Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 Breski stórleikarinn Sir Alec Guinness: „Það er óviðeigandi að hokra í leiklist á níræðisaldri og vona að tregafullir að minnið er orðið götótt og allur krafturinn uppurinn áður en tjaldið er dregið frá eða upptökuvélin fer í gang.“ innritaðist sonurinn í skóla sem reyndist vera kaþólskur og þegar skólanum lauk vildi hann gerast kaþólikki. Faðirnn minntist lof- orðsins sem hann hafði gefið guði og samþykkti bón sonarins. Sir Alec bætir einni sögu við: Þegar hann var við tökur á kvikmynd- inni „Faðir Brown“ (1954) i Frakk- landi hélt hann eitt kvöldið heim á hótelið án þess að fara úr kaþólska prestsbúningum. Skyndilega kom lítill drengur hlaupandi út úr myrkinu og greip þéttingsfast um hönd leikarans. Strákurinn var greinilega hræddur í myrkinu og leitaði huggunar hjá „prestinum.“ Alec segir að það hafi slegið sig að lítill drengur hafi sótt öryggi og traust hjá gjörsamlega ókunnug- um manni vegna þess eins að hann hélt að viðkomandi væri kaþólskur prestur. Sumarið 1955 tók Sir Alec loks skrefið og hóf að ganga til ka- þólsks prests og dvaldi síðar í klaustri til frekari undirbúnings uns hann tók formlega kaþólska trú árið eftir, nokkrum mánuðum áður en hann flaug til Ceylon (Sri Lanka) til að leika í kvikmyndinni „Brúin yfir Kwai-fljótið.“ Eftir að Sir Alec tók kaþólskan sið fannst honum hann vera loks kominn heim, („ég stóð mig að þvi fyrstu árin að hlaupa til messu") þótt hann segist enn fá öðru hverju angistarköst sem hann reynir að kveða niður með bænum, íhugun og kirkjusókn. Uppáhaldshlutverkið er næsta hlutverk Maður eins og Sir Alec Guinness virðist ekki leita hugg- unar í öllum þeim viðurkenning- um sem hann hefur hlotið um æv- ina, þar á meðal eru óskarsverð- laun, (1958 og 1980), Gullbjörninn í Berlín (1988), bresku BAFTA-verð- launin (1958), Evrópsku kvik- myndaverðlaunin (1996) og Golden Globe-verðlaunin (1958) ásamt ótal minni verðlauna og tilnefninga. „Það er hægt að vinna kapp- hlaup eða hnefaleikakeppni en að kalla eitthvað „það besta“ í list- greinum er fáránlegt. Það kæmi mér ekki á óvart að Dickens hefði ekki fengið Booker-verðlaunin (bresku bókmenntaverðlaunin) vegna þess að hann er of læsilegur og skemmtilegur. Turner hefði sennilega aldrei fengið Turner- verðlaunin (bresk myndlistarverð- laun). Aumingja Keats hefði ekki einu sinni komið til álita að hljóta nein ljóðaverðlaun og svo fram- vegis. Ég legg til að þeir sem veita listaverðlaun veldu rithöfunda, leikara og myndlistarmenn af handahófi og segðu: „Þetta er fólk sem við viljum heiðra - að jöfnu." En hefur hann átt sér uppá- haldshlutverk? „Erfitt að segja,“ svarar Sir Alec. „Þegar hlutverki er lokið er því einfaldlega lokið. Ég velti þeim ekki mikið fyrir mér eftir á. En mér fannst gaman að leika sum hlutverk. Nú er ég hins vegar kominn á eftirlaun og hugsa ekki meira um það. Hins vegar er mér ljóst að ég hef brugðist í svo mörg- um hlutverkum. Þetta segi ég ekki af auðmýkt, heldur er þetta mitt kalda mat. Ég er til dæmis ekki frá því að ég hefði getað orðið mun áhorfendur sýni manni samúð, vitandi betri kvikmyndaleikari ef ég hefði ekki alltaf verið að hugsa um að ganga rétt og nema staðar á hárná- kvæmum stað fyrir framan kvik- myndavélina. Þegar ég lék einu sinni á móti frönsku leikkonunni' Jeanne Moraeu, sem leyfði sér mikið frjálsræði i hreyfingum og látbragði, líkt og myndavélin væri ekki til, rann það upp fyrir mér að ég hafði leikið í spennutreyju í þrjátíu ár.“ Síðan brosir hann hinu þekkta höfrungabrosi sínu: „Kannski uppáhaldshlutverkið mitt hafi alltaf verið næsta hlut- verk.“ Eitthvert hlutverk sem hann hefði viljað leika en aldrei auön- ast? „Jaa..,“ segir Sir Alec og dregur^ seiminn, „svona tvö eða þrjú. Ég nefni smiðinn Quince í „Draumi á Jónsmessunótt" eftir Shakespeare. Ekki stórt hlutverk en frábærlega skrifað. Um ævina hef ég nefnilega skilið að það er oft miklu meira gefandi að leika vel skrifuð smá- hlutverk en stór hlutverk sem ekki eru alltaf of vel skrifuð.“ Fi'h. á næstu síðu ' þrjár bækur? „Nei, segir hann ákveðið. „Ég hefði aldrei getað orðið rithöfundur." Sá fyrir dauða James Deans Leiklistin var þó ekki endanlegt svar Alecs Guinness við leitinni að sjálfum sér. Hann segist hafa fundið ákveðið hjóm innra með sér, hafi um tíma sem ungur maður leitað á náðir sósíalismans en ekki fundið svör, hallað sér áð ensku biskupa- kirkjunni sem hann var skírður og fermdur í en hún hafi ekki veitt honum innri fyllingu. Röð undar- legra tilviljana (eða guðdómlegrar handleiðslu) hafi að lokum opnað honum leiðina að kaþólskri trú. Skömmu eftir að Sir Alec kynntist konu sinni; í brennandi stríði og sprengjuárásum nasista á Bretland, leitaði hann eitt sinn skjóls í húsi fyrir utan London. í ljós kom að húsráðandi var kaþólskur prestur. Sir Alec dvaldist í nokkra daga hjá prestinum og varð fyrir miklum áhrifum af honum. Þetta var upphaf ævilangrar vináttu þeirra. Að loknu stríði var Sir Alec fyrir tvenns konar lifsreynslu sem kalla má yfir- náttúrlega. Önnur tengdist mál- verki sem hékk í svefnherbergi þeirra hjóna en hin var öllu ótrú- legri: Þegar hann var staddur í Bandaríkjunum að leika í sinni fyrstu Hollywoodmynd, The Swan, árið 1955 á móti Grace Kelly, hitti hann kvöld eitt ameríska kvik- myndagoðið James Dean á veitinga- stað. James sýndi honum nýja, hraðskreiða bílinn sinn. Það þyrmdi skyndilega yfir Sir Alec og hann bað James Dean að setjast Sir Alec Guinness við mig. jndrunarhreim. Andlit hans krans um skallann og aug- um. Hann bætir við: „Kona árum.“ Hann brosirtil mín: an góðar minningar." aldrei undir stýrið á þessum bíl. James hló að honum. Alec leit á armbandsúr sitt. „Klukkan er núna tíu að kvöldi föstudaginn 23. sept- ember 1955. Ef þú sest upp i þennan bíl verður komið að þér látnum á sama tíma að viku liðinni," sagði hann alvarlegur í bragði. James Dean hló enn meira. „Góði, vertu ekki svona meinlegur," sagði Hollywoodgoðið. Alec bað hann af- sökunar og sagðist vera þreyttur eft- ir ferðalög og vinnu. Næsta fóstudag lést James Dean undir stýri á bíln- um. Röð einkennilegra atburða Atburðarrásin hélt áfram að þoka Sir Alec að kaþólismanum: Einkasonur þeirra hjóna, Mattew, fékk taugaveiki ellefu ára gamall og lamaðist tímabundið frá mitti og niður. Á leið sinni heim frá upptökum á kvikmynd hljóp Alec eitt sinn inn í nálæga kirkju sem reyndist vera kirkja kaþólskra og bað Guð um að veita syni sínum bata og „ég mun aldrei leggja stein í götu hans ef hann vill verða ka- þólikki." Mattew stóð síðar upp úr taugaveikinni og endurheimti kraftinn í fótunum. Nokkru síðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.