Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1999 Fréttir Niðurstöður skoðanakannana DV 50% 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 I--------- júlí 29/04 '99 '98 ft SKOBANAKÖNNUN Skoöanakönnun DV um fylgi flokka og framboöa viku fyrir kosningar: Samfylking réttir lítillega úr kútnum - VG enn á uppleið - Sjálfstæöisflokkur dalar örlítiö - óákveðnum fækkar 50% 45 40 35 30 25 20 15 10 Fylgi flokka - miðað við þá sem tóku afstöðu - 49,9 18-4 1IIl7,918-5 16,r □ DV 11/01 '99 ■ DV 08/02 '99 œ DV 18/03 '99 ■ DV 21/04 '99 ■ DV 29/04 '99 fj SKOÐANAKÖNNUN 21,1 . 3,226A535 '*álB S,sM Skipan þingsæta fpgj samkvæmt fylgishlutfalli í könnuninni — 30 25 20 15 10 5 0 “uíil12 ®D DV 11/01 '99 ■ DV 08/02 '99 ® DV 18/03 '99 Samfylkingin B DV 21/04 -99 23 ■ DV 29/04 '99 4 4 könnun DV. Samfylkingin mældist mest með 23 þingmenn í könnun DV í febrúar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 6 þingmenn og bætir við sig einum frá síðustu könnun. Loks fengi Frjálslyndi flokkur Sverris Hermannssonar 2 menn kjörna, tapar einum frá síðustu könnun DV. Það skal þó tekið fram að til þess að ná mönnum á þing þarf flokkurinn fá kjördæmakjörinn þingmann. Framsókn höfðar til lands- byggðar Ef litið er á stuðning við flokka eftir kynjum og búsetu kemur í ljós aö tæp .86% stuðningsmanna Fijáls- lynda flokksins eru karlar, þar af flestir á landsbyggðinni. í síðustu könnun DV var hlutfall karla í þess- um hópi 80%. Skipting stuðningsmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir kynjum og búsetu er mun jafnari en áður, þegar karlar og landsbyggðarfólk voru í meiri- Samfylkingin réttir lítillega úr kútnum eftir mikið fylgistap í síð- ustu könnun DV en Sjálfstæðis- flokkur tapar örlitlu fylgi. Vinstri- hreyfmgin - grænt framboð fagnar enn fylgisaukningu, er komin yflr 9% fylgi en Framsókn er á svipuðu róli og í síðustu könnun DV sem gerð var fyrir rúmri viku. Frjáls- lyndi flokkurinn tapar á ný. Óá- kveðnum og þeim sem svara ekki fækkar umtalsvert. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV á fylgi flokka og framboöa sem gerð var í gærkvöld. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna?“ Miðað við svör ailra í könnuninni fengi Framsóknarflokkur 12,5% fylgi ef kosið yrði nú, Sjálfstæðis- flokkur fengi 27,8% fylgi, Frjáls- lyndi flokkurinn 2,3%, Samfylking- in 18% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 6,3% fylgi. Húmanistar fengju 0,3% fylgi og Anarkistar 0,2%. Fylgi við Kristilega lýðræðis- flokkinn mældist ekki. Óákveðnir voru 24,3% og 8,3% neituöu að svara, eða samtals 32,6%. Þeim hefur fækkað verulega. í síðustu skoðanakönnun DV var hutfall þeirra sem vora óákveðnir og svöruðu ekki 37,6%. Sé einungis miðað við þá sem af- stöðu tóku í þessari skoðanakönnun DV sögðust 18,5% styðja Framsókn- arflokkinn, 41,2% Sjálfstaeðisflokk- Söngkona GusGus rekin Hafdis Huld hefur verið rekin úr GusGus. Hún heyrði þetta utan að sér fyrir þrem vikum en í gær fékk hún frétt- irnar stað- festar per- sónulega frá hljóm- sveitarmeð- limum. Hún var beðin að skrökva einhverju fallegu í fjölmiðla en skrifaði í staðinn fréttatilkynningu sem birt er í heild sinni á Fókus-vefn- um í dag. (www.fokus.is) -GLH mn, 3,5% Frjálslynda flokkinn, 26,7% Samfylkinguna og 9,4% Vinstrihreyfinguna - grænt fram- boð. Húmanistar fengju þá 0,5% fylgi og Anarkistar 0,2%. Skipting þingsæta Skipting þingsæta samkvæmt at- kvæðafjölda í könnun DV er þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26 þingmenn kjörna miðað við 28 í síö- ustu könnun sem framkvæmd var fyrir rúmri viku. Hann hefur 25 þingmenn í dag. Framsókn fengi 12 menn kjörna, bætir við sig einum frá síðustu könnun en hefur þremur færri en eftir kosningamar 1995. Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórn- cirflokkarnir 38 þingmenn en era með 40 í dag. Samfylkingin fengi 17 þingmenn, bætir við sig einum frá síðustu hluta. Ekki er marktækur munur að þessu leyti meðal stuðnings- manna Samfylkingar. Sem fyrr er mikill meirihluti stuðningsmanna Framsóknar af landsbyggðinni eða 76%. Meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks eru fleiri af höfuðborgarsvæðinu eða 57%. t þeim hópi er ekki mark- tækur munur á kynjum. -hlh Stuttar fréttir i>v Hlutaskiptakerfið burt Á ráðstefnu Viðskiptablaðsins i gær sagði Róbert Guðfinnsson, stjórnarformað- ur SH og Þor- móðs ramma, að nauðsynlegt væri að afnema hlutaskiptakerfi sjómanna. Það hefði skaðað landvinnslu, valdið byggðaröskun og hindraði að hægt væri að fullvinna afla úti á sjó. Verkfall í tónlist Kennarar Tónlistarskólans á Akureyri lögðu niður vinnu í gær í um klukkstund og nýttu tímann til að ræða kjaramál. Mikil ónægja er í kennaraliðinu eftir árangurslítinn fund að þeirra sögn með kjaranefnd Akureyrar- bæjar á miðvikudag. Áhrif á fimmta hvern Tæpur fimmtungur viðurkenn- ir að auglýsingar stjórnmála- flokkanna hafi áhrif á það hvað þeir gera í kjörklefanum. Mun færri segja hins vegar að skoð- anakannanir um fylgi flokkanna hafi áhrif á gjörðir sínar á kjör- dag. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir Dag. Ótti við hækkanir Bæjarstjórinn á Blönduósi ótt- ast að fái kennarar í Reykjavík launahækkun fari skriða af stað um allt land. Það myndi valda sveitarfélögunum miklum erflð- leikum. Sjónvarpið sagði frá. Nýr leiðtogi Dr. Vésteinn Ólason prófessor tekur við starfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnús- sonar á íslandi 1. maí. Forveri hans, Stefán Karlsson pró- fessor, lét af störfum vegna aldurs um síðast- liðin áramót. Brenndist af rafstraumi Maður brenndist illa og annar lítils háttar þegar skammhlaup varð í spennistöð í Neskaupstað síðdegis í gær, að sögn Ríkisút- varpsins. Rafmagnslaust varð í bænum í um eina og hálfa klukkustund. Húmanistar kæra Húmanistaflokkurinn hefur kært Stöð 2 til útvarpsréttar- nefndar fyrir að vera einum stjórnmálaflokka á landinu út- hýst frá þátttöku í stjómmálaum- ræðum á Stöð 2. Sex reknir Sex skipverjum Hvítaness, sem viðurkennt hafa hlutdeild í smyglinu, hefur verið sagt upp störfum hjá útgerðinni. Þrír þeirra eru pólskir og þrir íslensk- ir. RÚV sagði frá. Eimskip sýknað Eimskip og eigandi Vikartinds voru sýknuð í máli sem höfðað var gegn félaginu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna vöratjóna sem urðu vegna strands skipsins. Forsenda dómsins er að skipið hafi verið haffært þegar það lagði úr höfn, en skipstjórinn beri sök á strandinu. Smákóngaveldi Ótrúlegt óhagræði er að skipt- ingu höfðuðborgarsvæðisins í mörg sveitarfé- lög og hvert undir sinum smákónginum, segir Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, í leiðara fréttabréfs samtakanna. Sveinn vill fækka sveitarfélögun- um úr sjö í tvö. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.