Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 20
24 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1999 íþróttir unglinga Sf w Margar þrautir voru á leiðinni niður brekkuna til að gera allt miklu skemmtilegra og jafnframt nokkuð erfiðara. Það borgar sig að slappa svolítið af og ná áttum áður en lagt er af stað niður í mikla ævintýraferð. Nokkrir þátttakendur á Framleikunum undirbúa sig fyrir keppnina og gamanið. Allt klárt fyrir fyrstu ferðina þegar þessi stúlka býr sig undir að bruna niður brekkuna í Fjörmjólkurmótinu sem Framarar héldu samtímis Framleikunum. Þar var keppt í stórsvigi. Vetrarlífiö í íslenskum íþróttum verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður og unglingasiðan var viðstödd tvo viðburði á dögununm og á þessari síðu má sjá myndir frá þeim. k Þetta voru tvö mót sem Fram hélt í Eldborgargili í Bláfjöllum, annars |k vegar hinir árlegu Framleikar og hins vegar stórsvigsmót fyrir 9 tii 12 H ára, svokallað Fjörmjólkurmót. Á stórsvigsmótinu vann Brynjar Jökull Guðmundsson, KR, svig pilta 9 til 10 ára, Björn Þór Ingason, Breiðabliki, vann stórsvig |g|pS pilta, 11 til 12 ára, Selma Bendiktsdóttir, Ármanni, stórsvig stúlkna, 9 til 10 ára, og Elísa Hrund Gunnarsdóttir stórsvig 11 til 12 HpF ára stúlkna. Á Framleikunum vann Pálmar Gíslason, Breiðabliki, í flokki drengja, 6 ára og yngri, Pétur Freyr Pétm-sson, Ármanni, i flokki drengja, 7 til 8 ára, Harpa Rún Ásmundadóttir, Haukum, í flokki stúlkna, 6 ára og yngri, og Sunnefa Hamar Penning, KR, í flokki stúlkna, 7 til 8 ára. Þetta voru sjöttu Framleikar sögunnar og eru þeir nú farnir að skipa veglegan sess á hverjum vetri. Fjöldi gesta fylgir hverri keppni og allir eiga góðan dag með fjölskyldunni þar sem keppnisánægjan og ævintýraþráin fær að JW njóta sín til fulls. ^ Sömu helgi héldu síðan íshokkímenn íslands- mót unglinga og var j, / þar mikið fjör og gaman þá 5 daga Albert Benedikts- son er 9 ára og spil- ar í marki hjá SR í 5. flokki í íshokkíi. Hann lætur það ekki spilla fyrir sér að þurfa að vera kappklæddur í alls konar varnarbún- að og hlífar. Albert finnst skemmtilegast að vera f marki en hann er að spila upp fyrlr sig og er einn sá efnilegasti þar á bæ. Blómarós Fyrstu sporin eru alltaf farin hikandi en áður en maður veit af eru börnin rokin út um allt. Ein lítil blómarós sést hér í fyrstu ferð sinni í braut- inni á Framleikunum. Skautalið SR í 7. flokki á unglingameistaramótinu í ishokkíi stóð sig vel og voru allir tilbúnir að stilla sér upp í myndatöku að loknum síðasta leiknum. Ekki er spilað upp á sigur í flokknum heldur fyrst og fremst ánægjuna. Þeir Egill Þormóðsson (til vinstri) og Kristján Friðrik Gunnlaugsson fóru mikinn með SR í 7. flokki á unglingameistaramótinu í íshokkíi á dögunum. Þeir spila báðir frammi, skoruðu mörg mörk og voru afar ógnandi, auk þess sem þeir náðu mjög vel saman. Egill hefur æft í 2 ár en Kristján í hálft ár en báðir eru þeir 7 ára. / ; M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.