Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 2
Mitsubishi frumsýndi á liðnu hausti nýjan fjölhæfan og lipran fjölskyldubíl á bílasýningunni í Par- ís. Space Star heitir þessi nýi bíll og er í anda þeirra fjölnotabíla sem komið hafa fram með auknum þunga á síðustu mánuðum og árum. Af hálfu Mitsubishi er þetta að hluta til ný hönnun og hugsun ásamt því að byggjast á þeirri arf- leifð sem Space Wagon hefur komið með inn á markaðinn. Space Star er hannaður sérstak- lega fyrir Evrópumarkað, smíðaður i NedCar, verksmiðjunum sem Vol- vo, Mitsubishi og hollenska ríkið eiga í Hollandi, sömu verksmiðjum og framleiða Mitsubishi Carisma. Þessi nýi Space Star var frum- sýndur hjá Heklu um síðustu helgi og við erum með hann i reynslu- akstri í dag. Fjölnot og sveigjanleiki Fjölnot og fjölhæfni varðandi far- þega og farangur er eitt helsta atrið- ið sem haldið var á lofti við frum- sýningu Mitsubishi Space Star á liðnu hausti. Hægt er að renna aftursætinu fram og til baka sem nemur 150 mm. Sé sætinu rennt í öftustu stöðu er yfirdrifið fótarými fyrir farþega í aftursæti og samt þokkalegt rými fyrir farangur, eða 370 lítar, sem er svipað og í mörgum minni fólksbíl- um. Sé aftursætinu rennt í fremstu stöðu eykst farangursrýmið í 450 lítra en samt er nægt fótarými, einkum ef farþegarnir eru af yngri kynslóðinni. Ef aftursætið er lagt fram myndast 1.370 lítra rými fyrir forangur. Aukabónus er að hægt er einnig að stilla halla aftursætis- baksins. Lipur Space Star er lipur bíll í akstri. Það fer vel um ökumann undir stýri. Auðvelt er að flnna sér hæðar- stillingu við hæfi en hægt er að stilla hæð á ökumannssæti með lyftistöng við hægri frambrún sæt- isins. Mjög gott er að setjast inn í bílinn og fara út aftur því að hvorki ér sest niður í bílinn né upp í hann heldur einfaldlega beint inn. Þetta er nokkuð sem margir kunna að meta, einkum notendur af eldri kyn- slóðinni. Umhverfi ökumanns er mjög DV-myndir Hilmar Þór Mitsubishi Space Star er notadrjúgur og lipur fjölskyldubíll með marga ágæta kosti. Aðgengi í Space Star er mjög gott - maður sest beint inn í hann. látið útvarpsrás sjást líka á þessum skjá. Rásfesta í akstri er ágæt og fjöör- un sömuleiðis. Vindgnauð heyrist lítið en veghljóð heyrist um of og er það einn af fáum ágöllum sem hægt er að flnna að bílnum. Annað sem má finna að, sem er þó smávægilegt, er að frágangur klæðningar í farm- rými er ekki eins og vænta mætti í bíl sem þessum. Þegar lyfta þarf upp gólfteppi í farmrými til að komast að geymsluhólfi fyrir varahjól blasa við ófaldaðar brúnir á teppinu og hætt er við að þetta geti farið að trosna fyrr en síðar. Válin dugar vel Space Star er með 1,3 lítra vél og fyrir fram hefði mátt ætla að hér myndi skorta á vélarafl en þess verður ekki vart í venjulegum akstri. Þetta er alveg ný vél, ECI- MULTI, með einum yfirliggjandi Mælaborð og næsta umhverfi öku- manns er dágott og allt innan seil- ingar. Mitsubishi Space Star Heildarlengd: 4.030 mm. Heildarbreidd: 1.700 mm. Heildarhæð (upp fyrir þak- boga): 1.555 mm. Hjólahaf: 2.500 mm. Minnsta veghæð: 155 mm. Vél: 4ra strokka, 16 ventla, ECI- MULTI, með einum yfirliggj- andi kambás, 86 hö. (63 kW) við 6.000 snúninga. Snúningsvægi 117 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Fjöðrun: MacPherson-gorma- fjöðrun framan, eltiarmar og gormar aftan ásamt jafnvægis- stöng. Hemlar: Diskar framan, skálar aftan. ABS-læsivörn. Snúningshringur bils: 9,6 m. Gírkassi: Fimm gíra handskipt- ing. Verð: Kr. 1.495.000. Umboð: Hekla hf. Hér er Mitsubishi að svara auknum kröfum um fjölhæfni og notagildi, en Space Star er hannaður og smíð- aður í Evrópu, í verksmiðjum Ned- Car í Hollandi. Vatnskassar • Vatnskassaviðgerðir Millikælar • Iðnkælar • Skiptivatnskassar Miðstöðvarelement • Okukælar kambás og skilar 86 hestöflum við 6.000 snúninga sem nýtast einnig mjög vel á hægum og miðlungs- snúningi. Snúningsvægið er líka dá- gott, eða 117 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Þessi litla en aflmikla vél kemur ótrúlega á óvart og það var oftar en ekki sem nægt afl var „afgangs“ þegar gefa þurfti inn til að skipta um akrein eða skjótast yfir gatna- mót. Samkeppnisfært verð Space Star er kynntur í einni grunngerð og kostar þannig kr. Þakbogar eru staðalbúnaður og setja svip á bíllinn. „evrópskt". Það minnir um margt á nýja fjölnotabílinn frá Opel, Zafira, sem fjallað var um hér á síðum DV- bila fyrir skömmu. Frágangur mælaborðsins er áþekkur, meira að segja er bogamyndaðm- upplýsinga- skjár fyrir miðju. í Space Star sýnir hann útihita, klukku og í miðjunni má sjá hver bensíneyðslan er hverju sinni. Hægt er að fá leiðsögu- kerfi sem aukabúnað (þar sem slík kerfi eru farin að virka í dag) og þessi sami upplýsingaskjár er þá nýttur fyrir þær upplýsingar. Galli er hins vegar að Mitsubishi skuli ekki hafa farið sömu leið og Opel og Margur er knár þótt hann sé smár: 1,3ja lítra vélin skilar 86 hestöflum og er með dágott snúningsvægi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.