Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 55
DV LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 6T John Frankenheimer við tökur á nýjustu mynd sinni Ronin. Helsti frum- kvöðull samsærismynda. um hætti. Róttækni 3 Days of the Condor (1975) og All the President’s Men (1976) er ekki síst fólgin í því að þær láta til skarar skriða gegn slíkum stofnunum. Samsærismynd- ir áttunda áratugarins áttu í hug- myndaffæðilegu stríði við banda- ríska „kerfið". Samtíminn JFK (1991) er án nokkurs vafa ein almikilvægasta mynd seinni tíma og í samsærishugmyndum sínum sakaði hún ekki aðeins leyniþjón- ustuna, alríkislögregluna, herinn og hergagnaffamleiðendur um að standa að baki morðinu á Kennedy heldur einnig Lyndon B. Johnson forseta. Það var ekki að ástæðu- lausu að aUt varð brjálað í Banda- ríkjunum og það löngu fyrir frum- sýningu myndarinnar. Róttækni og mikil áhrif JFK er þó því miður ekki til marks um að samfélagsgagnrýni tegundarinnar lifi góðu lífi. Nær allar aðrar sam- særismyndir áratugarins eru ekki í nokkrum tengslum við raunveru- leikann. Strange Days (1995), Chain Reaction (1996), Conspiracy Theory (1997), Shadow Conspiracy (1997), X- Files: The Movie (1998) og Enemy of the State (1998) eiga það sameigin- legt að nýta sér einungis spennufor- múlu samsærismynda án nokkurra beinna pólitískra tenginga. Kannski í JFK hafi verið fólgnir dauðakippir samfélagsvirkni tegundarinnar. -bæn Samsærismyndir The Manchurian Candidate (19B2) ★★★★ Fyrsta „alvöru" samsær- ismyndin, meö yndislega langsótt- an söguþráð. Kommúnistar afla sér vinsælda til að komast í Hvíta húsið með því að saka aðra stjórnmálamenn um aö vera kommúnista. Frank Sinatra leik- ur hetjuna sem kemur uþþ úm samsærið. Angela Lansbury stel- ur þó senunni sem snarklikkuð og valdasjúk „komma-mamma!“ Seven Days in May (1964) ★★★ John Frankenheimer fylgdi vinsældum The Manchuri- an Candidate eftir með þessari. Áhrifamikil breyting hefúr átt sér stað því nú eru það ekki komm- únistar sem standa á bak við samsærið heldur bandaríski her- inn sem ætlar að koma forsetan- um frá völdum. Burt Lancaster leikur herforingjann sem leiðir uþpreisnina en Kirk Douglas hetj- una sem uppgötvar samsærið. Executive Action (1973) ★★Á Fyrsta myndin sem útfærði samsærishugmyndir um dauöa Johns F. Kennedys á markvissan máta. Að þessu sinni leikur Burt Lancaster heilann á bak við laun- morðið sem nokkrir moldríkir afturhaldsseggir standa að. Mynd- in er ekki aðeins forveri JFK í vali sínu á umijöllunarefni þvi hún blandar einnig markvisst saman leiknum atriðum og raun- verulegum fréttamyndum. The Parallax View ★★★★Líklega besta samsæris- mynd sem gerð hefúr verið. War- ren Beatty leikur lítilsmetinn blaðamann sem kemst á snoðir um leynilega stofnun sem ræður stjómmálamenn af dögum. Kvik- myndin sameinar á óaðfinnanleg- an máta form (mynd og hljóð) og inntak. Enn fremur tekst henni að vísa til knýjandi pólitískra deilumála (t.d. launmorðanna á Kennedy-bræðnnn) án þess að víkja nokkru sinni frá spennandi atburðarásinni. 3 Days of the Condor (1975) ★ ★ ★ Robert Redford leikur starfsmann á deild bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) sem rannsakar hvers lags texta víðs vegar að úr heiminum í von um að finna í þeim leynileg skilaboð. Þegar Redford kemur úr mat einn daginn hafa allir samstarfsmenn hans verið drepnir. Hann lætur leyniþjónustuna vita þegar í stað en hún bregst við með þvi að reyna að drepa hann. Kröftug gagnrýni myndarinnar á leyni- þjónustunna var nær óþekkt á þessum tíma. JFK (1991) ★★★★ Ein af fjölmörgum um- deildum myndum Olivers Stones og (endur)vakti efasemdir um op- inberar niðurstöður á dauða for- seta Kennedy. Myndin er umfram annað lykiltúlkun á bandarískum veruleika siðustu áratuga. Conspiracy Theory (1997) Mel Gibson í hlutverki ótrú- verðugustu persónu áratugarins, að meðtaldri Ace Ventura og Hr. Freeze. Ágætt dæmi um hvernig tegundin hefur tapað róttækni sinni því myndin nýtir einungis formúluna til spennusköpunar og fiflaskapar. Það hefði þó ekki ver- ið alslæmt hefði verið hægt að hafa af því nokkurt gaman. -bæn *fmyndbönd Myndband vikunnar The Tmman Show (jjs SÆTI ; J J FYRRI VIKA j VIKUR ; A LISTAj j j TITILL j ÚTGEF. j TEG. J •. 1 1 i 2 i Theres Somthing About Mary 1 Skrfan . j ; Gaman J 2 1 J NÝ i 1 i j J Snake Eyes J SAM Myndbönd J J . I Spenna J 3 i 2 J x J j 3 j Rush Hour Myndform ! Gaman 4 3 j J 1 5 | j J OutOfSight J J CIC Myndbönd J J Gaman j 5 j 4 1 o 1 j 2 J KnockOff J j Myndform j Spenna V , 1 6 j ) 5 j J 1 fi J ) b J , 1 Dr.Dolittle J | Skrfan J Gaman 7 i S i 7 J J i 4 i The Horse Whisperer J SAM Myndbönd | J Drama | 11 í . i j J Savior J i Bergvík J . j Spenna 9 i NÝ J i J j 1 J AptPupil j Skrfan j Spenna j 10 6 j J J 4 J j J Halloween: H20 I J Skrfan j Spenna j 11 9 J s J j 8 j The Mask Of Zorro i Skffan j Spenna 12 | 12 j J i 9 i Perfect Murder | WamerMyndir . J ; Spenna J 13 1 10 i 3 i Wishmaster i SAM Myndbönd j Spetma 14 i 8 j J J 7 J J 7 1 J J i 1 í Blade Myndform j Spetma ú- '•' 15 i 16 i j NÝ Eves Bayou J SAM Myndbönd J J Drama 13 J J 1 i 3 j DanceWithMe J i Skrfan Jis j Gaman J 17 I NÝ i 1 J i * J Dansinn Háskólabió j Drama 18 i J NÝ j J J 1 J j J Chairman Of The Board J Stjömubió J J Gaman 19 i 14 J , J j 7 j Small Soldiers i CIC Myndbönd j Gaman J 20 \ 20 j J ! 3 ! General J ! Skifan J ‘ j Spenna Vikan 16. - 22. mars. r A gægjum hjá Truman Mörgum fannst að The Truman Show hefði átt að fá fleiri tilnefning- ar á nýlega afstaðinni óskarsverð- launahátið. Ég er að vissu leyti sam- mála þessu enda fannst mér þessar væmnu og tilgeröarlegu stríðs- myndir og búningadrömu ekkert ýkja athyglisverð. The Truman Show má eiga það að hugmyndin er fersk og áhugaverð. Truman Burbank er ósköp venju- legur maður, kannski svolítið glaö- lyndciri og skemmtilegri en fólk er flest. Hann á fallega konu, góðan vin og gengur ágætlega í starfi sínu sem tryggingasölumaður. En þaö sem Truman veit ekki er að veröldin sem hann býr í er gerviveröld, risa- stórt sjónvarpsstúdíó þar sem vin- sælasti sjónvarpsþáttur heimsins, The Truman Show, er tekinn upp. Allar persónumar í lífi hans eru leikarar og þúsundir sjónvarpsvéla eru notaðar til að sjónvarpa öllu sem gerist í lifi hans beint um allan heim, allan sólar- hringinn. Þrátt fyrir ýtrustu tilraunir leikstjórans er veröld Tmman ekki fullkomin. Hann varð ástfanginn af ein- um aukaleikaranna þegar hann var ung- lingur og getur ekki hætt að hugsa um hana. Hjónabandið veitir honum ekki þá lífsfyllingu sem hann þráir og eirðarleysi hans brýst fram í ferðaþrá, sem stjómendur þáttanna eiga í fullu fangi með að kæfa. Loks verða tæknileg mistök til þess aö Truman fer að gruna að ekki sé allt með Sjónvarpsstjarnan Truman Burbank (Jim Carrey). feOdu og við taka örvæntingarfuOar tilraunir hans tO að brjótast út úr þessari gerviveröld. Hér er lagt út frá þeirri þróun sjón- varpsiðnaðarins að troða sér inn í einka- líf fólks og nota það sem afþreyingu. Skrefið hefur verið stigið tO fúOs og all- ur heimurinn gægist á glugga eins manns frá fæðingu. Myndin veltir fyrir sér ýms- um spumingum sem upp koma en ekki í mikiOi alvöru enda er þetta fyrst og fremst gamansamt spreO, fmmleg og skemmtOeg fantasía um mann sem smám sam- an áttar sig á þvi að hann býr í im- banum. AOt er þetta vel gert og heldur athyglinni aOan tímann en langbesti hlutinn er þó um miðbik- ið þegar grunsemdir Truman fara að vakna, brotalamir koma í veröld hans, og hann tekur á sig einkenni manns meðofsóknarbrjálæði á barmi taugaáfaOs. Þá er endirinn óvanalega góður. Jim Carrey teygir svosum á gúmmíinu endrum og eins en held- ur sér þó meira í skefjum en nokkru sinni fyrr og er bara ansi góður. Myndin er þó fyrst og fremst sigur handritshöfundarins, Andrews Niccols, og leikstjórans, Peters Weirs, sem enn sannar hæfni sina aö koma óhefðbundnum sögum til skila á hvíta tjaldinu. Útgefandi: CIC myndbönd. Leik- stjóri: Peter Weir. Aðalhlutverk: Jim Carrey. Bandarísk, 1998. Lengd: 99 mín. ÖOum leyfð. Pétur JónasssoiK?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.