Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 TfrXT" b '(fcælkerinn_______________________________________________ Ómar Grétarsson í Steiksmiðjunni í Hafnarfirði: Grillið kemur með sólinni Að þessu sinni er Ómar Grétars- son, kjötiðnaðarmaður og eigandi Steiksmiðjunnar í Hafnarfirði, sæl- keri DV. „Þessi uppskrift er ein af mínum uppáhaldsmatreiðsluaðferð- um,“ segir Ómar. „Hvað er skemmtilegra en grilla flotta nauta- steik í góðu veðri og góðra vina hópi? Nú fer sá tími í hönd að lands- menn dusta rykið af grillunum og fara að dekra við sig í mat og drykk. Ég mæli með því að fólk láti fag- menn um að leiöbeina sér hvað varðar val á kjöti og eldun þess.“ Entrecote án sósu 4 x 250 g entrecote (fille með fitu) 4 stórar bökunarkartöflur 8 chalottelaukar Ferskt salat ísberg frise sólþurrkaðir tómatar mangó salatolía (Grapeseed oil with Provence herbs) sinnepsmarinering að hætti Steiksmiðjunnar Hitið grillið í ca 15 mínútur. Ómar Grétarsson með úrvalskjöt, til- búið á grillið. DV-mynd Hilmar Þór Skerið kartöflurnar í tvo hluta og skerið raufir í þær hýðismegin. Penslið með olíu, saltið og grillið á efri rim i 30-35 mínútur. Grillið laukinn á effi rim i 15-20 mínútur. Þrifið salatið með vatni. Rífið með höndum og saxið tómatana og mangóið smátt og geymið i kæli. Lokið steikimum í 45 sekúndur á hvorri hlið. Grillið við vægan hita þar til safinn kemur í ljós ofan á steikinni, snúið henni og penslið með marineringunni og kryddið með salti og nýmöluðum svörtum pip- ar. Þegar safinn kem- ur aft- „Ég vona að sum- arið verði gleðiiegt fyrir alla og að sem flestir taki upp grill- hanskana,“ segir Ómar. ur í ljós er steikin til- búin. Berið fram með bök- uðum kartöflum salati og olíu. Nykaup Þm seiii ferskleikinu býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni i þær fæst. matgæðingur vikunnar Snöggsoðinn lax Hér kemur uppskrift min að snöggsoðnum laxi í tandoori- karrí/rjómasósu, sem er sprottin af mikilli tilraunaeldamennsku af minni hálfu (sem oft hefur mátt bet- ur fara). Þessi uppskriftarhræra mín er með betri mistökum sem átt hafa sér stað á minni eldhúsvakt. 1 púrra, fínt skorin 1 sæt kartafla, skorin í strimla 1/2 hvítkálshaus, fínt saxaður 2 gulrætur 4 hvítlauksrif, fínt skorin 1/2 dl ólífuolía 700-1000 g af flökuð- um laxi. Flakið skorið í þverbúta, hver bútur u.þ.b. 5 cm breiður 1/2 dl sæt sojasósa (indónesisk) 3-4 teskeiðar „Sharwood’s tandoori curry paste“ (þó af- skaplega mikið smekks- \ atriði) 1/2 teskeið taasa masala sletta af hvítlaukssalti sletta af svörtum pipar 1/2 lítri rjómi (sýrður fyrir vandláta) Byrjið á að snöggsteikja grænmetið ásamt hvítlauknum upp úr ólífuolíunni í örfáar min- útur og bætið þá sojasósunni við ásamt taasa masala, hvítlauks- salti og svörtum pipar. Eftir að grænmetið hefur mallað eilitla stund bætist rjóm- inn við og hrærist tandoori karríið saman við í litlum skömmtum (best er að smakka eftir hvem skammt þannig að ekki fari of mikið karri í rétt- inn). Þegar lítið vantar upp á að grænmetið sé fullsoðið er laxinn lagður ofan í sósuna og látinn sjóða í nokkrar mínútur eða þar til hann er svo til gegnsoðinn. Mér hefur Börkur Sigþórsson stundar tilraunaeldamennsku af kappi í eldhúsi sínu. Laxauppskriftin varð til við slíkar aðstæður en móðir Barkar á búðinginn. DV-mynd Teitur þótt laxinn bestur þegar hann er enn þá frekar bleikur í miðjum bita og borinn ffam með basmati-hrís- grjónum og brauði. Þó að ég sé ekki yfir mig hrifínn af eftirréttum (sem mér hafa oft þótt vera léleg tilraun til að hylma yfír slæma eldamennsku) þá læt ég hér fylgja uppskrift frá móður minni. Þessi réttur þykir mér renna mjúk- legar niður en flestir. Jógúrtbúðingur 3 dl súrmjólk 4 matskeiðar sykur 1 tsk. vanilla 4 blöð matarlím ldl rjómi (þeyttur) Súrmjólkinni, sykrinum og vanillunni þeytt saman og rjóman- um bætt út í. Matarlímið er brætt yfir gufu og hrært saman við rest- ina. Út í þetta er síðan gott að setja blandaða ávexti (jarðarber, kiwi, banana, appelsínur o.fl.) og strá síðan yfir síríus konsúm súkkulaði. Nykaup Þar semferskleikinn býr Kúmenostabrauð 500 g hveiti 3 tsk. þurrger, sléttfullar 1 tsk. lyftiduft, sléttíúll 4 msk. sykur, sléttfúllar 1 tsk. salt, sléttfúll 70 g smjör 2 dl mjólk, ylvolg 1 dl súrmjólk, ylvolg l egg 4 msk. kúmen 150 g kúmenostur Bleytið gerið upp í volgri mjólk og látið standa í nokkrar mínútur. Blandið þurrefnum saman í hrærivélarskál. Bætið gerblöndu, súrmjólk, mýktu smjöri og eggi saman viö. Allt hnoðað þar til deigið er laust frá skálinni. Takið deigið úr skálinni, mótið í 2 cm þykkar sneiðar (15-20 stk., um 40 g hver hleifur), leggið á smurða bökunarplötu, skerið tvær rauf- ar í hvem hleif og látið hefast við stofuhita í 20 mínútur. Leggið sneið af kúmenosti ofan á hvem hleif áður en bak- að er í 20 minútur við 200"C. Skvettið einum dl af vatni í botninn á ofninum þegar bakst- urinn hefst. Aðrir möguleikar Einnig er hægt að skipta deiginu í tvennt og baka tvö 500 g snittubrauö eða eitt stórt brauð (1 kg). Snittubrauðin þurfa að hefast í 30 mínútur og bakast í 25-30 mínútur við 200°C, eitt stórt brauð á að hef- ast í 35 minútur og bakast í aðr- ar 35 mínútur við 200"C. Lambastrimlar með sinnepssósu Fyrir 4 600-800 g beinlaust lambakjöt 3 msk. matarolía salt og pipar Sinnepssósa með grænmeti 16 stk. ferskur aspas, grænn 1 bakki smámaís 2-3 gulrætur 1 dl hvítvín, óáfengt 2 dl kjúklingasoð 1 dl ijómi 2-3 msk. sinnep, sterkt Meðlæti 250 g hrísgrjón (Basmati & Wild frá Tilda) Skerið kjötið í strimla : og snöggsteikið í heitri olíu. Bragðbætið með salti og pipar. < Leggið til hliðar. Sinnepssósa með grænmeti Flysjið aspasinn, skerið í grófa bita (fleygið endunum) og í skerið gulrætur í strimla. Hitið olíu á pönnu og léttbrúnið grænmetið. Hellið hvítvíni út á ásamt kjúklingasoði, sjóðið í 1-2 mínútur, Bætið þá rjóma saman við ásamt sinnepi. Blandið vel og setjið að síðustu lambakjöts- strimlana út í. Hitið í gegn. Meðlæti Berið fram með soðnum hrís- grjónum. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem alit hráefni í þær fæst. IrH—HIIIMIIIBIIBII Bi ■ !»■■! Illll 1» I il
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.