Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 0/ar U VAU U U Hipparnir: og svart Einhver vinsælustu hjól síöustu ára hérlendis eru án efa hipparnir. Mikil gerjun hefur verið í hönnun slíkra hjóla síðan snemma á ní- unda áratugnum. Framleiðendur eins og Yamaha riðu þá á vaðið með hjól eins og Virago, sem reyndar er enn þá framleitt, en öll höfðu þessi hjól það sammerkt að sækja hugmyndir um hönnun sína til Harley Davidson. Það fyrirtæki var reyndar í lægð á þessum tíma en með endurkomu þess færðist stíll japönsku framleiðendanna enn þá nær þeim og nú er svo komið að þeir eru farnir að leita eftir fyrirmyndum í öðrum amer- ískum framleiðendum. Kawasaki 1500 Drifter Eitt þessara hjóla er nýja 1500- hjólið frá Kawasaki. Þegar horft er á þetta hjól minnir það mann óneitanlega á Indian-hjól frá dög- um seinni heimsstyrjaldarinnar. Ólíkt öðrum hippum sem aldrei fá nóg af krómi hafa þeir hjá Kawa- saki veðjað á að til séu þeir sem búnir eru að fá ofbirtu af því. 1500 Drifterinn er minnst krómaði hippinn frá Kawasaki en lika einn sá fallegasti. Eins og áður sagði er hönnunin sótt til stríðsáranna eða jafnvel eftirstríðsáranna. Hjólið er með síðum, aftursveigðum brettum sem hylja helming teinafelgnanna. Sætið er breitt, með krómgrind að aftanverðu, og púströrið með sporðlaga enda. Mikið af hjólinu, sem venjulega er krómað, eins og luktarhús, vél, stýri og fram- demparar, er sprautað svart sem gefur hjól- inu sterkan heildarsvip þar sem smáatriði fá betur notið sín. Drifterinn fær lánaðan mótor- inn úr 1500 auka við akstur Driftersins en það eru stefnuljós sem slökkva sjálf á sér eins og á bílum. Verðið á Drifter hjá Vélhjólum & sleðum er 1.375.000 kr. Yamaha Wild Star 1600 Nýjasta hjólið frá Yamaha er jafnframt stærsta verksmiðjufram- leidda hjólið í heiminum. 48 gráða V2 mótorinn er 1602 rúmsentí- metrar og byggist á sömu hönnun og Harley Davidson-vélarnar, þ.e. knastásarnir eru niðri í vélarhúsi og flytja átakið til opnunar á ventl- unum eftir löngum undirlyftu- stöngum á hægri hlið vélarinnar. Þessi mótor býður líka upp á enda- laust tog, 134Nm/2250 snúningum á mínútu, sem er meira heldur en í nokkru öðru hjóli, og er aflkúrfa hans ámóta flöt og Danaveldi. Það er nánast sama í hvaða gír er tek- ið af stað. Yamaha lét sér samt ekki duga að nota Harley-hönnun á mótorinn þvi þetta hjól er eins og lifandi eftirmynd Softail-hjóls- ins. Afturdemparinn er falinn inni í grindinni til að fá útlit stífs aftur- Nýjasta hjólið frá Yamaha er jafnframt stærsta verksmiðjuframleidda hjólið. Drifterinn er minnst krómaði hippinn frá Kawasaki og líka einn sá fallegasti. Vulcan-hjólinu irliggjandi knastás. Þrátt fyrir sem er orðinn gamaldags útlitið er Drifterinn þó vel reyndur. með beina innspýtingu en segja Hann er vatns- má aö Kawasaki hafi verið frum- kældur, . 4 kvöðull í þess háttar búnaði í mót- ventla, með yf- orhjólum. Eitt er mjög til hægðar- enda og hjólið er drifið með reim eins og Softail-hjólið. Gírarnir eru fimm og þyngdin 307 kg. Verðið á Wild Star hjá Merkúr hf. er 1.390.000 kr. -NG : ■ . ■ Vélin í Drifter er fengin að láni úr 400 Vulcan-hjólinu. NIPPARTS Japanskir varahlutir fyrir japanska bíla NP VABflHIUTtB tHF SMIOJUVEGUR 24 C - 200 KÓPAVOGUR SÍMI587 0240 - FAX 587 0250 Viltu aka eins og auli? Þegar þú kemur að afrein til hægri skaltu varast að fara út á hana fyrr en brýnustu nauðsyn ber til svo þú náir að fara þangað sem þú ætlar. Passaðu líka að gæta ekki að því hvort einhver annar er kominn inn á hana fyrir aftan þig. Með þessu móti er alltaf möguleiki að þú getir verið kom- in/n meö bíl við hliðina sem hefur farið út á afreinina um leið og það var hægt. Þegar þú ert í sunnudagsbíl- túrnum skaltu aka lúshægt og glápa vel í kringum þig - á fjöllin og fossana og alla litlu sætu bæina - yfirleitt allt annað en á veginn fram undan. Ef þú ert svo heppinn að þurfa að fara fram úr hjólreiðamanni getur þú æft þig í að hafa ekki nema svo sem 1Ó sm milli spegils- ins hjá þér og stýrisins hjá honum - og helst á sem mestum hraða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.