Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 3
Afch. fleirí góö cilbod á heimasíöu okkar. draumabiliinn.ie Visa 09 Euro radgraidslur Diamond friðmælist við tónlistarmenn: Rio-spilarinn framleiddur með höfundarréttarvörn Nú er komið að körlunum að axla ábyrgðina: Pilla og plástur til að koma í veg fýrir frekari barneignir koma í veg fyrir að hægt sé að spila ólöglega fjölfaldaðar MP3-skrár á spil- aranum. Diamond mun nota Digital Rights Management (DRM) hugbúnaðinn frá InterTrust Technologies i næstu út- gáfu Rio. Þessi hugbúnaður dulkóðar MP3-skrár og veitir listamönnum möguleika á að stjórna dreifmgu skránna og fá greitt fyrir tónverk sín sé þeim dreift á MP3-formi. Á sínum tíma reyndu höfundarrétt- arsamtök útgefenda í Bandaríkjum (RIAA) að hindra Diamond í að setja Rio á markað og héldu því fram að spilarinn væri í raun gjöf til þeirra sem stunda stuld á höfundarrétti. Talsmenn RIAA höfðu uppi stór orð um að Diamond væri í raun að eyði- leggja alla þá möguleika sem tals- menn tónlistariðnaðarins sæu í sölu á tónlist á stafrænu formi, áður en slík sala kæmist raunverulega á koppinn. Borgað fyrir að hlusta aftur DRM-hugbúnaðurinn gerir eig- anda höfundarréttar kleift að ákveða reglur um dreifingu hverrar MP3- skrár sem inniheldur tónlist hans. Þessar reglur eru vistaðar með skránni og hver sá sem hana fær sið- an í hendur þarf að fá leyfi til að nota hana. Mögulegt væri t.d. fyrir tónlistar- mann að gefa út lag á MP3-formi á Netinu, með þeirri reglu að sá sem sækir hana megi hlusta á hana einu sinni, en síðan þurfi hlustandinn að kaupa skrána vilji hann hlusta aftur. hugböhaður dulkééar MÞ&skrár ög Véftfr listáftiðnnum fnðgulélka á að stfúrtíé dr^tfngu Ékráfifia® Elizabeth Odio, umhverfis- og orkumálaráðherra Kosta- ríka, sagði á ráðstefnunni, þar sem menn beindu sjónum sínum aðallega að mengum af völdum flugvéla, að á árinu 2100 myndi hitastig á jörðinni hafa hækkað um 1,5 til 4,5 í gráður, ef svo héldi fram sem horfði. Það er veruleg hækk- un og gæti haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér vegna bráðnunar jökla og þar með hækkandi yfirborðs sjávar. Konur virðast ekki treysta körlum til að taka sérstaka getnaðar- varnapillu þeim ætlaða og axla þannig ábyrgðina á að ekki komi fleiri börn í heiminn. Það er að segja ef eitthvað er að marka skopteikningu í breska blaðinu Guardian á dögunum þar sem ein kona segir við aðra: „Ég myndi treysta þeim ef þeir yrðu óléttir ef þeir gleymdu að taka hana.“ Ekki þurfa konur, nú eða karl- arnir sjálfir, þó að hafa áhyggjur af þessu fyrr en eftir nokkur ár. Kannski fimm eða sex. Fyrr reikna breskir vísindamenn að minnsta kosti ekki með að koma á markað- inn með getnaðarvarnarpillu fyrir karla, hliðstæða þeirri sem konur hafa verið að gleypa i áratugi. Karlarnir þurfa jafnframt að hafa á sér plástur, svipaðan nikótín- plastri. Saman munu pilla og plást- ur stöðva sæðisframleiðsluna. Slegið á framleiðsluna Bresku vísindamennirnir, sem starfa við konunglega sjúkrahúsið í Manchester, fengu til liðs við sig 23 sjálfboðaliða. Mennirnir tóku reglu- lega pillu með kvenhormóninu pró- gesteróni sem stöðvar sæðisfram- leiðsluna. Mennirnir voru einnig með plástur með karlhormóninu testósteróni sem sá til þess að þeir gátu stundað kynlíf. Sjálíboðaliðunum var skipt upp í þrjá hópa sem fengu ýmist lítið magn, miðlungs eða mikið af pró- gesteróni. „Flestir karlarnir sem fengu mik- ið eða miðlungsmagn af prógesteróni voru ekki með neinar virkar sæðis- frumur eftir þrjá mánuði. Þegar þeir hættu að taka pilluna varð fjöldi sæðisfrumnanna smám saman eðli- legur á ný,“ segir í yfirlýsingu bresku innkirtlasamtakanna. Rannsókn vísindamannanna i Manchester þykir mikilvægt skref í leitinni að getnaðarvörn fyrir karla sem er bæði örugg og hefur ekki varanlegar afleiðingar. Öruggasta aðferðin til þessa hefur verið að I L1díjiiíl/ííj'“ 71Í/JJJ/ nFímtfr karlamlr mm fmgu míkið éða miólungs- magn afprtgestenótv mm ekki ttmð néinar virk- ar sssðísfrvmur sftfr þrjá mánuðl Þ&gar þ&ir hmm að taka pilluna mrð fjöldí smðfsfrumn- anna smám mman eðlil&gur á ný,« Smokkurinn fær væntanlega nýjan keppinaut innan fárra ára þegar sérstök getnaðarvarnarpilla fyrir karla verður sett á markaðinn. Spurningin er bara hvort konur treysti körlunum til að muna eftir að taka pilluna á hverjum degi. taka menn úr sambandi, eins og kallað er. Tregt peningaflæöi „Umtalsverður fjöldi kvenna get- ur ekki eða vill ekki nota getnaðar- varnarpillu í langan tíma. Þessi að- ferð getur hugsanlega gert mökum þeirra kleift að taka á sig ábyrgðina á getnaðarvörnunum," segir einn vísindamannanna, Frederick Wu. Styrktaraðilar bíða ekki í röðum eftir að leggja peninga sfna í rann- sóknir á getnaðarvamarpillu fyrir karla, að sögn Anne Weyman, fram- kvæmdastjóri fjölskylduaáætlana- samtakanna í Lundúnum. „Sumir styrktaraðilar eru haldn- ir fordómum í garð hugmyndarinn- ar. Þeir velta því fyrir sér hvort karlar muni notfæra sér þetta. Þar sem þetta er óþekkt stærð er erfið- ara að finna peninga," segir Anne Weyman. Kryddpíurnar ættu að verða ánægðar með Diamond núna, því ekki verður lengur hægt að spila ólöglega fjölfaldaða tónlist á Rio-spilara fyrirtækisins. Mercedes Benz 230E árg. 1990. Dökkblár, sjálfskiptur, topplúga, álfelgur, ABS bremsukerfi, fjórir höfuðpúðar, litað gler, útvarp/kassettutæki o.fl., ekinn 174 þús. km. Markaðsrannsóknarfyrirtækið Forrester Research hefur spáð því að yfir 32 milljónir lítilla, handhægra farandspilara í ætt við Rio verði komnar í hendur neytenda fyrir árið 2003. Diamond er þó ekki fyrsta fyrir- tækið sem hyggst framleiða spilara með höfundarréttarvörn. Microsoft tilkynnti fyrr í þessum mánuði svip- aðan hugbúnað sem mun verða not- aður í farandspilara sem framleiddur verður af Casio. (Verð aðeins 1.450.000.) ídjjJjðí: Til að reyna að friðmælast við tónlistariðnaðinn mun Diamond Multimedia, fram- leiðandi MP3- spilarans Rio, útbúa næstu útgáfu spilarans með höfundarréttarvörn. Fyrirtækið er þar með að reyna að Flugvélar auka gróðurhúsa- áhrifin til muna Flugvélar geta verið hinir mestu skað- valdar. Á ráð- stefnu um lofts- lagsbreytingar sem haldin var fyrir skömmu kom fram að þær sextán þúsund flugvél- ar sem fljúga daglega þvers og kruss um himinhvolfið eru orðnar einhver mesta upp- spretta mengunar andrúms- loftsins. Veðurfræðingar sem sóttu ráðstefnuna í San José, höf- uðborg Mið-Ameríkuríkisins Kostaríka, hvöttu iðnríkin til að viðurkenna að flugvélar ættu jafnt og iðnaðurinn sök á gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu. „Flugvélar spúa frá sér loft- tegundum, svo sem koldí- oxiði, metangasi, vatnsgufu, súlfotum og sóti, sem breyta lofthjúpi jarðar og auka á gróðurhúsaáhrifin," sagði Ram Sundararam, formaður fjölþjóölegrar nefndar um loftslagsbreytingar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sundararam hvatti flug- vélaframleiðendur til að fara nú að huga að þeim umhverf- isspjöllum sem flugvéla- hreyflar valda. Ujjj- jj7il/fj£> JJJÍlJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.