Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 Viðskipti________________________________________________________________________________________x>v Þetta helst: ...Unnið að sameiningu Gunnvarar og íshússfélags ísfirðinga Hlutafjárútboði Baugs hf. lýkur í dag ...Básafell sendir út afkomuviðvörun ... AT&T með yfirtökutilboð í MediaOne ... Dow Jones hækkar í 10.727,18 stig ,.. Hlutabréf IBM snarhækka vegna góðrar afkomu ... Ný íslensk eymdarvísitala: Davíð Oddsson efstur íslenska eymdarvísitalan Forsætisráðherra Valdatímabil Hagvöxtur Kaupmáttur Atvinnuleysi Verðbólga Vísitala Röð Davíð Oddsson 1996-1999 0,9% 5,2% 1,8% -15.3% 19.6% 1 Davíð Oddsson 1991-1995 -3.6% 0.5% 21% -13.8% 8.5% 2 Bjarni Benediktsson 1964-1970 -0.5% 2.0% 0.0% 4.3% 5.8% 3 Ólafur Jóhannesson 1972-1974 CSI 9.6% -u% 7.8% 5.1% 4 Þorsteinn Pálsson 1988 4.2% 1.7% -L0% 81% -9.7% 5 Steingrímur Hermannsson 1989-1990 -3.4% -6.4% 0.2% 0.6% -10.5% 6 Steingrímur Hermannsson 1983-1987 -0J% 1.6% -0.7% 19.8% -17.5% 7 Geir Hallgrímsson 1975-1978 L3% 0.2% -L2% 21.6% -18.9% 8 Olafur Jóhannesson 1979 0.8% -6.2% -1.2% 281% -32.4% 9 Benedikt Gröndal (3 mán.) GunnarThoroddsen 1980-1982 0.0% 1.9% -1.1% 361% -33.1% 10 DV Árangur stjómmálamanna í hagstjóm er ekki auðmældur. Þó geta menn sæst á að verðbólga, hagvöxtur og atvinnuleysi séu góð- ur mælikvarði á hversu vel hefur tekist til. Á íslandi er heppilegt að bæta einum hlut til viðbótar en það er kaupmáttur. Ástæðan er sú að hér á ámm áður vora gengis- fellingar tlðar en það er ekkert annað en bein kaupmáttarskerð- ing. Til að reyna átta sig á hversu vel stjórnmálamönnum hefur tek- ist til hefur DV reiknað nýja eymd- arvísitölu fyrir íslenskan efnahag. Vísitalan er fundin út með því að vega saman hagvöxt, verðbólgu, atvinnuleysi og kaupmáttaraukn- ingu á valdatíma hvers forsætis- ráðherra. Aðferðin er fólgin í því að skoða frávik frá meðaltali. Sem dæmi má nefna að meðalverðbólga á valdatíma Steingríms Hermann- sonar 1983-1987 var 37,2% en með- alverðbólga á öllu tímabilinu 1970-1999 var 17,7%. Þar af leið- andi fær Steingrímur 19,8% út úr verðbólguþætti visitölunnar. Svona er þetta unnið koll af kolli og að lokum er hagvöxtur og kaup- máttur lagður saman og atvinnu- leysi og verðbólga dregin frá. Nið- urstaðan er mælikvarði á hversu vel leiðtogum þjóðarinnar hefur tekist að stýra efnahagsmálum og afkomu þjóðarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hefur nýlega birt spár sínar. IMF spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 5,6% á þessu ári en 4,7% á því næsta. Þetta er nokkuð hærri spá en t.d. Þjóöhagsstofnun reiknar með en spá hennar gerir ráð fyrir 4,8% hag- vexti. IMF gerir ráð fyrir að verð- bólga hér á landi verði 3,5% á þessu ári en 3,2% á því næsta. Þjóðhags- stofnun reiknar meö 2,5% veröbólgu Davíð efstur Það þarf ekki að koma á óvart að Davíð Oddsson forsætisráðherra fær áberandi besta útkomu. Stjóm- arandstæðingar hafa verið duglegir að benda á að góðæri undanfarinna ára sé eingöngu að þakka ytri að- stæðum en ekki stjórn Davíðs Odds- sonar. Árin 1991-1995 var nokkuð kröpp efnahagslægð á Islandi en þrátt fyrir það tókst Davíð Oddssyni að klífa upp í annað sæti. Á þeim árum var verðbólgudraugurinn en margir aðrir sérfræðingar hér á landi hafa spáð enn hærri verðbólgu. Spár sjóðsins gera ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði að meðaltali 1,8% í Evrópusambands- löndum og 2% í Evrulandi. Á næsta ári gerir sjóðurinn hins veg- ar ráð fyrir að evrópskt efnahags- líf taki við sér og hagvöxtur verði 2,7% í löndum Evrópusambands- ins en 2,9 í Evrulandi. kveðinn niður, EES-samningurinn samþykktur og frelsi gefið á fjár- magnsmörkuðum. Allt þetta vora örvandi aðgerðir fyrir efnahaginn. Þannig var stjóm efnahagsmála með miklum ágætum þrátt fyrir slæm ytri skilyrði. Á því kjörtíma- bili sem nú er að ljúka hefur hag- vöxtur verið mikill og kaupmáttar- aukning meiri en áður hefur þekkst hér á landi. Hvort sem það er Davíð Oddssyni að þakka eða einhverju öðru þá kemur þetta honum í efsta sæti. Steingrímur Hermannsson Annað sem vekur mikla athygli er slæm útkoma Steingríms Her- mannssonar. Hann var forsætisráð- herra árin 1983-1987 en á seinni hluta þess tímabils ríkti mikil upp- sveifla 1 íslenskum efnahag. Þrátt fyrir það var stjóm efnahagsmála ekki betri en svo að ríkissjóður var rekinn með miklum halla og skuld- ir rikisins stórjukust. Nafnlauna- hækkanir vora miklar sem enginn forsenda var fyrir og var þeim mætt með gengisfellingum sem skertu raunlaun fólks og ýttu undir verð- bólgu. Vöxtum var stjómað með handafli í Seðlabankanum og verð- lagi á ýmsum vörum var stýrt af sjómvöldum. Allt hafði þetta slæm áhrif á efnahag þjóðarinnar. Þegar pólitískum ferli Steingríms lauk var hann ráðinn æðsti yfirmaður efna- hagsmála á íslandi eða seðlabanka- stjóri. Til gamans gert Þessi vísitala getur hins vegar ekki orðið óhlutdrægur mælikvarði á árangur þessara ágætu manna á efnahag þjóðarinnar. Sem dæmi má nefna að þegar Jóhann Hafstein var Hagnaður Samskipa hf. á síð- asta ári nam 154 milljónum króna miðað 120 milljónir á síðasta ári. Velta á árinu 1998 var tvöfalt meiri en árið áður. í tilkynningu forsætisráðherra árið 1971 var ákveðið á Alþingi að kaupa 30 tog- ara til landsins. Þessir 30 togarar veiddu siðan eins mikinn þorsk og þeir gátu enda var enginn kvóti þá. Hagvöxtur í kjölfarið varð mikill og mikil kaupmáttaraukning átti sér stað. En þessi mikla veiði tók sinn toll. Fiskimið okkar eru ekki ótæm- andi aðlind og ofveiði á einum tíma- punkti skerðir veiðimöguleika á þeim næsta. Þannig átti Ólafur Jó- hannesson, sem tók við af Jóhanni Hafstein, ekki sömu möguleika og hann að klífa upp eymdarvísitöl- una. Á nákvæmlega sama hátt gæti ríkistjórnin núna ákveðið að leggja niður kvótakerfið og stórauka þannig hagvöxt með því að gefa veiðar frjálsar. En um leið myndi hún skerða stórkostlega möguleika komandi kynslóða á að öðlast sömu lifskjör og við búum við í dag. Einnig má benda á fleiri atriði sem geta haft mikil áhrif á hvemig út- koma eymdarvísitölunnar er. Reynslan sýnir að þrem af hverjum Sórum efnahagslægðum, sem riðið hafa yfir Island, hefur skolað hing- að á land frá útlöndum. Olíuverðs- hækkanir á áttunda áratugnum höfðu geysileg áhrif hér á landi og við ráðum lítið viö hrun á fiskverði í útlöndum. Það gefur því augaleið að hver svo sem er æðsti yfirmaður efnahagsmála þá ræður hann lltið við slíka skelli. Hins vegar geta skynsamar hagstjómaraðgerðir dregið úr áhrifum slíkra efna- hagslægða og þær komið fram í eymdarvísitölunni. Hvað svo sem ytri skilyrðum líður þá er eymdar- visiteilan ágætur mælikvarði á hversu mikil eymd er kölluð yfir landsmenn. -BMG frá félaginu kemur fram að árið 1998 hafi verið eitt hið besta í sögu félagsins þrátt fyrir að nokkrir erfiðleikar hafi verið í starfsemi erlendis. viðskipta- molar Samt lækka bréfin Þrátt fyrir þessa góðu afkomu Microsoft lækkuðu bréf í fyrir- tækinu í kjölfarið. Ástæðan er sú að talið er að sala á hugbúnaði verði í minna lagi á þessu ári vegna 2000-vandans. Talið er að margir munu fresta kaupum á hugbúnaði fram yfir aldamót til að forðast vandann. Nýr vara- ríkisbókari Stefán . Kjæmested, fram- kvæmdastjóri sölu og markaðs- deildar Skýrr hf., hefur verið ráð- inn vararíkisbókari. Hann mun láta af störfum hjá fyrirtækinu þann 15. júlí og hefja nýtt starf. Atvinnuleysi í mars 2,5% Atvinnuleysi í mars mældist 2,5%. Um 71 þúsund atvinnuleys- isdagur var skráður í mars, um 29 þúsund hjá körlum en um 41 þús- und hjá konum. Þessar tölur jafn- gilda því að 3.268 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum. Þar af era 1.353 karlar og 1.910 konur Methagnaður Microsoft í vikunni birti Microsoft af- komutölur fyrir síðasta ársfjórð- ung. Hagnaður fyrirtækisins reyndist vera 1,92 milljarðar dollara eða 138 milljarðar islenskra króna. Þetta er talsvert meiri hagnaður en markaðurinn bjóst við. Afkomuviðvörun frá Básafelli Básafell hf. á ísafirði sendi í vikunni afkomuviðvörun til Verð- bréfaþings íslands. Þar kemur fram að afkoma félagsins hafi ver- ið lakari en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Hrun í rækjuveið- um í september til janúar sem endaði með lokun annarrar verk- smiðju félagsins og gengistap séu helstu frávik frá áætlun. Endur- skoðuð áætlun gerir hins vegar ráð fyrir því að reksturinn á yflr- standandi rekstrartímabili verði í járnum þegar óreglulegir liðir hafa verið reiknaðir með. Vöxtur hjá Verð- bréfastofunni hf. Verðbréfastofan hf. skilaði góðri afkomu á síðasta ári og ein- kenndi mikill vöxtur starfsemi fé- lagsins á árinu. Rekstrartekjur námu 142 milljónum árið 1998 miðað við 49 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir skatta árið 1998 var 62,8 milljónir en 43,5 eftir skatta. Arðsemi eigin fjár var góð eða 46%. Framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar er Jafet Ólafs- son. Þetta kemur frám í fréttatil- kynningu frá félaginu. Verðbólga á Islandi 1970-1999 133 9W 1970 -----------------►► 1983 --------------------►► 1999 Heimild: ÞjóDhagsstofnun Aframhaldandi goðæri að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Hagvöxtur á Islandi 1970-1999 1970 ----------------------—-►► ---------------------►► 1999 Heimild: Þjóöhagsstofnun Gott ár hjá Samskipum hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.