Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 7 JDV Neytendur Mikill verðmunur bæði á papriku og AB-mjólk Tæplega 60 prósenta munur er á dýrasta og ódýrasta kílóverði af grænni papriku, skv. könnun DV sem náði til stærstu verslana höf- uðborgarsvæðisins. Dýrust er paprikan í Nýkaupi og 11-11, 798 kr., en ódýrust er hún í Bónusi, þar sem kílóið kostar 499 krónur. Auk þessara þriggja verslana var verð kannað hjá Hagkaupi, Nóatúni, 10- 11, Nettó og Fjarðarkaupum. DV kannaði verð á nokkrum teg- undum af matvöru; auk papriku var m.a. kannað verð á 1/2 1 af AB- mjólk, lítra af Nýmjólk, 2 1 af Coca- Cola og Smjörva. Kók í tveggja lítra flösku var sömuleiðis ódýrast í Bónusi, þar kostaði flaskan 163 1 lítri Nýmjólk kaup 75 kr. Nýkaup 2 lítra Coca Cola 194 kr. 194 kr. 194 kr. kaup krónur, en dýrust var hún í 11-11, Nóatúni og Nýkaupi, 194 krónur. Mjólkin kostar það sama í Nettó og Bónusi, 70 kr. lítrinn, en dýrust er hún i Nóatúni, Nýkaupum og 11-11, þar sem hún kostar 75 krón- ur. Hálfur lítri af AB-mjólk er ódýrastur í Bónusi, kostar þar 58 krónur og er krónu ódýrari en hjá Nettó og Nýkaupum. Dýrust er AB- mjólkin í 11-11 og Nóatúni, á 72 kr. Smjörvi var ódýrastur í Bónusi, þar sem hann kostaði 135 kr. Hann var krónu dýrari í Nettó, en dýrast- ur, 148 kr., i 11-11, Nóatúni og Ný- kaupum. Könnun DV gefur ekki rétt mynd af því hvaða verslanir hafa lægsta eða hæsta vöruverð þegar tekið er tillit til heildarmatarkörfu. Aðeins var verið að kanna verð nokkurra hluta. Fjarðarkaup er sú verslun sem hefur meðalverð á öllum ofan- greindum vöruflokkum, en Bónus hafði ódýrasta verðið á vöruflokk- unum og Nettó var skammt undan. -hb Tagliatelli Carbonnara - réttur fyrir fjóra 1/2 lítri AB-mjólk 69 kr. 69 kr. 58 kr. 59 kr. 59 kr. Bónus Nettó Fjarðar- Hagkaup 10-11 11-11 Nóatún Nýkaup kaup £H9 300g Smjörvi 148 kr. 148 kr. 148 kr. W~ Bónus Nettó Fjaröar- Hagkaup 10-11 11-11 Nóatún Nýkaup kaup Undirbúningur: 10 mínútur Suðutími: 15 mínútur 300 g tagliatefli 30 g smjör eða smjörlíki 120 g beikonsneiðar, saxaðar smátt 1 msk. olífuolía 4 msk. rjómi paprika á hnífsoddi 60 g Parmesanostur, riflnn 2 egg salt og pipar 1. Hitið olíuna á pönnu og steik- ið beikonbitana við meðalhita þar til þeir eru ljósbrúnir. 2. Bætið paprikunni í og látið krauma í 1 mínútu enn. 3. Bætið rjómanum í og pískið saman. 4. Pískið saman eggin og rifinn ostinn. 5. Sjóðið tagliatelli í léttsöltu vatni í 10 mín. eða þar til það er mátulega soðið. 6. Síið vatnið af pastanu og hellið því síðan í pottinn aftur, bætið smjöri, salti og pipar út í og bland- ið vel. 7. Nú er beikonblöndunni og eggjablöndunni hrært vel saman við og bragðbætt með salti. Borið fram strax. Hljolnfrutningstæki -v BL. irrf Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni • Sond Morping RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar tvískiptir: 120W • Power Bass Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni • Sond Morping RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar tvískiptir: 120W • Power Bass 3 ára ábyrgð I • Sími 533 2800 U M ALLT LAN D begar hljómteekl sklpta máll It á ~)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.