Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 2
vefsíður um ís- lenskan landbúnað Það er hægt að fmna ýms- an fróðleik um íslenskan landbúnað á vefnum. Hér koma nokkrar síöur þar sem áhugamenn um landbúnað geta fundið ýmislegt við sitt hæfi. Vefur íslensks landbúnaðar Þessi vefur hefur nýlega verið endurbættur og er þarna að finna allar mögulegar upp- lýsingar um landbúnaðinn. Þama eru nýjustu fréttir, upp- lýsingar um búgreinasambönd og búnaðarsambönd og margt fleira. Það eru Bændasamtök íslands og Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins sem standa að vefnum. Slóðin er http://www.bondi.is. Búnaðarsam- band Suðun- lands Þetta búnaöarsamband er það stærsta á landinu og heldur úti mjög myndarlegri vefsiðu. Hér eru upplýsingar um helstu starfsemi samtak- anna og sögulegt yfirlit. Þarna er einnig að finna nautaskrá og lista yfir af- urðahæstu kýrnar og bestu hrútana. Þessi síða hefur þeg- ar fengið alþjóðlegar viður- kenningar. Slóðin er http://www.bssl.is. Skólannin Það eru þrir landbúnaðar- skólar reknir hér á landi. Sá stærsti, og sá sem nokkuö ít- arlega er fjallað um hér í blaðinu, er að sjálfsögðu Bændaskólinn á Hvanneyri. Slóðin á heimasíðu hans er http://www.hvanneyri.is. Hólaskóli er einnig með al- mennt búfræðinám en rekur nokkuð aðrar brautir en Hvanneyri, t.d. hrossarækt- arbraut, ferðaþjónustubraut og fiskeldisbraut. Slóðin á heimasíðu skólans er http://www.krokur.is/holar. Loks er það Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum i Ölfusi en þar er boðið upp á al- mennt nám, bæði í ylrækt og blómaskreytingum. Sá skóli heldur einmitt upp á sextugs- afmæli sitt um þessar mund- ir. Slóðin á heimasíðu þess skóla er http://rvik.is- mennt.is/~gardbok/. Ganðypkja Svo við höldum okkur að- eins lengur við garðyrkjuna þá opnaði Samband garðyrkju- bænda nýlega vef sem er ætlað að vera almennur leiðbein- inga- og upplýsingavefur bæði fyrir garðyrkjubændur og al- menning. Slóðin á þessa vef- siöu er http://www.gar- dyrkja.is. RALA Rannsóknastofnun landbún- aðarins rekur ágætan upplýs- ingavef um þær rannsóknir sem fara fram þar. Ýmislegt athyglisvert er þar að finna um margt sem fólki hefur sjálfsagt ekki dottið í hug að hægt væri að rannsaka. Slóðin er http://www.rala.is. MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1999 Fjölskyldan i Gýgjarhólskoti ásamt tveimur heimilisvinum. DV-mynd Hl Þrjár kynslóðir búa saman í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum: elli heimili og vinnustaður Hér áður fynr var það algengt að á sama bænum byggju þrjár kynslóðir; afi og amma, foreldrar og börn. Þetta er ekki eins algengt í dag en þó eru enn til dæmi um þetta. Yngstu börnin í Gýgjarhólskoti ásamt yngsta kálfinum í fjósinu. Eitt slíkt bú er að finna í Gýgjar- hólskoti í Biskupstungum þar sem hjónin Jón Karlsson og Ragnhildur Magnúsdóttir hafa búið síðan 1960 en Jón bjó áður á bænum meö for- eldrum sínum sem fluttu i bæinn 1943. Þar búa einnig tvö af bömum þeirra, Sigríður og Eiríkur, ásamt mökum þeirra og bömum. Eiríkur og kona hans, Arnheiður Þórðar- dóttir, hafa búið á bænum síðan 1989 en Sigríður flutti þangað fyrir þremur árum ásamt manni sínum, Sævari Bjarnhéðinssyni. Á búinu eru um 40 kýr og 260 fjár. Blaðamanni er boðiö sæti í eld- húsinu og á meðan beðiö er eftir Jóni, sem varð endilega að klára að logsjóða, verður blaðamanni litið í kringum sig. Þessi bær er ekkert ósvipaður þeirri mynd sem margir þéttbýlingar hafa um hefðbundin bóndabýli. Setið er við borð sem er augljóslega allt of lítið fyrir allt heimilisfólkið, innréttingin er gam- aldags og Sigríður og Arnheiður sitja ásamt Sævari í hring. I eldhús- horninu situr svo Ragnhildur á kolli og prjónar og þegar Jón kemur inn sest hann á annan koll og fær sér öðm hverju í nefið meðan á spjallinu stendur. Eiríkur er hins vegar fjarri. Yngra fólkið hefur allt lokið búfræðiprófi. Hefup sína kosti Þegar blaðamaður spyr hvort verkaskiptingin sé nákvæm segir Sævar í léttum dúr að það fari í raun eftir því hver verður fyrstur. Jón sér þó að mestu leyti um dag- lega umhirðu en meðan á sauðburði stendur verða allir að leggjast á eitt. „Við skiptum annars að mestu á um að fara í fjósið. Sævar sér síðan um mjólkurhúsiö," segir Sigríður en Sævar er fljótur að mótmæla því, bendir á tengdafóður sinn og segir: „Hann er eiginlega búinn að gera mig útlægan úr því.“ Allt er þetta þó sagt i góðu og fjölskyldan virðist vinna vel saman að þeim verkum sem þarf að vinna. Þetta fer allt eft- ir hæfileikum hvers og eins. Sigríð- ur telur þetta fyrirkomulag hafa sína kosti. „Við notum ekki leik- skóla en leikskólinn í sveitinni er svo langt í burtu. Það er hins vegar auðvelt að skilja krakkana eftir heima og móðir mín hefur fengið að sitja svolítið uppi með þau. Við erum heldur ekki of bundin yfir bú- rekstrinum og eigum auðvelt með að komast að heiman. Svo getur einn alltaf verið eftir heima með krakkana þegar mikið er að gera við útiverk." Samkomulag milli fólksins er yf- irleitt gott. „Það kemur fyrir að ein- hver fari í einhverja fýlu en það stendur sjaldan lengi,“ segir Sævar og Sigríður bætir við: „Það veröur alltaf að haldast visst samkomulag. Það að reka svona félagsbú hefur bæði kosti og galla. Helstu gallarnir eru náttúrlega þeir að það þarf aö koma sér saman um hvernig gera á hlutina. Maður getur ekki bara gert þá eins og maður vill. Kostimir eru hins vegar að maður er ekki jafn bundinn yfir þessu og annars er, auk þess sem við þurfum lítið að kaupa þjónustu og vinnufólk. Karl- amir fá líka ótakmarkaða fjármuni til að eyða í vélar og tæki af því að þeir telja það vera svo hagkvæmt," segir hún og hlær við. Sigríður segir að í raun sé Gýgj- arhólskot ekki bara vinnustaður og fyrirtæki heldur líka leikskóli og elliheimili. Ragnhildur er hins veg- ar hógvær og telur að ekki eigi að telja hana sem einn af starfsmönn- unum. „Mér finnst ég eiginlega oft- ast vera bara aö leika mér.“ Og þá skýtur Sigríður inn í: „Ertu ekki bara leikskólastjóri?" og allir hlæja við. Amheiður bætir því við að eitt af því sem haldi búinu gangandi sé aö lítið sé keypt inn og nefnir sem dæmi að hér hafi menn kosið að nota hvorki elliheimilið né leikskól- ann sem þó er fyrir hendi í sveit- inni. „Þetta er ekki það stórt bú að alltaf sé auðvelt fyrir þrjár fjöl- skyldur að lifa á því. Við gerum hér flestalla hluti sjálf.“ Það má segja að á þessum bæ mætist að nokkra leyti viðhorf nýja og gamla tímans þrátt fyrir að gaml- ir búskaparhættir virðist enn nokk- uð ráða ríkjum. Gýgjarhólskot er t.d. einn af fáum bæjum sem ekki hafa tekið upp rúllubaggatæknina. Jón rifjar upp að þegar hann var að alast upp hafi menn alltaf mikið verið að spá í veðurútlitið. Aðrir era líka sammála um að Jón sé einkar veðurglöggur og að það hafi oft komið sér vel í heyskapnum. Yf- irleitt kemur þó ekki til árekstra milli kynslóða. „Hér er virt það sem kemur frá gamla fólkinu," segir Amheiður og Jón bætir við að oft sé gert ráð fyrir því að gömlu karlarn- ir vilji öllu ráða. Ragnhildur bendir þó á eitt sem hafi verið haft að leið- arljósi í samskiptum. „Við höfum síðan yngra fólkið tók við alltaf haft þann háttinn á að við borðum morg- unmatinn saman í eldhúsinu. Fjöl- skylda Sigríðar verður þá því miður út undan þar sem hún býr í öðru húsi og það er svolítill galli. Svo erum við tólf sem er fullmikið fyrir þetta eldhúsborð." Ragnhildur segir kostinn við þetta þann að þá er rætt um hvað eigi að gera og þá viti allir hvað hangir á spýtunni. Jón hefur haft mikinn áhuga á að græða upp landið og það sést reyndar nokkuð vel á umhverfi Gýgjarhólskots. Það sem áður var ekkert nema melar og möl er nú grasi gróið. „Ég fluttist hingað á fjórtánda ári frá einni gróðursælustu jörð í héraðinu. Það má segja að ég festi ekki yndi fyrr en sá möguleiki opnaðist að græða upp landsvæðið." Systurnar Arn- heiður og Sigríður segja að þau systkinin hafi alist upp við þetta. Ragnhildur rifjaði síðan upp að þeg- ar þau Jón settu upp hringana fyrir tæpum 40 áram hefði Jón heitið því að hann langaði mest til að græða upp melana. Hún vildi meina að þau hefðu gert svolítið í því síðan. Blaðamaður getur ekki annað en verið sammála þvi þegar litið er í kringum bæinn og ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir 50 árum hafi þetta einungis verið sandur og möl. Það er kominn tími til að kveðja þessa stórfjölskyldu í Gýgjar- hólskoti. En það sést á þessu búi að það þarf ekki að vera ómögulegt fyr- ir þrjá ættliði að starfa saman og búa saman og ljóst er að margir geta lært mikið af þessu duglega fólki. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.