Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Pétur Diðriksson, kúabóndi á Helgavatni í Borgarfirði: til að auka hagkvæmnina Kúabúskapun en tnúlega sá búskapun sem landinn telun sig þekkja best til enda en hann stænsta landbúnaðangnein lands- ins. Meðal þeinna sem sjá um að fnam- leiða fynin okkun mjólkina sem við dnekk- um en Pétun Diðniksson, bóndi á Helga- vatni í Bonganfinði. Hann hefur búið þar síðan 1975 og byrjaði formlega að reka búið ásamt fóður sínum 1977. 1990 kom síðan bróðir Péturs inn í reksturinn og þeir reka búið saman í dag. Auk mjólkur- framleiðslunnar er einnig dálítil nautakjötsframleiðsla. Tæplega 60 kýr eru á bænum og er hann með tæplega 240 þús. lítra greiðslumark i mjólk sem er nokkuð mikið miðað við mörg önnur býli á landinu. Pétur segir ákveðið álag fylgja því að kaupa framleiðslurétt. Maður verði þá að vera tilbúinn að binda fjár- magnið. „Maður er alltaf dálítið hik- andi við að kaupa meiri framleiðslu- rétt en það borgar sig nú yfirleitt á endanum ef menn hafa á annað borð aðstöðu til þess.“ Misjafnar sögur hafa heyrst um af- komu kúabænda og margir þeirra telja sig njóta bágra kjara. „Ég tel nú að menn geti stjómað sinni afkomu eftir því hvernig þeir reka sitt fyrir- tæki því kúabúskapur er náttúrulega ekkert annað en rekstur. Þetta byggist svo mikið á eigin ákvörðun þó að ut- anaðkomandi áhrif geti vissulega ver- ið til staðar. Stjórnandinn getur haft gríðarleg áhrif líka.“ Pétur segir að menn geti gert margt til að bæta afkomu sína. „Það eru ótal leiðir að sama markmiði sem hlýtur að vera að ná góðri afkomu. Ég held að afkoman velti mikið á þeim ákvörðun sem bændur taka til að ná þessu markmiði. Sumir vilja kannski vera með mörg járn i eldinum með til- heyrandi ræktunarkostnaði. Ein- faldasta leiðin er hins vegar að ein- beita sér að einu markmiði. Kúa- bændur myndu þá bara snúa sér að því að framleiða mjólk og ekki vera í neinu öðru,“ segir hann. Hann segir opinberar tölur um afkomu ekki síður sýna hvernig ákvarðanir bænda hafa komið út en hvernig utanaðkomandi áhrif hafa lagst á bændur. Annað hitamál meðal kúabænda er hugsanlegur innflutningur fósturvisa úr norskum kúm. Um það hefur mik- ið verið rætt og ritað og sitt sýnist hverjum. Fyrir Pétri er þetta mál hins vegar tiltölulega einfalt. „Þetta snýst um að við erum að framleiða mjólk. Við erum hráefnisframleiðendur fyrir mjólkuriðnaðinn. TU að þessi grein geti lifað sem iðnaður þá verður hún að leita allra leiða til að ná sem mestri hagkvæmni nema einhverjir aðrir séu tilbúnir til að borga mismuninn. Ef þjóðfélagið er tilbúið að borga okkur 60-80 krónur fyrir mjólkurlítrann þá þurfum við ekki að gera þetta. Þá höf- um við tekið þá ákvörðun að fram- leiða mjólkina með íslenskum kúm og verða þannig óhagkvæmari en aðrir.“ Pétur bendir á að sá tími sem tekur að mjólka kúna sé stærsti vinnuliður- inn í mjólkurframleiðslunni. „Allt sem við gerum til að auka hraðann við mjaltir eykur þessa hagkvæmni. Við stöndum hreinlega frammi fyrir því að hægt er að mjólka mun færri íslenskar kýr á klukkustund en norskar, m.a. vegna byggingarlags. Spurningin er: Ætlum við að fleyta þessari grein inn í framtiðina sem framleiðslugrein sem lifir á eigin for- sendum? Ef svo er verðum við að reyna að auka hagkvæmnina og þetta er eina leiðin til þess. Ef við ætlum að láta mjólkurframleiðsluna á íslandi lifa áfram á sama grunni og mjólkur- framleiðsla annars staðar í heiminum verður við að gera þetta. Þetta er það sem málið snýst um. Þetta er hrein- lega lífsspursmál um hvort greinin heldur áfram eða ekki. Við höfum flutt margt inn til landsins til að bæta lífskjör okkar. Ég sé engan mun á því og þessum innflutningi." Pétur telur framtíð kúabúskaparins á íslandi bjarta. „Það er þó alveg ljóst að það verða miklar breytingar. Þeir sem vilja gera eitthvað fyrir greinina verða að gera sér grein fyrir því að til þess að hún lifi í framtíðinni þarf framleiðslan á hvem klukkutíma þarf að aukast. Það verður líklega gert með því að stækka bú og þá fækkar þeim eitthvað líka. Ég spái því að eft- ir nokkur ár muni meðalbústærð, sem nú er tæpir 100 þús. lítrar á ári, tvö- faldast. Nú fækkar um 50-60 framleið- endur á ári og ég held að sú fækkun eigi eftir að verða meiri vegna kröfu um aukna hagkvæmni í rekstri." Pétur telur að á meðan menn sjái afkomumöguleika í greininni muni hún lifa. „Þetta verður harður bransi og það verður mikil vinna í kjölfar þessara breytinga. Menn munu áfram þurfa að leggja hart að sér til að geta lifað af þessu.“ -HI Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni í Borgarfirði í framtíðinni? Eggin frá Felli eru fersk, kraftmikil, bætiefnarík og bragÓgóÓ. Af hverju klárast \ Fells-eggin alltaf : .. svona fljótt? EGGJABÚIÐ FELL í KJÓS Símar: 566 7010 • 566 7011 Til þessa hafa mjaltir kúa fanið þannig fnam að mjaltamenn mæta í fjosið alltaf á sama tíma tvisvan á dag □g mjólka kýrnar. Þetta stríðir nokk- uð gegn eðli nátt- úrunnar þar sem kálfuninn tæmin kúna nokknum sinn- um á sólarhníng. Kýr í mikilli nyt verða því fyrir allmiklum óþægindum vegna þrýst- ings í júgri þegar svo langt er á milli mjalta sem nú er, og má hugsa sér að konur sem hafa haft barn á brjósti eigi auðvelt með að ímynda sér hvernig tilfinning það er fyrir kýmar. Nú er komin fram tækni sem ger- ir kúm frjálst að mæta til mjalta þegar þeim hentar. Kýmar eru þá alveg frjálsar í fjósinu og geta valið aö liggja í mjúkum legubás þegar þær vilja, fengið sér að éta þegar þær vilja, farið í vatnið, klóruna eða rölt um göngusvæðin þegar þeim hentcu-, og síðast en ekki síst, farið í mjaltir þegar þeim hentar. Margt fleira er áhugavert við notkun þessarar tækni: Þetta minnkar líkur á því að hér verði þróun í átt til einhvers konar verksmiðjubúskapar eða risastórra búa, vegna þess að mjaltatækið passar fyrir um 60 mjólkandi kýr, en það er einmitt sú stærð sem margir sjá fyrir sér sem heppilega stærð á fjölskyldubúi framtíðarinn- ar. Þetta er mjög áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á að velferð kúnna sé höfð í fyrirrúmi, eins og t.d. i líf- rænni mjólkurframleiðslu þar sem þess er nú þegar krafist að gripir séu ekki ímndnir á básum. Vel má hugsa sér að i framtíðinni verði þess jafnframt krafist að kýrnar séu ekki þvingaðar til mjalta á ákveðn- um tímum, heldur fái mjöltun þegar þær vilja og eins oft og þær vilja. Þetta bætir til muna allt starfs- umhverfi bóndans, hann losnar frá því að vera bundinn af mjöltum og starf hans tekur þeim breytingum að eftirlit og gæðastjórnun á búinu verða stærri hluti, sem er mikil- vægt í harðnandi samkeppni. Vinnuálagið minnkar til muna og það verður raunhæfur möguleiki að hafa gott lífsviðurværi af mjólkur- framleiðslu og eiga samt kost á jafn miklum frítíma og eðlilegt þykir í nútíma samfélagi. Það er því miður varla hægt að segja að sé raunin á venjulegu kúabúi dagsins í dag. Undanfarin misseri hefur ís- lenska kýrin átt undir högg að sækja í samanburði við erlend kyn og krafa um innflutning kúa verið hávær. Með þessari nýju tækni skipta helstu gallai- dagsins í dag minna máli en áður, svo sem mis- mjaltir, slæm júgur og spenar, treg- mjaltir o.fl. Það má því velta fyrir sér hvort þarna sé kominn bjarg- vættur hins íslenska kúakyns?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.