Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 4
éttir LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 lllindi innan verka lýðsforystunnar - skrifræði og reiptog um félagana, deilt um faglærða og ófaglærða Atkvæði kvenna Verkalýðspólitískt skrifræði virðist í algleymingi þessa dagana. Verka- lýðsforystan stundar reiptog um menn sem eru flokkaöir eftir mennt- un, allir eiga að lenda á réttri hillu, í réttu félagi í réttum regnhlífarsam- tökum. Hver maður á sinn stað. í vik- unni samþykkti stjóm Alþýðusam- bands íslands að innan vébanda þess skyldu einungis starfa sambönd með annars vegar iðnlærða félaga og hms vegar sambönd annarra launþega. Launþegasambönd þar sem hópurinn er blanda hvors tveggja, fólk með sveinspróf og annað sem er án starfs- réttinda, er ekki velkomið í ASÍ. Ára- langar deilur um skipulagsmálin hafa staðið innan ASÍ og margir fullyrða að þær hafi lamað baráttuþrek sam- bandsins. Síðasta ASÍ-þing samþykkti að unnið skyldi að undirbúningi nýs skipulags samtakanna. Sú vinna er í gangi og sumt af því sem laganefnd og skipulagsnefnd láta frá sér fara veldur pirringi. Rafiðnaðarmenn hóta að fara út úr þessum stóru samtökum launþega og vilja að ASÍ bakki með ákvarðanir sínar. Þeir fjölluðu um málið á þingi sínu í Kiwanishúsinu í Reykjavík í gær. Matvís kemst ekki inn í ASÍ og Samiðn, stórt þjónustufélag iðnaðar- manna, með um 6 þúsund manns, hef- ur staðið í áralöngu þrasi innan ASÍ. Þúsundir félaga innan ASÍ standa þannig i argaþrasi við samtökin. ASÍ að sundra verkalýðshreyfingunni „Ef við ætlum að vera áfram í Al- þýðusambandinu verðum við að reka þriðjunginn af félögum okkar, en inn- an Rafiðnaðarsambandsins eru 3.500 manns,“ sagði Guðmundur Gunnars- son, formaður Rafiðnaðarsambands- ins, í gærmorgun. Hann hefur um ára- bil setið í laganefnd ASÍ og fjallað um skipulagsbreytingamar. Hann segir að krafan um þessa skipan mála komi frá allsherjarsamtökum verkamanna og verslunarmanna. „Þetta er ekki annað en gleypugangur í þeim, innan þeirra samtaka er fjöldinn allur af iðnaðarmönnum, háskólamenntuðu fólki og svo framvegis. En svo þegar kemur að því að ræöa skipulag eins og okkar, starfsgreinasambönd sem ná um allan geirann, þá erum við óhreinu bömin. En við eram ekki ein- ir á báti, Félagi bókagerðarmanna er haldið fyrir utan Alþýðusambandið, Múrarasambandinu og fleirum sem hafa sama eða svipað fyrirkomulag og við,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. „Ef við tökum okkur til og rekum þessa menn úr sambandinu okkar þá fara þeir ekki í önnur félög, en munu standa fyrir utan verkalýðshreyfing- una," sagði Guðmundur. Guðmundur lagði fram ályktun á þingi sambandsins í gær þar sem þvi er hótað að það gangi úr ASÍ ef sam- þykktirnar verða ekki dregnar til baka. „Það er alveg ótrúlegt að núna þeg- ar verið er að fara út í erfiða kjara- Rafiðnaðarmenn fjölluðu um framtíð Gunnar Guðmundsson, formaður RSÍ samninga era þessir menn að sundra verkalýðshreyfingunni," sagði Guð- mundur. Efasemdir innan ASI „Málið er auðvitað að við höfum deilt um það í fjölmörg ár hvar skil- in eiga að vera milli faglærðra og ófaglærðra í félögum," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- Fréttaljós sína innan eða utan ASI í gærdag á þingi sínu í Reykjavík. A myndinni sést , ræða við gest frá finnska rafiðnaðarsambandinu sem situr þingið. DV-mynd E.ÓI. bands íslands, í gær. - Skiptir slíkt miklu máli? „Það er svo önnur saga. Það hafa margir hér á bæ miklar efasemdir. En það er hins vegar verið að túlka þaö skipulag sem við búum við í þessa veru. Við eram í gangi meö mikla umræðu um skipulagsmálin og leggjumst í mikla vinnu í áfram- haldinu til aö undirbúa umfiöllun um skipulagsmálin á næsta ASÍ- þingi sem er í árslok árið 2000. Ég ætla rétt að vona að þar komumst Islandsmótið í „fitness" DV, Aióireyri: Islandsmótiö í „fitness“ og bikar- mótið í þolfimi verða haldin í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld og hefst keppnin kl. 18.30. Þetta er í 4. skipti sem íslands- mót er haldiö í „fitness", en nú verður í fyrsta skipti keppt í karla- flokki og eru 18 karlar skráðir tii keppni en 9 konur. Keppninni er þrískipt, i fyrsta hluta fara kepp- endur i gegnum „hindranabraut" þar sem leysa þarf ýmsar þrautir á sem skemmstum tíma, í 2. hluta koma keppendur fram á sundfótum og era bomir saman út frá líkam- legu ástandi, skurðum, samræmi og hæfilegum vöðvamassa. í þriðja hlutanum, sem konumar taka ein- ungis þátt í, era gerðar þolfimi- og leikfimiæfingar við tónlist. Inn á milli keppnisliða í „fitness- keppninni" fer svo fram bikarmót íslands í þolfimi. -gk við að niðurstöðu sem er ásættanleg og skynsamleg fyrir framtíðina. En ítrekað hafa risið deilur á undan- fómum árum um þessi mál, þetta er einn angi af því,“ sagði Grétar. - Er ASÍ að klofha? „Ég ætla nú rétt að vona að þetta endi ekki með því. Viðfangsefnið er að greiða úr málinu, bæði þessum ágreiningi sem núna er kominn upp og skipulagsmálum hreyfmgcU'innar í heild. Vonandi þurfum við ekki að eyða miklum tíma í ágreining af þessu tagi eftir að við ljúkum næsta þingi eftir hálft annað ár,“ sagði Grétar. ASI að tortíma sér - innanfrá Niels Sigurður Olgeirsson er for- maöur Matvís sem er samtök 1.395 starfsmanna í matvælaiðnaði, kjöt- iönaðarmanna, bakara, matreiðslu- manna og þjóna, ásamt nemum í öll- um þessum greinum. Hann er harð- orður í garð ASÍ-manna. Hann segir að ASÍ sé ekki bara að klofha, held- ur séu samtökin að tortíma sér inn- an frá. í kjölfarið verði stofhuð sam- bönd faglærðra og önnur fyrir ófag- lærða og kannski það þriðja fyrir verslunarfólk. Matvís hefur beðið eftir inngöngu í ASÍ. Sambandið var í Þjónustusambandi íslands, sem var starfsgreinasamband veitinga- geirans alls. Það samband hefur ekki starfað af viti frá 1993 að sögn Níelsar Sigurðar, alla vega gekk samstarfið við þá ekki og nýtt sam- band var stofhað, Matvæla- og veit- ingasamband íslands, Matvís. Matvís fékk ekki að vera á þingi ASÍ 1996 vegna óuppgerðra mála gagnvart Þjónustusambandinu. Þau mál kláraðust í janúar á þessu ári og þá endumýjaði Matvís umsókn um inngöngu í ASÍ. Lög Matvís eru hins vegar afar lík lögum Rafiðnað- arsambandsins og sagði Níels Sig- urður að hann efaðist um að sam- tökin færu út í þær lagabreytingar sem af þeim væri krafist. „Þessi blanda er í lagi svo fremi að það sé skilgreint að þetta séu menn með sveinsréttindi. En hing- að eru að reyna að koma fleiri sem ekki hafa iðnréttindi. ASÍ vill ekki að þetta samband sé starfsgreina- samband, bara samband fyrir þá í matvælagreinunum sem era með réttindi og menntun. Það á að reyna að bása okkur niður eftir mennta- stigi. Það er hreint forkastanlegt að verkalýðurinn vilji halda sínum hópi alveg ófaglærðum til þess eins að vera öraggir um að missa hann ekki til einhverra annarra sér- greinasambanda. Þetta er með ein- dæmum og ég skil ekki fólk að kjósa sér svona forystu," sagði Níels Sig- urður í gær. Veikir starfsemi ASÍ Erfiðlega hefur gengið fyrir Samiðn að fá lög aðildarfélaga sam- þykkt. Þorbjöm Guðmundsson for- maður segir að nánast engin lög að- ildarfélaganna hafi upp á síðkastið verið samþykkt af hálfu ASÍ. „Deil- an stendur um að iðnaðarmannafé- lögin hafa viljað bjóða upp á mennt- un fyrir þá sem lokið hafa sveins- prófum og eins þá sem eru að vinna í starfsgreinunum. Það er verið að fialla um styttri menntun og iðnað- armannafélögin hafa viljað opna fyrir þessum aðilum inn í félögin. En verslunarmannafélögin og verkamannafélögin hafa lagst gegn því. Þetta eru náttúrlega langstærstu blokkimar innan Al- þýðusambandsins og þar mega iðn- aðarmenn sín lítils," sagði Þorbjöm Guðmundsson. Hann sagði að 4 eða 5 stór félög innan Samiðnar hefðu ekki fengið lagabreytingar samþykktar af ASÍ. „Það er klárt að finna verður lausn ef menn vilja starfa áfram. Ég hef ekki trú á því að iðnaðarmenn sætti sig við þá stefnu sem komin er upp í ASÍ. Þaö er engin spuming að þessi óánægja veikir starfsemi ASÍ,“ sagði Þorbjöm Guðmundson í gær. Á Húnavöku síðasta vetrardag komu saman nokkrir norðlenskir hagyrðingar og skáld, m.a. þeir Skagfirðingarnir Hjálmar Jóns- son alþingismaður og Ámi Gunnars- son sem vill verða alþingismaður o.fl. og lýstu í bundnu máli hvert þrennra lífsgæða þeir mætu mest; hesta, vín eða konur, en það hefur löngum verið sagt að Skagfirðingar meti hlutina í framannefndri röð. Skag- Ífirðingurinn Hjálmar vildi þó ekki alveg kannast við það í ljósi að- stæöna og kvað: Móti hesti ei hendinni slœ og hressist ef vindropa fœ. En konurnar bestar, þœr fœra mér flestar atkvœöi 8. maí. Áfram eða afturábak Össur Skarphéðinsson er eins og aðrir frambjóðendur í kosninga- ham, enda stutt orðið til kosninga. Á lokasprettinum ríður á miklu að horfa fram-á við fremur en til baka | og vera í réttum gír miðað við aðstæður og verkefni. Þetta síðastnefnda er ekki alltaf jafn- auðvelt, eins og Össur fékk að reyna við Hótel Loftleiðir í vik- unni er hann settist upp í bíl sinn og setti hann í afturábakgír en horfði hins vegar fram á veginn með þeim afleiðingum að hann bakkaði á fullu inn í hliðina á rútu sem þama stóð.... Alltaf feti... Landssímarisinn hefur verið óhræddur við að beita þyngd sinni í baráttunni viö samkeppnisaðil- ann. Þar hafa þeir upp á síðkastið helst beitt fyrir sig hinum fima fyrrum Mogga- manni, Ólafl Þ. Stephensen. Hann hefur ekki setið að- gerðalaus enda i nógu að snúast hjá stóru fyrir- tæki. Nýlega til- kynnti hann að Landssíminn væri að gera til- raunir með nýjar aðferðir varð- andi vanskilamenn: hægt er að hringja í gemsa vanskilamanna en ekki úr þeim. Tilraunin ku ganga vel. Það skemmtilega er þó að samkeppnisaðilinn, Tal, hefur frá upphafi beitt þessari aðferð. Feti framar, eða hvað? Akraborgarbyggð Gisli Gislason, bæjarstjóri á Akranesi, og bæjarstjórn Akra- ness hafa á undanfómum árun gert itrekaðar tilraunir til þess að sameinast nágrannasveitarfélög- unum en ekkert gengið þar sem einn af hreppun- um í nágrenni Akraness, Skil- mannahreppur, ágimist ekki hin- ar miklu skuldir Akraneskaup- staöar heldur vill hann halda í bankabók- ina sína sem ku vera ansi stór. Nú hafa Akurnesingar leitað til allra sveitarfélaga í Mýra- og Borgar- fiarðarsýslum og vilja ræða sam- einingu allra sveitarfélaga í sýsl- unum og era ansi bjarstýnir á að næstu árum verði ný byggð með 10.000 íbúa sameinuð. Gárungam- ir eru þegar komnir með nafn á nýja sveitarfélagið - það er Akra- borgarbyggð - enda mun Ömen- fnanefnd vart hafna því nafni þeg- ar á hólminn er komið. Umsjón Stefán Ásgrimsson Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.