Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 5
1 IV LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 39 0/ar Aðalfundur Bílgreinasa mbandsins: Tekjur ríkissjóðs af bílgrein- inni um 30 milljarðar í ár „Það stefnir í að tekjur ríkissjóðs af bílgreininni verði um 30 milljarðar í ár og eru það hæstu tekjur sem ríkis- sjóður hefur nokkum tíma haft af henni,“ sagði Bogi Pálsson, formaður Bílgreinasambandsins, við setningu aðalfundar sambandsins um síðustu helgi, en þar gerði hann grein fyrir þróun tekna ríkissjóðs af bílum undan- farin níu ár, auk áætlunar fyrir þetta ár. Með bílgreininni er átt við bílainn- flutninginn sjálfan, þungaskatt, gjöld af varahlutum og hjólbörðum, viðgerð- ir, skoðunargjöld og bensíngjald. „Þessar tekjur hafa verið að aukast þrátt fyrir að vörugjaldsflokkum á inn- flutta bfla hafi fækkað og vörugjaldið lækkað. Bflgreinasambandið hefur lagt á það áherslu i viðræðum við fjár- málaráðuneytið undanfarin ár að sam- setning vörugjalda hafi nær eingöngu áhrif á samsetningu bílaflotans í land- inu en ekki á hefldarinnflutning bfla. Vörugjöld eru verkfæri neyslustýring- ar meðan þau eru flokkaskipt og hefur Bílgreinasambandið verið að beijast fyrir því að þessari neyslustýringu verði hætt.“ Hann sýndi til stuðnings þessari skoðun línurit sem sýnir þró- un kaupmáttar og þróun bflainnflutn- ings. Fylgnistuðull mflli breytinga kaupmáttar og bílainnflutnings er 0,78 sem er mikil fylgni. Á línuritinu, sem fylgir hér á síðunni, má sjá að þessar tvær linur falla nánast saman þeg- ar hlutfallsleg breyting beggja stærða er skoðuð með árið 1990 sem út- gangspunkt. Linan fyrir bilainnflutning hefúr verið margfólduð með stuðlinum 7, sem segir að bílasalan frá 1985 til dagsins í dag taki um sjöfóldum breytingum á breyt- ingu kaupmáttar, þó væntingamar um hækkandi eða lækkandi kaupmátt geti flýtt eða tafið fyrir breytingu á bflasölu. Á þessum tíma hafa vörugjöld bæði ver- ið hækkuð og lækkuð, flokkum fjölgað og þeim fækkað. Niðurstaðan er sú að breytingar á vörugjöldum eða flokka- kerfínu virðast lítfl áhrif hafa á heildar- innflutning bfla. Aukning um tæp 39% á árínu? Það kom fram í máli Boga að bíla- sala það sem af er þessu ári er 45% meiri en á síðasta ári. „Ef við hins veg- ar gerum spá fyrir sölu þessa árs, byggða á áætlaðri kaupmáttaraukn- ingu ársins, sem er áætluð verða 5,5%, má gera ráð fýrir að markaðurinn verði 38,5% stærri en á síðasta ári, eða um 23.000 bflar. Er hér átt við heildar- innflutning nýrra og notaðra bíla af ölium gerðum og stærðum," sagði Bogi. Bogi kom einnig inn á virðisauka- skatt en nú fer fram endurskoðun á virðisaukaskattskerfmu af hálfú fjár- málaráðuneytisins. „Það er skoðun Bílgreinasambandsins að virðisauka- skattskerfið fyrfr bíla sé ailt of flókið og það uppfylii alls ekki markmið kerf- isins eða gangi í sumum atriðum hreinlega gegn grundvallarhugsuninni um tilgang og eðli virðisaukaskatts. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra um meðferð virðisaukaskatts fyrir bíla eru töluvert umfangsmeiri að efni en allar aðrar leiðbeiningar um virðisauka- skattinn samtals. Hefur Bílgreinasam- bandið lagt á það áherslu við fjármála- ráðherra að felld verði úr gildi sér- Finnbogi Eyjólfsson sagði það hafa verið skemmtileg 25 ár sem hann hefur unnið að fræðslumálum bfliðnanna, en honum voru færðar sérstakar þakkir þegar hann lætur nú af störfum vegna aldurs. merkt skráningamúmer, svokölluð virðisaukanúmer, og fyrirtækjum leyft að nýta innskatt allra bíla sem eru skráðir í eign fyrirtækis og alls rekst- urs þeirra. Er þetta í samræmi við það sem gerist í helstu samkeppnislöndum okkar." Allir sitji við sama borð Þriðja atriðið sem Bogi kom sérstak- lega inn á í ávarpi sínu varðar starfs- skflyrði bflgreinarinnar og svarta at- vinnustarfsemi innan greinarinnar. „Bílgreinasambandið hefúr ávallt leit- ast við að hvetja meðlimi sambandsins til að vinna metnaðarfullt starf í hveiju verki og á hverju sviði. Það hef- ur einnig verið krafa sambandsins til stjómvalda að leikreglur séu sam- ræmdar, að sömu kröfur séu gerðar til allra og að þeim sé fylgt eftir með sam- bærilegu eftirliti gagnvart öllum. Þó oft kvarti samtök og fyrirtæki undan of mikilli forsjárhyggju hins op- inbera er rétt eftirlit nauðsynlegt og enn nauðsynlegra er að allir þurfi að uppfylla sömu kröfúmar. Þó að skatt- innheimta og undanskot frá skatti séu ekki á hendi sambands á við Bílgreina- sambandið að vinna með hefúr komið f ljós þörf og gagnsemi af samstarfi sambandsins við skattyfirvöld. Það virðist vera að samband sé milli metn- aðar fyrirtækja til menniunar starfs- manna, uppbyggingar tækja, vandaðra vinnubragða og undanskots frá skatti. Til em fýrirtæki sem jafnvel em ekki með skráð rekstrarleyfi og skila ekki skattgreiðslum en fá samt að starfa óá- Forsetabíllinn: Tilbúinn 17.júní 2000 Það kom fram á aðalfundi Bfl- greinasambandsins að viðgerð á forsetabílnum, Packardinum gamla sem þessa dagana er verið að gera upp að tilhlutan sambandsins og fleiri aðila, væri á áætlun. Undir- vagn og drifrás væm tilbúin og yf- irbyggingin tilbúin til vinnslu en varahluti vantaði. Innrétting væri sömuleiðis tilbúin til vinnslu og á þessari stundu væri ekkert sem benti til annars en upphafleg áætl- un um að bíllinn yrði tilbúinn þann 17. júní árið 2000 myndi standast. -JR Þannig leit „forsetapackardinn" út þegar vinna við að endurbyggja hann fór í gang á haustmánuðum 1997. Mynd DV-bflar EÓI. reitt af skattyfirvöldum eða öðrum yf- irvöldum. Raskar þetta samkeppnis- stöðu og gerir metnaðarfúllum fyrir- tækjum erfitt að stunda arðbæran rekstur þar sem þessi fyrirtæki þurfa að keppa við óskattlagða vinnusölu sem augljóslega er útilokað," sagði Bogi Pálsson. Afnám vö mgjalda Ein þeirra ályktana sem aðalfundur Bílgreinasambandsins samþykkti var ályktun um breytingar á vörugjalds- flokkum. Lögð verði áhersla á frekari fækkun flokka úr þremur í tvo þannig að fólksbflar með vélarstærö upp á 2000 rúmsentímetra og minna beri 30% vörugjald en bflar með 2000 rúmsentí- metra og meira beri 40% vörugjald. Meðal málefiia sem sérstaklega voru tekin fyrir í tengslum við þennan aðalfúnd var mikilvægi réttra upplýsinga í viðskiptum með notaða bíla. Með því að hverfa frá árgerðar- skráningu og nota frekar fyrsta skrán- ingardag og akstur sem viðmiðun er hægt að verðmeta bfla með nákvæm- ari hætti. Bflgreinasambandið hefúr staðið fyrir gerð tölvukerfis sem held- ur utan um afskriftir bfla frá upphaf- legu nývirði á mánaðargrundvelli. Að- alfundurinn hvatti alla starfandi aðila í bflasölu til að taka upp þetta kerfi til að tryggja sambærflegri framsetningu upplýsinga. Annað sem rætt var á fundinum er áhersla á mikilvægi réttra upplýsinga í meðferð tjónbfla. Bílgreinasamband- ið hefúr unnið að undirbúningi gæða- vottunar réttingaverkstæða. Það kom fram í máli Boga Pálssonar að markað- urinn hefði sett fram sífellt auknar kröfúr um að verðfella bíla sem lent hafa i tjóni. Með gæðavottun réttinga- verkstæða myndu bílar sem hafa farið í gegnum viðgerð á slíku verkstæði falla út af skrá yfir tjónbfla að viðgerð lokinni. Ein ályktimin lýtur að menntun í bfliðnum. Bílgreinasambandið, Bíliðnafélagið, Borgarholtsskóh og menntamálaráðuneytið hafa unnið saman að tilraunakennslu í bílgrein- um undanfarin þrjú ár. Reynslan hef- ur sýnt að kennsluaðstaða og kennslu- tæki hafa tekið stórkostlegum framför- um. Á grundvelli þessa er lögð áhersla Við þurfum að koma á gegn- sæju kerfi án neyslustýringar, sagði Bogi Pálsson, formaður Bflgreinasambandsins, um breytingar á gjaldtöku af bfl- greininni á aðalfundi sam- bandsins um síðustu helgi. á að bílgreinin haldi áfram virkri þátt- töku í fagmenntun innan bilgreinar- innar. Finnboga Eyjólfssyni hjá Heklu hf. voru færðar sérstakar þakkir frá Bíl- greinasambandinu. Hann hefur verið í forsvari fyrir fræðslumálum í bílgrein- inni í aldarfiórðung en lætur nú af því starfi vegna aldurs. Nokkur fiölgun var meðal aðildar- fyrirtæka Bilgreinasambandsins á ár- inu. 20 ný fyrirtæki gengu í samband- ið. Bogi Pálsson var endurkjörinn for- maður og með honum eru í stjóm Bjarki Harðarson, Ema Gísladóttir, Geir Gunnarsson, Gísli Ólafsson, ívar Ásgeirsson, Karl Óli Lárusson, Reynir Matthíasson, Sverrir Sigfússon og Úlf- ar Hinriksson. -JR Notaðlr bílar á góðu verfli MMC Pajero V6, bensín, '90, ek. 143 þ. km, blár, 5 gíra, 36" dekk o.fl. Verð: 1.250.000. Tilboð: 990.000. Peugeot Partner vsk. '99, nýr bíll, hvitur, dráttarkr. 5 gíra. Tilboð: 1.090.000 m/vsk. Nissan Sunny SLX 4x4 '93, ek. 83 þ. km, vínr., 5 gíra. Verð: 850.000. Tilboð: 730.000. VW Polo Milano 1400 '98, ek. 30 þ. km, grænn, 5 gíra, spoiler, cd o.fl. Verð: 1.170.000. Tilboð: 1.050.000. Musso EL602 TDI 2900 '98, ek. 33 þ. km, grænn, sjálfsk., abs, spólvörn o.fl. Verð: 3.000.000. Tilboð: 2.790.000. MMC Lancer GLXi 4x4 '93, ek. 119 þ. km, grænn, 5 gíra. Verð: 950.000. Tilboð: 790.000. VW Polo 1400 '96,ek. 37 þ. km, grænn, 5 gíra. Verð: 800.000. Tilboð: 690.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.