Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1999, Blaðsíða 15
4 Rómantíkin blífur í Message in Bottle sem er um einmana og særöar sálir. Myndin er gerð eftir metsöluskáldsögu sem ber sama nafn og konur keyptu í milliónaupplaai. Margir mundu segja aö Message in Bottle, sem frumsýnd var í gær í Kringlubíói, Bióborginni og Nýja bíói á Akureyri, væri konumynd og sjálfsagt hafa þeir mikið til síns máls. Um er að ræða rómantíska kvikmynd sem gerð er eftir met- söluskáldsögu sem ber sama nafn og konur keyptu i milljónaupplagi. Kevin Costner, sem er aðalleikari og einn framleiðenda, hefur sjálf- sagt séð eitthvað í sögunni sem vert væri að koma á hvíta tjaldið og gæfl um leið eitthvað af sér, ekki veitir honum af peningunum eftir hrakfarimar með The Post- man. Alla vega er hér komin kvik- mynd sem náði mikilli aðsókn í Bandaríkjunum og á örugglega eft- ir að snerta tilfmningar róman- tiskra sálna hér á landi sem annars staðar. í byrjun fylgjumst við með Ther- esu Osbome (Robin Wright Penn) sem nýverið hefur staðið í sárs- aukafullum skilnaði. Hennar hald og traust í lífinu er nú sonur henn- ar Jason og vinna hennar við Chicago Tribune þar sem hún er blaðamaður. Þrátt fyrir öruggt fas og sjálfsöryggi í framkomu býr undir niðri særð sál sem ekki ætl- ar að láta eftir sér að verða ástfang- in á ný. Dag einn þegar hún er í heimsókn hjá föður sínum og geng- ur eftir ströndinni sér hún flösku sem inniheldur ástríðuþrungið bréf sem aðeins hefur undirskrift- ina G. Hin ljóðrænu og hjartnæmu orð ná til Theresu sem ákveður að grafast fyrir um það hver hafi sent flöskuskeytið. Með nútímatækni og tölvum kemst hún að þvi að bréfrit- arinn er seglbátasmiðurinn Garret Blake (Kevin Costner) sem býr í Norður-Karólínu. Garret hefur frá því eiginkona hans lést lifað ein- angmðu lífl og eini maðurinn sem hann hefur samband við er faðir hans Dodge (Paul Newman), sem reynir hvað hann getur til að hressa son sinn við og segir að hann eigi aðeins um tvennt að velja, fortíð eða framtíð. Þessar þrjár persónur eru aðalpersónum- ar i Message in Bottle, en fleiri koma við sögu og meðal annarra leikara eru John Savage, Illeana Douglas, Robbie Coltrane og Jesse James. Leikstjóri Message in Bottle, Luis Mandoki, er mexíkóskur. Hann nam kvikmyndafræðin í San Francisco og London. Mandaki vakti fyrst athygli með stuttmynd sinni The Secret, sem valin var besta stuttmyndin á kvikmyndhá- tíðinni í Cannes. Hann gerði sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Gaby, A True Story, í Mexíkó. Sú kvikmynd vakti verðskuldaða at- hygli og var leikkonan Norma Al- eandro tilnefnd til óskarsverð- launa. Fyrsta kvikmynd Luis Mandoki í Bandarikjunum var White Palace með Susan Sarandon og James Spader í aðalhlutverkum. Hann fylgdi henni eftir með endur- gerð hinnar klassísku gamanmynd- ar Born Yesterday og When a Man Loves a Woman, áhrifamikilli kvikmynd um brothætt hjónaband þar sem annar aðilinn er alkó- hólisti. Aðalhlutverkin í þeirri mynd léku Meg Ryan og Andy Garcia. -HK í sex ár hefur leikarinn kunni Ed Harris verið að reyna að koma draumaverkefni sinu á koppinn og nú hillir loks undir það að hægt verði að byrja tökur. Um er að ræða kvikmynd sem byggð er á ævi list- málarans Jacksons Pollocks. Harris mun leikstýra, vera einn framleið- andi og leika aðalhlutverkið. Hefur hann ráðið Marciu Gay Harden til að leika eiginkonu málarans, Lee Krasner. Handritið að myndinni er skrifað eftir bókinni Jackson Poll- ock: An American Saga, sem á sín- um tima fékk PuUtzer-verðlaunin. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Ed Harris að fá bakhjarla að myndinni v og leggur hann því sjálfur fram hluta af kostnaðinum og fetar þar með í fótspor Roberts DuvaUs, sem einnig átti sitt draumaverkefni, The Apostle, sem hann fjármagnaði loks sjálfur og græddi milljónir. Aðrir sem Ieggja fé í myndina koma úr listageiranum í New York, eigendur myndUstarsala sem Pollock sýndi í og fleiri. Eins og gefur að skilja verður ekki um dýra mynd að ræða á HoUywood-mæUkvarðanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.