Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 nn Ummæli StÖðugleikinn og Samfylkingin „Ég sé engin teikn á lofti um að stöðugleik- inn breytist nema þannig að til komi mannanna verk. Ég hef hins vegar séð uppskrift að því að koma honum fyrir kattarnef. Sam- fylkingin hefur hirt hana.“ Davíð Oddsson forsætisráð- herra, í DV. Ég og Sverrir „Munurinn á mér og Sverri Hermannssyni er sá að ég hef aldrei átt kvóta og aldrei feng- ið 12 milljónir fyrir eign sem byggðist á svoleiðist hlutum eins og hann fékk árið 1987.“ Davíð Oddsson forsætisráð- herra, í DV. Spariföt foringjans „Það er alveg sama hversu oft og lengi frambjóðendur Framsóknar- flokksins dásama hin nýju spariföt foringjans og hversu litskrúð- ugar auglýsing- arnar eru, þá sjá allir að hann er klæðlaus." Guðmundur Árni Stefáns- son alþingismaður, í DV. Hlutabréfaeign Steingríms „Hlutabréfaeign mín í gegnum tíðina hefur aðallega falist í því að setja fé í ýmiss konar útgáfufyrirtæki á vinstri kantinum en ég held að þau séu öll með tölu gjald- þrota.“ Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, í DV. Sprenghlægilegt og grátlegt „Milljarður framsóknar- manna væri sprenghlægilegur ef þetta væri ekki allt svo grátlegt." Valdimar Jóhann- esson, um kosn- ingaloforð Fram- sóknar, í Morg- unblaöinu. Rafstöðin í Elliðaárdal „Verði farið að kröfum þeirra sem vilja að rafstöð- inni verði lokað og ekki náist viðunnandi árangur í laxa- ræktinni eftir það er líklegt að næsta krafa þeirra verði að borgin kaupi upp fasteign- ir á vatnasvæði Elliðaánna." Pétur Sigurðsson efnafræð- ingur, í Morgunblaðinu. Bjarki Már Karlsson, framkvæmdastjóri Vefsmiðju Vesturlands: Internetið er í stöðugri sókn DV, Borgaxfjarðarsveit: „Meðfram fyrra starfi minu hafði ég fengið allmargar fyrirspumir um vefsmíðaverkefni sem ég gat auðvit- að takmarkað sinnt meðfram fullu Maður dagsins starfi. En mér sýndist markaðurinn vera fyrir hendi og viðfangsefnið áhugavert svo ég ákvað að láta á þetta reyna,“ segir Bjarki Már Karlsson, kerfisfræðingur og fram- kvæmdastjóri Vefsmiðju Vestur- lands, sem var stofnuð haustið 1998. Vefir Vefsmiðjunnar hafa vakið mikla athygli. Þar má meðal annars nefna Vesturlandsvefinn, Fréttavef Skessuhorns og Fréttavef Andakíls sem Bjarki sér sjálfur um án nokk- urra styrkja. Bjarki var einn til að byrja með en í dag eru þrír með honum í hlutastarfi hjá Vefsmiðj- unni. „Jú, það er vissulega ögrun að hefja áhætturekstur þar sem mark- aðurinn er óþekkt stærð en viðtök- umar hafa verið framar vonum. Fyrsta stóra verkefnið okkar var Vesturlandsvefurinn sem unninn var að tilstuðlan SSV en er nú rek- inn af Vefsmiðjunni án opinberra framlaga. Hann hefur hlotið lof- samlega dóma og þannig auglýst fyrirtækið.“ „Vesturlandsvefurinn er með tengingar við allar þekktar vefsið- ur í landshlutanum en það safn stækkar dag frá degi. Hægt er að leita eftir atvinnugreinum og/eða staðsetningum. Þarna er líka bálk- ur sem heitir „á döfinni" en þar geta allir auglýst fundi og mann- fagnaði á Vesturlandi án endur- gjalds. Loks er hægt að fletta upp í firmaskrá Vesturlands. Nýlega var opnuð ensk útgáfa Vesturlandsvefj- arins sem eðlilega er talsvert frá- brugðin þeirri íslensku. Verkefnin em mjög misjöfn að stærð og umfangi en m.a. má nefna vefi Borgarbyggðar, Borgarness ap- óteks, AndakUsskóla og Héraðs- fréttablaðsins Skessuhoms. Við höf- um sett á vefinn umhverfismat nýs vegar á Vatnaheiði fyrir VSÓ, útbú- ið kosningavef Vesturlands og unn- ið vefefni fyrir tvö framboðanna á Vesturlandi. Svo era allmörg smærri verk- efni, m.a. upp- lýsingar um sumarbú- staðalönd í arfirði Markaðsráð Borgfirð- inga. Borg- fyrir Bjarki hannaði fréttavef AndcikUs sem nýtur ekki neinna ríkisstyrkja og hann hefur notið mikUla vin- sælda. „Ég sit í hreppsnefnd Borgar- fjarðarsveitar sem fuUtrúi minni- hlutans eftir listakosningu. Ég nota þennan miðU tU að Uytja fréttir af hreppsmálum enda tel ég það bæta stjómsýsluna að hún sé sem opnust. Þessu hefur líka verið vel tekið. Aðspurður hvernig Bjarki sjái fyrir sér Intemetið í framtíðinni segir hann að það muni einhvem tímann verða jafnalgengt og sími, hve fljótt þorir hann ekki að segja. Hraði verður meiri og tengigjöld lægri. Þessi miðUl er i stöðugri sókn. Áhugamál Bjarka eru einkum góðar bókmenntir og kveðskapur, ekki síst forn og þjóðlegur. Bjarki er giftur Karítas Önnu Þórðardótt- ur, sem starfar í mötuneyti Bænda- skólans, og fósturbörnin era Atli Már ljósmynd- ari (21), Árni (14) og Anna Dís (13). DVÓ c Guðmundur Andri Thors- son. Sumargleði á Grand rokk í kvöld verður haldin sumargleði á Grand rokk við Smiðjustíg. Þátttakend- ur era rithöfundar, leikar- ar, tónlistarmenn og fram- bjóðendur fyrir komandi al- þingiskosningar. Hjalti Rögnvaldsson leikari les smásögu Guðbergs Bergs- sonar, Framboð, skáldin Hallgrímur Helgason og Auður Jónsdóttir lesa úr verkum sínum, Mörður Árnason flytur ávarp og Hrafn Jökulsson les smá- sögu Össurar Skarphéðins- sonar, Dauður maður í Bogota. Þá munu tónlistar- Skemmtanir mennirnii' Freyr Eyjólfsson og Stefán Magnússon flytja lög eftir meistara á borð við Dylan, Lennon og Megas. Kynnir kvöldsins er Guð- mundur Andri Thorsson rithöfundur. Dagskráin tek- ur rúma klukkustund og er aðgangur ókeypis. Súrt slátur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. x>v Leikarar fara á kostum í einu vin- sælasta leikriti ársins. Maður í mislit- um sokkum Þjóðleikhúsið hefur sýnt á Smíðaverkstæðinu leikritið Mað- ur í mislitum sokkum eftir Am- mund Backman við miklar vin- sældir. Hefur leikritið fengið mjög góðar viðtökur hjá almenningi, sem og gagnrýnendum og era sýn- ingar komnar á níunda tuginn og er ekkert lát á aðsókninni. Leik- ritið lýsir í léttum dúr viðburða- ríkum dögum í lífi ekkju á besta aldri og nokkrum vina hennar. Hvað gerir góðhjörtuð kona þegar íþróttir hún finnur ókunnugan, ramm- villtan og minnislausan mann á fórnum vegi? Tekur hann auðvit- að með sér heim. Leikaraskipti hafa orðið frá frumsýningu. Erlingur Gíslason hefúr tekið við hlutverki Gunnar Eyjólfssonar þau kvöld sem Gunn- ar er í Sjálfstæðu fólki og Tinna Gunnlaugsdóttir hefur tekið við hlutverki Guðrúnar S. Gísladótt- ur. Aðrir leikarar era: Guðrún Þ. Stephensen, Ámi Tryggvason, Helga Bachmann, Bessi Bjarnason og Ólafúr Darri Ólafsson. Leik- stjóri er Sigurður Sigurjónsson. Brídge * * •* í gær sagði frá spili úr nýút- kominni bók í Danmörku sem heit- ir Bridge a la Carte 2. Hún hefur að geyma 52 frásagnir um öll spil stokksins og höfundar frásagnanna era jafn margir og dæmin. Hér er ein frásagnanna, höfundur er Ib Lundby, hjartaásinn í aðalhlutverki og spilaformið er tvímenningur. Sagnir ganga þcmnig, austur gjafari og NS á hættu: ♦ Á1054 •* D93 ♦ 52 * KG107 * 87 •* K542 * ÁK8 * 9642 * DG9 •* Á10876 ♦ G97 * Á8 Austur Suður Vestur Norður Pass 1 ♦ pass 14 pass 1 'grand p/h ♦ K632 <* G ♦ D10643 ♦ D53 Grípum niður í frásögn Ib Lund- bys í lauslegri þýðingu: „Trúlega hafa flestir upplifað þá reynslu að raða spilunum vitlaust, setja tígul í staðinn fyrir hjarta. Yfirleitt er það kostnaðarsamt fyrir þann sem lend- ir í því, en þó ekki alltaf. Suður hafði ekki skoðað spilin nægjanlega vel og hélt að hjartaásinn væri tígulásinn. Það útskýrir sögn suð- urs í byrjun. Þegar vömin byrjaði, var sagnhafí enn ekki búinn að uppgvötva mistökin. Vestur hóf sóknina á hjartagosa, sagnhafi setti drottninguna í blindum, austur kónginn og sagnhafi sexuna! Austur þurfti lítið að hugsa um framhaldið, hann spilaði strax hjartatvistinum til baka. Nú fór sagnhafi að skoða spilin sín betur, roðnaði mjög þegar hann tók eftir mistökunum og tók slaginn heima á tíuna. Hann svin- aði næst spaðadrottningu og á eftir fylgdu 3 slagir á þann lit. Hjartaslagimir voru næst teknir, laufi spilað á ás og laufgosanum svínað. Sagnhafi fékk því 12 slagi í einu grandi. Skorblaðið er tekið upp, allir spila hjartabút, en enginn þeirra fær meira en 11 slagi." ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.