Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1999 íennmg u Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson Falskar vonir Vatnspóstar fyrir nýja öld Andrea Bocelli. Hress á flautu Marilyn Mead er flautuleikari frá Houston í Texas. Hún er nú búsett hér á landi og kom fram á tónleik- um á Sóloni ís- landus á mánu- dagskvöldið. Á efnisskránni voru svo til ein- göngu lög eftir Thelonius Monk. Monk er einn af höfuð- snillingum djassins og sér- stæður per- sónuleiki í tón- listinni, bæði sem tónskáld og píanóleikari. Lög hans inni- halda yfirleitt alltaf eitthvað óvænt eða öðruvísi, hvort sem það nú eru undarleg tónbil eða hendingar sem færast til í takt- inum, og mörg þeirra eru núorðið á dagskrá djassleikara um allan heim. Með Mead léku þeir Sigurður Flosason á altsaxófón, Kjartan Valdimarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Birgir Baldursson á trommur. Eins og oft áður þá blés Sigurður Flosason hreint frábærlega á köfl- um, og hrynsveitin var örugg í sínu hlutverki. Marilyn Mead er ágæt- ur flautuleikari og hressilegur ------ persónuleiki og hvatti bæði hljómsveitina og áheyrendur áfram. Það má vel heyra að hún --------;------------------------ á sínar tónlistarlegu rætur í Arsæll Másson Öðru fn ðjasf’sPun'nn er ekki ________ ________________________ mjog hnitmiðaður eða markviss á djassvísu, en þokkalega áheyrilegur þrátt fyrir það. Hún blés einn rólegan mollblús eftir sjálfa sig, Give Me a Break nefndi hún hann. Honum fylgdi sú saga að hún hefði sett hann saman á spítala eftir að hafa fótbrotnað í Rod- ney King óeirðunum í L.A. Persónuleiki hennar sá um að halda uppi ágætri stemningu meðal áheyrenda og á hún eflaust eftir að setja svip á tónlistarlíf bæjarins, ef marka má þessa tónleika. Marilyn Mead. Jass Eins og alþjóð er kunnugt hefur Ólafur Ingi Jóns- son, forvörður hjá Morkinskinnu, lagt á sig ómælda - og ólaunaða - vinnu við að upp- lýsa inn eðli og umfang lista- verkafalsana, sem á síðustu misser- um hafa valdið fjölmörgum einstaklingum fjártjóni og drepið í dróma íslenskan lista- verkamarkað. Það er því allnokkur viður- kenning á þessu brautryðjendastarfi Ólafs Inga að fyrir skömmu ákvað menntamálaráð- herra, Bjöm Bjarnason, að veita honum styrk upp á kr. 500.000 til að standa straum af hluta af útlögðum kostnaði hans vegna rann- sóknar á „véfengdum listaverkum", eins og það heitir í bréfi ráðuneytisins. Magnus Andersson heitir gítarleikari sem hélt tónleika í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta. í efnisskrá var hann sagður einn fremsti gítarleikari Svía og tekið fram að hann hefði vakið nokkra athygli fyrir flutning sinn á nútímatónlist. Tónleikamir voru þó í hefðbundnara lagi, rúmlega helmingur efnisskrárinnar eftir suðræn tónskáld á borð við Tarrega, Al- beniz og Villa-Lobos. Fyrst flutti Magnus tilbrigði op. 107 eftir Mauro Giuliani við stef eftir Hándel. Fyr- ir þá sem ekki vita var Giuliani uppi á árunum 1781-1829, frægur ítalskiu- gitar- leikari sem samdi m.a. þrjá konserta fyrir hljóðfæri sitt. Tónsmíðar hans Magnus Andersson. krefjast töluverðra til- þrifa og tæknikunnáttu og verður að segjast eins og er að flutningur Magnusar olli nokkmm vonbrigðum. Manni datt helst í hug að hann hefði ekki verið nógu duglegur við að æfa skala upp á síðkastið, því hlaup og annað „fingraspil“ var fremur ójafnt. í þokkabót var dauft yfir túlkuninni og hefði að ósekju mátt leika sterkar víðast hvar. Næst á dagskrá vom tveir menúettar eftir Femando Sor, og síðan Capriccio eftir Luigi Legnani. Tæknilega hafði Magnus þessi verk Tónlist Jónas Sen ágætlega á valdi sínu, þó enn skorti mikið á léttleikann og snerpuna sem gjarnan ein- kennir suðræna gítartónlist. Klór og þrusk Skemmtilegra var að heyra Reisswerck eft- ir samtímatónskáldið Klaus K. Húbler, þó tónsmíöin væri í sjálfu sér ekki ýkja merki- leg, aðallega klór og þmsk, sem vom samt tilbreyting frá lognmollunni. Því miður sveif aftur á mann svefnhöfgi í Fantasiu Dowlands sem á eftir kom, og er Nocturnal eftir Benjamin Britten byrjaði skapaðist hætta á algeru meðvitundarleysi. Þetta er samt spennandi verk sem hljómar eins og verið sé að leika af fingrum fram, en þó ein- göngu ef einhverjar andstæður eru í túlkun- inni. Ekki batnaði ástandið eftir hlé. Lagrima, Adelita og Recuerdos de La Alhambra eftir Tarrega, og Sevilla eftir Albeniz em frægar og vinsælar tónsmiðar sem kalla á áreynslu- lausa tækni, lýríska fegurð og dramatískar andstæður. Ekkert af þessu var til staðar í leik Magnusar, sérstaklega var síðasta verk Tarregas stíflað og var úkoman beinlinis átakanleg. Svipaða sögu var að segja um verkin sem á eftir komu, Angelus Waltz eftir Bent Sören- sen, og prelúdíu nr. 1 og etýöu nr. 11 eftir Villa-Lobos. Passing Away eftir slóvenska samtímatónskáldið Uros Rojko var á hinn bóginn nokkuð frumlegt. Það einkenndist af sifelldu tifi sem barst frá strengjum gítarsins yfir á aðra hluta hans, en er á leið virkaði úrvinnsla grannhugmyndanna ekki sann- færandi, kannski vegna þess aö mónótónsk, taktföst byrjunin gaf fyrirheit um ærandi há- punkt sem aldrei kom. Hið sama má reynd- ar segja um tónleikana í heild sinni, sem vom ekki sæmandi þeim sem í efnisskrá er kaflaður einn fremsti gitar- leikari Svía. Nema auðvitað að þar á bæ séu gítarleikarar almennt ekki góðir. Menntamálaráðuneytið styrkir Ólaf Inga I síðustu viku var gert uppskátt um nið- hrstöður í hug- myndasamkeppni um vatnspósta á al- mannafæri, sem efnt var til í tilefni af 90 ára afmæli Vatns- veitu Reykjavíkur. Er ætlunin að koma þessum vatnspóstum fyrir á fjölfórnum stöðum í bænum, svo og á göngu- og skokk- leiðum Reykvíkinga, og verður sá fyrsti vígður 16. júni 1999. 138 tillögur bárust í samkeppnina og voru fjórar þeirra valdar til frekari útfærslu: Aqua- Aqua-Vatn-Vatn eftir Kristinn E. Hrafnsson (á mynd), Nykur eftir Þórð Hall, Vatnsstrók- ur eftir Önnu Lísu Sigmarsdóttur og Matt- hew Rohrbach og Vatnsveita eftir Kari Elise Mobeck. Eftir ljósmyndum að dæma virðast þær uppfylla flestai- þær kröfur sem gerðar voru til þeirra, m.a. um frumleik, notagildi og viðhald. Þó læðast að leikmanni efasemd- ir um útfærslu á íðilfrumlegri tillögu Krist- ins E. Hrafnssonar af upprúllaðri garðslöngu, sem kemur óhjákvæmilega til með að safha í sig vatni og snjó. Auk þess verður bronssteypa af skærgulu plasti aldrei nema svipur hjá upprunalegri tillögu, jafnvel þótt bronsið verði gulhúðað. Þá er líka fyrir bí hluti af efnisverkan bronsins sjálfs. List í spilavíti? Almennt er umsjónarmaður menningar- síðu þeirrar skoðunar að manninum sé gott að hafa umhverfis sig fagra hluti, myndverk og ar.naö sér til augnayndis. Hins vegar ber maðurinn einnig nokkra ábyrgð gagnvart þessum sömu hlutum, myndverkum og sjálfu markmiði allrar listsköpunar. Eitthvað samræmi, formrænt eða hugmyndalegt, þarf að vera milli lista- verka og þess umhverf- sem þeim er búið. Það gengur til dæmis ekki að sýna myndverk sem þarfnast gaumgæfilegrar skoðunar og umþóttunar á háannatíma í Kringlunni. Lengi vel var líka hlálegt að sjá styttu af sæfaranum mikla, Þorfinni karlsefni, horfa fránum augum yfir andamergðina á Tjörninni. Góðu heilli er nú búið að koma Þorfinni fyrir við dvalarheim- ili aldraðra sæfara, þar sem hann horfir í átt til Ameríku. Sömuleiöis verður að setja spumingar- merki við þá ákvörðun tveggja listakvenna, Erlu Axels og Gerðar Gunnarsdóttur (mynd), að lána myndverk til skreytingar á nýjum spilasal Háskóla íslands við Skólavörðustíg. Með varkum sínum eru þær að ljá starfsemi sem er í rauninni aöeins fremur ómerkilegt peningaplokk, (og er þarna að auki í óþökk nágranna), menningarlegt yfirbragð. ítalskar ballöður Andrea Bocelli heitir geðslegur ítalskur tenórsöngvari sem fengið hefur töluverðan meðbyr i heimalandi sínu á undanfórnum misser- um og ekki að ósekju; röddin er þýð og þjál, minnir á köflum á hljóð- færi Titos heitins Schipa. Ólíklegt er samt að ópemaðdáendur muni nokkurn tímann sjá þennan ágæta söngvara á sviði þar sem hann hefúr verið blindur frá fæðingu. Þess í stað hefur Bocelli verið duglegur að taka upp tónlist af ýmsu tagi, trúarlega tónlist og ítölsk þjóðlög sem sennilega gefa ekki viðhlítandi hugmynd um sönghæfileika hans. Hins vegar ætti þátttaka hans i nýrri upptöku á La Boheme með Zubin Metha að skera úr um þá hæfileika. Sogno (Draumur) heitir ný geislaplata Bocellis fyrir dægurlaga- _______________________________________ markaðinn en slíkar plöt- Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson ur era nú orðnar liður í markaðssetningu sér- hvers stórsöngvara. Þá er til siðs að fá hjáróma poppsöngvara til að syngja með honum eitt eða tvö lög. Hér em það Céline Dion og Eros Ramazotti sem krydda sönginn með Bocelli, hver á sinn máta, en einnig portúgalska /odo-söngkonan Dulce Pontes, sem er langtum best þessara gestasöngvara. Ég veit ekki hvort Bocelli muni eignast marga aðdáendur hér á landi út á þessa geislaplötu. Til þess em tónsmíðarnar einfaldlega of klisjukenndar og ekki bæta hans eigin tónsmíðar úr skák. 3-4 lög á plötunni, til að mynda Canto della terra og Un Canto, munu senni- lega hugnast þeim sem „fíla“ ítalskar ballöður. Öðmm skal bent á að kynna sér aðra „létta“ plötu með Bocelli, Vi- aggio Itali- ano, þar sem hann syngur með rússnesk- um kór og hljómsveit. Andrea Bocelli - Sogno, Polydor 547 222-2 Umboð á íslandi: SKÍFAM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.