Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Blaðsíða 1
Ólafur skoraði tíu <& Keegan er klár Kevin Keegan lýsti því yfir í gærkvöld að hann væri tilbúinn til að taka alfarið við enska landsliðinu í knattspymu. Hann lýsti þessu yfir eftir að England hafði gert jafntefli, 1-1, við Ung- verjaland í vináttulandsleik í Búdapest. Keegan stýrir liðinu til bráða- birgða um þessar mundir. „Það er kominn tími til að taka af skárið og mér hefur verið boðin staðan. Hvort ég tek við liðinu í fullu starfi eða hlutastarfi er mál sem nánar verður gengið frá í viðræðum mínum við knatt- spyrnusambandið,“ sagði Keegan. Hann er nýhúinn að stýra Fulham með glæsibrag upp í ensku B-deildina og hefur til þessa haldið fast við að hann vilji ekki yfirgefa félagið. Úrslit í landsleikjum kvöldsins eru á bls. 22. -VS Magnús kyrr Magnús Teitsson verður áfram þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik á næsta tímabili en undir hans stjórn urðu FH-ingar í öðru sæti á ís- landsmótinu sem lauk í vikunni og FH-liðið var án efa spútniklið ársins. Allar FH-stelpurnar hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning en Jolanta Slapikiene, mark- vörðurinn snjalli frá Rússlandi, gerði tveggja ára samning í fyrra og á því eitt ár eftir af samningi sínum. -GH Guðni Bergsson: „Ekki á heimleið“ Á síðu Bolton á Teamtalk-vefiium var í gær ýjað að því að Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, kunni að vera á heimleið eftir að tímabilinu í Englandi lýkur í vor en Guðni hefur ver- ið frá meira og minna allt þetta tímabil vegna meiðsla. En hvað segir Guðni sjálf- ur. Er hann á heimleið? „Ég á eitt ár eftir af samningi mínrnn við Bolton og ég á ekki von á öðru en að standa við hann. Ég kannast ekki við með sjáifúm mér að ég sé á heimleið eða hafa velt því fyrir mér. Ég vil gjarnan fara að ná mér í gott form, nota undir- búningstímabilið í sumar til þess og takast svo á við næsta tímabil," sagði Guðni Bergsson í samtali við DV í gær og hætti því við að ólíklegt væri að hann myndi enda ferilinn heima á íslandi. Guðni hefur verið frá meira og minna allt þetta tímabil vegna meiðsla. Fyrst gekkst hann undir nokkrar aðgerðir í nára en síðan tognaði hann aftan í lærvöðva. „Ég æfi á morgun (í kvöld) í fyrsta skipti í tvær vikur og eftir þá æfmgu kemur í ljós hvort ég get verið með í leiknum gegn Wolves á föstudaginn. Það er að duga eða drepast fyrir okkur og við verðum hreinlega að vinna leikinn til að eiga möguleika á að spila um sæti í A-deildinni,“ sagði Guðni. Eiður Smári Guðjohnsen verður í byrjunarlið- inu gegn Úlfunum en forráðamenn Bolton leit- uðu eftir því við KSÍ að Eiður yrði ekki með ís- lenska landsliðinu í leiknum gegn Möltu í gær og varð KSl við þeirri ósk. -GH Þórður Guðjónsson, Húnar Kristinsson og Birkir Kristinsson eiga drjúgan þátt í þeim árangri knattspyrnuiandsliðsins að vera ósigrað í tíu leikjum í röð. Á litlu myndinni hefur Brynjar Björn Gunnarsson betur í skallaeinvígi í leiknum á Möltu í gær. Hilmar og Magnús Handknattleiksmennimir Hilmar Þórlindsson og Magnús Agnar Magnússon héldu í morgun til Þýskalands þar sem þeir munu æfa og líta á aðstæður hjá B-deildarliðinu Hildesheim. Hilmar leikur með Stjömunni en Magnús lék með Gróttu/KR í vetur sem féll eins og kunnugt niður í 2. deild. Saman léku þeir með Garðabæjarliðinu í fyrra og þar á undan með KR-ingum. Báðir fengu þeir að spreyta sig með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Sádi-Aröbum um síðustu helgi. „Við viljum líta á þetta og sjá hvað er í boði. Ef þetta er ekki spennandi þá mun ég leika áfram með Stjömunni," sagði Hilm- ar í samtali við DV í gær en hann á eitt ár eftir af samningi sín- um við Stjörnuna. Samkvæmt heimildum DV er nokkuð öraggt að Magnús Agnar gangi að nýju tO liðs við Stjömuna fari svo að ekkert komi út úr ferðinni til Þýskalands. -GH farnir til Hildesheim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.