Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 34
-'46 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 r>v Keith Það er svo sem ekki erfitt að 1 skilja að fólk sækist eftir nekt- armyndum af Leonardo DiCaprio og Brad Pitt á Netinu j en er einhver sem vill sjá Keith i Richards þar i öllu sínu veldi? Félagsskapurinn The Intemet Enterainment Group virðist halda að svo sé. Hópurinn, sem i einmitt stóð á bak við dreifingu | erótíska myndbandsins fræga af Pamelu Anderson og Tommy Lee, hefur sagt að hann hafi komið höndum yfir þrjár mynd- I ir af Keith sem hann ætlar að I setja á Netið. Að sögn tals- I manns samtakanna eru mynd- j irnar teknar á strönd þar sem I Keith liggur nakinn í strandstól en önnur mynd sýnir hann I ærslast í briminu. Þetta er til- hlökkunarefni fyrir alla aðdá- endur naglans. Allsber Brooke í rusli Donny Osmond: Bréfpoki yfir hausinn Kannski er Donny Osmond ekki neinn hjartaknúsari lengur en það er mál manna að það hafi verið al- ger óþarfi af Michael Jackson að segja honum að setja bréfþoka yfir hausinn á sér eins og hann gerði á dögunum. Það ráð átti þó frá bæjardymm Mikka að vera hollráð. Donny hefur sagt frá því að eitt sinn hafi hann farið til Michaels og spurt hann ráða um hvernig hann ætti að koma sér aftur á kortið í músíkbransan- um. Michael sagði þá að klárlega vantaði hann auglýsingabrellu. Á þeim tíma var figúran „óþekkti grínarinn" mjög vinsæl en hún var með bréfpoka yfir hausnum. Mich- ael sagði að Donny gæti gert margt vitlausara en að hylja andlit sitt og kalla sig „óþekkta söngvarann". Kannski hafði Michael rétt fyrir sér því Donny láðist að fara að ráðum hans og hefur ekki notið vinsælda síðan. Það er þó aldrei of seint og hann gæti ef til vill líka reynt að hylja andlit sitt með sílikoni eins og einhverjir hafa gert. UPPBOÐ Uppboð á eftirtöldum eignum mun byrja á skrifstofu embætt- isins að Strandgötu 52, Eski- firði, þann 28. apríl 1999 kl. 10 á eftirfarandi eignum: Austurvegur 21 (3. áfangi, austurhluti), Reyðaríirði, þingl. eig. AM-frystivörur ehf. Garðarbeiðendur: Fjarðarbyggð og Fjárfestingarbanki atvinnul. hf. Heiðmörk 19, Stöðvarfirði, þingl. eig. Ragnheiður B. Sverrisdóttir. Gerðarbeið- andi: Byggingarsjóður verkamanna. Steinar 5, Djúpavogi, þingl. eig. Sigrún Þorsteinsdóttir og Tumi Hafþór Helga- son. Gerðarbeiðandi: Byggingarsjóður verkamanna. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Sagt er að Brooke Shields sé al- veg í rusli vegna ótímabærs frá- falls hins 29 ára samleikara síns, Davids Stricklands, en hann fannst um daginn á mótelherbergi þar sem hann hafði hengt sig í laki. „Ég er miður mín vegna þessa missis," segir Brooke. „David var hæfileikaríkur og fyndinn maður og ég vona til guðs að hans hreina hjarta hafi nú fundið frið.“ tilkynningar ITC-deildin íris ITC-deildin íris, Hafnarfirði, held- ur fund mánudaginn 26. apríl kl. 20 i safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Reykjavík Félagsvist sunnudag kl. 13.30. Dansað sunnudagskvöld kl. 20. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Fannafold 94, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, * merkt 0202, Reykjavík, þingl. eig. ló- hannes Gylfi Jóhannsson og Ása Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, fimmtudaginn 29. apríl 1999 kl. 14.30. Fífurimi 42,4ra herb. íbúð nr. 6 frá vinstri á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Svanhild- ur Ragnarsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúða- lánasjóður og Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 29. apríl 1999 kl. 13.30. Funafold 54, íbúð á efri hæð, merkt 0201, ásamt bílgeymslu og tómstundarými á t jarðhæð, Reykjavík, þingl. eig. Sigurjón H. Valdimarsson, gerðarbeiðendur Ibúða- lánasjóður og Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 29. apríl 1999 kl. 14.00. Hofsvallagata 20, 3ja herb. íbúð á 2. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Ólöf Margrét Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðendur Búnað- arbanki íslands hf. og íbúðalánasjóður, - , miðvikudaginn 28. apríl 1999 kl. 16.00. Langholtsvegur 99, 3ja herb. íbúð í kjall- ara, Reykjavík, þingl. eig. Ragnhildur Guðrún Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Fjöðrin ehfi, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Ólafsfjarðar og Tollstjóra- skrifstofa, miðvikudaginn 28. apríl 1999 kl. 14.00. Laufengi 16, 3ja herb. íbúð á 3. hæð, merkt 0301, m.m., 78,91 fm, Reykjavík, þingl. eig. Ásthildur Halldórsdóttir, gerð- arbeiðendur íbúðalánasjóður og Vátrygg- ingafélag íslands hfi, fimmtudaginn 29. apríl 1999 kl. 15.00. Laugavegur 140, Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Lilja Helgadóttir, gerðarbeið- endur Guðjón Armann Jónsson, Húsa- smiðjan hf., íbúðalánasjóður og Toll- stjóraskrifstofa, miðvikudaginn 28. apríl 1999 kl. 16.30. Njálsgata 79, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0201, Reykjavík, þingl. eig. Ólöf H. Marísdóttir, gerðarbeiðendur Eignar- haldsfélag Alþýðubankinn hf., Lands- banki íslands hfi, lögfræðideild, og Toll- stjóraskrifstofa, miðvikudaginn 28. apríl 1999 kl. 15.30. Skipasund 14, Reykjavík, þingl. eig. Þór- unn O. Sigurjonsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hfi, miðvikudaginn 28. apríl 1999 kl. 14.30.______________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Stjórnendur sjónvarpsstöðvar- innar, sem framleiðir þættina Suddenly Susan, ákváðu að gefa leikurunum tíma til þess að syrgja og gerðu hlé á upptökum. Brooke notaði tækifærið og spurði fiölmiðlamenn hvort þeir hefðu ekki þann snefil af heiðar- leika sem þyrfti til þess að sleppa aðstandendum við hnýsni í mál vinar síns. Bridge mánudag kl. 13. Söngvaka mánudagskvöld kl. 20.30. Handa- vinna þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9. Afhending verðlauna fyrir haustmót árið 1998 og meistaramót 1999 í skák fer fram þriðjudaginn 27. apríl kl. 13. Skákmenn fiölmennið. Eftir verðlaunaafhendingu verður teflt. Bókmenntakynning þriðjudag- inn 27. apríl kl. 14. Dagur B. Egg- ertsson les úr ævisögu Steingríms Hermannssonar og Gylfi Gröndal les úr ævisögu Þorvaldar Guð- mundssonar. Allir velkomnir. Danshátíð í Hafnarfirði Dansnefnd ÍSÍ stendur fyrir dans- hátíð laugardaginn 24. apríl og sunnudaginn 25. apríl. Báða dagana fer fram íslandsmeistaramótið í samkvæmisdönsum með grunnað- ferð, keppt verður í öllum aldurs- flokkum. Samhliða íslandsmeistar- mótinu verður keppt í samkvæmis- dönsum með frjálsri aðferð. í fyrsta sinn á vegum Dansnefndar er hald- ið íslandsmeistarmót í break-dansi, laugardaginn 24. apríl, og einnig í fyrsta sinn íslandsmeistaramót í kúrekadönsum, sunnudaginn 25. apríl. Samhliða framangreindum mótum verður boðið upp á danssýn- ingar, m.a. frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur: Freestyle-dansar, kúrekadansar, break og Karen Björk og Adam sýna samkvæmis- dansa. Keppnin fer fram við Strand- götu í Hafnarfirði og hefst báða dag- ana kl. 14. Uppskeruhátíð Árbæjarkirkju Eftir góðan vetur í starfi sunnu- dagsskólans verður uppskeruhátíð Qölskyldunnar haldin í Ölveri (miðja vegu milli Akraness og Borg- arness) laugardaginn 24. apríl (ath. breyting frá áður auglýstum tíma). Lagt verður af stað frá Árbæjar- kirkju kl. 12.30. Áætluð heimkoma verður u.þ.b. 17. Viljum við hvetja David Strickland átti að mæta fyrir rétti þennan örlagaríka morg- un fyrir að vera með kókaín í fór- um sínum. Þó að hann væri einn þegar hann fannst þá hafði hann eytt kvöldinu með vændiskonu og var viti sínu fiær af drykkju þegar hann stytti sér aldur. Eru einhverj- ar líkur á þvi að fiölmiðlar láti það kyrrt liggja? foreldra, afa og ömmur til að koma með börnum sínum. í Ölveri er góð aðstaða til að neyta nestis og staður til leikja. Börn úr TTT starfi kirkj- unnar í Ártúnsskóla, leiðtogar, Guðni og Bendt og prestur munu taka á móti ferðalöngum á áfanga- stað. Allar nánari úpplýsingar og skráning í síma 587-2405. Opið hús hjá Viðskipta- háskólanum Viðskiptaháskólinn í Reykjavík mun kynna starfsemi sína sunnu- daginn 25. apríl kl. 13-17 í nýjum og glæsilegum húsakynnum skólans við Ofanleiti 2. Viðskiptadeild og tölvunarfræðideild verða kynntar og nemendur sýna ýmis verkefni. í boði verða skemmtiatriði og léttar veitingar. Spaðadrottningin (ópera) í bíósal MÍR Sunnudaginn 25. apríl kl. 15 verð- ur rússneska óperukvikmyndin „Spaðadrottningin" frá 1960 sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er fiórða kvikmyndin af átta sem MÍR sýnir nú í apríl og maí í tilefni þess að 200 ár eru senn liðin frá fæðingu rússneska þjóðskáldsins Alexanders Púshkins, en allar kvikmyndirnar eru byggðar á verkum skáldsins. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Verslunin Míra flutt Verslunin Míra hefur lokað versl- unum sinum við Ármúla og Nýbýla- veg og opnað glæsilega verlsun að Bæjarlind 6 í Kópavogi. Verslunin er full af sófum, lömpum, gjafarvör- um og húsgögnum. tapað/fundið Kanína týnd Brún 2ja mánaða kanína týndist frá Goðheimum á sumardaginn Susan Sarandon: í fangelsi fyrir góðan Imálstaö Það er ekkert nýtt að Hollywoodstjömur séu hand- teknar fyrir slæma hegðun. Hjá flestum tengjast þó brotin áfengi, dópi eða akstri bifreiða og oftast öllu' þrennu. Góða stelpan Susan Sarandon hefur aldrei látið nappa sig við slikt og passaði sig á því að málstað- urinn væri góður þegar hún varð uppvís að óspektum í fyrsta sinn. Stjarnan var handtekin í INew York fyrir að taka þátt í mótmælum gegn drápinu á vestur-afríska innflytjandanum Amadou Diallo sem var drep- inn af lögreglu í skothríð. Di- allo var skotinn 41 skoti þó að hann væri óvopnaður. Sar- andon var ein af 219 mótmæl- endum sem voru handteknir utan við aðalstöðvar New York lögiæglunnar. Þátttaka leikkon- unnar virðist hafa borið árang- | ur þar sem lögreglan tilkynnti : stuttu seinna að fiórir úr henn- ar röðum hefóu verið boðaðir til réttarhalda vegna drápsins. fyrsta. Ef einhver getur gefið ein- hverjar upplýsingar um ferðir hennar er sá hinn sami vinsamleg- ast beðinn að hafa samband við Ingu Láru í síma 581-2037. Pokar gleymdust á Hólatorgi Pokar gleymdust á bílastæðunum á Hólatorgi síðdegis á miðvikudag. í einum pokanum var m.a. vínrauður bleiserjakki og er hann eiganda mjög kær. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringa í síma 697-3125. 7 mán. kettlingur týndur Svartur kettlingur, með appel- sínugult og svart í andliti og hvítar loppur og bringu, týndist að heiman frá Hverafold í Grafarvogi. Kettling- urinn er ómerktur. Ef einhver veit um ferðir hans vinsamlegast hring- ið i síma 896-0598. andlát Ólafur Kristbjörnsson, Víðivöll- um 14, Selfossi, lést á heimili sinu fimmtudaginn 22. apríl. Richard Björgvinsson andaðist aðfaranótt fóstudags 23. april á Landspítalanum. Sigríður Pétursdóttir frá Merki- steini, Höfnum, Hverfisgötu 101, lést á heimili sínu fimmtudaginn 22. apríl. Jarðarfarir Lukka Þórhildur Elísdóttir verður jarðsungin frá Seyðisfiarðar- kirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14. Sigurður Sigurðsson, Birkivöll- um 10, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.