Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 8
42 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 Kr * Litli, lipri sportbíilinn MX-5 frá Mazda getur rakið sögu sína aftur til febrúar 1989. Hann birtist þá fyrst með 1,6 litra 16 ventla vél og kallaðist Eunos heima í Japan. Sumarið 1993 voru gerðar smábreyt- ingar í útliti og nú kom stærri 1,8 lítra vél einnig fram. Á alþjóðlegu bílasýningunni í Tokyo haustið 1997 var MX-5 frumsýndur í nýrri gerð og undirrituðum eru enn í minni andköfin sem japönsku blaðamenn- imir tóku þegar dúknum var svipt af bílnum i Tokyo, svo flottur þótti þeim bíUinn. „Japönsk hátækni samtvinnuð bestu sportbílatækni Evrópu“ var ein fyrirsögnin sem lesa mátti í blöðum í Japan daginn eftir frum- sýninguna, og það er alls ekki svo fjarri sanni, en við erum einmitt með einn svona bíl í stuttum kynn- ingarakstri í dag. Ræsi hf., umboði Mazda á íslandi, tókst að fá eitt eintak af þessum vin- sæla sportbU tU landsins en hann hefúr selst feikivel aUt frá frumsýn- ingardeginum í október fyrir einu og hálfu ári, svo vel að evrópskum umboðsmönnum hefur gengið iUa að anna eftirspxnn. Alvörusportbíll Það er nánast alveg sama tilfinn- ing að setjast inn í Mazda MX-5 og var að setjast inn í sportbUa á borð við MG-sportbUinn breska fyrir 30 árum. BUlinn er lágur, það þarf að beygja sig saman þegar sest er inn, en þegar inn er komið passar um- hverfið eins og hanski utan um öku- manninn. Mælaborðið er búið að glata nokkru af þeim harða stU sem einkenndi sportbUana fyrir þremur eða fjórum áratugum en virkar vel og kemur sínu tU skUa. ■ mazda Mazda MX-5, bráðskemmtilegur og lipur tveggja manna sportbíll sem æsir upp bíladelluna í hæglátustu mönnum á öllum aldri. Myndir DV-bílar JR Það er vélin sem gefur þessum bíl gildi og rífur hressilega í þegar á þarf að halda. svo shögg og hörð að hún er nánast engin, en svona á þetta bara að vera. Ökumaðurinn situr svo lágt að hann hefur miklu næmari tiifinn- ingu fyrir akstrin- um en í hefð- bundnum fjöl- skyldubU, stýrið svarar Ujótt og vel og hemlamir sömuleiðis. í svona stuttum kynningarakstri er þó ekki hægt að kynnast svona bU tU hlítar en það eru vissulega skemmtUegu taktamir sem standa upp úr. Sprækur en svolítið dýr 1,8 lítra vélin skUar 140 hestöflum við 6500 snúninga á mínútu og það þarf að láta hana snúast nokkuð hraðar en á venjulegum fjölskyldu- bU tU að kalla ffarn sportlegustu taktana í bílnum. Snúningsvægið er líka dágott, eða 162 Nm við 4500 snúninga. Þessi svömn úr vélinni gerir það að verkmn að þetta er sprækur bUl, enda kem- ur fram í þeim tölulegu upplýsingum sem við höfum að hámarkshrað- inn er 205 km á klst. en hraðamælirinn sýnir að vísu aUt upp í 240 km/klst. Hröðunin er sögð vera 8,5 sekúndur frá 0 í 100 km hraða og eitt er víst: Hún er næg fyrir okkar takmarkaöa umferðarhraða, enda era aðeins 7,8 kUó á hvert hestafl. HeUdarlengdin er 3.975 mm, breiddin er 1.680 mm og hæðin 1.230 mm. Hjólahaf er 2.265 mm og minnsta veghæð 130 mm. Hjól em 185/65R14. Þegar kemur að verð- inu verður að játa að þetta er nokkuð dýrt leikfang en í þessari útgáfu kostar MX-5 kr. 2.450.000 sem er nokkuð í hærri kantinum miðað við að þetta er að- eins tveggja sæta bUl. Farangurs- rýmið er ekki stórt, aðeins 144 lítr- ar, og plássið í heUd ekki mikið. En hvað sem öUu verði og plássi líður þá var mjög svo gaman að prófa alvömsportbU af minni gerð- inni. Þetta er bUl sem verður, líkt og fyrirennarinn, klassískur og kemur tU með að eldast vel, enda uppseldur um aUan heim. -JR Ökumaðurinn situr lágt en hefur ágætt útsýni fram á veginn. Farangursrýmið er ekki ýkja stórt en dugar þó fyrir styttri ferðir. SkemmtUegasta sérkenni alvöru- sportbUa er hins vegar hér tU stað- ar en það er örstutt gírstöng, svo stutt að hún feUur nánast inn í lófann þegar gripið er utan um hana. Þessi stutta gírstöng gerir það að verkum að hægt er að skipta snöggt og örugglega um gír sem þýðir að hægt er að rífa bUinn á augabragði á fuUa ferð. Þetta var reynt nokkmm sinnum í þessum kynningarakstri og það var oftar en ekki sem hinir bUamir stóðu nán- ast eftir þegár tekið var af stað á grænu Ijósi og það var ansi fljótt sem löglegum hámarkshraða var náð í innanbæjarumferðinni. Fóður fyrir bíladellu BUl eins og Mazda MX-5 er hörku- fóður fyrir bUadeUuna í hverjum þeim sem prófar svona bU. Akst- urseiginleikamir em stórgóðir, það heyrist vel í vélinni og fjöðmnin er Það er ekki mikið pláss fyrir ökumann og farþega en vel hannað rýmið fell- ur eins og hanski utan um þá sem þar sitja. Hér er bfllinn með hörðum toppi en hægt er að taka hann af og setja blæju í staðinn. Klassiskur og sprækur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.