Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 Fréttir Ríkisendurskoðun reiknaði á vitlausum forsendum fyrir Reykjavikurlögregluna: Hundrað milljónir hurfu í hít embættisins - Böðvar Bragason í frii „Það voru allir að vinna á vitlaus- um grunni. Það er skýringin á þess- um fjárhagsvanda stofnunarinnar," sagði Georg Kr. Lárusson, vararlög- reglustjóri i Reykjavík, um ástandið innan embættisins, en þar er allt í uppnámi vegna fjárskorts. Lögreglu- menn sitja á löngum fundum og mót- mæla launalækkunum í kjölfar sparnaðaraðgerða og forsætisráð- herra skilur ekki hvað varð um hundrað milljónir sem ríkisstjórnin rétti embættinu til að rétta af rekstr- arhalla. „Við fengum hundrað milljónir til að rétta okkur af og rúmlega það, en þá kom í ljós að okkur vantaði ann- að eins í viðbót. í úttekt sem Ríkis- endurskoðun gerði á rekstri embættis- ins í maí 1998 var niðurstaðan sú að okkur vantaði 115 milljónir. Eftir þessu unnum við og ráðuneytin og við héldum okkur vera að leysa vand- ann. Kom þá öllum að óvörum í ljós að ekki hafði verið gert ráð fyrir gömlum skuldum, lif- eyrisskuldbindingum og launahækk- unum, auk annars, og þá var hallinn milljónir. Þetta er vandinn sem við stöndum frammi Jj Kr. Lárusson, sem I 11 kom til starfa hjá I Lögreglustjóraemb- —--------■ ættinu á svipuðum Böövar Braga- tíma og umrædd út- son lögreglu- tekt Ríkisendur- stjóri. skoðunar lá fyrir. Það voru starfs- menn Ríkisendurskoðunar sem gengu í gögn Lögreglustjóraembætt- isins og undirbjuggu úttektina sem síðar reyndist vitlaus. Samkvæmt heimildum DV voru gögnin ekki burðugri en raun bar vitni vegna skorts á yfirsýn stjórnenda lögregl- unnar á rekstri embættisins. Böðvar Bragason lögreglustjóri er í frii þessa dagana. „Varðandi áhyggjur lögreglu- manna af minnkandi yfirtíð þá vil ég segja það að yfirvinnan hefði minnk- að þó svo við hefðum haft næga pen- inga hérna. Öll yfírvinna hefur verið í endurskoðun hjá okkur og í stað þess að reka allt á bullandi eftir- vinnu þá er stefnan sú að bæta frek- ar við mannskap. Þannig verður það burtséð frá öllu peningatali," sagði Georg Kr. Lárusson. -EIR Georg Kr. Lár- usson varalög- reglustjóri. Stelpurnar í Hrafnagilsskóla fögnuöu góöa veörinu í frímínútum á dögunum og voru búnar aö taka fram snú-snúbandið sitt. DV-mynd gk Langur og erfiöur vetur loks á enda runninn: Sumrinu fagnað fyrir norðan DV, Aknreyri: Strax í kjölfar sumardagsins fyrsta sl. fimmtudag fór veðrið að breytast á Norðurlandi og má með sanni segja að sumarið hafl hafið innreið sina sl. sunnudag þegar glampandi sól var og hitastigið fór í fyrsta skipti í marga mánuði yflr 10 gráður. Undanfarna daga hefur sama blíðan verið fyrir norðan og mátti strax greina það á mannlífinu að léttara var yflr fólki. Geysilega mikill snjór er þó enn víða, t.d. á Siglufirði, í Fljótum og við utan- verðan Eyjaflörð, s.s. á Ólafsfirði, Dal- vík og Grenivík. -gk Eru að átta sig á hringavitleysunni - segir Guðmundur Gunnarsson Guömundur Gunnarsson,. „Menn virðast vera að átta sig á því hvaða steypu og hringavitleysu þeir voru að búa til,“ segir Guð- mundur Gunn- arsson, formaður Raflðnaðarsam- bands íslands. Hann segir ljóst að forysta ASÍ sé búin að taka aðra U-beygju í skipulagsmálum hreyf- ingarinnar. Annað verði ekki lesið úr ummælum Matvís-manna í DV. Menn séu að reyna að virða það að vettugi sem þeir voru að semja á miðvikudaginn var og miðstjóm ASÍ hafði staðfest strax á eftir. „Við erum út af fyrir sig ánægðir með þau sinnaskipti," sagði Guð- mundur. Guðmundur hafði krafist þess að strikuð yrði út grein í sam- þykktum laga- og skipulagsnefnd- ar þar sem innganga Matvís í ASÍ var háð ýmsum skilyrðum og tak- mörkuð við félög sveina og nema í iðngreinum innan sambandsins. Guðmundur sagði lög Matvís sniðin eftir lög- um Rafiðnaðar- sambandsins sem væru sam- þykkt og staðfest af ASÍ. Guð- mundur taldi að ef þessi breyting yrði gerð þá gilti hún gagnvart Rafiðnaðarsam- bandinu og þýddi að hluta félag- anna væri visað úr ASÍ. „Nú virðast forsetar ASÍ og um leið formaður laga- og skipulags- nefndar vera komnir í vandræði Grétar Þor- steinsson. með gjöming sinn frá því á mið- vikudag. Þá er gripið til þess ráðs að allt sé þetta einhver misskiln- ingur, Matvís sé heimilt að ganga i ASÍ sem starfsgreinasambandi," sagði Guðmundur Gunnarsson í gær. „Á þessu augnabliki hef ég ekki annað að segja um málið en að við erum að reyna að fá næði til að gera tilraun til að setja niður þess- ar deilur sem uppi eru,“ sagði Grét- ar Þorsteinsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, í gær. -JBP Viagra enn til skoðunar hjá Lyfjanefnd: Tugir karla eru á undanþágu Stinningarlyfið Viagra er enn til skoðunar hjá Lyfjanefnd ríkisins. Rannveig Gunnarsdóttir lyfjafræð- ingur, skrifstofustjóri Lyijanefndar, sagði í gær að vinnsluferlið væri langt komið. Sótt var um skráningu á Viagra á síðasta hausti, en karlar sem læknar telja að þurfi lyfið hafa fengið það á undanþágu. Tugir karl- manna hafa nýtt sér þetta á síðustu mánuðum. Aðgengið er að flestu leyti svipað og það verður þegar lyf- ið hefur fengið skráningu yfirvalda, nema hvað afgreiðslan er seinlegri á undanþágu og íslenskar leiðbein- ingar fylgja ekki lyfinu enn þá. Eft- ir sem áður munu aðeins þeir fá Vi- agra sem læknar telja að þarfnist þess, enda er allt reynt til að koma í veg fyrir misnotkun á lyfinu. Vinna við skráningu lyfja er bæði seinleg og flókin. „Við fáum umtals- verð gögn með hverri umsókn um skráningu. Þetta er afar flókið ferli, það þarf að fara í gegnum fram- leiðsluferilinn sem þarf að uppfylla ýmsa staðla, þá þarf að fara í gegn- um eiturefnaupplýsingar og prófan- ir, klínískar prófanir og staðfesta að það sem lyfjafyrirtækið segir stand- ist. Þetta er sérfræðiferli sem krefst Rannveig Gunnarsdóttir lyfjafræö- ingur. sérþekkingar. Við styðjumst mjög við gögn frá erlendum skráningar- aðilum, enda erum við fámenn hér,“ sagði Rannveig Gunnarsdóttir og sagði að mikinn texta þyrfti að þýða og yfirfara í sambandi við hvert lyf. Hjá Lyíjanefnd bíða fjölmargar umsóknir um skráningu nýrra lyfja eftir afgreiðslu, að sögn Rannveigar. -JBP Stuttar fréttir i>v Smygl í Hvítanesi Yfirheyrslum lauk yfir áhöfn Hvítaness um miðnætti í gær og fengu 9 skipverjar og tveir til við- bótar þá að fara frjálsir ferða sinna. 1200 lítrar af sterku áfengi fundust í skipinu við leit toll- varða í gær. Málið telst upplýst, að sögn Bylgjunnar. Trúnaðarbrestur Alvarlegur trúnaðarbrestur er á milli stjómenda og starfsfólks Útvarpsins vegna manna- ráðninga og uppstokkunar dagskrár. Jón Ásgeir Sig- urðsson, for- maður Starfs- mannasam- taka Ríkisút- varpsins, segir þetta í samtali við Dag. Landinn herskár Meirihluti þeirra landsmanna sem afstöðu taka eru fylgjandi því að Nato sendi landher til Kosovo. Ný könnun á vegum Dags leiðir þetta i Ijós. Deilt um orlof Karlánefnd Jafnréttisráðs segir fjármálaráöuneytiö hunsa dóm Hæstaréttar frá 5. febrúar 1998 varðandi rétt feðra á við mæður til greiðslu fæðingarorlofs. Færri en vilja íslensk stjórnvöld geta ekki efnt nema hluta af þeim loforðum að flytja ættingja Kosovo-Albana til landsins, að sögn fréttastofu Stöðvar tvö, því Kosovo-Albanar á íslandi hafa óskað eftir dvalar- leyfi fyrir 170 ættingja sína en ís- lensk stjómvöld geta aðeins tekið við 30. Reglur fyrir lögreglu Nefnd sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra skipaði til að fjalla um óhefð- bundnar rann- sóknaraðferðir lögreglu leggur til að reglur verði settai- um samskipti lög- reglu við upp- lýsingagjafa og greiðslur fyrir aðra umbun. Könnun vestra Framsóknarflokkurinn fengi einn mann kjörinn í Vestfjarða- kjördæmi, samkvæmt skoðana- könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Frjálslynda flokk- inn vantar þrjú prósentustig til að fá kjördæmakjörinn þingmann, Samfylkingin fengi einn og Sjálf- stæðisflokkur tvo. Vilja gera grunn í gær rann út umsóknarfrestur til að sækja um gerð og starf- rækslu gagnagrúnns á heilbrigð- issviði. Tvær umsóknir bárust heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, frá fyrirtækjunum íslenskri erfðagreiningu og TölvuMyndum. Talið er að 10-19 milljarða kosti að gera grunninn. Verölækkun Úrvalsvísitala aðallista Verð- bréfaþings íslands lækkaði um 2,73% í gær. Þaö er næstmesta lækkun á einum viðskiptadegi frá því þingið hóf starfsemi. Fjarvinnsla UndhTÍtaður hefur verið stofn- samningur um hlutafélag í fjar- vinnslu sem starfa mun á Stöðvarfirði og skapa þar 13 störf. Halldór Ásgrimsson ut- anríkisráðherra segir að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að styðja þetta framtak Islenskrar miðlunar sem er að koma á fót fjarvinnslu á Stöðvarfirði og Raufarhöfn. -SÁ upplýsingar eða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.