Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1999 Viðskipti Þetta helst: .. .Unnið að sameiningu Gunnvarar og íshússfélags ísfirðinga ... Hlutafjárútboði Baugs hf. lýkur í dag ...Básafell sendir út afkomuviðvörun ... AT&T með yfirtökutilboð í MediaOne ... Dow Jones hækkar í 10.727,18 stig ,.. Hlutabréf IBM snarhækka vegna góðrar afkomu ... Alþjóðleg efnahagsmál - staða og horfur Alþjóðleg efnahagsmál hafa veriö sífellt meir í umræðunni að undan- förnu. Áhugi manna hefur aukist og meðvitund um að aðstæður víða um heim hafa mikil áhrif hér á landi. Eftirspum eftir útflutningi okkar ræðst að miklu leyti að efnahagsað- stæðum víða um heim og því ræðst afkoma íslenska þjóðarbúsins að stórum hluta af aðstæðum sem við ráðum lítið við. Stærstur hluti út- flutnings okkar fer til Evrópu og því eru við mest háð aðstæðum þar. Evrópa Talsverð efnahagslægð hefur verið í Evrópu að undanfömu. Hin nýja mynt Evrópusambandsins hefur lækkað mikið frá þvi henni var hleypt af stokkunum og endurspeglar það veika stöðu Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Vaxtalækkanir sem verið hafa í Evrópu að undanförnu em meðal þeirra tilrauna sem beitt hefur verið og era skref í rétta átt en óvist er hver árangur verður. Hækk- andi olíuverð kemur sér iila í Evrópu og getur, ásamt vaxtalækkunum, valdið því að verðbólga aukist. Hins vegar spá alþjóðlegar stofnanir því Hagvöxtur og verðbólga í ýmsum löndum — breyting milii ára í % Hagvöxbir Verðbólga flrgentina -0,5 Oí Brasilía -1,9 34 Chðe -2,8 3,8 Egyptaland 5,7 3,8 RSppsejjar -1,9 9,9 Gríkkland 3,7 HongKong -5,7 -1,7 Indiand 5 9,4 Indónesia -13,9 53,4 Israel V 7 Kina 9,6 -u Kólumbía -5 15,4 Malasía -9,6 3A Mexíkó 2,6 18,5 PóKand 2,9 5,6 Rússland -4,6 125,6 Singapúr -OA -«,6 Suður-Afríka ■Ofi 8,6 Suður-Kórea ■w 04 Tailand -6,5 2,9 Taivan 3,7 24 Tékkland -44 n Tyrkland -1,6 63 Ungverjaland 5,6 9,4 Venesúela -8,2 29Í fSLAND 5 19 Meðaltal -U52 15436 að hagvöxtur í Evrópu verði 1,8% á þessu ári en 2,7% á því næsta. Bandaríkin Bandaríkin era næststærsti mark- aður fyrir íslenskar vörur. Hagvöxt- ur þar hefur verið mjög mikill und- anfarin ár og líkur era á að hann haldist áfram enn um sinn þó hann minnki sennilega eitthvað á þessu ári. Atvinnuleysi er þar í sögulegu lágmarki og hlutabréfavisitölur hafa vaxið mikið. Hlutabréfaverð er einmitt góður mælikvarði á vænting- ar manna um framtíðina. Sérfræð- ingar á Wall Street spá áframhald- andi hækkunum en í ljósi reynslunn- ar er mjög erfitt að spá um slíkt og vissulega fyrirflnnast spámenn sem spá hruni á fjármálamörkuðum þar. Asía Viðskipti okkar íslendinga við Asíulönd hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Þó höfum við keypt mun meir af þeim en þeir af okkur. Því hefur efnahagslæðin þar komið okkur til góða að því leytinu að gengi Asíugjaldmiðla hefur verið okkur ís- lendingum hagstætt undanfarið. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikil efnahagslægö hefur verið í Asíu imdanfarin ár og almennt er því spáð að botni þessarar lægðar sé náð og að nú liggi leiðin upp á við. Enn er þó víða neikvæður hagvöxtur og til dæmis er því spáð að hagvöstur í Japan verði ekki jákvæður fyrr en á næsta ári. Önnur lönd í Asíu virðast ágætlega stödd og mörg þeirra komin lengra en Japan í efnahagsbatanum. Horfur era því að leiðin liggi upp á við í flestum löndum Asíu. Ameríka og Afríka í báðum þessum heimshlutum era viða gífurlegar efnahagsþrengingar og víða eru litlar líkur á að bata næstu árin. Efnahagur margra Suð- ur-Ameríkuríkja var illa leikin í vet- ur af náttúruhamförum og kreppa skall á í stærsta landi álfunnar, Braselíu. í Afríku ríkir víða stríðsá- stand þó svo að mörg lönd séu að á sæmilegum árangri í efnahagsmálum og í lýðræðisþróun. í ljósi aðstæðna víða um heim má ljóst vera að efnahagsástand hér er með því besta sem gerist í heiminum og mikilvægt er að við höldum áfram á þeirri braut sem við eram á. -BMG Hlutafjáraukning hjá Samskipum - 7% arður greiddur til hluthafa Mikið tap hjá Skinnaiðnaði Skinnaiðnaður hf. á Akureyri var rekinn með 86 milljóna króna tapi á fyrri hluta yfirstandandi rekstrarárs. Niðurstaðan er töluvert lakari en gert var ráð fyrir og er búist við áframhald- andi taprekstri. Miklir erfiðleikar hafa einkennt atvinnugreinina síðastliðin ár en margt bendir til að horfur séu bjartari nú en oft áður. Vanda fyrir- tækisins má rekja til margra samhang- andi þátta. Efnahagsörðugleikar í Asíu, gott veður og minni sala til Rúss- lands hefur valdið því að eftirspum hefur minnkað og verð lækkað á er- lendum mörkuðum. Tekjur fyrirtækisins minnkuðu um 68% í samanburði við sama tíma í fyrra en rekstrargjöld lækkuðu aðeins um 54%. Rekstrartap fyrir fjármagns- gjöld og skatta nam 71 milljón króna, samanborið við 8,9 milljóna króna hagnað fyrstu 6 mánuði rekstrarársins 1997-¥98, og tap tímabilsins fór úr 3,4 milljónum króna í 86 mUljónir. Eigið fé Skinnaiðnaðar var 115 milljónir króna í lok febrúar og eiginfjárhlutfall- ið var 16,2%. Bókfærðar eignir námu 707,8 milljónum króna í lok febrúar sl. og skuldir 593,2 milljónum króna, á móti 901,1 milljón króna eignum og 557,1 milljón króna skuldum á sama tíma 1998. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu félagsins. Samþykkt var á aðalfundi Sam- skipa í vikunni að heimila stjórn félagsins að auka hlutafé um 300 milljónir króna. Þessi heimild gildir til ársins 2001 og er tilgang- ur með þessu að styrkja eiginfjár- stöðu fyrirtækisins. Hins vegar liggur ekkert fyrir um hvemig eða hyenær þetta hlutafé verður selt. Á fundinum var jafnframt samþykkt að greiða hluthöfum 7% arð. Það kom fram í máli Ólafs Ólafssonar forstjóra að síðastliðið ár hefði verið ágætt. Rekstrar- tekjur jukust um 841 milljón milli ára eða um 17% en rekstrargjöld jukust aðeins um 12% á sama tíma. Geir Magnússon stjómar- formaður ræddi horfur og árang- ur undanfarinna ára. Síðastliðið ár einkenndist af auknum flutn- ingi til og frá landinu. Annars vegar var um að ræða aukningu í venjulegum neysluvörum og hins vegar fjárfestingarvörur til stór- iðju. Útflutning jókst einnig og munaði þar mest um útflutning á áli. Annars er innflutningur mjög sveiflukenndur og miklar árstíða- sveiflur og því mikilvægt að skip- anýting sé sem best. Á síðasta ári heppnaðist þetta mjög vel og var nýting skipa félagsins góð. Ein breyting varð á stjóm fé- lagsins. Kristján Vilhelmsson tók sæti Þorsteins Más Baldvinsson- ar en aðrir í stjóm era Geir Magnússon, Axel Gíslason, Krist- ján Sigmundsson, Guðjón Ár- mann Jónsson, Jón Kristjánsson og Ólafur Ólafsson. -BMG viðskipta- molar Rússar fá stórt lán Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, tilkynnti í gær að hann myndi lána Rússum sem nemur 4,5 milljörðum dollara. Skilyrði fyrir lánveitingunni era sígild en Rússar eiga að ganga að kröf- um IMF um umbætur í efnahags- málum. Volvo spáir í Scania Volvo í Svíþjóð var að kaupa stóran hlut í aðalkeppinaut sín- um, Scania. Volvo á nú 14% hlut 1 Scania. Lief Ostling, yfirmaður Scania, sagði að þessi kaup væra ■ óásættanleg og að Volvo væri óheppilegur samstarfsaðili. Söluaukning hjá Daimler- Chrysler Töluverð söluaukning varð hjá nýjasta bílafyrirtækinu á markaðnum, Daimler-Chrysler, það sem af er árinu. Aukningin var 10% og nam salan 35 millj- örðum evra. Hagnaðurinn var 2,6 milljarðar og jókst um 16%. Olíuverð á heimsmörkuðum heldur áfram að hækka og nem- ur aukningin frá áramótum hvorki meira né minna en 45%. Svo virðist sem það markmið OPEC að minnka framleiðslu og hækka verð sé að takast. í kjöl- farið hefur verðmæti innflutn- ings aukist í flestum löndum sem ekki framleiða olíu og til dæmis hækkaði innflutningur um 0,8% í Þýskalandi vegna olíu- verðshækkana. FMN í nýtt húsnæði Flutningamiðstöð Norður- lands ehf. hefur flutt starfsemi sína að Ránarbraut 2b, Dalvík. Þetta kemur fram á viðskiptavef Vísis. Fyrirtækið festi kaup á því húsnæði í desember 1998. í nýja húsnæðinu, sem er um 4600 rúmmetrar, er skipaafgreiðsla Samskipa v/strandflutnings, vöruafgreiðsla Sæfara, vöruaf- greiðsla bíla og fóðurvöruaf- greiðsla. Þar er jafnframt full- komin kæli- og frystiaðstaða ásamt rúmgóðu vörahúsi. 74F 10° 28" Black sWár *r aðgefðir| skiá . jír ( fjjcam ckiár • Nicam Sasp?-*-' leiðarvfsic^^^/^^ppj Lágmóla 8 • Sími 533 28Ó0 UMBOÐSMENN Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, Isafirði. Kf. Norðurland: V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri. | Kf. Þlngeyinga, Húsavík. Austurland: Vélsmlðjan Höfn. Suðurland: Árvirkinn, Selfossl. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: LJósboglnn, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.