Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 7
Lúpínan hefur m.a. verið notuð til að búa til lækningaafurðir. Hefur rannsakað íslenskar lækningajurtir: Raonrli ir> gætU ræktað lækn- ingajurtir BÆTTU RÉTT Þ I N N í gamla daga voru ýmsir til sveita sem gátu læknað fólk með því að nota jurtir úr íslenskri náttúru. Margir hafa ekki trú á slík- um lækningum nú til dags og líta jafn- vel á þetta sem eins konan kukl. í dag enu íslenskan juntin notaðan í lækningaskyni og m.a. fnamleiðin Ævan Jóhannesson juntaseyði sem hann hefun gefið þeim sem vilja þiggja- Dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor hefur ásamt Steinþóri Sigurðssyni verið að rannsaka líf- fræðiiega virk efni í íslenskum lækningajurtum í fimm ár og ým- islegt athyglisvert hefur komið í ljós í þessum rannsóknum. Rann- sókn þessi er gerð með styrk frá Rannsóknaráði íslands, Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og Átaksverkefni landbúnaðarins. Sigmundur segir að stefnt sé að því að kanna hvort forsendur séu fyrir framleiðslu á lyfjum, seyðum eða heilsuvörum úr íslenskum jurtum. „Það hafa ýmsar jurtir vakið áhuga okkar sem hafa jafn- vel verið notaðar á liðnum öldum sem lækningajurtir en notkun þeirra minnkað þegar lyf komu til sögunnar. Efni sem plöntur fram- leiða eru í raun efnavopn þeirra. Þær nota þetta til að verja sig gegn bakteríum, veirum, sveppum og öðru slíku. Lyfjaiðnaðurinn hefur áttað sig á þessu og leitar mjög til náttúruefna í framleiðslu sinni. Sem dæmi má nefna að næstum því öll krabbameinslyf sem eru í notkun í dag eru náttúruefni eða þaðan komin.“ Efnin sem verið er að rannsaka eru af ýmsum toga. T.d. er verið að leita að efnum sem geta minnkað vöxtinn á æxlum og einnig efni sem geta haft hagstæð áhrif á ónæmiskerfið. Athugað er með ýmsum aðferðum hver virkni slíkra efna er í plönhmum. „Með þvi að kanna þessa virkni i jurtum sem hægt er að rækta höfum við það í huga að bændur hér geti tek- ið að sér ræktun á slíkum jurtum og framleitt þannig það hráefni sem þarf til framleiðslu á náttúru- lyfrjum," segir Sigmundur. í rannsóknunum hafa m.a. verið búnar til um 40 frumgerðir af jurtaveigum og athugað hvort ein- hver lífEræðileg virkni væri í efn- um plöntunnar. Svo reyndist vera. „Það er tiltölulega auðvelt að framleiða slíkar jurtaveigar og setja á markað. Við erum hins veg- ar að huga að fleiri vörutegundum þar sem menn geta nýtt eiginleika plantnanna því markaðsvirði slikrar vöru er mikið erlendis," segir Sigmundur. Komið hefur í ljós að hægt er að nota efni í íslenskum jurtum i lyf gegn alls kyns sjúkdómum. „Við höfúm t.d. vísbendingar sem lofa góðu um að hægt sé að nota sum þessara efna í baráttu við ýmsa ill- kynja sjúkdóma. í sumum plönt- imum er mjög mikil líffræðileg virkni sem er liklegt að komi að gagni. Ég held að hættan samfara notkun slíkra jurtaveiga og jurta- seyða sé mjög lítil,“ segir Sig- mundur. Margar jurtategundir hafa verið skoðaðar. Ein sem hefur vakið sér- staka athygli er hvönn. „Á miðöld- um var ætihvönn t.d. notuð í drep- sóttum sem gengu. Svo hefur kom- ið í ljós að margar jurtir sem nán- ast er litið á sem illgresi hafa mjög áhugaverða líffræðilega virkni. Þar má t.d. nefna baldursbrá og vallhumal og svo hefur lúpínan lika verið rannsökuð." Annað sem hefur gert rannsókn- ina áhugaverða að mati Sigmund- ar er að virknin innan sömu teg- undar er ekki alls staðar sú sama. „Plantan tekur mið af því um- hverfi sem hún vex í, t.d. loftslag- inu og jarðveginum. Hér á landi er sumarið stutt en birtan allan sól- arhringinn yfir sumarmánuðina og þessir þættir hafa áhrif á efna- samsetningu í jurtunum. Veður- farið hefur líka sitt að segja.“ Hann segir dæmin sanna það að markaðurinn fyrir slíkar vörur er umtalsverður. „Erlendis er al- gengt að jurtaveigar séu seldar í 30 ml glösum. Þau seljast mjög vel bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og víðar þrátt fyrir að þau séu dýr. Það má segja að um 80% af mann- kyninu fái sín lyf úr alls konar jurtum." Sigmundur bendir á að hér á landi hafi jurtirnar verið notaðar í margvíslegum tilgangi. „Við erum kannski ekki að gera annað en að staðfesta þá vitneskju sem kynslóðirnar töldu sig hafa með nútima vinnubrögðum. Það hefur t.d. komið í ljós að það skipt- ir máli hvort maður blandar efn- unum saman eða hefur þau eitt og eitt. Virkni efiia getur verið mun meiri þegar þau koma saman við önnur efni. Grasalæknar hafa raunar haldið þessu fram lengi en það hefur ekki alltaf verið tekið hátíðlega." Sigmundur er jafnvel á því að rannsóknarvinnan sé það vel á veg komin að hægt sé að fara bráðlega út í tilraunaframleiðslu. Hann sér fram á að í framtíðinni geri menn meira að því að nota hollustuefni og lyf sem eru fram- leidd úr jurtum. „Við hugsum þetta ekki þannig að náttúrulyf komi í staðinn fyrir þau hefð- bundnu heldur sem viðbót. Ég er þeirrar skoðunar að þarna sé tækifæri sem ástæða er til að við nýtum okkur.“ -HI - MEÐ OSTI IBmgðbœttu sósuna með piparosti, fáðu þér Petaost í salatið, rjómaost í pottréttinn.. Ostur á alltaf við. ÍSLENSKIR W OSTAR, V- www.ostur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.