Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 32
36 FOSTUDAGUR 23. APRIL 1999 og Gallup ,A'iö höfam verið kallaðir af ; , Guði til að gera þetta, og hann get- f ur leitt fólk til hvers sem er, líka kjósa þennan lista þótt Gallup sé á öðru mali. Guðmundur Örn Ragnarsson, Kristilega lyðræðisflokknum, ÍDV. Pólitík og sölu- mennska „Pólitík á íslandi í dag lítur svolítið út eins og sölumaður í { sjónvarpsmarkaðnum að selja fótanuddtæki eða skóreim." Magnús Egilsson anarkisti, í DV. Stjórmálamenn og eigin málefni „Þegar stjómmálamenn tala um það sem kosið veröur um minn- ast þeir yfírleitt á f máleöii sem þeir f telja að henti sér \ sjálfum vel kosningum.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra, í DV. Hinn alvitri forsætis- ráðherra „Að mati hins alvitra for- sætisráðherra veitir átta ára seta á Alþingi að sjálfsögðu enga innsýn í fjármál ríkisins nema menn heiti Davið Odds- son, séu með um það bil slark- fært pungapróf í lögfræði og hafi löggiltan smekk á smá- sagnagerð starfsmanna þjóð- kirkjunnar." Össur Skarphéðinsson al- þingismaður, í Morgunblað- inu. Góður sem strútur „Ég hef lengi veriö talsmað- ur þess að fara út í viðræöur við ESB og tel það ekki góð vinnu- brögð að taka málið af dagskrá : eins og forsætis- ráðherra hefúr gert. Davíð stingur þarna höfðinu í sandinn og er góður sem strút- ur.“ Kristján Gunnarsson, form. Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavikur, í Degi. Kennarar dagsins í dag „Við vissar aðstæður þarf kennarinn að vera einhvers f konar sambland af töframanni, I trúö og tölvubanka. Þaö er engin fúrða þó að margur kennarinn veröi lúinn af þess- um „súpermannleik“ og leiti á önnur mið.“ Marjatta ísberg kennari, í DV. Þröstur Helgason, formaður Bókasambands íslands: Bókin hefur fengið rými í vorinu Dagur bókarinnar, sem er alþjóð- legur dagur á vegum UNESCO, er haldinn hátíðlegur í fjórða sinn í dag og sem vera ber hjá þjóð sem vUl kalla sig bókaþjóð verður mikið um að vera. Það er Bókasamband ís- land sem sér um framkvæmd dag- skrár i tilefni dagsins og var for- maður sambandsins, Þröstur Helga- son, fenginn til að segja okkur frá degi bókarinnar: „Við reynum aUtaf að hafa fjölbreytta dagskrá þennan dag og gera eitthvað sér- stakt til að minna á bókina. í ár höfum við gert meira því nú stendur yfir í fyrsta sinn vika bókarinnar þar sem ýmislegt er gert td eflingar bókinni. Dagur- inn í dag er síðan hápunkturinn á öUu saman og eru þá meðcd annars tilkynnt úrslit í vali á bók aldarinn- ar á íslandi. Haldin er ráöstefna um orðabækur í ráðstefnusal Þjóðar- bókhlöðunnar. í kvöld munu ungir höfundar kynna ný verk sín í Gunn- arshúsi og þessir sömu höfundar hafa einnig valið kafla úr verkum annarra höfúnda tU að lesa. Einnig verður í kvöld kynnt í Súfistanum Dagbók íslendinga. Þá verður dag- skrá aUan daginn hér og þar í bóka- söfnum og bókabúðum og ýmislegt í gangi tU að minna á bókina." Þröstur segir að dagur bókarinn- ar hafl ávaUt tekist sérlega vel. Við sem stöndum í þessu höfum fundiö fyrir því að það sem við erum að gera hefur vakið mikla athygli og bókin fengið rými í vorinu sem hún hefur ekki haft. Mér sýnist að það sé að veröa tU ákveðinn vormark- aður þar sem fólk kaupir bækur meðal annars í sumargjöf. Þá hafa forlögin verið með vorútgáfu sem er i tengslum við daginn.“ Þröstur var spurður um skoðana- könnun sem gerð var og birt var úr í vikunni þar sem kemur fram að bóklestur hefur minnkað: „Það er staðreynd að bóklestur hef- in- minnkað hér á landi en hann er samt sem Maður dagsins áður mikUl þegar miðað er við önnur lönd og þessi skoð- anakönnun er okkur hvatning tU að halda áfram úti áróðri fyrir bókalestri." Bókasamband ís- lands samanstendur af sjö aðildarfélögum sem bera hag bókarinnar fyrir brjósti: „Okkar bar- áttumál í gegnum tíðina hafa verið nokkur, meðal annars afnám hins al- ræmda bókaskatts, að reka áróður fyrir að for- eldrar lesi fyrir böm sín en kannanir hafa sýnt að það er besta leiðin tU að ala upp böm sem lesa bækur, efla og auka kennslu í bókmenntum í skól- um og auka umfjöUun um bækur í fjölmiðlum." Þröstur er búinn að vera formað- ur Bókasambands íslands í þrjú ár. Hann er einnig formaður Samtaka gagnrýnanda og starfar sem bóka- gagnrýnandi Morgunblaðinu. Þegar hugurinn er ekki við bæk- umar eru íþrótt- ir ofarlega á blaði: „Ég fylgist grannt með íþróttum og stunda í frístundum íþróttir mér tU heUsubótar og ánægju." Sambýl- iskona Þrastar er Hrönn Marínós- dóttir og eiga þau eitt bam. -HK Björg Þorsteinsdóttir sýnir myndir í Hallgrímskirkju. Sex málverk Bjargar Um síðustu helgi var opn- uð sýning í anddyri Hall- grímskirkju á sex málverk- um eftir Björgu Þorsteins- dóttur myndlistarmann. Myndimar em flestar unn- ar á þessu ári og era gerðar með akryllitum á striga. Einnig verða fjórar vatnslita- myndir eftir Björgu tU sýnis í safnaðar- sal kirkjunnar. Björg stundaði myndlistamám í Reykjavík, Stutt- gart og París. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og nýjar tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Síðustu einkasýningar Bjargar vora í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, og í GaUerí íslandi í Sýningar Ósló 1998. Sýningin er opin daglega frá 10-18 og stendur út maí. Myndgátan Dálkbein Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Finnur Bjarna- son syngur i Salnum í kvöld. íslensk og er- lend sönglög í kvöld verða tónleikar i Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Tónleik- amir eru liður í Tíbrá - tónleikaröð Kópavogsbæjar og að þessu sinni flytja þeir Finnur Bjarnason söngv- ari og Graham Johnson píanóleik- ari fjölþætta efnisskrá með söngv- um eftir Franz Schubert, Hugo Wolf, Frances Poulence og islensku tónskáldin Sigfús Einarsson, Mark- ús Kristjánsson, EmU Thoroddsen, Árna Beintein Gíslason og Karl 0. Runólfsson. Finnur hefur vakið athygli fyrir söng sinn að undanfómu bæði hér- lendis og erlend-_____________ is. Árið 1996 fvi _ j|__ sótti hann nám- * OlllvíltVcir skeið hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Graham Johnson og hefur notið leiðsagnar hans síðan, auk þess hefur Finnur komið fram á tóiúeikum með John- son í Englandi og Þýskalandi. Það eru veruleg tíðindi fyrir ís- lenska tónleikagesti að fá tækifæri tU að hlýða á Graham Johnson á ís- landi. Hann er í fremstu röð undir- leikara í heiminum. Auk þess að vera mjög upptekinn við tónleika- hald með mörgum þekktustu söngv- urum veraldar víða um lönd er hann mjög afkastamikUl við upp- tökur og hefur verið hugmynda- smiður að heUdarútgáfum að verk- um meistaranna, svo sem öUum söngvum Schuberts, sem er marg- verðlaunað verk. Bridge íslandsmótið í parakeppni fór fram um helgina og lauk með öragg- um sigri Bryndísar Þorsteinsdóttur og Ómars Olgeirssonar. Þau tóku snemma forystuna, juku hana jafnt og þétt á sunnudeginum og sigri þeirra var aldrei ógnað. Þau fengu 379 stig í plús, en parið í öðra sæti, systkinin Sigriður Hrönn og Óskar Elíasarbörn fengu 250 stig. Hrafn- hUdur Skúladóttir og Jörundur Þórð- arson náðu þriðja sætinu með 215 stig í plús. Bryndís og Ómar hafa ekki spUað saman áður á stórmóti, en náðu einstaklega vel saman á þessu móti. Þau fengu toppskor í þessu spUi í viðureign sinni við HrafnhUdi og Jörund. Sagnir gengu þannig, austrn- gjafari og NS á hættu: 4 DG96542 «* Á43 ♦ D9 4 2 4 K103 «» DG7 ♦ KG10852 4 8 N 4 A «» K652 4 Á743 4 G976 4 87 «» 1098 ♦ 6 4 ÁKD10543 Austur Bryndís 1 4 3 «4 Suður * Jörund. 34 pass yestur Ómar dobl 4* Norður Hrafnh. pass p/h Ómar ákvaö að segja dobl við þremur laufum (úttekt) og eftir að hafa fengið þriggja hjarta sögn frá Bryndísi, ákvað hann að reyna við 4 hjörtu á 4-3 samleguna. Vömin hefði getað gert sagnhafa erfitt fyr- ir, ef hún hefði haldið uppi lauf- sókn. ÚtspUið var að vísu laufásinn, en síð- an var skipt yfir í spaða. Bryndís átti slaginn heima á ás og spUaði hjarta á drottningu sem Bryndís drepin var á ás. Þorsteinsdóttir. Norður spilaði áfram spaða og Bryndís hitti á að toppa hjörtun (til greina kom að svína hjartasjöunni eftir að hjartatía og -nía höfðu birst hjá suðri). Algengasti samningur- inn á hendur AV var 5 tíglar, slétt staðnir, og því fékkst eðlUega topp- skor fyrir að spUa 4 hjörtu með ein- um yfirslag. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.