Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 14
T bíódómur m ar jjj Dsni Elijah Wood er yngsti leikar- inn í The Faculty og var hann sautján ára þegar hann lék í myndinni. Wood er þó sá meðal krakkanna í menntaskólanum sem hefur lengstan leikferil að baki og einnig sá sem spáð er hvað glæstustu framtíð. í The Faculty leikur hann Casey Conner, ein- fara sem þeir stóru og sterku geta aldrei látið í friði og þvi er það oft sem hann er haldinn kvíða þegar hann fer í skólann á morgnana. Hann er sem sagt ekki líklegur til stórræða þegar ósköpin ganga yfir, það er þó hann sem býr yfir þeim hæfileikum sem þarf til að koma í veg fyrir hryllinginn. Elijah Wood fæddist í Iowa 28. janúar 1981. Hann var aðeins átta ára þegar hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, Back to the Future Part n. Wood hefur á tíu ára leik- ferli leikið í þrettán kvikmyndum og oftar en ekki skyggt á aðra leik- ara með góðum leik. Wood býr í foreldrahúsum og stundar skóla- nám eins og aðrir krakkar. Það hefur þó stundum þurft að ráða einkakennara í kvikmyndaverin þegar hann hefur verið að leika. Elijah Wood þykir hafa réttu skapgerðina til að standast álagið sem fylgir því að vera frægur ung- ur leikari og í viðtölum hefur hann stundum lýst því yfir að það sé ekkert víst að hann haldi áfram á leiklistarbrautinni, tíminn verði að leiða það í Ijós. Þegar hann var spurður beint hvað hann myndi þá gera, svaraði hann brosandi: „Ef ég væri ekki leikari þá væri ég njósnari." Næstu kvikmyndir Eli- jah Wood eru Black and White, sem James Toback leikstýrir, og The Bumblebee Flies Anyway, sem er táningadrama er gerist innan sjúkrahúsveggja. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Elijah Wood hefur leikið í: Back to the Future Part II 1989 - Avalon 1990 - Intemal Affairs 1990 - Paradise 1991 - Radio Flyer 1992 - Forever Young 1992 - The Adventures of Huck Finn 1992 - The Good Son 1993 - Flipper 1996 - The Ice Storm 1997 - Deep Impact 1998 - The Faculty 1998. -HK kemur á jólunum Frank Darabont, leikstjórinn sem gerði hina ágætu The Shawshank Redemption, einhverja bestu kvik- mynd sem gerð hefur verið eftir af- urð frá Stephen King, leitar enn í smiðju Kings í sinni næstu kvik- mynd, The Green Mile, en hún er gerð eftir framhaldsögu Kings sem kom út í sex hlutum. Með þeirri bók -endurvakti King hefð sem lengi þekktist og rithöfundar á borð við Charles Dickens notuðu mikið. Vin- sældir The Green Mile, sem frum- sýnd verður um jólin, ættu að vera tryggðar því aðalhlutverkið leikur Tom Hanks, sem virðist ekki geta tekiö ranga ákvörðun þessa dagana. I þriðju mynd sinni mun Frank Daramond ekki leita 1 smiðju Steph- ens Kings þvi hann ætlar að leik- stýra The Bijou, sem hann segir að sé í anda kvikmynda sem nafni hans Capra gerði á fyrri hluta aldarinnar. Er um að ræða rómantíska gaman- mynd sem fjallar um handritshöf- und í Hollywood, sem fellur fyrir stúlku sem hann heldur aðra en hún er. Darabont skrifaði handritið að The Shawshank Redemption og The Green Mile, en handritið að The Bijou skrifar æskufélagi hans, Mich- ael Sloane, Elijah Wood: Græna mílait The Faculty er enn einn táningahryll- ingurinn úr penna Kevins William- sons, sem skrifaði handritin að Scream, Scream 2 og I Know What You Did Last Summer Leikstjórinn, Robert Rodriguez viö tökur myndarinnar. bjargað veröldinni frá hryllingi sem engan órar fyrir. Það sem gerir The Faculty frá- brugðna öðrum kvikmyndum sem Kevin Williamson hefur komið ná- lægt er að hryllingurinn er ekki jarðbundinn heldur kemur hann utan úr heimi. Fjöldi ungra leikara leikur í myndinni, þar ber fremst- an að telja Elijah Wood, sem virð- ist ætla að þroskast úr barna- stjömu í hörkugóðan leikara, má nefna leik hans í The Ice Storm þvi til vitnis. Aðrir leikarar eru Josh Harnett, Jordana Brewster, Clea Duvall, Shawn Hatosy og Laura Harris. Af eldri kynslóð leikara má nefna Robert Patrick, Bebe Neuwirth, Salma Hayek, Famke Janssen og Piper Laurie, sem ör- ugglega er aldursforsetinn. Kevin Williamson fékk hug- myndina að The Faculty úr einni af sínum uppáhaldsmyndum, The Invision of the Body Snatchers. Handritið var aðeins nokkur blöð þegar ákvörðun var tekin um að Robert Rodriguez leikstýrði mynd- inni. Rodriguez, sem er mikill að- dáandi vísindahryllingsmynda, kom með hugmyndir sem nýttust Williamson við að fullklára hand- ritið og segir Williamson samvinnu þeirra tveggja hafa verið með mikl- um ágætum. The Faculty er fimmta kvik- myndin í fullri lengd sem Robert Rodriguez leikstýrir. Aðeins eru átta ár síðan hann var nemandi við háskólann í Austin í Texas, nem- andi sem hafði verið að fikta við heimagerðar kvikmyndir frá barnsaldri og átti sér draum um að verða alvöru kvikmyndaleikstjóri. Hann lét drauminn rætast, nurlaði saman peningum og tveimur árum síðar leit E1 Mariachi dagsins ljós, kvikmynd sem Rodriguez leik- stýrði, kvikmyndaði, klippti og stjórnaði tónsetningu á. Eftir þrautagöngu að fá myndinni dreift fékkst hún loks sýnd á Sundance- kvikmyndahátiðinni og þá var björninn unninn og fer hún á næstu misserum á allar helstu kvikmyndahátíðir í heiminum. Columbia keypti sýningarréttinn og þar með var E1 Mariachi fyrsta kvikmyndin á spænsku sem risa- fyrirtæki í Hollywood setur í al- menna dreifingu. Rodriguez fylgdi E1 Mariachi eftir með sjónvarps- myndinni Roadracers, síðan komu Desperado, Four Rooms og From Dusk till Dawn. -HK Bíóhöllin /Stjörnubíó Sauður í úlfsgæru - 8MM itit Einkaspæjaranum Tom Welles (Cage) er falið af ekkju nýlátins iðju- höldurs að rannsaka hvort stuttmynd tekin á 8 mm filmu sé raunverulega „snuff‘ mynd, þ.e. mynd þar sem raunverulegt morð á sér stað. Mynd- in er í öllu falli óhugnanlega raun- veruleg en Welles bendir á að „snufF'-myndir séu líklega aöeins 4þjóðsögur, ekki hafi tekist að sanna tilvist slíkra mynda. Ekkjan vill að hann hafi uppi á ungu stúlkunni, sem virðist myrt í myndinni til að sannfærast um að þetta hafi aðeins verið sviðsetning. Welles rekur slóð hennar til undir- heima klámiðnaðarins í Hollywood þar sem hann hittir fyrir miður ynd- islega karaktera. Hann hefur jafnframt uppi á móður stúlkunnar og heyrir sögu hennar, hún hafði strokið að heiman ásamt kærastanum með Hollywood-draumana í maganum. Örvæntingarfull leit Welles að stúlkunni sem og sorinn sem hann upplifir bera hann að ystu brún. Til að spilla ekki fyrir væntanlegum áhorfendum skal söguþráður- inn ekki rakinn frekar. 8mm er þegar upp er staðið eins og sauður í úlfsgæru, jafn kjánalega og það hljómar; mynd sem á endanum reynist ansi miklu meinleysislegri en hún vill í upphafi vera láta. Ekki skortir svo sem óþverr- ann og mannvonskuna en mikið vantar upp á þá sann- færingu og dýpt sem gerði Seven, fyrri mynd handrits- höfundarins Walkers, að meistaraverki. Það er freistandi að skrifa þetta á kostnað leikstjórans, Schumachers, sem lætur betur að fást við sápukúlur og glerperlur en að horfast í augu við hyldýpið. Hann hefur nefnilega reynt við myrkrið áður, i Falling Down með Michael Douglas. Þar varð líka einhvem veg- inn mun minna úr góðu efni en til stóð. Þegar svo við bætist að Walker hefur lýst opinberlega ágreiningi sín- um við Schumacher um markmið og leiðir við gerð 8mm (Walker vildi hafa myndina miklu dekkri og end- inn mun svartari), hlýtur maður að velta því fyrir sér hvers vegna Schumacher hafi verið falið þetta verkefni. Welles spæjari er bara ósköp venjulegur maður, með konu og bam sem hann elskar út af lífinu og gerir sér vonir um að þetta verkefni færi honum svo góðar tekjur að hann geti tryggt framtíð fjölskyldunnar. Engu að síður tekst ekki að gera heift hans, viðbjóð og ráðleysi gagnvart því sem hann upplifir nægilega trúverðugt. Cage reynir vissulega en Schmnacher nær einfaldlega ekki að skapa það andrúmsloft sem til þarf og persónumar sem Welles hittir fyrir em vissulega flestar hverjar hinar mestu óþverraskepnur en ekki um- fram það sem við höfum svo oft séð áður. Það sem gerði Kevin Spacey aö svo óhugnanlegum raðmorðingja í Seven var rósemi hans og innri fullvissa; hann var að refsa mannfólkinu fyrir syndir þess og lesti, nokkurs konar hefndarengill með trúarlega hug- myndafræði að bakhjarli. Engu slíku er til að dreifa hér, illmennin eru bara það, hrottar sem njóta þess að ógna, pynta og myrða. Slík fól hittir maður fyrir í næstum annarri hverri Hollywood-mynd og þess vegna sæta þessir frekar litlum tíðindum. í myndum af þessu tagi er einfaldlega ekki nóg að vera bara spenntur, mað- ur vill vera hræddur, alveg skít- hræddur. Þeirri tilfinningu fann maður aldrei fyrir á 8mm. Leikstjóri: Joel Schiunacher. Handrit: Andrew Kevin Walker. Kvikmynda- taka: Robert Elswit. Tónlist: Mychael Danna. Aöalhlutverk: Nicolas Cage, Joaquin Phoenix, James Gandolfini, Peter Stormare. Ásgrímur Sverrisson Regnboginn og Nýja bíó á Akur- eyri frumsýndu í gær táningahryll- inginn The Faculty, sem Robert Rodriguez leikstýrir. Handritið skrifaði Kevin Williamson sem varla dýfir niður penna fyrir minna en milljón dollara. Frami Williamsons hefur verið skjótur í Hollywood og er hann nú sá hand- ritshöfundur sem flestir vilja hafa sér við hlið. Williamson er á kunn- uglegum slóðum í The Faculty, sem sagt innan veggja í menntaskóla, sem í þessu tilfelli nefnist Herr- ington High. Skólinn er í niður- níðslu útlitslega séð, kennarar út- brunnir, gamlar tölvur notaðar og engir peningar til að fara í ferðalög eða gera eitthvað fyrir nemendur. Sem sagt ekki skóli sem mæður vilja senda börn sín í. Nemendurn- ir mynda klíkur en þarna eru einnig nemendur sem eru einfarar og sérvitrir nördar, auk þess sem skólinn hefur sinn skammt af nem- endum sem fikta við eiturlyf. Þetta er samt skólinn þar sem nemendur komast að því að þeir einir geta f Ó k U S 23. apríl 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.