Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 11
Guðjón Birgisson ræktar grænmeti á Flúðum: því sem neytandinn með vill Guðjón Birgisson ásamt tveimur af börnum sinum, Sigrúnu og Guðrúnu. DV-mynd Hl Á Flúðum er tolu- verður fjöldi af garðyrkjustöðvum sem nækta alls kyns grænmeti, svo sem papniku, gúnkun og tómata, ásamt hinum lands- fnægu Flúðasvepp- um. Meðal garðyrkjubændanna er Guðjón Birgisson sem rekur garð- yrkjustöðina Mela vestast í vestur- bæ Flúðahverfis ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Helgu Karlsdóttur. Þau búa einnig að Melmn ásamt fjórum börnum sínum; Sigrúnu, Guðrúnu, Birgi og Rúnari. Aö Melum eru nú framleidd ár- lega um 90-100 tonn af tómötum á ári. Þessi garðyrkjustöð er þar að auki sú eina sem framleiðir tómata allan ársins hring hér á landi. Yfir sumartimann er einnig ræktað blómkál, kinakál, sellerí, kúrbítur og rófur. Guðjón er uppalinn í Kópavogi og vildi ungur komast í sveit. Hann réð sig þá til sumardvalar á garðyrkju- býli sem heitir Garður 1971. Þar fékk hann áhuga á garðyrkju og málin æxluðust svo þannig að hann var þar í flmm sumur. Haustið 1976 hóf Guðjón síðan nám við Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfúsi og útskrifaðist þaðan 1978. Hann vann síðan til skamms tima bæði í Svíþjóð og Noregi við garð- yrkjubú áður en hann setti á stofn þessa garðyrkjustöð ásamt konu sinni 1981. Guðjón segir að þegar hann hafi byrjað að byggja upp gróðrarstöðina hafi ekkert verið á svæðinu nema tún. Síðan þá hefur smátt og smátt verið byggt upp og nú er stöðin rúmlega 3000 fermetrar. Þar eru ræktaðir tómatar allt árið. Byrjað er að sá í október og svo er plantað út i lok nóvember og fram í desem- ber. Fyrstu tómatarnir koma síðan á markaðinn um miðjan janúar. Einnig má geta þess að tómatar eru vatnsfrekar plöntur og fara um 10-12 tonn af vatni á sólarhring í að vökva plöntumar. Þegar tómatar eru ræktaðir hér á landi allt árið krefst það töluverðr- ar raflýsingar í gróðurhúsunum á vetuma. Á þeim tíma eru plönturn- ar lýstar í 17 tíma á sólarhring hjá Guðjóni. „Það er gríöarleg fjárfest- ing fólgin í þessari lýsingu. Ég nota um 400 kílóvött sem er mjög mikið og við notum um 500-600 lampa sem era 600 vött hver. Kostnaðurinn við alla uppsetningu á lýsingunni var því geysilega mikill. Við erum að borga um 800-900 þús. krónur í raf- magn á mánuði þegar mest er.“ Guðjón lenti ásamt öðram garð- yrkjubændum í því á síðasta ári að endurgreiðsla, króna á hverja kílóvattstund, sem hafði verið við lýöi, var tekin af þeim. Þetta þýddi hækkun á rafmagni um allt að 25%. Þrátt fyrir þetta var verðið á tómöt- unum ekki hækkað. „Öll fjögur árin sem ég hef verið með lýsingu hefur verðið ekkert breyst. Þær hækkanir sem við höfum orðið fyrir höfum viö tekið á okkur. Við höfum líka hægt og rólega getað aukið fram- leiðsluna með þessu svo þessar fjár- festingar hafa borgað sig að lokum,“ segir hann. Að sögn Guðjóns hefur neysla ís- lendinga á tómötum aukist töluvert frá því hann hóf reksturinn. „Þetta helst i hendur viö þær miklu breyt- ingar sem orðið hafa á neysluvenj- um fólks í gegnum tíðina. Fólk er farið að neyta mun meira grænmet- is og annarrar hollrar fæðu. Þar með hefur þörfín fyrir framleiðslu á tómötum aukist.“ Annað sem Guðjón telur að hafi breyst er að fólk hugsar mun meira um það nú en áður hvort varan sé íslensk eða ekki. „Þetta finnst mér mjög jákvæð þróun. Nú vill fólk fá íslenska vöra frekar en þá erlendu ef sú íslenska er boðleg að þess mati.“ Og Guðjón segir samkeppn- ina við innflutninginn ganga vel en flytja má ótakmarkað magn af tómötum hingað til lands frá 1. nóv- ember til 1. apríl ár hvert. „Eftir- spumin er töluverð og við önnum henni tæplega þrátt fyrir að mínir tómatar séu töluvert dýrari en þeir innfluttu,“ segir hann. Garðyrkju- bændur fá ekki mikla styrki frá ís- lenska ríkinu líkt og margar aðrar búgreinar. Þeir fá reyndar rafmagn- ið á lægra verði en gengur og gerist en aðrir styrkir era ekki fyrir hendi. „Við notum umhverfisvæna orku í framleiðslu okkar, svo sem jarðhita og raforku. Svo notum við kolsýra sem er einnig umhverfis- væn. Við notum engin eiturefni í okkar framleiðslu. Við störfum þvi í mjög góðu umhverfi miðað við margar aörar þjóðir sem margar hverjar nota olíu og gas í sinni framleiðslu." Samtök garðyrkju- bænda era nú að berjast fyrir því að raforkuverð til þeirra verði lækkað til samræmis við það verð sem kollegar þeirra í nágrannalöndun- um þurfa að borga, en það er um 50% lægra t.d. í Noregi en hér. Guðjón er ekki í vafa um að grænmetisframleiðsla eigi vel heima hér á landi. „Það eru um 1500 störf hér á landi sem tengjast garð- yrkjunni og í minni garðyrkjustöð eru unnin um 8 ársverk. Ég hef sjö manns í vinnu allt árið og 10-12 á sumrin. Þessi grein er því mjög at- vinnuskapandi. Þar að auki viljum við meina að við séum að framleiða betri vöru en þá innfluttu,“ segir hann. Guðjón er mjög bjartsýnn á fram- tíð íslenskrar garðyrkju ef íslensk framleiðsla situr við sama borð og sú innflutta. „Það er vitað mál að öll garðyrkja erlendis er niðurgreidd stórlega beint eða óbeint. Það er ekki hægt að segja það um okkar framleiðslu. Við stöndum og follum með því hvað neytandinn vill. Þess vegna verðum við að hafa okkar vöra mjög góða og helst betri en þá innfluttu. Öðravísi verður varan ekki keypt af okkur,“ segir hann að lokum. -HI Blakom alhliða áburður Blákornið er áhrifaríkt við plöntun á litlum trjám og gott fyrir sumarblóm og skrautrunna. Fáðu upplýsingabœkling á nœsta sölustað. ABURÐARVERKSMIÐJAN HF. Kveikjuhlutir BQSCH Bflavarahlutir TRIDONtit___________ Bílavarahlutir -Jaftn______________ Bílaperur pPBOmetall__________ ^ Hlllukerfi Verklæri, efnavara og rekstrarvörur Rafmagnsvörur SiSiw~ Vatnshosur Hosuklemmur Tímareimar Kúplingsbarkar og og strekkjarar undirvagnsgormar. Bensíndælur Topa vökvafleygar Bensínlok vigtabúnaður Bensínslöngur Þurrkublöð Álbarkar Rafmagnsvarahlutir Olíusíur Vinnuvelar varahlutir ...# miklu úrvali Þjónustumiðstöð í hjarta borgarlnnar BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.