Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. 50 milljónir króna á flokk Þegar tveir stjómmálaflokkar eru farnir að auglýsa vikum saman fyrir milljón krónur á dag hvor um sig, er eðlilegt, að spurt sé, hver borgi þessi ósköp og hvað hann vilji fá í staðinn. Auglýsingarnar eru hluti herkostnaðar, sem fer í fimmtíu milljónir á hvorn flokk Augljóst er, að það er ekki litli maðurinn í þjóðfélag- inu eða aðrir stuðningsmenn flokkanna, sem leggja fram slíkar upphæðir. Ennfremur er augljóst, að íjársterkir aðilar leggja ekki fram milljónir króna hver fyrir sig án þess að vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. DV hefur löngum mælt með, að fjárreiður flokkanna verði gerðar sýnilegar almenningi, svo að hann geti dreg- ið af því ályktanir, ef hann kærir sig um. Þannig eru gerðar sýnilegar fjárreiður fyrirtækja á hlutabréfamark- aði, svo að íjárfestar fái betri innsýn í reksturinn. Ekki er verið að ræða um að banna eitt eða neitt eða setja þak á upphæðir. Krafan felst aðeins í, að reikning- ar stjórnmálaflokkanna séu birtir og ennfremur listar yf- ir þá, sem leggja flokknum til meira en ákveðna lág- marksupphæð, t.d. tuttugu þúsund krónur. Með framlögum er átt við beinharða peninga og óbeina, svo sem magnkaup á happdrættismiðum, við- skiptaafslátt umfram markaðsafslátt, svo og aðstöðu af ýmsu tagi, svo sem húsnæði og síma. Kjósendur eiga rétt á að vita, hverjir séu helztu vildarvinir flokkanna. Stjórnmálaflokkarnir njóta þeirra sérstöku fríðinda, að vera ekki skattskyldir. Eðlilegt mótvægi við þessa að- stöðu þeirra er, að þeir séu látnir gera fjárreiður sínar gegnsæjar. Slíkur sýnileiki er einmitt eitt af því helzta, sem greinir lýðræðisríki frá öðrum ríkjum. Velgengni lýðræðisríkja byggist á leikreglum og gagn- kvæmu trausti, rétt eins og markaðs- og viðskiptahag- kerfið byggist á leikreglum og gagnkvæmu trausti. Þetta traust verður ekki til úr lausu lofti, heldur afla menn þess með því að leggja spilin á borðið. Marklaus er sú krafa framkvæmdastjóra stærsta stjómmálaflokksins, að kjósendur eigi að treysta honum af því bara. Kjósendur treysta því, sem þeir sjá og eiga ekki að þurfa að sætta sig við að treysta því, sem logið er að þeim, ekki frekar en fjárfestar treysta slíku. Krafan um opnar fjárreiður stjórnmálaflokka er engin sérvizka í DV. Þannig er málum hagað í Bandaríkjunum, Þýzkalandi og ýmsum öðrum nágrannalöndum okkar. Þetta er líka krafa, sem nokkrir íslenzkir háskólakennar- ar settu fram fyrir rúmlega hálfum áratug. Það er þeim mun brýnna að setja slíkar reglur hér á landi en annars staðar, að stjórnmálaflokkarnir leika hér á landi í meira mæli hlutverk skömmtunarstjóra lífsins gæða en flokkar í nágrannalöndunum. Okkar hagkerfi er frumstæðara og byggist meira á fyrirgreiðslum. Þess vegna er rétt, að kjósendur fái að vita, hvaða hagsmunaaðilum er annt um þennan eða hinn stjórn- málaflokkinn. Þvergirðingur ráðamanna flokkanna gegn þessari sjálfsögðu kröfu sýnir í raun, að þar loga fjár- hagsleg ástarsambönd, sem ekki þola dagsbirtu. Þegar tveir stjórnmálaflokkar eru farnir að verja hvor um sig fimmtíu milljónum króna til einnar kosningabar- áttu, er leyndarstefnan orðin óverjandi. Margir hljóta að glata trausti á viðkomandi aðilum, af því að þeir átta sig á, að þetta eru í hæsta máta óeðlilegar fjárreiður. Engin leið til aukins framgangs og ijárhagslegrar vel- gengni lýðræðis er betri en aukið traust milli aðila og það traust fæst helzt, þegar kerfið er gert gegnsætt. Jónas Kristjánsson IÍp1™Il * fr* : ’l iirT i ... Tekjujafnandi fjölþrepa tekjuskattur, eins og Samfylkingin kallar það, mun fyrst bitna á þeim sem vinna mest, ungu fólki með stórar fjölskyldur og húsnæðisskuldir, segir m.a. í greininni. Skattar og lífskjör svo að fyirtækin hafi minna svigrúm til þess að greiða hærri laun. Fjármagnstekjuskatt- inn til þess að eldri borgarar greiði nú ör- ugglega sitt, og ekki bara það, heldur skulu þeir borga skatt af verðbólgunni líka. Það á líka að taka upp tekjujafnandi Qölþrepa tekjuskatt eins og það heitir. Þá fyrst mun unga fólkið með börnin, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, finna fyr- ir jaðarsköttunum. Því það er sama hvað þú færir mikið til í barna- „Einfaldasta leiöin til þess að lækka skatta, sérststaklega jað- arskatta, er að lækka tekju- skattsprósentuna. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert á síð- asta kjörtímabili þannig að tekjuskattsprósentan er nú 10% lægri en hún var í upphafi kjör- tímabilsins." Kjallarinn Árni M. Mathiesen alþingismaður Samfylkingin skil- greinir kosningam- ar 8. maí á þann hátt að baráttan standi á milli fylk- ingarinnar og Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfsagt telur fylk- ingin það vera vegs- auka fyrir sig að keppa við Sjálfstæð- isflokkinn. Um full- yrðinguna má hins vegar deila, en þó er ljóst að það eru mjög skýrir þættir sem aðgreina stefnu Sjálfstæðisflokksins frá stefnu fylkingar- innar. Þessi munur kemur hvað skýrast fram í stefnu þess- ara framboða í ríkis- flármálum og í reynd myndu kjós- endur flnna best fyr- ir þessum mun í sköttunum sínum og þar með fjárhag fjöl- skyldunnar. Skattahækkanir og eyðsla Opinber stefna fylkingarinnar er að auka ríkisútgjöld um 35 milljarða króna. Þetta er þeirra eigið mat og er sjálfsagt ónákvæmt, því enginn þar innanborðs er sérlega þekktur fyrir nákvæmni í meðferð opin- berra fjármuna. Samt er þessi upp- hæð hærri en allar tekjur ríkis- sjóðs af tekjuskatti einstaklinga á þessu ári. Hvaðan ætlar fylkingin svo að fá þessa peninga? Jú, það á að hækka skatta. Tryggingagjaldið bótum og vaxtabótum, þeir sem borga skatta borga fyrir bæturnar sínar og meira til. Þeir sem vinna mest borga mestu skattana og það er ungt fólk með stórar fjölskyldur og húsnæðisskuldir. Stefna Sjálfstæðisflokksins Stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum er mjög einföld og hana hefur hann sýnt í verki á síð- ustu árum. Ráðdeild í ríkisrekstri, jafnvægi í ríkisfjármálum og nið- urgreiðsla skulda skapar skilyrði til lækkunar skatta. Einfaldasta leiðin til þess að lækka skatta, sérststaklega jaðarskatta, er að lækka tekjuskattsprósentuna. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert á síðasta kjörtímabili þannig að tekjuskattsprósentan er nú 10% lægri en hún var í upphafi kjör- tímabilsins. Tekjuskattsprósentan hefur lækkað um 4 prósentustig á þessu tímabili. fsland er nú í sjötta neðsta sæti innan OECD hvað varðar tekjuskattsgreiðslur meðal- fiölskyldunnar. Skattar á fyrirtæki hafa líka lækkað og eru nú svipaðir og í ná- grannaríkjum okkar. Það segir - sína sögu að nú þarf ekki lengur að semja sérstaklega um skatta erlendra fyrirtækja sem hér hefia starfsemi. Atvinnulífið er nú svo sterkt hér á landi að at- vinnuleysið, sem var orðið vandamál, fyrirfinnst vart í dag og kaupmáttur launa hefur auk- ist um 24% á síðasta kjörtíma- bili. Áfram árangur Undir forystu Sjáfstæðisflokks- ins höfum við náð góðum ár- angri. Hagvöxtur hefur verið 5% á ári siðustu ár, sem er tvö- falt það sem gerist annars staðar, og ísland er í dag í fimmta sæti á heimslista Sameinuðu þjóðanna í lífskjörum. Þessum árangri má ekki fóma á altari eyðslu, skatta- hækkana og verðbólgustefnu fylkingarinnar. Höldum áfram að ná árangri með Sjálfstæðis- flokknum. X-D Árnl M. Mathiesen Skoðanir annarra Stjórnmál og fjölmiðlar „Smátt og smátt færist kosningabarátta og þjóð- málaumræður almennt inn í fiölmiðlana, með mis- munandi hætti eftir því, sem hentar hverjum og ein- um fiölmiðli. En um leið og það gerist verður samspil og samstarf fiölmiðla og þeirra, sem taka þátt i stjórn- málabaráttunni stöðugt mikilvægara. Þetta samstarf er komið mun lengra á veg í Bandaríkjunum heldur en t.d. hér á íslandi. Samspil stjórnmála og fiöl- miðla skiptir miklu máli og ástæðulaust að gera lítið úr því. Það á sífellt meiri þátt í að koma upplýsingum á framfæri við almenning og kjósendur fyrir kosning- ar. Þess vegna verða báðir aðilar að leggja sig fram um að rækja þessa upplýsingaskyldu vel.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 25. apríl. Endurreisn bókaþjóðar „Ný könnun um bóklestur íslendinga staðfestir að lestur bóka er á undanhaldi hér á landi.Það hef- ur verið almenn skoðun íslendinga að undanförnu að þeir væru enn hin mikla bókaþjóð. Til marks um það eru nefndar háar tölur um fiölda bóka sem gef- inn er út hér á landi á hverju ári. Bókatitlunum hef- ur vissulega farið fiölgandi síðustu árin - en á sama tíma les þjóðin færri og færri bækur. Það er vissu- lega sláandi niðurstaða sem hlýtur að kalla á um- ræður .um leiðir til að efla bóklestur á ný.“ Elías Snæland Jónsson í Degi 24. apríl. Heljarmenni og amlóðar „Ég hef verið að kynna mér að undanfórnu kosn- ingastefnuskrár stjómmálaflokkanna og einnig hef ég átt viðtöl við frambjóðendur. Hvergi er það I stefnuskrám flokkanna að afnema sjómannaafslátt- inn á næsta kjörtímabili. Þannig virðist sem meiri- hluti þjóðarinnar vilji því miður frekar veita tekju- hæstu stétt landsins afslátt af sköttum upp á 1,5 milljarða á ári en að lyfta aumustu þegnum þessa lands upp fyrir hungurmörk. Sjómenn eru jú miklu, miklu sterkari en öryrkjar. Þjóðin hefur alltaf haft miklu meiri áhuga á heljarmennum en amlóðum.“ Stefán Gunnarsson í Mbl. 24. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.