Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Afturför bókaþjóðar Fimmtán prósent þjóðarinnar las enga bók á liðnu ári. Þetta kom fram í könnun sem Félagsvísindastofn- un vann fyrir Bókasamband íslands og kynnt var í vetrarlok. Könnunin sýnir að þeim fjölgar stöðugt sem aldrei lesa bækur og að sama skapi fækkar þeim sem lesa mjög mikið. Niðurstaðan er sláandi og verð skoð- unar, ekki síst á alþjóðlegum degi bókarinnar sem hald- inn er hátíðlegur í dag, 23. apríl. í ávarpi Félags íslenskra bókaútgefenda segir að dag- urinn sé haldinn hátíðlegur í fjölmörgum löndum en með mismunandi hætti. Sums staðar líði dagurinn hjá án þess að margir verði hans varir. Hér á landi hafi menn hins vegar á síðari árum reynt að hafa talsvert við á þessum degi enda bókaþjóðinni vart annað sæm- andi. Bókaútgefendur láta sér alþjóðadag bókarinnar því ekki duga heldur heila viku, Viku bókarinnar, sem hófst á þriðjudag og stendur til næsta mánudags. Al- þjóðadagur bókarinnar er haldinn að frumkvæði menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Svo vill til að hann ber upp á fæðingardag nóbelskáldsins Halldórs Laxness. íslendingar hafa löngum stært sig af því að vera bókaþjóð, lesa meira en annarra þjóða menn. Niður- staða könnunar Félagsvísindastofnunar sýnir að ekki er allt sem sýnist í þeim efhum og því fúll þörf á kynn- ingu bókarinnar. Löngum hefur meginþungi íslenskr- ar bókaútgáfu tengst jólunum og bókin verið ein helsta jólagjöfin. Svo er enn og víst stuðla þær gjafir að bóklestri og er vel. Bókaútgefendur benda hins veg- ar á, vegna bókavikunnar, að bókaútgáfan hafi verið fjörleg þessa fýrstu mánuði ársins. Frá áramótum hafi komið út um 90 bækur. Með bókavikunni er vakin at- hygli á bókrnn sem koma út snemma árs í stað síðla og hvatt til umfjöllunar og umræðna um þær. Hitt meginmarkmiðið er að hvetja fólk tH bóklestrar aUt árið og undirstrika mikUvægi þess að halda bókum að bömum jafnt og þétt. Formaður Bókasambandsins segir könnunina gefa vísbendingar um hraðminnkandi bóklestur og niður- staðan sé viðvörun. Á rúmum áratug hefúr fjöldi þeirra sem ekki lesa neinar bækur rúmlega tvöfaldast. Margt kemur tU en samfélagsbreytingar hafa orðið örar á þess- um áratug. Þótt vissulega beri að taka undir áhyggjur af minni bóklestri kann hluti skýringarinnar að liggja í annars konar lestri, lestri blaða og tímarita og notkun Netsins. Þar er kominn inn nýr miðiU sem býður upp á ómælda möguleika tU fróðleiks og afþreyingar. Bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla, ekki síst meðal unga fólksins. Margt ungt fólk sækir sér fremur myndbandsspólu en bók tU lestrar, kvikmyndahúsin eru vel sótt og tölvan skipar æ stærri sess. ÁUt á þetta rétt á sér og leikur sitt hlutverk í lífi nútímafólks. Bók- in stendur hins vegar aUtaf fyrir sínu og vel skrifaðar bækur þroska lesendur. Bókaútgefendur benda rétti- lega á að staðgóð rit- og lestrarhæfni er forsenda þess að bömin geti síðar meir noti aUs hins besta sem felst í tölvutækninni. Þriðjungur þjóðarinnar virðist, samkvæmt fyrr- nefndri könnun, lesa mikið og helmingur talsvert. Kon- ur lesa meira en karlar og fólk á miðjum aldri meira en þeir elstu og yngstu. Áhuga þeirra sem lesa bækur er best haldið við með öflugri bókaútgáfu. TU hinna þarf að höfða með öUum tUtækum ráðum. Það er ekki viðun- andi að nær fimmti hver íslenskur karl líti aldrei í bók. Jónas Haraldsson Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu. - Ekki má gera Milosevic að alþjóðlegum útlaga, hann er sá eini sem hefur umboð til að semja fyrir Serba, segir Gunnar m.a. í grein sinni. Prófsteinn á NATO tökin á ástandinu. Það verða margir áhyggju- fullir leiðtogar í funm- tugsafmæli NATO. Áróður Því ljósara sem það verður að loftárásimar hafa ekki stöðvað þjóð- emsishreinsanir í Kosovo, nema síður sé, harðnar áróðursstríð- ið. Milosevic er úthúð- að sem vænta má, þótt enn sé ekki farið að tala um gjöreyðingar- vopn Serba né sýkla- vopn í höllum Milos- evics. Að því mun koma með sama áfram- haldi. Slíkur áróður „Serbar eru einangradir og að* þrengdir af viöskiptabanni. Ekki má gera þeim ómögulegt aö leita samninga þegar og ef þeir leita leiöa úr þessum ógöngum.u Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Tvennt er ljóst í Kosovo eftir fjög- urra vikna loftárás- ir, annars vegar að Milosevic hefur frumkvæðið og hins vegar að NATO hef- ur ekkert ráðrúm til að hopa. Sjálf tilvera bandalagsins er í húfl. Sá afmælis- fundur sem verður í Washington um helgina mun breyt- ast úr skálaræðum og sjálfshóli í alvar- legan vinnufund þar sem taka verður ör- lagaríkar ákvarðan- ir. Stærsta ákvörð- unin er hvort gera skuli innrás á landi og þá hvort og hvenær hún skuli gerð í Kosovo ein- göngu eða i Serbíu líka. Loftárásimar hafa í raun þjónað mark- miðum serbneskra öfgamanna, þriðj- ungur ibúa Kosovo er flúinn. Ætlunin er og hefur alltaf verið að serbneskir flótta- menn frá Króatíu og Bosníu komi í þeirra stað. Makedónía og Alban- ía em að niðurlotum komin vegna flóttamannastraumsins, sem líta má á sem eins konar innrás. Það er álit fólks í Makedóníu, þar sem flóttamenn era síður en svo vel- komnir. Þar era Albanar um þriðj- ungur íbúa, sem makedónískum, búlgörskum og serbneskum íbú- um stendur verulegur stuggur af. Að því getur komið að veikburða stjómir þar og í Albaníu missi leiðir inn í blindgötu. Muna menn írak og Saddam? Talað er mn að koma Milosevic og stjóminni í Belgrad frá völdum. Á sama tíma er hamrað á því að eingöngu sé verið að herja á Milos- evic og stjórn hans í Belgrad, ekki Serba sjálfa, rétt eins og þeir um- beri þá og fýrirgefí þá allt saman. En fram hjá þvi verður ekki litið að Milosevic hefur verið kjörinn forseti í þrígang í almennum kosn- ingum, tvisvar í Serbíu og síðan í sambandsríkinu Júgóslavíu. Hvað sem serbnesku lýðræði líður eru kosningaúrslitin alþjóð- lega viðurkennd. NATO er að koma sér í sjáifheldu. Ef bandalag- ið fer að krefjast skilyrðislausrar uppgjafar Serba og lokar samn- ingaleiðum er ekki um annað að ræða en innrás. Þá er fjandinn laus um gjörvallan Balkanskaga. Rússar NATO leggur allt undir. Undan- hald nú er óhugsandi. Grandvall- aratriðum í Kosovo verður haldið til streitu. Þau era sem fyrr full mannréttindi Albana í Kosovo, all- ir flóttamenn snúi heim, serbnesk- ur her og lögregla yfirgefi svæðið, alþjóðlegar gæslusveitir sjái um að tryggja öryggi íbúanna en Kosovo verði eftir sem áður hluti Serbíu með sjálfstjórn eigin mála. Af hálfu Serba strandar þetta á tvennu: brottflutningi her- og lögregluliðs frá eigin landsvæði og umfram allt erlendum her á serbneskri grund. Það er frá- gangssök nú að tala um hersveit- ir frá NATO. Þó era ekki enn öll sund lokuð. Serbar era einangr- aðir og aðþrengdir af viðskipta- banni. Ekki má gera þeim ómögulegt að leita samninga þegar og ef þeir leita leiða úr þess- um ógöngum. Því má ekki gera Milosevic að alþjóðlegum útlaga. Hann er sá eini sem hefur umboð til að semja fyrir Serba. Rússar gætu gegnt lykilhlut- verki sem milligöngumenn. Gæslusveitir frá slavneskum rikj- um undir forystu Rússa er hugs- anleg málamiðlun þegar frá líður. Umfram allt verður að forðast landhemað. Þótt Serbar mundu óhjákvæmilega tapa um síðir gæti sá sigur orðið banabiti NATO. Gunnar Eyþórsson Skoðanir annarra Fjárþörf til menningar „Kostun er orðið eitt þrangnasta orðið í umræðu um menningar- og listastarfsemi í dag. Gott ef ekki lykilorð ... Fjárþörf menningarlífsins hefur aukist í réttu hlutfaúi við aukið framboð. Hvort opinber framlög eiga endilega að hækka í samræmi við það er pólitísk spuming þar sem sjónarmiðin stangast verulega á; til era þeir sem halda því beinlínis fram að hið opinbera eigi ekki að leggja neitt til menning- ar og lista, menningin eigi alfarið að lúta lögmálum samkeppninnar og treysta að öðra leyti á stuðning einkaðila.“ Hávar Sigurjónsson í Mbl. 21. apríl. Sjónvarpið fangi eigin velgengni „í eina tíð gerbreytti síminn starfi blaðamannsins: í stað þess að hann yrði beinn þátttakandi á vett- vangi atburðarins gat hann nú leitað sér upplýsinga á stóra svæði. Yfirferðin var meiri en nálægðin minni.Hugmyndin um rannsóknarblaðamennsku, sem kom fram á seinni hluta aldarinnar, varð svar við þessu - menn reyndu að gera greinarmun á skrá- setjaranum og rannsakandanum ... Áhrifamesti fjöl- miðillinn á þessari öld er án efa sjónvarpið. Um leið veldur það mestum vonbrigðum. Sjónvarpið hefur að hluta til orðið fangi eigin velgengni en krafan um hraða og framsetningu hefur smám saman dregið úr áreiðanleika þess og upplýsingagildi." Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablaðinu 21. apríl. Launaparadísin Hólmavík „Nú hafa kennarar í Reykjavík komist að kjörum kollega sinna í Hólmavík og af því að kennarar eru ööram stéttum jafnréttissinnaðri telja þeir einsýnt að Hólmavíkurkjörin eigi líka aö gilda í Reykjavík. En borgarstjóri kemur ekki auga á sanngimina og enn síður finnur hann neina samninga um að reyk- vískir kennarar eigi að fá kaup samkvæmt Hólma- víkurtaxta ... Nú er lag að uppfylla hugsjónina um jafnvægið í byggð landsins. Að gera Hólmavík að launaparadís menntamála og Raufarhöfn að kjara- vænni miðstöð tölvu- og hugbúnaðarsénía, sem vís- ir er þegar að. Þetta er auðvelt í framkvæmd með því að halda Innnesjabúum í kjarasvelti eins og kennarasamtökin hafa þegar sannað.“ Oddur Ólafsson í Degi 21. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.