldra körlum í gráum jakkafótum. Á hverjum viðkomustað ætla ung- liðarnir að fremja óvænta gjöm- inga sem þeir trúa að ylja muni mörgum sveitamanninum um hjartarætur en valda öðrum hug- arangri. Græna hraðlestin segja þeir að verði eitthvað sem aUir munu vita af, eitthvað spennandi og ferskt sem vekur jákvæða eft- irtekt. Skyldi hinn þungbúni for- maður vita af þessu? Ást á vori Hermann Gunnarsson, eða Hemmi Gunn hinn eini sanni, er myljandi ástfanginn upp fyrir haus og ástin hefur að hans sögn breytt honum og öUum hans viö- horfum svo mjög að hann er annar, nýr og betri mað- ur. Sú kona sem hefur haft þessi sterku áhrif á Hemma heitir Gróa Ásgeirs- dóttir, fyrrver- andi framkvasmdastjóri Fegurð- arsamkeppni íslands og fyrrver- andi eiginkona Jóns Axels Ólafssonar útvarpsstjóra á Matt- hUdi. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkora @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.