Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 32
vinna orgun FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gastt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 Tölvuvírusinn í gær: Hundruð milljóna út um gluggann „Ég myndi ekki þora að segja millj- arður, en hundruð milljóna ef glatað- -yir vinnustundir eru taldar með á fullu verði,“ sagði Atli Már Guð- mundsson, starfsmaður hjá tölvufyrir- tæki Friðriks Skúlasonar, aðspurður um skaðann af tölvuvírusnum sem lagði til atlögu i gær. „Þar sem vírus- inn náði i gegn borgar sig yfirleitt ekki að reyna að gera við neitt nema gögnin séu því mikilvægari og þá verður að senda allan búnaðinn iil út- landa.“ Tölvuvírusinn, sem nefndur hefur verið CIH.1003, reynir að eyðileggja kubb sem tengdur er við móðurborð tölvunnar og þegar honum hefur tek- ist það byrjar hann að skrifa yfir harða diskinn. Tvö önnur afbrigði af þessum vírusi eru þekkt; CIH.1010 sem ræsir sig 26. hvers mánaðar og ■^CIH.1019 sem fer í gang 26. júlí. -EIR Borgarnes: Stjórnarkreppa úr sögunni í dag Sjálfstæðisflokkurinn og Borgar- byggðarlistinn í Borgarbyggð koma saman til fundar seinni partinn í dag og gera út um samstarf sin á milli í bæjarstjóm Borgarness. Stjómarkreppa þeirra Borgnes- inga er þar með úr sögunni eftir að upp á vinskapinn slettist milli fram- sóknarmanna og sjálfstæðismanna. „Það er alltaf slæmt þegar svona nokkuð kemur fyrir, það þarf að stýra sveitarfélögum, og hér hefur orðið hlé á,“ sagði Óli Jón Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum og fyrr- verandi bæjarstjóri í Borgarnesi. Valdahlutfóllin í bæjarstjóm Borg- arbyggðar eru: 4 frá Borgarbyggðar- lista, 3 frá Framsóknarflokknum og 2 t^þr Sjálfstæðisflokki. -JBP Gunn- Þrír voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur f gærdag eftir árekstur tveggja bila á Suðurlandsvegi, á móts við Skíðaskálann í Hveradölum. Svarta- þoka var á Hellisheiðinni í gær og var veginum lokaö eftir slysiö og umferö beint um Þrengsli. Engin alvarleg meiösl hlutust af árekstrinum, en bíl- *arnir eru báöir stórskemmdir og voru þeir fluttir á brott meö dráttarbílum. -BÓE/DV-mynd S Vel á annað hundrað manns þurfti frá að hverfa þegar uppselt var í lönó í gærkvöld og nýir íslandsmeistarar í Leikhússporti voru krýndir. Spunagenin unnu hinn eftirsótta Frescabikar og voru aö sögn „nær dauða en lífi“ þegar þeim tókst loks aö hafa betur í keppninni viö 1001 spuna. Meistararnir eru, frá vinstri, Bergur Þór Ingólfsson, Stefán Jónsson, Arni Pétur Guöjónsson og Halldóra Geirharösdóttir. DV-mynd Pjetur Borgarstjóri vill aö ísland leiti inngöngu í Evrópusambandið: Megum ekki reikna Evrópu í fiskflökum „Lífið er ekki bara fiskur og menn mega ekki bara reikna Evrópu út í fiskflökum," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í blaði ungs fólks í Samfylkingunni. Hún segir að ísland eigi að sækja um Evrópusam- bandsaðild. Borgarstjóri gengur þvert á þá sameiginlegu skoðun Samfylk- ingarinnar að ekki skuli sótt um aðild á næstu árum. Ingibjörg segir þó að ekki sé hún með þessum orðum að vanmeta það að lagt sé raunhæft mat á hvort hægt sé að sækja efnahagsleg- an ávinning í samninga við Evrópu- sambandið, en umræðan megi ekki einskorðast við það. Margt annað hangi á spýtunni, félagsleg réttindi, menntamál, menningarmál, almenn pólitísk þróun og fleira. Ingibjörg Sólrún segist hafa velt fyrir sér hvers vegna stjórnvöld virð- ast forðast umræðuna um ESB. Hún segir að meðal sjálfstæðismanna gæti tilhneigingar til að ala á ákveðnum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. ardóttir. Margrét Frí- mannsdóttir. þjóðemislegum viðhorfum sem andstöðu við Evr- ópusambandið, eins og gerist með- al íhaldsmanna í Evrópu sem fmnst að jafnaðarmenn hafi yfirtekið ESB. „Ingibjörgu Sól- rúnu er auðvitað frjálst að hafa sína skoðun, en Sam- fylkingin hefur fastmótaða stefnu gagnvart Evrópusambandinu. Hjá okkur er ekki á dagskrá að sækja um aðild á næsta kjörtímabili, um það er full samstaða. En einstaklingar geta haft sínar skoðanir sem þeir vilja,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, alþing- ismaður og talskona Samfylkingar- innar. Margrét hafnar þvi að ummæli borgarstjórans komi í bakið á Sam- fylkingunni. Margrét segist telja að innan Sam- fylkingarinnar séu fáir á því máli að sækja um aðild að ESB. Mikill meiri- hluti fólks vilji fara varlega í þessu máli, án þess að loka á umræðu til upplýsingar. „Auðvitað erum við til- tölulega ung þjóð og fólk vill að sjálf- sögðu halda í sjálfstæðið," sagði Mar- grét. „Það er samkomulag milli flokk- anna um að ekki verði sótt um aðild að Evrópubandalaginu á þessu kjör- tímabili. Sú stefna stendur þótt um það séu skiptar skoðanir eins og geng- ur. Við erum hins vegar með málið opið fyrir allri umræðu. Við teljum að Evrópusambandið, kosti þess og galla að ganga inn í það, þurfi að kynna miklu betur. En þetta er mál sem ég tel tvímælalaust að þurfi að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir alþingismaður, í samtali við DV í gær. Jóhanna var á sínum tíma fylgjandi aðild íslands að EES. En er hún sjálf á því að ísland eigi að ganga inn í Evrópusambandið? „Ég er opin fyrir umræðum um málið og að kanna kosti og galla. En við eigum ekki að reyna inngöngu á komandi kjörtímabili. Og ég hef enga trú á þvi að við fáum einhverja opnun hvað varðar sjávarútvegsstefnuna, það tel ég að standist ekki,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir. -JBF Veðrið á morgun: Bjart fyrir norðan Á morgun verður vestlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Dálít- il rigning eða súld veröur um sunnanvert landið, skýjað á Vest- tjörðum en fremur bjart veður á Norðurlandi. Hiti verður á bilinu 3 til 11 stig, hlýjast norðaustan til. Veörið í dag er á bls. 37. Traktorar, hjól og vagnar Símar 567 4151 & 567 4280 Heildverslun meó leikfbng oggjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.