Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 27 Valgeir Pálsson, Suðurlandi: Hvaö œtlar þú aö gera fyrir skóla- fólk sem er aöfara út á vinnumark- aö varóandi fjárhagshliöina? „Aðalatriðið hjá okkur er að við viljum hafa námslánin vaxtalaus. Auðvitað þarf fólk að hafa svigrúm þegar það er að byrja að leita sér að vinnu og svo framvegis. Nákvæmar tillögur eru ekki um þetta í okkar stefnu en þetta er eitt af grundvall- aratriöum okkar. Þetta eru mann- réttindamál og því í forgangi. í þessu sambandi bendi ég á að inn í námsefni grunnskólanna mættu koma praktískari hlutir eins og það hvemig það er að fara út í atvinnu- lífið." Linda Sigurðardóttir, Reykja- vík: Mœtiö þiö velvild annarra frambjóöenda á kynningar- og fram- boösfundum í útvarpi og sjónvarpi og fáiö þiö sömu meðferð og önnur framboó? „Yfirleitt. Þetta er kurteist fólk. Mestu samstöðuna hef ég fúndið hjá Frjálslynda flokknum. Kannski vegna þess að við höfum bent á van- hæfhi alþingismanna til að fjalla um ýmis mál. Þetta er ágætisfólk upp til hópa. Eini maöurinn í gegn- um tíðina sem ég hef heyrt gera al- varlegar athugasemdir við þetta er Davíð Oddsson. Hann er sér á báti með hroka. Aðrir gera sér grein fyr- ir grunnforsendum lýðræðis, að fýr- ir kosningar er enginn með fylgi. Kannski gerir þetta að verkum að við höfum ekki fengið eina mínútu fyrir okkar framhjóðendur á Stöð 2. Við hefðum sennilega fengið jafht og aðrir þar ef við hefðum auglýst fyrir 1-2 milljónir." Njóta ekki góðæris Bragi Kristjánsson, Reykjavik: Á hvaóa sviöi hefur ríkisstjómin staóió sig verst aó þínu áliti? „Ríkisstjómin hefur ekki látið þá verst settu njóta góðærisins. Lág- markslaun hækkuðu um 52% á sL fimm árum sem er ákveðin viður- kenning á því að þeir verst settu hafi þurft að fá eitthvað umfram aðra. En bætur örorku- og ellilífeyr- isþega hækkuðu hins vegar ekki nema um 20%. Þetta er ekkert til að hrósa sér af.“ Kolbrún Sigurðardóttir, Akur- eyri: Ef bœtur frá hinu opinbera veröa ekki lœgri en 90.000, óttist þiö þá ekki aö iöjuleysingjum, sem sitja heima og hiröa kaupiö, muni fjölga? „Það er hægt að leiða að því lík- um að einhver tilhneiging verði í þá átt en við getum ekki sagt það að viö leyfum ekki full mannréttindi vegna þess að eitthvað slíkt geti átt sér stað. Okkar krafa er að við upp- fyllum öll mannrétindi og reynum þá að bregðast við þeim hliðarverk- unum sem kunna að verða.“ Páll Sveinsson, Hafnarflrði: Veröur ekki sami rassinn undir ykk- ur og öörum stjórnmálamönnum ef þiö komist til áhrifa? Spillir ekki valdiö? „Við höfum feril hér á landi og augljóst að við eram að miklu leyti frábragðin öðrum. Ef við værum að þessu til þess eins að komast að kjötkötlunum væra öragglega til betri leiðir til þess en að bjóða fram í alþingiskosningum. Þeir sem þekkja til vita að við erum að starfa í hreyfingunni á bak við flokkinn og á forsendum sem eru ólíkar öðrum stjómmálaflokkmn. Við erum heldur ekki hagsmuna- lega tengd kerfmu og þess vegna síður vanhæf.“ Helgi Þorsteinsson, Suður- landi: Hver er afstaöa ykkar til stór- iöjuáforma ríkisstjórnarinnar? „Mér finnst ekki spennandi að fylla landið af stóriðjuverum og virkj- unum sem leggja imdir sig stór svæði. Slíkar áætlanir byggjast á skammsýn- um viðhorfúm. Þau náttúrugæði sem við búum við í dag verða sífellt meira virði, tilfinningalega og einnig pen- ingalega. Við viljum hafa fjölbreytt- ara atvinnulíf. En við erum ekki á móti virkjunum sem slíkum og líst vel á hugmyndir um virkjanir tengd- ar vetnisframleiðslu. Þær hafa ekki stórkostleg náttúruspjöll i for með sér en ekki þarf miðlunarlón til að stýra orkuframboðinu. Það er sagt að stór- iðja sé atvinnuskapandi en störf við stóriðju eru mjög dýr og þýða mikla skuldsetningu. Þau lán mundu nýtast betur á öðrum sviðum." Jón Snorrason, Kópavogi: Hvernig œtlar Húmanistaflokkurinn aöfjármagna heilbrigöiskerfiö sem á að vera ókeypis fyrir alla lands- menn? „Það er ókeypis að stórum hluta en við viljum hafa þaö ókeypis að öllu leyti. Það á að afnema komugjöld og biðlista. Peninga fyrir þessu má t.d. fá í sjávarútvegi sem er mikil og ósótt auðlind. En þetta snýst um forgangs- röð. Við lítum á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að það eigi að ganga fyrir að hún sé ókeypis. Það eiga ekld að vera hindranir í vegi fyri því að fólk leiti sér lækninga." Fáum 6% fylgi Lárus Amarsson, Garðabæ: Hverju spáiö þiö um fylgi ykkar í þessum kosningum? „Ég spái að við fáum 6% fylgi. Um 40% kjósenda ákveða sig síð- ustu vikuna fyrir kosningar. Ef við á annað borð komumst af staö, for- um að mælast, þá er þetta ekki fjar- læg tala. Það era margir sem vilja fá rödd sem hljómar öðruvísi á þing.“ Sigríður Gunnarsdóttir, Norð- urlandi: Finnst ykkur kosningalög- gjöfin réttlát og ef ekki, hverju viljió þiö breyta? „Það mætti bæta inn í þessa lög- gjöf ákvæðum sem draga úr áhrif- um peninga á kosningabaráttuna til að auka jafnræði framboða. Víða er löggjöf með þeim hætti. Lýðræöisleg krafa er annars að öll atkvæði vegi jafnt og því viljum við að allt landið verði eitt kjördæmi." Þórarinn Jónsson, Akureyri: Hver kostar framboðsmál Húman- ista, stórfyrirtœki eins og Eimskip, Flugleióir eöa íslensk erfóagreining eöa einstaklingar? „Það eru nokkur fyrirtæki sem hafa styrkt okkur með lítils háttar framlögum, en aðallega byggist þetta á að fólk ferðast á eigin bíl- um, notar eigin síma og svo fram- vegis. Framboð okkar mun ekki kosta nema um 300 þúsund krónur. En ef mannskapurinn væri á ein- hverju skikkanlegu tímakaupi væri kostnaðurinn áreiðanlega far- inn að hlaupa á milljónum." Ásta Björnsdóttir, Reykjanes- bæ: Er þetta ekki vonlaus barátta hjá ykkur Húmanistum? Til hvers eruð þiö aö berjast þetta? Svona flokkur er hvergi til í ver- öldinni. „Þetta er ekki bara framboð, held- ur hluti af al- þjóðlegri hreyfingu sem við erum að hyggja upp. Strax í vik- unni eftir kjör- dag höldum við áfram að byggja upp starfið með hverfisblöðum og annarri vinnu í hverf- unum. Kosn- ingamar era bara hluti af starflnu. Húmanista- flokkar era til víða, í einum 50 löndum, og í Chile hefur flokkur- inn náð inn á þing. Héðan hefur Húmanistahreyfingin dreifst til Bretlands, til dæmis til Glasgow og Birmingham og er bara öflug þar.“ Jón Kristjánsson: Hverju munduö þiö vilja breyta ef þið kœmust á valdastólana, þó þaö vœri ekki nema einn þingmaöur? „Við mundum ekki breyta miklu með einum þingmanni. En við mundum byrja á því að leggja fram framvörp um helstu stefnumálin, eins og afnám fátæktar, hækkun framfærslu elli- og örorkulifeyris- þega og önnur mál sem ekki þola mikla bið, til dæmis afnám biðlista í heilbrigðiskerfinu. Lýðræðiskerf- ið sem hér ríkir er okkur ekkert heilagt, það er frá dögum hestvagn- anna og má því leggja af. Við vilj- um skilvirkara lýðræði, þjóðarat- kvæðagreiðslur í borgum, bæjum og sveitarfélögum þegar þess er krafist og stefnum að því að starfs- menn eignist ráðandi hlut í fyrir- tækjum sínum sem er þekkt fyrir- bæri í Bandaríkjunum." Svanfríður Arnardóttir, Homafirði: Ég er ung og óreynd og langar til aö vita hver stefna ykkar flokks er. Ég er ekki alveg búin aö mynda mér skoöun á því hvaö ég á aö kjósa. „Okkar pólitík er mannréttr' indapólitík. Mörgum finnst að það sé ekki við hæfi að tala um mann- réttindi hér á landi, það eigi við í öðram löndum og heimsálfum. En við teljum að það séu brotin mann- réttindi héma, meðal annars á öldruðu fólki og öryrkjum. Kvóta- málið til dæmis er mannréttinda- mál. Ef þú þekkir hæstaréttardóm- inn í fyrra þá byggist hann á jafn- ræðisreglu stjómarskrárinnar sem snýst um jafnræði allra. Það era mannréttindi að fá að veiða fisk úr sjó og hafa jafna möguleika. Við viljum líka aðskilnað ríkis og* kirkju og þannig má telja áfram. Og við viljum líka mannréttindi samkynhneigðu fólki til handa.“ Skjaldborg um kvótakerfið Kjartan Guðmundsson, Reykjavík: Hver er skoöun þín á kvótamálunum, stœrsta hagsmuna- máli almennings á íslandi í dag? „Flokkamir hafa allir, ef Frjáls- lyndi flokkurinn er undanskilinn, slegið skjaldborg um kvótakerfið. Ég lít svo á að kerfi þar sem hent er tugþúsundum tonna af fiski geti ekki verið viðunandi fyrir þjóð sem vill vera í fararbroddi í þess- um málaflokki. Við Húmanista^r viljum skoða það sem Færeyingar hafa verið að gera, þeirra kerfi er að verða marktækt og við viljum skoða niðurstöður þeirra. Ég hef heyrt mikla andstöðu við byggöa- kvótann hjá framsæknum útgerð- armönnum sem fmnst að byggða- kvótinn negli þá fasta. Sumar veiðiaðferðir eru vistvænni en aðr- ar, til dæmis eru krókaveiðar hetri fyrir hafsbotninn en trollin. Og orkunotkun á hverja fiskeiningu þarf að skoða, togaramir era að nota tvöfalt meira eldsneyti en báfr' arnir. Sjómenn hafa furðulítið komið inn í þessa umræðu. Og ekki heldur landverkafólkið. Hver var réttur þessa fólks þegar auð- lindinni var úthlutað? Það er mik- ið svigrúm í sjávarútvegi og al- menningm- í landinu á í framtíð- inni að njóta þess í lækkun skatt- leysismarka." Pétur Sigurðsson, Kópavogi: Þiö eruö meö talsvert dýr kosninga- loforö sem eflaust munu leiöa til óöaveröbólgu. Hafiö þiö reiknaö út hvaö þau muni kosta þjóöarbúiö? „Dýrastu málin okkar era hækk- un ellilífeyris og örorkubóta og lækkun skattleysismarka. Við höf- um reiknað það út að þetta eigír ekki að leiða til neinna skatta- hækkana. Það gerist með breyt- ingu á lífeyrissjóðakerfi og al- mannatryggingakerfinu. Það yrði hvork óðaverðbólga í landinu né heldur viðskiptahalli af völdum þessara sjálfsögðu mannréttinda til þeirra 10 prósenta fólks á Is- landi sem hefur það virkilega slæmt.“ Bjöm Jónsson, Héraði: Hvern- ig hafa Húmanistar hugsaö sér aö leysa fikniefnavanda unga fólksins? „Við höfum enga nákvæma til- lögu um hvemig vinna má bug á þessum vanda. Mér sýnist þessi yf- irboð stjómmálaflokkanna móður* sýkislegt hræsnistal. Fyrst og fremst skulum við átta okkur á að stærsti sölumaður dauðans er rík- issjóður sjálfur. Heimili fara á von- arvöl vegna áfengis. Ég veit að stjómmálamenn hafa verið að ræða um lausn fíkniefnamála í kokkteilboðum, sem er fullkom- lega út í bláinn. Við húmanistar höfum ekki nokkra trú á að láta prenta mikið magn af plakötum með einhveijum skilaboðum, það er sama og að kasta peningunum í ruslið. Aðalatriðið era bætfar fé- lagslegar og efnahagslegar aðstæ#- ur fólks og ákveðið gildismat. Stjómarflokkamir klifa sífellt á auknum hagvexti, nýjum bíl, stærra húsnæði og svo framvegis en skilja ekki önnur og verðmæt- ari gildi. Menn kaupa ekki vanda- málið af höndum sér með millj- arði.“ - SÁ/ótt/hlh/J^t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.