Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 24
24 ’Skoðanakönnun LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 Bestu leikkonur Islands I glænýrri skoðanakönnun Helgar- blaðs DV var spurt hver væri besta núlifandi leikkona landsins. Svörin voru nokkuð skýr. Steinunn Ólína ber höfuð og herðar yfir aðrar leikkonur að mati landsmanna. Rúm 19% þeirra sem tóku afstöðu töldu hana standa fremst íslenskra leikkvenna. Edda Björgvinsdóttir kom næst með tæp 12% og skammt þar á eftir, með rúm 11%, kom Tinna Gunnlaugsdóttir. Fjórða var Guðrún Ásmundsdóttir með tæp 9% og funmta Edda Heiðrún Backman með rúm 7%. Steinunn vinsælli á lands- byggðinni Steinunn Ólína var töluvert vin- sælli á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Konur voru einnig hrifnari af henni en karlar en benda má á að nokkuð færri karlar tóku afstöðu. Fylgi Stein- unnar var mest meðal kvenna á landsbyggðinni. Edda Björgvinsdóttir átti mjög jöfnu fylgi að fagna hjá körlum og konum en var ivið vinsælli hjá höfuðborgarbúum. Karlar á höfuð- borgarsvæðinu voru hrifnastir af Tinnu Gunnlaugsdóttur en fylgi hennar var aðeins minna hjá öðr- um flokkum. Guðrún Ásmundsdóttir átti mesta fylgi kvenna á landsbyggð- inni. Edda Heiðrún Backman var hjartfólgnúst körlum á höfuðborg- arsvæðinu og konum á lands- byggðinni. . -sm Besta leikkona Islands: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Hún hafði nokkurt forskot á stöllur sínar og fékk 75 atkvæði. Steinunn hefur frá því hún útskrifaðist úr leiklistar- skóla verið mjög áberandi í leiklist- arlífinu og leikið fjölda hlutverka. Steinunn lék meðal annars í Villiönd Henriks Ibsens, Fiðlaranum á þakinu, Blóðbrullaupi, Gaura- gangi, My Fair Lady og mörgum fleiri verkum í Þjóðleikhúsinu. Myndin sýnir Steinunni í hlutverki Heiðveigar Villiöndinni. Um Steinunni segir Ey- dal, leiklist- argagn- rýnandi DV: I skoð- anakönnun um nafn bestu leikkon- unnar er ánægjulegt að sjá nafn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur efst á lista. Hún er nýbúin að vinna glæstan leiksigur í hlutverki Ástu Sóllilju í Þjóðleikhúsinu þar sem hún túlkar margfalda mannsævi gleði og sorga, þannig að allir hríf- ast með. Hinu má ekki gleyma að Steinunn Ólína hefur margsinnis sýnt að hún er mjög fjölhæf jafnt í kómískum sem dramatískum hlut- verkum. Nægir að benda á að hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV á þessu ári fyrir leik í nýju ís- lensku leikriti, Kaffi, þar sem hún miðlaði sársauka og ófullnægju ungrar íslenskrar nútímakonu af djúpu innsæi. I öðru sæti er Edda Björg- vinsdóttir með 46 atkvæði. Edda hefur um langt árabil verið ein vinsælasta gam- anleikkona landsins og komið við á öllum sviðum leiklistar; í útvarpi, sjón- varpi, kvikmyndum og á sviði. Myndin hér að ofan er úr leikrit- inu Sex í sveit sem sýnt hefur verið i Borgarleik- húsinu við miklar vinsældir. Um Eddu segir Auður: Edda væri áreiðanlega heimsfræg ef hún léki á Broadway eða West End,en á meðan svo er ekki . njótum við list- ar hennar í verk- um eins og gangstykk- inu Sex í sveit og ný- frumsýndri Leðurblöku þar sem hún leikur sífullan fangavörð. þriðja sæti er Tinna Gunnlaugs- dóttir en að- eins munaði einu atkvæði á henni og Eddu. Tinna hefur lengi verið í flokki bestu leikkvenna landsins. Margir muna eftir henni sem Snæfríði íslandssól í íslandsklukku Halldórs Laxness. Einnig hefur hún komið við sögu í sjón- varpi og fjölmörgum kvik- myndum. Myndin sýnir Tinnu í hlutverki drottn- ingar í uppfærslu Þjóðleik- hússins á Hamlet. Um Tinnu segir Auður: Tinna Gunnlaugsdóttir hefur í gegn- um árin verið jafnvíg á létt og dramatísk hlutverk og leikið þau jöfnum höndum. Hún héf- ur auk þess að leika á sviði verið í stórum hlut- verkum í mörgum kvik- myndum. Mér er alltaf mjög minnisstæð frábær túlkun hennar á Yermu í samnefndu leikriti og greifynjan í ógleymanlegri sýningu Þjóðleikhússins á Fávitanum situr líka föst í minni. Guðrún Asmundsdóttir er í fjórða sæti með 35 atkvæði. Hún hefur til margra ára verið mjög vinsæl leikkona auk þess sem hún hefur leik- stýrt og samið verk eins og Heilagir syndarar. Hún hefur und- anfarið slegið f gegn í leikritinu sívinsæla, Rommíi, Edda Heiðrún Backman er í fimmta sæti með 29 atkvæði. Hún hefur verið mjög áberandi í ís- lensku listalífi fyr- ir leik sinn og söng. Hún hefur leikið í fjölda leik- rita og má þar nefna Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson, Fiðlarann á þakinu og Villiöndina eftir Ibsen en úr því verki er myndin sem hér sést. Edda | \ m i Heiðrún hefur einnig leikið í ' kvik- mynd- um og sjón- varpsþáttum. Auður Ey- dal segir um Eddu Heiðrúnu: Hún hefur lengi heillað áhorfend- ur með leik og söng og virðist jafnvíg á nánast hvaða hlutverk sem er. Auður Eydal, leiklistar- gagnrýnandi DV segir að lokum: Allar þessar leikkonur eru vel að því komnar að vera á þessum lista, þó að hverjum og ein- um þyki sjálfsagt vanta ein- hver nöfn. Hvar eru Herdís og Kristbjörg? Eða verð- launahafinn Elva Ósk, Hall- dóra Björnsdóttir eða Val- dís Gunnarsdóttir? Kannski hefði listinn átt að rúma fleiri frábærar leikkonur. og þessar næstar 27 stig Helga Braga Jónsdóttir 18 stig Halldóra Geirharðsdóttir 18 stig Kristbjörg Kjeld 15 stig Ólafia Hrönn Jónsdóttir 11 stig Herdís Þorvaldsdóttir 10 stig Elva Ósk Ólafsdóttir 7 stig Helga Bachman 6 stig Margrét Helga Jóhannsdóttir 6 stig María Ellingsen 6 stig Selma Bjömsdóttir 5 stig Margrét Vilhjálmsdóttir 3 stig Guðrún Gísladóttir 3 stig Hanna María Karlsdóttir Margrét Helga Jóhannsdóttir. 3 stig Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) 3 stig Sunna Borg 2 stig Björk Guð- mundsdóttir 1 stig Andrea Gylfadóttir 1 stig Björg Bald- vinsdóttir 1 stig Brynja Benediktsdóttir L. J 1 stig Edda Björg Eyjólfsdóttir 1 stig Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir 1 stig Guðrún Ámadóttir 1 stig Guðrún Stephensen 1 stig Harpa Elva Ósk Ólafsdóttlr. Margrét Vilhjálmsdóttir. Amardóttir 1 stig Hildigunn- ur Þráinsdóttir 1 stig Hrefna Hallgrimsdóttir 1 stig Jóhanna Sigurðardóttir 1 stig Margrét Ákadóttir 1 stig Margrét Guðmundsdóttir 1 stig Erla Ruth Harðardóttir 1 stig Regína Þórðardótt- ir 1 stig Rósa Guðný Þórsdóttir 1 stig Vig- Hanna María dís Gunn- Karlsdóttir. arsdóttir 1 stig Þóra Friðriksdóttir 1 stig Þórey Sigþórsdóttir 1 stig Þrúður Vilhjálmsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.