Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Blaðsíða 6
p>gg ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 Arsenik gegn blóð- krabbameini Arsenik hefur nú hingað til fremur haft orð á sér fyr- ir að drepa fólk en bjarga lífi þess. Það kemur því kannski eilítið á óvart að arsenik skuli vera lif- gjafi. Arsenik sprautað í beint æð hefur verið notað með góðum árangri gegn eins konar bráða hvítblæði, sem er tegund af blóð- krabbameini. Og það sem meira er, aukaverkanirnar eru fáar. Það eru einkum Kínveijar sem hafa notað arsenikið en nýlega greindi New England læknablaðið frá þvi að það hefði valdið bata nokkurra sjúklinga með þennan erfiða sjúkdóm. Ekki er vitað hvort arsenikið muni, þegar til lengri tíma er lit- ið, auka hættuna á að þessir sjúk- lingar fái aðra sjúkdóma. Sums staðar í heiminum hefur arsenik- eitrun, til dæmis í drykkjarvatni, orsakað krabbamein í blöðru, lungum og lifur. Netsamband um gervihnött: Gæti fært ísland miklu nær útlöndum - segir Ari Jóhannesson kerfisfræðingur sem hefur komið sér upp slíkri tengingu IFlestir kannast við það hve lang- an tíma getur tekið að sækja heimasíður og gögn á Netinu, þar sem bæði tenging gegnum mótöld svo og teng- ing íslands við útlönd eru flöskuháls- ar. Nýleg tækni gæti veitt að ein- hverju leyti lausn á þessum vanda, a.m.k. fyrir þá sem þurfa á góðri nettengingu við útlönd að haida. Þetta er gervihnattanet sem fyrir- tækið Easynet er byrjað að bjóða í Evrópu. Með tiltölulega smáum gervihnattadisk er hægt að tengjast Netinu gegnum gervihnött og taka á móti yfir 100 kílóbætum á sekúndu, sem er umtalsvert meira en þau 2-3 kUóbæti á sekúndu sem flest venju- leg mótöld ráða við. Tæknin heitir DVB, sem stendur fyrir Digital Vid- eo Broadcasting. Ódýrari lausn Ari Jóhannesson kerfisfræðingur hefur komið sér upp gervihnatta- móttakara af þessu tagi. „Ég myndi telja að þetta væri mjög fýsUegt fyrir t.d. fyrirtæki eða einstaklinga sem þurfa að taka á móti miklu magni af gögnum daglega. Upphafskostnaður við þetta er um 200.000 krónur og mánaðarlegt gjald eftir það um 6.000 krónur, sem er mun ódýrara en kost- ar að leigja línur hjá Landssímanum eða Intís,“ segir hann. Kerfið virkar þannig að tölvan sendir öU boð út í heim um venjulega nettengingu, t.d. um mótald, en tekm- síðan við öllum gögnum í gegnum gervihnöttinn. Vegna þess að venju- legur notandi sendir frá sér miklu minna af gögnum en hann tekur við, þá er hraði mótaldsins ekki lengur sá flöskuháls sem hann er í dag. „Þetta þýðir í raun að ef svona disk væri komið fyrir á HveravöUum þá gætu menn þar notað venjulegan NMT síma til að tengjast netþjónustu í Reykjavík, en gætu síðan tekið á „Með tiltölulega smáum gervi- hnattadiski er hægt að tengjast Netinu gegnum gervihnött og taka á mótiyfir 100 kílóbætum á sekúndu sem er umtalsvert meira en þau 2-3 kílóbæti á sekúndu sem flest venjuleg mótöld ráða við.‘* ÉSa Ari Jóhannesson við Easynet gervihnattamóttakarann sem tekur ekki mikið pláss eins og sjá má. Með honum get- ur hann náð tugum sjónvarpsstöðva og einnig tekið á móti gögnum á tölvutæku formi með margfait meiri hraða en fólk á að venjast í dag. DV-mynd E.ÓI móti gögnum í gegnum móttakarann með öUum þeim hraða sem fylgir þessari tækni,“ segir Ari. Hann viU meina að Easynet geti leitt til bylt- ingar hér á landi varðandi netteng- ingu okkar við útlönd og í raun fært ísland miklu nær útlöndum. Teng- ingin er aUt of þröng í dag að hans mati. Sérstaklega gætu minni staðir úti á landi sem oft eru í slæmri nettengingu nýtt sér tækni af þessu tagi. Líka sjónvarp En þetta gervihnattakerfi er ekki bara fyrir Netið, því sjón- varpssendingar fara einnig í gegnum þetta og segist Ari geta horft á tugi útsendinga erlendra sjónvarpsstöðva eftir að hann setti upp Easynet móttakarann. Ari er ekki ókunnugur því að flytja inn nýja tækni af þessu tagi, því hann segist hafa flutt hingað til lands fyrsta gervihnatta- diskinn sem kom til landsins á sínum tíma. Hann lenti i nokkru stappi vegna þess, þvi honum var á sínum tíma skipað að fjarlægja hann út fyrir borgarmörkin. Við- horfin breyttust þó síðar og nú þykir ekkert tiltökumál að hafa gervihnattadiska á húsum. Hvort sama verður upp á teningunum með Easynet diskana verður framtiðin að skera úr um. Vísindamenn uppgötva nýja bakteríutegund: Risastór ferlíki sem sjást með berum augum Þær éta brenni- stein og eru svo stórar að þær eru sýnilegar með berum aug- um, sem sagt al- gjör ferlíki. Svona saman borið við frænkurnar. Þetta er ný bakteríutegund sem aljóðlegur hópur vísindamanna uppgötvaði fyrir skemmstu i illa þefjandi leir skammt undan strönd- um Namibíu í sunnanverðri Afríku. Heidi Schulz sem starfar við sjáv- arörverurannsóknir hjá Max Planck stofnuninni í Bremen í Þýskalandi segist hafa uppgötvað En ég hef unnið svo lengi með furðulegar bakteríur að ég vissi strax að þetta voru . brennisteinsbakteríur; “ segir Heidi Schulz. bakteríu þessa í rannsóknarferð með kollegum sínum frá Bandaríkj- unum og Spáni. „Þegar ég sagði þeim frá þessu áttu þeir bágt með að trúa mér af því að bakteríumar voru svo stórar. En ég hef unnið svo lengi með furðulegar bakteríur að ég vissi ✓ r r. rt lii Svona líta risavaxnar bakteríur út. Þær fundust undan strönd Namibíu. strax að þetta voru brennisteins- bakteríur," segir Heidi Schulz. Eins og punktur á síðu Namibíubakterían er 3/4 milli- metrar í þvermál, eða ámóta stór og punktur í lok setningar. Hún er því um eitt hundrað sinnum stærra en stærstu bakteríur sem áður þekkt- ust. Allar aðrar þekktar bakteríur eru ósýnilegar með berum augum. Bakterían þrífst á köfnunarefni og súlfiðsamböndum sem rotnandi þör- ungar og svif á hafsbotninum mynda. Mjög lítið súerfni er í þessum leir- kennda hafsbotni og lyktin af honum er eins og af rotnandi eggjum vegna framleiðslu á vetnissúlfíði. Blanda þessi er eitur í beinum flestra lífvera en bakteríumar, sem þurfa alls ekki neitt súrefni, hafa náð að aðlaga sig. Skyldar bakteríur lifa undan vesturströnd Suður-Ameríku og það voru einmitt þær sem Schulz og fé- lagar hennar voru að leita að þegar risabakterían uppgötvaðist undan ströndum Namibíu. UV/IP l/IiiUJ Eldgamall apa- kjálki við Gulá Kínverskir og bandariskir vís- indamenn hafa fundið neðri kjálka af litlu dýri sem líktist apa við hina miklu Gulá í Kína. Allar tenn- urnar í kjálkanum hafa varð- veist. Fundurinn gefur til kynna að apar sem líkjast mannfólkinu eru miklu eldri en hingað til hefur verið haldið. Vísindamennirnir telja að ap- inn í Kína, sem vó ekki nema um tvö hundruð grömm, hafi verið uppi fyrir 40 milljónum ára, það er að segja fimm millj- ónum ára fyrr en mannapar í Afríku norðanverðri. Dýrið við Gulá liktist mjög mannöpum þeim sem taldir eru vera nánustu ættingjar okkar mannarina. Atta skip frá tím- um Rómverja Átta rómversk skip í fullkomnu ásigkomulagi hafa fundist nærri borginni Pisa á Ítalíu. Skipin eru frá fyrstu fimm öldum tímatals vors. Fornleifafræðingar segja fundinn alveg einstakan. Sérfræðingar eru byrjaðir að losa um fimmtán metra langt fley sem er hugsanlega fyrsta herskip- ið frá fornöld sem varðveist hefur í heilu lagi. Skipin uppgötvuðust í febrúar þegar verið var að vinna við end- urbætur á jámbrautarteinunum milli Genoa og Rómar. Ekki er talið útilokað að fleiri skip en átta eigi eftir að koma í ljós. Skipin voru í mjög súrefnis- snauðum jarð- vegi og rökum og skýrir það gott ástand þeirra. JUJj'llJ' i'jluhij'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.