Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 15
39'4 Smalahundafélag íslands gengst árlega fyrir móti: Ahugi á tamn- ingu smalahunda fer vaxandi í desemben 1 992 stofnuöu nokkrin áhugamenn um næktun smalahunda meðal bænda meö sén félagsskap, Smalahundafélag íslands. Félags- skapun þessi hefun fanið sístækkandi eins og aösóknin að mótunum sem félagið hefun haldið ben með sén. Jóhann Pjetur Jónsson, einn af félagsmönnunum, segir að i byij- un hafi félagsskapurinn verið daufur. „Síðan gerist það að Gunn- ar Einarsson á Daðastöðum, sem er formaður félagsins og hálfgerð- ur guðfaðir í þessu, gengst fyrir námskeiði í tamningu fjárhunda i samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri 1993. Síðan hefur félag- inu vaxið fiskur mn hrygg og áhuginn hefur aukist gríðarlega á tamningu fjárhunda." Jóhann segir að á þessu nám- skeiði hafi Gunnar tjáð þátttak- endum að það væri 20 ára gamail draumur að halda fjárhunda- keppni, líkt og gert er í Skotlandi. Eftir eitt námskeiðið kom félagið síðan saman og ákvað að halda slíka keppni. Sú fyrsta fór fram í október 1994 að Hesti í Borgarfirði. Þar kepptu fimm og komu um 100 manns að fylgjast með. Keppnin fer þannig fram að hver hundur var látinn sækja 4-5 kindur um 200 metra vegalengd og koma með til smalans. Síðan eru kindurnar reknar í stóran hring þar sem kindurnar eru róaðar og þaðan fara þær inn í rétt. Aðstæður fyrir þessa keppni voru hins vegar ekki eins og best varð á kosið til að byrja með. „Keppnin fór fram of nálægt hús- unum og kindumar voru erfiðar. Við lærðum hins vegar af þessu.“ Siðan þessi fyrsta keppnin fór fram hefur hún verið haldin ár- lega og keppendum og áhorfendum alltaf fjölgað. 1995 voru keppendur orðnir sjö og hefur fjölgað ár frá ári. í haust var síðan skoskur dómari fenginn til að dæma keppnina og þá stóðu smalarnir kyrrir allan tíman og hundarnir sáu alfarið um að reka kindurnar. Það er því kominn nokkuð skosk- ur blær yfir þessa keppni. í þeirri keppni voru átta keppendur og um 400 manns fylgdust með. Þessi félagsskapur er fyrst og fremst myndaður af Borgfirðing- um en áhuginn er víðar fyrir hendi og m.a. hafa Skagfirðingar stofnað deild innan félagsins og héldu meira að segja sina fyrstu fjárhundakeppni í haust. Einnig hefur verið stofnuð Vesturlands- deild. Jóhann segir að misjafnt sé eftir hundum hversu langan tíma taki að temja þá en yfirleitt taki það stuttan tíma. „Sem dæmi má nefna að border-collie-hundakynið hefur það í raun í sér að geta farið fyrir kindurnar og haldið þeim að smal- anum. Það er annars yfirleitt tölu- vert minni vinna að temja hund en hest.“ Smnir hafa meira að segja gengið svo langt að flytja inn hunda gagngert til smalamennsku og eru border-collie-hundarnir besta dæmið. Þeir eru fluttir inn frá Skotlandi. Jóhann segir að útbreiðslan um landið haldi áfram og námskeiðin séu áfram vel sótt og hafi verið haldin víðar á landinu en á Hvanneyri. Því þurfi ekki að kvíða þessum félagsskap í framtíðinni. „Það hefur verið ríkt í okkur ís- lendingum að loka hundinn inni og gera svo verk hundsins. En þetta er að snúast við núna.“ -HI Varahlutir í dráttarvélar Dreifarakeðjur og hnallar Heyvinnuvélatindar, sláttuhnífar og festingar Öryggishlífar og varahlutir í drifsköft Dráttarvélasæti Heyvinnuvéladekk og slöngur Sími 535 9000 Fax 535 9040 Qrðs k ý r i ngar í fréttum af landbúnaði eru oft notuð hugtök sem ekki er víst að allir skilji til Wítar. Hér verður gerð tilraun til að skýra út nokkur þessara orða. Ærgildi: Matsverð á á. Greiðslumark: Framleiðslu- kvóti. Talað er um að kúabændur séu með x lítra greiðslumark í mjólk sem þýðir að það er mjólkin sem þeir mega framleiða á hverju verðlagsári. Verðlagsár stendur frá 1. september til 31. ágúst. Einnig er talað um að sauðfjár- bændur hafi greiðslumark upp á x mörg ærgildi. Réttir: Þegar bænd- ur smala fé af fjalli og koma því inn á afmarkað svæði sem kallast rétt. Þar er féð síðan dregið í sund- ur og hver bóndi nær í sitt fé. Ger- ist ávallt á haustin. Gegningar: Fóðrun og hirðing skepnanna að vetrarlagi. Mjaltir: Þegar kýrnar eru mjólkaðar. Oft talað um fyrri og seinni mjaltir því oftast er mjólkað kvölds og morgna. Mjaltabás: Sérstakur bás í lausa- göngufiósi með búnaði til að mjólka kýr. Beingreiðslur: Greiðsl- ur (yfirleitt frá ríkinu) sem renna til bænda til að styrkja þá í þeirri búgrein sem þeir stunda. Kominn á gjöf: Þegar dýrin eru hætt að næra sig úti í náttúrunni (á grasi) og er í staðinn gefið fóður (t.d. hey). Sauðburður: Sá tími þegar lömb- in fæðast á vorin. Sæðingar: Þegar sæði úr karldýri er sett í kvendýr svo úr verði afkvæmi. Kjötmat: Það mat sem sérmenntaðir kjöt- matsmenn leggja á skrokka eftir slátrun. Þá er tekið tillit til vöðva- fyllingar, fituinnihalds o.fl. Lífræn ræktun: Ræktun sem nýtir eingöngu náttúruna til vaxt- ar og viðgangs. Enginn tilbúinn áburður er notaður. GRÆNA HJÓUÐ BÚVGLAMIÐLUN UPPLÝSINGABANKI LANOBÚNAÐARTÆKJA Óháð miðlun Minnum á að við erum eina landbúnaðartækjamiðlun landsins, óháð umboðum og öðrum söluaðilum. Bændur! Er ekki einmitt núna rétti tíminn til að skrá notuðu tækin sem þið hafið ekki lengur þörf fyrir, gangfær eða biluð? (Oft vantar vélarhluti.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.