Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 B lV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVI'K, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: httpY/www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Norðlenzk vísindi Samkvæmt skoðanakönnun DV í gær er beint sam- hengi milli auglýsinga stjórnmálaflokka og fylgistaps þeirra. Flokkamir tveir, sem langmest auglýsa, mestu lofa í auglýsingunum og mesta áherzlu leggja á ímyndar- auglýsingar, eru jafnframt að hríðtapa fylgi. í sókn eru aftur á móti hinir flokkarnir, sem láta sér að mestu nægja hefðbundna stjómmálaumræðu á fund- um og í fjölmiðlum og auglýsa lítið annað en fundi sína. Þetta einstaka dæmi bendir til, að kjósendur séu ekki eins vitlausir og áróðursmeistarar virðast halda. Því miður hníga ekki öll dæmi í þessa átt. Norður í landi hefur vel verið tekið þeim ummælum eins ráðherr- ans, að ekki sé hægt að treysta sunnlenzkum vísinda- mönnum fyrir rannsóknum á lífríki Mývatns, af því að þeir vilji leggja Mývatnssveit í eyði. Samkvæmt kenningu ráðherrans em til margs konar raunvísindi eftir búsetu. Samkvæmt kenningu ráðherr- ans er hægt að panta niðurstöður raunvísinda eins og hvert annað lögfræðiálit. Ef þér líkar ekki eitt álitið, pantarðu þér bara sjálfur annað geðfelldara. Rektor Háskólans á Akureyri leikur í þessu sambandi hlutverk soltna hræfuglsins, sem sér matarholu í kenn- ingu ráðherrans og er tilbúinn að taka við rannsóknum úr hendi svokallaðra „sunnlenzkra“ vísindamanna, sem ekki komust að þóknanlegum niðurstöðum. Til eru frægari dæmi um, að menn líti á raunvísindi sem eins konar pöntuð lögfræðiálit. Trofim Denisovich Lysenko var sovézkur búfræðingur, sem að undirlagi Stalíns hafnaði „vestrænum“ erfðavísindum og hugðist þannig margfalda kornuppskeru Sovétríkjanna. Hræfuglarnir flýttu sér að maka krókinn í háskólum Sovétríkjanna. Fimm árum fyrir dauða Stalíns var meira eða minna búið að útrýma vestrænni erfðafræði í háskólunum, drepa nokkra þá helztu af síðustu Móhí- könunum og leggja sovézkan landbúnað í rúst. í Sovétríkjum Stalíns og á Norðurausturlandi Hall- dórs Blöndals eru raunvísindi eitt af mörgum tækjum stjórnmálanna til að sanna Sannleikann. í hugarheimi þeirra stjómast vinnubrögð og niðurstöður raunvísinda- manna af atriðum á borð við búsetu þeirra. Hagsmunaaðilar og margir kjósendur í kjördæmi ráð- herrans og rektorsins eru sama sinnis. Því ætti að vera unnt að byggja háskólann á Akureyri upp sem norð- lenzka stofnum, er komizt að norðlenzkum fremur en sunnlenzkum lögfræðiálitum í raunvísindum. Við höfum fleiri dæmi um, að hér á landi sé litið á raunvísindi öðrum augum en hefðbundið er að gera á Vesturlöndum. Þannig voru niðurstöður rannsókna á erfðum MS-sjúkdómsins kynntar á blaðamannafundi, með tilheyrandi verðhækkun hlutabréfa í kjölfarið. Erlendis eru niðurstöður rannsókna í raunvísindum kynntar með ritgerðum, sem fara um flóknar síur, áður en þær eru teknar til birtingar í sérhæfðum fagtímarit- um. Þannig er reynt að tryggja, að ekki teljist annað til vísinda en það, sem lýtur ströngum fræðiaga. Hér á landi er helzta erfðafræðifyrirtækið rekið eins og stjórnmálaflokkur, þar sem fjárfestar eru í hlutverki kjósenda. Það býr yfir ímyndar- og áróðursfræðingum, á í stöðugum útistöðum við meinta öfundarmenn og kynn- ir niðurstöður með lúðrablæstri í sjónvarpi. Sem betur fer er þjóðin samt ekki alveg úti að aka, úr því að flokkar tapa fylgi í kjölfar innantómra ímyndar- auglýsinga og innantómra loforðaauglýsinga. Jónas Kristjánsson NATO og landhernaður Sú spurning verður æ áleitnari hvort og hvenær NATO grípur til landhemaðar í Júgóslavíu. Engar ákvarðanir verða teknar um það á afmælisfundi Atlantshafsbandalags- ins i Washington um helgina. En staðreyndin er sú að loftárásir NATO hafa hvorki knúið Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta til upp- gjafar né hjálpað þeim hundruð þús- unda Kosovo-Albana sem orðið hafa fyrir barðinu á þjóðemishreinsun- um og ofsóknum Serba. Ljóst er að NATO vanmat Milosevic og áætlan- ir hans um þjóðemishreinsanir í Kosovo og ofmat mátt lofthernaðar í Júgóslaviu. Ef Atlantshafsbandalag- ið nær ekki hernaðarmarkmiðum sínum í Júgóslavíu yrði það ekki að- eins mikið áfall fyrir Bandaríkin og NATO. Það gæti orðið til þess að NATO leystist upp, ríkisstjórnir nokkurra Evrópuríkja féllu og gert Clinton Bandaríkjaforseta óvirkan það sem eftir er kjörtímabilsins. Ráðamönnum í aðildarríkjum NATO er fullkomlega ljóst hve mikið er í húfi og samstaða bandalagsins hefur eflst síðan árásirnar hófust. En þeir eiga greinilega erfitt með að ákveða næstu skref. Þeir hafa ákveðið að notast við bandarískar Apache- árásarþyrlur samhliða loftárásum til að draga úr bar- áttuþreki júgóslavneska sambandshersins í Kosovo. En draga má sterklega í efa að það dugi til að kné- setja Milosevic, enda em þyrlumar ekki nógu marg- ar til að veikja vigstöðu Serba í Kosovo að einhverju marki. Flest bendir því til þess að landhemaður sé nauðsynlegur til að vinna sigur á Serbum, en undir- búningurinn gæti tekið margar vikur. Pólitísk áhætta Um það þarf engum hlöðum að fletta að mikil áhætta fylgir landhernaði. Almenningsálitið á Vest- urlöndum gæti snúist gegn stríðsrekstrinum, enda má reikna með verulegu mannfalli. Einnig þarf að taka tiilit til ýmissa stjórnmála- og landfræðihindr- ana. Sú spurning vaknar hvort bandalagið mundi að- eins ráðast inn í Kosovo eða hvort það væri reiðubú- ið að senda herlið gegnum Serbíu og/eða Svartfjalla- land. Seinni kosturinn er sennilega fysilegri frá hem- aðarsjónarmiði. Unnt yrði að flytja þungavopn land- leiðina að landamærum Júgóslavíu frá herstöðvum í Vestur-Evrópu og sjóleiðina frá Bandaríkjunum til hafna í Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi og Belg- íu. Senda mætti hermenn gegnum bandaiagsríki, eins og Italíu, Tékkóslóvakíu og Ungverjaland, eða ann- arra vinveittra ríkja eins og Slóvakíu og Slóveníu. Vandamálið er að innrás með þessum hætti kynni að hafa mjög alvarlegar pólitískar afleiðingar. Mörg aðildarríki Sameinuðu þjóðanna mundu mótmæla henni, ekki síst Rússar, sem hafa deilt hart á loftárásir NATO á Júgóslavíu. Innrás i Serbíu gæti jafnvel leitt til þess að Rússar veittu Serbum hernaðarað- stoð. Þá er ljóst að ítalir eru fráhverfír landhernaði á þessari stundu og Ung- verjar ættu mjög erfitt með að sam- þykkja notkun Ungverjalands til innrás- ar af ótta við að Milosevic mundi hefna sín á ungverska minnihlutanum í sjálf- stjórnarhéraðinu Vojvodina í Serbíu. ara sagt en gert, því að ganga mætti að því vísu að serbneskir stjóm- málamenn neituðu að vinna með bandalaginu eftir árásir þess á Júgóslavíu. Önnur staða gæti komið upp, ef Milosevic steypti forseta Svartfjallalands, Milo Djukanovic, af stóli. Það gæti geFið NATO átyllu til hernaðaríhlutunar í Svartfjalla- landi. í framhaldinu væri síðan unnt að senda herlið þaðan til Kosovo. Djukanovic er andstæðing- ur Milosevics, en hefur reynt að halda sig fyrir utan stríðið í krafti hlutleysis, enda styðja margir íbúar Svaifjallalands málstað Serbíu. Með innrás í Svartfjallaland gæti NATO því flækst í borgarastyrjöld í lýð- veldinu milli stuðningsmanna Djukanovics og andstæðinga, sem mundi torvelda mjög hernaðarað- gerðir þess í Kosovo. Innrás í Kosovo? Ýmislegt stendur í vegi þess að ráðast beint inn í Kosovo frá Makedóníu. Eina höfnin sem hentaði vel til liðssafnaðar á svæðinu er á Saloníki í Grikklandi. Það þyrfti því bæði samþykki Makedóníumanna og Grikkja áður en unnt yrði að láta til skarar skríða. Stjómvöld í Makedóníu hafa lýst yfir því að þau muni ekki heimila innrás frá makedónísku landi. Þau óttast hefndaraðgerðir Serba og að borgarastyrj- öld brjótist út í landinu milli Albana og Serba. Grikk- ir em andstæðingar Albana, m.a vegna landamæra- deilna þjóðanna. Ef NATO færi fram á notkun Saloníki gæti það orðið til þess að griska stjómin þyrfti að synja beiðninni eða segja af sér. Ráðamenn í Albaníu hafa engar slíkar efasemdir, en Albanía er ekki eins góður kostur til innrásar og Makedónía. Þangað yrði mjög erfitt að senda þungavopn og her- menn. Aðeins einn flugvöllur er í landinu og engar nothæfar hafnir. Þótt fjalllendið við landamæri Kosovo og Serbíu sé ákjósanlegt til varnar fyrir júgóslaveska sambandsherinn hafa margir hernaðar- sérfræðingar ýkt þær landfræðitakmarkanir, sem við er að glíma. Sagan sýnir að það hefur tekist áður. Sennilega væri unnt ráðast inn í Kosovo með tiltölu- lega fámennum en öflugum NATO-sérsveitum, sem gætu brotið sér leið í gegn, ef þær yrðu studdar með loftárásum á hersveitir Serba. Á móti kæmi að búast mætti við miklu mannfalli. Það breytir því ekki að líkurnar á landhernaði hafa aukist með þeirri póli- tisku og hemaðarlegu óvissu sem því fylgir. Loftárás- imar hafa ekki náð tilgangi sínum. Hér yrði um að ræða mestu hemaðarað- gerðir í Evrópu frá lokum seinni heims- styrjaldar. Þær gætu aukið andúð á Bandaríkjunum i Evrópu vegna þess að Bill Clinton og Javier Solana. „Fram að þessu hefur Atlantshafs- búast mætti við því að margir Evrópu- bandalagið ekki Ijáð máls á landhernaði í Kosovo, þótt loftárásirnar menn féllu í stríðsrekstri, sem lyti for- hafi ekki knúið Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta til uppgjafar. ystu Bandaríkjamanna. Loks þyrfti Ekki er búist við neinum ákvörðunum um landhernað á afmælisfundi NATO að taka að sér að koma á pólitísk- NATO í Washington, en framtíð bandalagsins mun án efa ráðast af um stöðugleika í Serbíu. Það yrði hæg- því hvernig stríðinu í Júgóslavíu lýkur.“ Erlend tíðindi Valur Ingimundarson Qíoðanir annarra Nýja umferðarstefnu „Danir hafa þörf fyrir stefnu í umferðarmálum. Stefnu sem nær lengra en til skyndilausna eins og hraðamælinga og hraðahindrana og hvað það nú er sem stjómmálamenn hafa boðið fram. Skynsöm umferðarstefna samanstendur af tveimur þáttum: fmmkvæði í þá átt að takmarka notkun einkabíla og öflugri almenningssamgöngum. Hvort tveggja verður að vera gert þannig að réttur borgaranna og ökumanna til að geta valið sé virtur." Úr forystugrein Aktuelt 21. apríl. Mistök NATO „Það er óhjákvæmilegt í lýðræði með frjálsum fjölmiðlum að mistök við sprengjuárás banda- manna, sem leiddi til dauða tuga óbreyttra borgara, vekji jafnmikla athygli og morð andstæðinganna á hundmðum eða jafnvel þúsundum saklausra borg- ara. Það er eðlilegt að þrýst sé á NATO að segja frá gerðum sínum. En það er einnig mikilvægt að missa ekki sjónar á stærra atriði. Fómarlömb mis- taka NATO voru á þjóðveginum, eins og hundruð eða þúsundir annarra vegna þess að hermenn Slobodans Milosevics brenna þorp, drepa karlmenn, nauðga konum og ógna bömum í Kosovo." Úr forystugrein Washington Post 20. apríl. f fangi stuöningsflokkanna „Með stuðningi Vinstriflokksins og Umhverfis- flokksins gætu sænskir jafnaðarmenn verið áfram við stjórn. Það var þessi stefna sem réð valinu á samstarfsflokkum, ekki skilgreining á möguleikun- um á stjórnmálum sem stefndu fram á við. Vorfjár- lögin bera keim af sams konar stefnu. Samstarfið við Vinstriflokkinn og Umhverfísflokkinn leyfir að komið sé í veg fyrir nýja hugsun í Jafnaðarmanna- flokknum. Samt sem áður njóta stjórnin og stuðn- ingsflokkar hennar meira fylgis en borgaraflokk- arnir. Krafan um nýjar kosningar virðist með öðr- um orðum óraunhæf." Úr forystugrein Dagens Nyheter 19. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.